Alþýðublaðið - 19.10.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.10.1931, Blaðsíða 2
ALPVÐUBEAÐIÐ Edlson látinn. Thpmas Alva Edison. Samkvæmt símskeyti tii Frétta- stofu blaðamtatma í gær lézt hug- vitsmaðurinn mikli Thomas Alva Edison í gærmorgun kl. 3,24. — Edison hafði farið mjög hnign- andi síðast liðið ár, og í alt sum- ar var hann veikur. Var búist við dauða hans pá og þegar. Edison var fæddur árið 1847 í Miian í Ohio og varð því 84 ára að aldri. Faðir hans var ai hollenzkum ættum, en móðir hans af skozkum. 12 ára gamaii byrj- aði Edison að selja blöð í járn- brautarlest einni, og um skeið gaf hann sjálfur út blað, ritaði það og prentaði, nefndi hann það „Grand Trunk Herald“ og prentsmiðjunni kom hann fyrir í einum brautar- vagninum. I pessum vagni byrj- aði hann efnafræðilegar tihaunir og varð pað til þess, að í t/agnin- um kviknaði, og brann þar flest, er hann átti. Eftir petta varð hann símamaður í Port Huron, og 20 ára, eða 1867, fór hann til Cincinnati; síðan fór hann til Boston og paðan tii New York, en pá byrjaði hann fyrst af lífi og sál að fást við uppgötvanir. Árið 1869 gerði hann ýmsar merk- ar uppgötvanir um firðritun, og árið 1873 fékk hann 40 þúsund dollara fyrir að finna upp tæki, er skrifaði upp í heimahúsum verðbréfaverð í kauphöllum. Fyrir þessa peninga bygði hann sér verkstæði og vélastöð í Newark og New Jersey, en innan stutts- tíina flutti hann til Menloe Park í New York, og eftir að Bell hafði fundið upp símann, 1876, fór Ed^- son að sýsia með umbætur á honum og árið 1877 tókst honum að búa til hinn fyrsta nothæfa kola-hljóðauka, og gerði pað síma þann, sem Bell hafði fundið upp, að pví menningartæki, sem hann nú er. Sama ár fullkomnaði hann beztu uppfynningu sína hljóðritann, sem hann hefir svo endurbætt hvað eftir annað. Eftir petta rak hver uppfynningin aðra Honum tókst að búa til tækir sem hægt var að nota til að simrita með .til járnbrautarlestar á ferð; hann fann upp rafmagns- járnbrautir, glóðarlampann (per- urnar), en sú uppfynning full- komnaði rafmagnsljósin. Árið 1882 reisti hann fyrstu ijósastöð í New York, og var hún fyrir 2 þús. iampa. Árið 1886 flutti hann sig með alt sitt til Orange í New Jersey. Þar hafði hann svo að- setur alla æfi og gerði margs- konar stórmerkar uppgötvanir. Edison mun hafa verið einn hinn mesti hugviísmaður siem uppi hefir verið, og þekkir hann hvert mannsbarn. — Að skýra nánar frá hinu geysimikla og heilladrjúga æfistarfi hans leyfir rúm blaðsins ekki að pessu sinni. Atvinnaleysl — sðgerðsieysi- Eins og lesendur Alþýðublaös- ins munu hafa tekið eftir, frétt- ast nú sömu tíðindin viðsvegar að af landinu, þau tíðindi, að bæj- ar- eða sveitar-félög búast nú hvert eftir annað til varnar gegn þeim hræðilega fylgifisk auð- vaidspjóðfélagsins, sem heitir at- vinnuleysi og sem nú herjar ís- land meira en dæmi eru til nokkru sinni áður. Og pó pað kunni að reynast aðgangshart fyrir íhaldið og dýrkendur pess, verða þeir að horfast í augu við pann sannleika, að fljótast og^ rældlegast hefir verið snúist til varnar gegn pessum skæðaista ó- vini verkalýðsins einmitt í þeim bæjar- og sveitar-félögum, þar sem jafnaðanuenn annað hvort eru í hreinum meiri hluta eða svo mikils megandi, að þeir geti sveigt stjórnir bæjanna eftir vilja sínum, og pó annað ætti að verða efni þessara lína, er þetta svo merkilegt atriði að vel er þess vert að eyða nokkrum orðum til þess, ef unt væri, að festa það i meðvitund alira, sem kunna að lesa pessar línur: aðsú staðreynd, að kaupstaðimir (Siglufjörður, Isafjörður, Seyðisfjörður og Hafn- arfjörður), par sem jafnaðarm&nn ráða, verða fyrstir nú að þessu sinni til að skipuleggja og hrinda í framkvæmd atvinnubótum, ætti að verða pyngri á metunum í huga allra, sem vilja og pora að viðurkenna sannleikann, heldur en alt pað orðagjálfur, sem Morgun- biaðið og fylgihnettir pess hafa eytt til þess að rægja, afflytja og eftir föngum ofsækja pá menn, sem staðið hafa og standa í farar- broddunum á fyikingum verka- lýðsins. Þessi staðreynd sýnir svo að ekki verður á móti mælt, að hina þráttskömmuðu og svívirtu jafnaðarmenn, sem samkvæmt kenningum Morgunblaðsins eru annað hvort andlausir og dáð- lausir eiginhagsmuna-,,spekúlant- ar“ eða vitlausir og 'ábyrgðar- lausir angurgapar, sem fyrir engu sé trúandi, hefir hvorki skort vilja og árvekni til pess að vena á verði fyrir hagsmunum veríka- lýðsins og notfæra sér til þess ítrasta þá litlu aðstoð, sem íhalds- og afturhalds-öfl ríkjandi þjóð- skipulags vildu láta í té, né held- ur skorti þá úrræði og getu tii þess að sínum hlutia a'ð auka og ávaxta þá möguleika til bjarg- ráða, sem í þeirri aðstoð felst. Og þó sannleikurinn eigi ekki upp á paliborðið hjá íhaldinu, er ekki loku fyrir pað skotið, a'ð ein- hverjir hvEU'fli huga sinum að pessum staðreyndum næst, þegar hinir skriftlærðu Farlsear íhalds- ins kyrja söng sinn um að svifta purfi fjárráðum pau bæjiarfélög, par se,m jafnaðarmenn ráða. En annars voru pessar línur einkum skrifaöar til pess aö vekja athygli á peirri átakanlegu stað- reynd, sem nú er að leggjast eins og farg yfir verkalýð pessa bæj- ar og nemia frá honum alla von um, að hann í náinni framtíð fái uppfylta sína einföldustu, nauð- synlegustu og réttmætustu kröfu, pá kröfu að fá dö vinna til pess að geta dregið fram lífið. Þessi staðreynd er aðgerðaleysi íhalds- meirihlutans í 'bæjarstjórninni. Borgarstjórinn hjalar rólega um pað, að eitthvað purfi nú að gera 'og að petta fari nú vonandi að lagast, og bætir svo við að illa gangi að fá enska lánið. Síðan er haldið að sér höndum og sofnað í skauti góðrar samvizku. Og svo fast er sofið, að bærinn sækir ekki einu sinni um hlutdeild í pessum 300 púsunda styrk, sem verja á til atvinnubóta, pó að daglega berist að umsóknir um styrk svo að segjia alls staðar af landinu. Og ekki heyrist heldur með einu orði um pað getið af í- haldinu /og málgögnum pess hvaða verk íhaldsmeirihlutinn hugsi sér að látia vinna pegar að pví kemur (sem íhaldinu sjálfu hlýtur að vera ljóst að pað fær ekki frið til að svíkjast undan) að það verður að fara af stað með einhverjar atvinnubætur eða taka á sig allar afleiðingar hall- ærisástands að öðrum kosti. Til pess að minsta kosti að undirbúa atvinnubætur ættu að vera ein- hver ráð, ef viljann ekki bristi. Og ekki er einu sinni svo mikill áhugi fyrir þessu brennandi lífs- spursmáli verkalýðsins og raunar allra bæjarbúa, að bærinn hefi látið skrá atvinnulausa menn og gera skýrslu um hag þeirra, sem pó er afarnauðsynlegt til þess að geta glögt séð hve pörfin fyrir atvinnubæturnar er brýn og að- kallandi. Og til pess þarf pó á- reiðanlega ekkert enskt lán. I stuttu máli sagt, ekki er hægt að sjá að íhaldsmenn hugsi til frekari framkvæmda, nema síður sé, á þessu ári, heldur en þau árin, þegar mest hefir verið at- vinna hér og öll fyrirtæki ríkisins og einstaklinga í fullurn gangi. Virðist pað, pótt djúpt kunni að pykja tekið í árinni, ganga glæpi næst, þegar svo árar sem nú og öllum, sem hafa opin augu, hlýt- ur að vera Ijóst, að langvarandi skortur og jafnvel beint hungur er fyrir dyrum hjá fjölda verka- manna, nema undinn sé bráður bugur að framkvæmdum í stórum stíl, að mennirnir, sem stjórnað hafa bænum svo, að í þrot virðist komið um öll úrræði — nema að svelta — að einmitt þeir roenn skuli ekki hafa svo mikla ábyrgð- artilfinningu að þeir láti einskis ófreistað til þess að draga þó ekki sé nema að nokkru leyti úr því eymdarástandi, sem þeir sjálfir, hafa átt sinn mikla pátt í að skapa. Hér duga engar afsakanir og dráttur lengur. Ef bærinn getur ekki af eigin ramleik útvegað sér og lagt fram fé til atvinnubóta, verður hann að leita á náðir rikis- stjórnarinnar og sækjia um lán úr Bjargráðasjóði, og pað tafarlaust. 15. okt. (Frh.) Rei/kvíkingur. Trúlofun. Trúlofuð eru Beatrioe Stokke og Guðm. Kristjánssion myndskeri. Fi/rsti fundur verkakvennafé- lagsins „Framtíðarinnar“ í Hafp- arfirði verður haldinn í kvöld (mánudagskvöld) kl. 8V2 í bæjar- þingsalnum. Dráttarvextir falla á síðarihluta þessa árs útsvar-a frá 2. nóv.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.