Morgunblaðið - 05.06.1984, Síða 28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 1984
Minning:
Brynjar Valdimars-
son yfirlœknir
Fæddur 19. júní 1930
Dáinn 26. maí 1984
Brynjar Valdimarsson, yfir-
læknir Kristnesspítala, er allur.
Hann lést í svefni aðfaranótt 26.
maí sl. Varð bráðkvaddur. Hann
hafði i nokkuð mörg ár búið við
skerta líkamsheilsu, en andlátið
kom þó óvænt og án nokkurrar
viðvörunar. Við, sem umgengumst
hann daglega, höfum einmitt haft
á orði að undanförnu, á þessu
óvenjugóða og hlýja norðlenska
vori, hve létt og bjart var yfir
Brynjari síðustu vikurnar. Alveg
sérstaklega heilsaði hann komu
farfuglanna og fagnaði hverju
nýju lífi jafnt í dýra- sem jurta-
ríkinu. Honum bættist meira að
segja eitt barnabarn, og varð það
eins og til að kóróna sköpunarverk
þessa vors. Eftir á að hyggja sýn-
ist næstum allt hafa lagst á eitt
með að nesta Brynjar sem best til
sinnar hinstu og mestu ferðar. Við
hinir verðum nú um hríð að sjá
um styttri vegalengdir án hans og
annast okkar gönguferðir sjálfir.
Brynjar var fæddur á Akureyri
19. júní 1930, ólst upp þar og í
Eyjafirði. Foreldrar hans voru
Valdimar Antonsson og Áslaug
Jóhannsdóttir, eyfirskir stofnar af
traustari gerð. Leið Brynjars lá
síðan gegnum Menntaskólann á
Akureyri og Háskóla íslands. Eft-
ir læknisfræðinám og tilskilinn
tíma á öðrum sjúkrahúsum hóf
hann aðalævistarf sitt að Krist-
nesi 1962 og starfaði þar óslitið
síðan utan 1 ár á Borgarspítala
1975. Hann kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni, Dagbjörtu Em-
ilsdóttur, 1956, og eignuðust þau
tvö börn, Guðmund Hrafn og Ás-
laugu Herdisi. Brynjar lét sér
mjög annt um velferð sinna nán-
ustu og var góður faðir barna
sinna jafnt sem barna eiginkonu
sinnar af fyrra hjónabandi. Ein-
stök greiðasemi hans kom og víða
að góðu gagni í byggðarlaginu,
eins og mörgum er kunnugt, en
verður ekki rakið nánar hér.
Það er ekki hægt að kveðja
Brynjar án þess að fara nokkrum
orðum um Kristnesspítala. Fram-
tíðarhlutverk spítalans er í athug-
un hjá stjórnvöldum og línur að
skýrast hægt og hægt. Sú bið-
staða, sem nú er uppi, er þegar
orðin of löng og erfið. Það er von
mín og var óskadraumur Brynjars
fyrir hönd þessarar stofnunar, að
vegur hennar og virðing verði auk-
in og þjónustuhlutverkið eflt í
framtfðinni, þó að illa líti út í bili
vegna samdráttar ríkisútgjalda.
Róðurinn kann að verða þungur,
en með samvinnu komast jafnvel
hin erfiðustu mál í höfn. Öll
ósamstaða, hvar og hvernig sem
hún birtist, var Brynjari sérstak-
ur þyrnir í augum. Hann á það
inni hjá okkur, sem nú tökum upp
þræðina, að hvergi verði slakað á
um samstöðu og ekkert látið liggja
laust í böndum, sem snertir starf-
semi spítalans í bráð og lengd.
Vandamönnum, skyldmennum
og vinum hins látna votta ég
dýpstu samúð mína og minna.
Að lokum: Kær vinur, félagi og
starfsbróðir er kvaddur. Margs er
að minnast, og verður farið nánar
í það síðar, þegar timi gefst. Hann
var ætíð öðlingur.
Brynjólfur Ingvarsson
Á björtum vormorgni dró
skyndilega ský fyrir sólu er mér
barst fregnin um lát míns ágæta
vinar Brynjars Valdimarssonar,
yfirlæknis í Kristnesi, sem lést í
svefni aðfaranótt 26. maí síðast-
liðinn tæplega 54 ára að aldri.
Allt frá bernskudögum höfðum
við þekkst, er við lærðum sund í
Hrafnagilslauginni hjá Jónasi frá
Brekknakoti, en vináttuböndin
voru þó fyrst hnýtt á okkar
menntaskóla og háskólaárum, þar
sem við nutum saman óteljandi
gleði og ánægjustunda. Við völd-
um okkur viðfangsefni hvor á sínu
sviði, og eðlilega fækkaði nokkuð
samverustundum þegar námi lauk
og hvor um sig þurfti að sinna
sinni atvinnu og stofnaði sitt
heimili. Áfram ríkti þó einlæg
vinátta okkar f milli og var það
ekki síst að þakka sérstöku trygg-
lyndi Brynjars. Þar var alltaf
sama ljúfa viðmótinu að mæta,
þegar við hittumst.
Brynjar Valdimarsson var
fæddur á Akureyri hinn 19. júní
1930 sonur hjónanna Áslaugar Jó-
hannsdóttur frá Garðsá í öngul-
staðahreppi og Valdimars Antons-
sonar frá Finnastöðum í Hrafna-
gilshreppi, sem bæði eru látin.
Á þessum tíma voru þau hjón
búsett á Akureyri en skömmu síð-
ar tóku þau á Ieigu jörðina Espi-
hól eða Stórhól eins og hún er að
jafnaði nefnd í Eyjafirði. Þar
bjuggu þau myndarbúi um árabil,
en fluttu síðar að Litla-Hvammi í
sömu sveit og loks aftur til Akur-
eyrar árið 1945.
Brynjar var alinn upp á miklu
menningarheimili, þar sem oft var
margt manna í heimili og unnið af
dugnaði og alúð að bústörfunum.
Hann var næst elstur fjögurra
systkina. Elstur var Aðalsteinn
sem lést 1979, en yngri eru systk-
inin Ragnheiður og Anton, bæði
búsett á Akureyri.
Að loknu barnaskólanámi f
Hrafnagilshreppi hóf Brynjar
nám við Menntaskólann á Ákur-
eyri og lauk þaðan stúdentsprófi
vorið 1950. Um haustið innritaðist
hann í Læknadeild Háskóla ís-
lands og útskrifaðist þaðan árið
1961.
Á námsárum sínum vann
Brynjar að sumrinu við ýmiskonar
verkamannavinnu sem bauðst,
m.a. vann hann nokkur sumur f
síldarverksmiðju á Raufarhöfn og
þar kynntist hann lífsförunaut
raðauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
húsnæöi óskast
Skrifstofuhúsnæði
óskast
Óska eftir ca. 80—120 fm skrifstofuhúsnæði
til leigu. Þarf að vera laust strax eða fljótlega.
Æskileg staðsetning, austurbærinn í Reykja-
vík. Upplýsingar í síma 76040.
Einbýlishús
eöaraðhús
óskast til leigu á Stór-Reykjavíkursvæðinu
sem fyrst eða fyrir 15. september.
Upplýsingar í síma 46167.
íbúð óskast til leigu f
Kópavogi
Leitum aö 3ja — 4ra herbergja íbúö til leigu
fyrir starfsmann. íbúðin þarf aö vera laus
fljótlega. Fyrirframgreiðsla eftir samkomu-
lagi.
Byggðaþjónustan
Nýbýlavegi 22,
Kópavogi.
Sími 41021.
Til sölu á Siglufirði
Einbýlishúsið Túngata 28. Húsið sem er
steinsteyptur kjallari meö tveim herbergjum
ásamt geymslum og bakinngangi. Miðhæö úr
timbri, járnklædd. Stofa, gangur, eldhús og
bað. Rishæö meö kvistum 3 herbergi. Hita-
veita. Stór lóð og steypt gata. Tilboöum sé
skilað til undirritaðs fyrir 15. júní nk. sem
gefur nánari upplýsingar.
Friörik Stefánsson, Túngötu 28,
580 Siglufiröi. Sími 96-71626.
Verslunarhúsnæði
til sölu
Til sölu verslunarhúsnæöi, miðsvæðis í
Reykjavík, sem er á tveim hæðum þ.e. kjall-
ari og hæö 2x160 fm. í kjallara eru rúmgóöar
kæli- og frystigeymslur. Húsnæðiö fæst á
góðum kjörum eða í skiptum fyrir ódýrari
eign eöa bíl.
Eignahöllin
28850-28233
Fasteigna- og skipasala
Skúli Ólafsson
Hilmar Victorsson viöskiptafr
Hverfisgötu 76
Súðavík
Til sölu einbýlishús aö Aðalgötu 28, Súöavík.
Uppl. í símum 666841 — 36541.
Auglýsing um iðngarða
Reykholtshreppur auglýsir til leigu húsnæði í
iöngöröum.
Allar nánari upplýsingar veittar í síma 93-
5115 kl. 13.00—17.00 til 10. júní.
Reykholtsdalshreppur.
Til leigu
er 3ja hæð í nýbyggingu í Skeifunni. Hús-
næðið er 250 fm og leigist í einu lagi. Innrétt-
ingaóskir eftir samkomulagi.
Tilboöum sé skilað í pósthólf 4094 merkt:
„Góð bílastæöi".
Bifreiða- og búvélaverk
stæði í Borgarfirði
til leigu með öllum vélaútbúnaöi.
Upplýsingar í síma 93-5115 næstu daga.
í
< i
f. **«*.«**
|>fc
Hvaðer^ Hyaðer ^ n
lí'Sö án 1*6 «5 ||t éstar? .
aSta . n, stegg Sexy steggir',
Sexy stegt Sexyst gg od,húsr
Ekkl sæmandi Jprt saemandi
Hefur þú séð Nýtt líf?
Nýtt líf er komiö út stútfullt af skemmtilegu og lifandi efni.
M.a.:
Hvaö er lífið án ástar — viötal viö Ingólf Guöbrandsson. Opinská
viötöl viö Bergþóru Árnadóttur og Ragnhildi Gísladóttur. Heim-
sókn til Helgu Hansen í Chicago. Sagt frá Suzanne Brögger, „Sexý
steggjum" í Ameríku, heimili Láru » Best og fl. Smásagan heitir
„Kynfæra-ilmúöi“ og auövitaö er dagbókin og afmælisbarniö á
sínum staö auk hins sívinsæla og glæsilega tískuþáttar.
Nýtt líf er lifandi
og skemmtilegt blaó