Morgunblaðið - 05.06.1984, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 5. JÚNl 1984
33
sínum, Dagbjörtu Emilsdóttur frá
Akureyri. Þau giftu sig 14. júní
1956.
Börn þeirra eru Guðmundur
Hrafn, verslunarmaður á Akur-
eyri, og Áslaug Herdís, sjúkraliði í
Ólafsfirði. Þau eru bæði gift. Eldri
börnum Dagbjartar var Brynjar
sem góður faðir.
Að loknu námi í Reykjavík hélt
Brynjar aftur norður í átthagana,
þar sem hann undi sér ætíð best í
faðmi eyfirskra fjalla. Fyrst í stað
bjó fjölskyldan á Akureyri, en
flytur árið 1964 að Kristnesi, en
hann hafði þá fyrir nokkru verið
ráðinn aðstoðarlæknir við Krist-
neshæli. Þar starfaði hann alla tíð
síðan, utan nokkra mánuði sem
hann dvaldi og starfaði í Reykja-
vík. Oft á þessum tímabili gegndi
hann starfi yfirlæknis í forföllum,
en frá síðustu áramótum var hann
ráðinn yfirlæknir Kristnesspítala.
Brynjar var maður fremur stór
vexti, feitlaginn, svipfagur með
dökkt liðað hár, sem nokkuð var
farið að grána. Hann gat verið
fastur fyrir, þegar hann þurfti að
verja sitt mál, en var mikili geð-
prýðismaður og ljúfmenni í allri
umgengni, ræðinn og skemmtileg-
ur. Það var gott að vera í návist
hans. Oft leitaði ég til hans ef mér
lá eitthvað við og hlaut ætíð ein-
staklega góðar móttökur á heimili
þeirra hjóna.
Brynjar var mikill dýravinur og
náttúruunnandi og hafði yndi af
ferðalögum. Hann iðkaði mikið
gönguferðir og var þá oft einn á
ferð með Snata, vini sínum.
Hann var bókelskur og víðlesinn
og átti mikið safn góðra bóka, en
einkum hygg að hann hafi haft
ánægju af fagurbókmenntum og
setti sig ekki úr færi að kynna sér
ný skaldrit, sem á markaðinn
komu.
Brynjar var einstaklega barn-
góður og börnin hans og heimili
voru honum fyrir öllu. Litla dótt-
urdóttirin var augasteinn afa síns
og margar gleðistundir áttu þau
saman. I síðasta sinn er við áttum
tal saman í síma í fyrri hluta maí-
mánaðar, sagði hann mér að nú
hefði hann einnig eignast litla
sonardóttur og gleðin í rödd hans
leyndi sér ekki.
Mér er mikill söknuður í huga
við fráfall vinar mfns, Brynjars
Valdimarssonar, en þákklátur
fyrir að hafa fengið að njóta vin-
áttu og samvista við svo góðan
dreng.
Við Sigrún og fjölskyldan öll
vottum Dagbjörtu, börnunum og
öðrum ástvinum Brynjars innilega
samúð og biðjum Guð að blessa
þau í sorg þeirra.
Valgarður Baldvinsson.
Kveðja frá starfsfólki
Kristnesspítala.
„Allt er í heiminum hverfult".
Starfsfólk Kristnesspítala var
óþægilega minnt á sannleik þess-
ara orða laugardagsmorguninn 26.
maí sl. Nóttina á undan hafði yfir-
læknir spítalans, Brynjar Valdi-
marsson, látist. Birta og fegurð
þessa fagra vors var ekki söm um
stund. Myrkur dauðans og birta
vors og gróanda eiga ekki samleið.
Þó varð að lúta staðreyndum og
játa mannlegt skilningsleysi
gagnvart lögmáli lífs og dauða.
Brynjar Valdimarsson var öll-
um sem honum kynntust einkar
kær. Meðfædd hógværð og hlýleiki
gerðu hann fremur að föðurlegum
vini en ströngum yfirmanni. Hann
lét sér annt um starfsfólk ekki sfð-
ur en sjúklinga og vildi gjarnan
vita deili á hverjum og einum,
enda ættfræði eitt af hans áhuga-
málum. Hann var fróður maður og
vel lesinn f vfðum og góðum skiln-
ingi þess orðs. Aðaláhugamál
Brynjars var þó starfið og staður-
inn, sem hann helgaði nær alla
sína starfsævi. Hann vildi veg og
virðingu þessarar gömlu og góðu
stofnunar, sem mestan. Og tákn-
rænt má það heita, að þegar yfir
lauk, var Brynjar í „fríi“ þótt
daglega kæmi hann til starfa
sinna, sem áður.
Góður drengur er kvaddur með
trega. Ástvinum hans er vottuð
innileg samúð og þess beðið að
skugginn megi vfkja fyrir birtu og
yl minningarinnar um öðlings-
mann.
NORÐDEKK
hetlsóluð radiaí dekk,
íslensk fratnletðsla.
Framleiðandi Gúmmívinnustofan hf,
Réttarhálsi 2, R.
Við tökum fulla ábyrgð
á okkar framleiðslu
Umboðsmenn um allt land
Reykjavík
Gúmmívinnustofan hf, SKIPHOLTI 35. s.31055 & 30360
Gúmmívinnustofan hf, RÉTTARHÁLSI 2. s.84008 & 84009
Höfífadekk hf, TANGARHÖFÐA 15. s.85810
Hjólbarðastöðin sf, SKLIFAN 5. s.33804
Hjólbarðahöllin, FELLSMULA 24. s.81093
Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns, HÁTÚNI 2a. s. 15508
Hjólbarðaverkstæði Jóns Olafssonar, ÆGISSÍÐU. s.23470
Holtadekk sf, BJARKARHOLTI, s.66401
Landið
Hjólbarðaverkstæði Björns, LYNGÁS 5, RANG. s.99-5960
Kaupfélag Árnesinga, SELFOSSI, s.99-2000
Vélaverkstæði Björns og Kristjáns, REYÐARFIRÐL s.97-4271
Ásbjörn Guðjónsson,STRANDGOTU 15a, ESKIFIRÐL s.97-6337
Hjólbarðaverkstæði Jónasar, ÍSAFIKÐL s.94-3501
Hjólbarðaþjónustan, HVANNAVÖLLUM 14b, AKUREYRL s.96-22840
Smurstöð SheU - 01is,FJÖLNISGÖTU 4a, AKUREYRL s.96-21325
Bifreiðaverkstæði Ragnars Guðmundssonar, SIGLUFIRÐL s.96-71860
Dagsverk, VALLAVEGI, EGILSSTÖÐUM. s.97-1118
Hjólbarðaviðgerðin hf, SUÐURGÖTU 41, AKRANESL s.93-1379
Hjólbarðaþjónustan, DALBRAUT 13, AKRANESL s.93-1777
Bifreiðaþjónustan hf, ÞORLÁKSHÖFN. s.99-3911
Aage V Michelsen, HRAUNBÆ, HVERAGERÐL s.99-4180
Bifreiðaverkstæði Bjama, AUSTURMÖRK IL HVERAGERÐL s.99-4535
Aðalstöðin hf, H^FNÁRGÖTU 86, KEFLAVÍK. s.92-1516
Jteynir sf, IJNJÚKABYGGD 31, BLÖNDUÓSI, s.95-4400_
ÞÓRÁ DÁL. AUGLYSINOÁSTOFA