Alþýðublaðið - 31.10.1931, Síða 2

Alþýðublaðið - 31.10.1931, Síða 2
ALÞ ÝÐUBliAÐIÐ Uppsogn Spánarsamningsins. „Að ósi skal á stemma“. Jónas dómsmálaráðherra getur þess í gre.vn sinni í „Tímanum" út af síðkvöldavínsöluleyfinu, er hann hefir veitt Jóhannesi á Borg, að nú orðið verði að vinna með nýjum ráðum á móti áfengisböl- inu. Pað er alveg rétt. Hér á við orðtakið forna: „Að ósi skal á stemma.“ Pað þarf að stífla upp- tök áfengisflóðsins. Þjódin parf aa losna vio Spánarvínin. Sumir spyrja ef til vill: Er það til nokkurs? Mun þá ekki verða þeirn mun mieira bruggað í landinu eða smygJað og selt í laumi? — Það er langt frá að hætta sé á því. Pað er einmitt sérstaklega í s-kjóli Spánarvín- anna, sem nú er hægt að fela annað áfengi. Ef þau væru ekki til þess að hafa í blóra, þá væri hundrað sinnum auöveldara fyrir löggæzlumenn að korna upp smyglun og bruggi, þvi' að á- fengið segir venjulega til sín, þar sem það er haft um liönd. Með- an hér var undanþágulaust að- flutningsbann á áfengi, þvarr drykkjuskapur mjög í landinu. Með Spánarvinasamningnum óx áfengisnautnin, svo sem alkunna er. Áður var það mjög fátítt, að konur neyttu áfengis. Óhappa- verk hinna 40 þingmanna frá 1923 hefir leitt til þess, að þar er nú orðin talsverð breyting á. — Þegar Spánarsamningurinn var samþyktur á alþingi að þjóðinni fornspurðri var því óspart hald- ið fram, að óhjákvæmilegt hefði verið að ganga að honum vegna saltfisksmarkaðarins á Spáni. Með einhverju varð að verja gerðir hinna 40 franuni fyrir þjóðinni! En þeir, sem ekki hafa áður séð gagnsleysi Spánarsamn- ingsins til þess að bjarga við fiskmarkaði íslendinga, ættu að minsta kosti að geta séð það nú, J að hann hefir ekki bjargað. — Þegar borgarafundirnir voru haldnir hér í haust til að mót- mæla síðkvölds-vínvedtingaleyf- inu í gistihúsinu „Borg“, lét „Timinn“ á sér skilja, að tillögur Davíðs Árnasonar rafvirkja hef ðu verið það eina, sem verulegu máli skifti. Þær væru áskorun á rík- isstjórnina um að afnema til fullnustu vínveitingaleyfi í veit- ingahúsum og -segja tafarlaust upp Spánarsamnángnum. — Vill pá „Tíminrí1 og peir, sem ad hon- um standa, studla ad pví, að peita verdi gert? Framkvæmdirnar skifta mestu máli. Vill Jónas dómsmálaráðherra, sem greiddi árið 1923 ásamt Jóni Baldvinssyni, sem þá var eini full- trúi Alþýðuílokksins á alþingi, atkvæði gegn Spánarsamningnum, — vilJ J. J- nú, þegar hann er orðdnn ráðherra, flytja þingsálykt- unartillögu á næsta alþingi um nppsögn Spáncirvitmsamningsins, — flytja hana sem dómsmálaráð- herra? Þetta er hið nýja ráð, sem þarf til þess að vinna á móti áfengis- bölinu á islandi, — afnám Spán- arvína-innflutningsins. — Uppsögn hins þjóðskaðlega samnings um Spánarvínin er alls engin yfirlýsing um, að íslending- ar vilji ekki semja við Spánverja á öðrum grundvelli. Síður en svo. Sþánverjar eru nú sjálfir ný- búnir að velta af sér harðstjórnar- oki, og þess vegna er sérstök ástæða til að vænta þess, að þeir skilji nú og viðurkenni rétt smá- þjóðar og að lýðveldisstjórnin óski ekki að feta í fótspor ein- ræðisstjórnaTÍnnar um að traðka rétti vorum, — ef krafan um inn- flutning Spánarvínanna hingað hefir þá átt fyrstu upptök sín meðal spænskra manna. Það er engin ástæða gegn því, að stjórnin gangist nú fyrir af- námi innflutnings á Spánarvínuin, ef hún vill losna við þau, að 40 þingmenn greiddu samningnum um þau atkvæöi árið 1923. Tím- inn, sem síðan er Jiðinn, hefir leitt það ótvírætt í ljós, að und- anþágan hefir ekld orðið til þjóð- arheilla. Mun varla þörf á að út- skýra það nániar fyrir þeim, sem vilja sjá. Þá eru einnig margir menn á alþingi nú, sem ekki voru þingmenn 1923. Hvers vegna ættu þeir ekld að geta greitt atkvæði gegn Spánarvínunum, þótt fyrir- rennarar þeirra gerðu þaið ó- happaverk að hleypa vínunum ;inn í landið? Afstaða Alþýðuflokksins til Spánarvína-innflutningsins er ó- breytt eins og hún var þegar fulltrúi flokksins, Jón Baldvins- son, greiddi atkvæði gegn Spán- arsamningnum á alþingi 1922 og 1923, í fyrra skiftið einn allra þingmanna. Ef afstaða Jónasar ráðherra tij Spánarsamningsins er einnig ó- breytt frá því, sem hún var árið 1923, — hvort er þess þá ekki að vænta, að nægilega margir Fram- sóknarflokks-þingmenn myndu greiða stjórnartillögu um uppsögn Spánarsamningsins atkvæði til þess, að hún yrði samþykt, ef hann flytti hana? Og hví þá ekki að flytja hana? Læhnlsfrœðiverðl aun NoLe s —' ' rr gm StokkhóJmi, 30. okt. U. P. rB. Læknisfræðiverðlaun Nobels hafa verið veitt Otto Warburg pró- fessor í Berlín, fyrir uppgötv- anir háns viðvíkjandi starfsemi öndunarfæranna. Vedrid. Kl. 8 í morgun var 6 stiga Jiiti í Reykjívík. Otlit hér á Suðvesturlandi: Suðvestankaldi og dálítið regn fram eftir degin- um, en síðan allhvöss nerðvestan- eða norðan-átt með snjóéljum. Skránino atvlnnnlansra manna. Samkvæmt lögunum um at- vinnuleysisskýrslur fer skráning 'atvinnulauss fólks fram á mánu- daginn og þriðjudaginn kemur frá kl. 9 að morgni til kl. 7 lað kvöldi. Fer hún fram- í Góðtempl_ arahúsinu við Templarasund. Ekki hefir Knútur borgarstjóri fengist til að láta skráningu fara fram fyrr í haust, en nú gat hann ekki dregið það lengur vegna ákvæða laganna. Nú er sérstaklega áríðandi, að alt atvinnuliaust fóik, karlar og konur, komi til skráningarinnar. 1 reglugerðarfrumvarpinu um at- vinnubótastyrk ríkisins er lagt til, að þeir einir geti komið til greina við að komast að atvinnubóta- vinnu, sem komið hafi til at- vinnulausraskráningar. 1 annan stað er undandráttarlaus skrán- ing nauðsynlegt vopn til að reka á eftir því, að atvinnubætur verði byrjaðar sem ai-Jra fyrst. Opið bréf til atvinnulausra félagskvenna i V. K. F. „Framsókn". FéJagssystur! 2. og 3. nóvember næstkomandi fer fram atvinnuleysisskráning hér í Reykjavík. Við viljum hér með alvarlega brýna fyrir ykkur, að þið látiÖ skrásetja yklmr, svo að atvinnu- ástand meðal v-erkalýðsins komi sem skýrast í ljós. Skráningin er einn þáttur í atvinnuleysisharátt- unni. Því fleiri sem taka þátt í henni, því öflugri verður barátt- an og því meiri von um lað at- vinnubætur verði settar á stað. Þó þiö hafið atvinnu núna, en hafið verið atvinnulausar síðustu 3 mánuði, þá komið og Látið skrá ykkur. Og þó þið hafið atvinnu núna, en búist við eða vitið lað ykkur verði sagt upp á næst- unni, þá komið samt og Látið skrá ykkur. Allar atvinnulausar verkakon- jur í „Framsókn" verða að koma og láta skrásetja sig. Stjórn V. K. F. „Fmmsókrí1. Togamrnir. Snorri goði“, „Þór- ólfur“ og „Max Pemberton" fara á ísfiskveiðar í 'kvöld, en „Skalla_ grímur“ og „Egill Skállagríms- son“ munu fara á þriðjudaginn. „Kári“ er kominn úr Englandsför, kom hér við í fyrra dag á leið til Vestfjarða. „Otur“ kom I gær- kveldi frá Englandi. — Enskur togari kom hingað í miorgun vegna véLarbilunar. Skipafréttir. „Súðin“ fór síðdeg- (is í fyrra dag vestur um 1-and í hringferð. „Suðurland" kom í gær úr Borgarnessför. Kristileg samkoma á Njálsgötu 1 annað kvöld kl. 8. Allir vel- komnir. • F. U. J. - fundur verður haldinn á morgun kl. 2 e. h. í alþýðuhúsinu Iðnó. Með þessum fundi hefst vetrarstarf okkar með miklum krafti. Ýms m-erk mál verða til umræðu, þar á meðal íþróttamál verkamanna, skýrsla nefndarinnar, umræður um árshátíðina. Enn fremur verð-. ur rætt um hvernig haga skuli starfsemi félagsins í vetur. Guð- brandur Jönsson, sem er nýkom- inn úr ferðalagi um Evrópu og dvaldi um hríð í landi fascism- ans, segir ágrip af ferðasögu sinni og mörgu því, sem fyrir augu hans bar. Félagar eru skyldir að mæta. F. U. J. hefir ávalt Verið b-ezta æskulýðsfélagið í borginni, og það verður það eins fram- vegis. Komið öll, félagssystkini, í al- þýðuhúsið Iðnó uppi á morgun. Félagi. gFrestun vígbúnaðar? Washington, 29. okt. U. P. FB. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna áformar að s-enda Þjóðabandalag- inu orðsendingu í kvöld, viðvíkj- andi allsherjarfrestun á vígbún- aði um eins árs sbeið. 30. okt.: Talið er, eftir góðurn heimildum, að í orðsendingunni fallist Bandaríkjastjórn á frest- iun vígbúnaðar í grundvallaratrið- um, en kveðst skilja frestunar- áætlunina þannig, að hún nái ekki til áforma Bandaríkjanna um að endumýja tundurspilla- flota sinn(!), en frá þeim áform- um hafði verið gengið áður en frestunaráformin viðvíkjandi víg- búnaði komu til sögunnar. Prestuúnn í Veilby. n ; í ; : — : j¥! : fl Næsta mánudagskvöld sýnir GamLa Bíó kvikmyndina „Prest- urinn í Vejlby“. Er það fyrstai danska talmyndin, og hefir hún undanfarið verið sýnd í Dan- mörku við fádæma aðsókn. Danska skáldið St. St. Blicher hefir samið söguna, sem myndin sýnir, en hún er ofin um sannan atburð, er átti sér stað árið 1750 í Vejlby. Þá var presturinn Sö- ren Quist tekinn af lífi fyrir morð, en nokkrum árum síðar komst upp að hann hafði verið saklaus. — Myndin er prýðilega gerð, máliÖ skýrt og snjalt, svið- in sönn og öllu vel fyrir komið. Leikendur em hinir beztu meðal Dana. — Tvær sýningar verða á. myndinni á mánudagskvöldið. Fisksalnn á Siglufirdi. 1 fregn frá Siglufirði í blaðinu í gær átti að standa: Tóku fisktökuskip- in það, sem eftir var ‘af saltfiski pcir (o. s. frv.). „Þór“ kom hingað í dag með nýjan fisk.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.