Alþýðublaðið - 05.11.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.11.1931, Blaðsíða 2
I ALÞÝÐUBLAÐÍÐ Trygpt, Jónas og isgeir svipaðir Jóni Þorlákssyni op Mapúsi ,,Tíminn“ kom út á laugardag- inn. En þó xneira en helmingur af lesmáli blaðsins sé um innflutn- ingshöftin, þessa síÖustu stjórn- arráðstöfun Framsóknarstjórnar- innar, er í öllu Jressu langa máli ekki einn staf að finna um þörf- ina fyrir að setja innflutningshöft, og ekki heldur einn stafur um hverja breytingu til batnaðar þeir Tryggvi, Jónas og Ásgeir búast við að leiði af þeim. Er það frekara gengisfall, sem Framsóknarstjómin óttast? Ef svo er, hvenáer fór hún þá að vera á móti gengisfaJli? Eins og kunnugt er féldi hún krónuna í einum rykk um nær fjórða hlufa, svo ekki skyldi maður ætla að henni væri mjög sárt urn þó hún félli eitthvað frekar. Annars má segja að margt bendi á, að innflutningshöftin geti alveg eins haft áhrif í þá átt að lækka krónuna eins og hitt, því þau hljóta á margan hátt að hafa lántraustsspillandi áhrif erlendis. En það er sízt von að „Tíminn“ geti gefið viðunandi skýringu á hvers vegna innflutningshöftin voru sett á. „Típiinn" getur ekki giefið þá skýringu að þetta hafi verið gert til þess að láta minnái bera á því, að mörg kaupfélög- in hafa orðið að hætta við aö flytja inn annan varning en brýn- ustu lífsnauðsynjar, vegna fjár- þrots, sem þau eru komin 1 veglnja tauinlausrar lánsverzltunar. Ekki getur „Tíminn“ heldur vel sagt frá því, að þetta hafi í og meÖ veriö gert til þess aö gera eitthvað, þ. e. að það hafi verið ráðlaust fálm út í loftið. En „Tíminn" þarf hér engar skýringar að gefa. Hann hefir áður skýrt frá innflutningstakmörkun kaupfélaganna (og reynt að skýra rmuósijn sem dygd), en um ráö- þrot Framsóknarstjórnarinnar til þess að ráða fram úr vanda- málunum gefúr hann með þögn sinni fullgóða skýrslu, og efast nú enginn lengur um, aö Tryggvi, Jónas og Ásgeir standa jafn ráð- þrota uppi eins og Jón Þorláks- son og Magnús Guðmundsison forðum. Skipsátrand og dfokknun. Khöfn, 4. nóv. UP. FB. Finska seglskipið „Ansio“ strandaði í diag á Bredskær í Vés- terbotten, á leið frá Kaupmanna- höfn til Finnlands. Ætlað er, að 8 rnenn hafi farist. Sjógangur var mikill og liðaðist skipið i isundur. Björgunartilrauníum varð eigi við komið. — Skipið var 349 smá- lestir að stærð. „Verndartollar^. Fjármálaráðherra írska frírílds- ins hefir lagt fyrrr þingið „vemd- artolla“-lög, sem stíluð eru gegn innflutningi vara, sem eru seldar ódýrara en nemur framleiðsilu- kostnaði sams konar vara í ír- landi. í frumvarpinu er stjórn- inni heimilað að leggja á nýja tolla til bráðabirgða og breyta to 1 llagaákvæðum. Fnlltrúar sjómanna á aðal- fnndi Síldareinkasolnnnar. Með tilvísun til 4. gr. laga nr. 60 frá 3. sept. 1931, um breyt- ingu á lögum um einkasölu á síld, hefir stjórn Alþýðusambiands Islands kosið eftir tialda fulltrúa og varafulltrúa úr hópi sjómanna, til þess að mæta á aðalfundi Síldareinkasölunnar, sem koma á saman nú í nóvembermánuði. Sem aðalfulltrúar hafa verið kosnir: Fyrir Suðurland: Sigurjón Á. Ó'afsson afgreiðslu- maður, Reykjavík, Björn Jóhannesson bæjarfull- trúi, Hafnarfirði. Fyrir Vesturland: Rögnvaldur Jónsson skipstjóri, ísafirði, Eiríkur Finnbogason sjómaður, Ísafirði. Fyrir Norðurland: Arnór Jóhannsson skipstjóri, Siglufirði, Þorstehm Sigurðsson sjómaður, Akureyri. Fyrir Austurland: Þorlákur Guðmundsson sjó- maður, Eskifirði. Sem varafulltrúar hafa verið kosnir: Fyrir Suðurland: Sigurður Ólafsson sjóimaður, Reykjavík. Jón Jónssoin fiskimatismaður, Hafnarfirði. Fyrir Vesturland: Halldór Sigurðsson skipstjóri, ísafirði. Einar Garíbaldason sjómaður, ísafirÖi. Fyrir Norðurland: Jón Jóhannsson formaður, Siglufirði. ' Gestur Bjarnason sjómaður, Akureyri. Fyrir Austurland: - Ingólfur Jónsson sjómaður, Seyðisfirði. Isfiskssala. „Baldur" seldi afla siinn í Þýzkalandi í fyxradag, 2600 körfur ísfiskjar, fyrir 15 þús- und mörk. Veðrid. Kl. 8 í morgun var 2 stiga hiti í Reykjavík. Útlit hér um slóðir: Austango-Ia. Úrkomu- laust. Togararnir. „Skúli fógeti“ kom í gærkveldi úr Englandsför og fór á veiðar í nótt. „Ari“ kom i morgun frá Englandi. Eins og marga mun reka minni ] til dóu 76 börn i Lybiku, hinmi fornu þýzku Hansa-borg, af berklum, sem af vangá hafði ver- ið spýtt í blóð þeirra. Þrír læknar hafia nú verið kærðir fyrir að hafa með ófyrir- Gríma, 4. og 5. Iiefti. Safnað hefir Oddur Bjöms- son. Jónas Rafnar bjó til prentunar. Útgefandi Þor- steinn M. Jónsson. Gráskinna III. Útgefendur Sigurður Nor- dai og Þórbergur Þórðarson. Með þessu 4. og 5. hefti af Grímu er komið út fyrsta bindið af þjóðsögum Odds Björnssonar og fylgir síðara heftinu titilblað fyrir alt bindið, efnisyfirlit, yfir- lit yfir skrásetjara sagnanna og frásagnamenn þeirrn, formáli eftir Jónas Rafnar og mynd af Oddi Björnssyni, eins og hann var, „er sagna sinna hóf hann söfnun um aldamótin síðustu“. Segir Rafnar í formálanum um annan þann manninn, er flestar sögurnar hefir skráð, Baldvin Jónatansson ai- þýðuskáld á Húsavik, að hann sé gæddur næmri smekkvísi á „það skáldlega“ í söigum sínum. Þjóðsögur hafa löngum þótt skemtilegur lestur og vafalaust mun svo þykja um „Grímu", enda veTður því ekki neitað, að margar sögur eru þar skemtilegar. Þó er lítið þar af kýmnissögum, og mun þar valda, að meira befir þótt koma til drauga-, svipa- og forynju-sagnia en til þeirra. Tvær kýmnissögur rak ég mig á í /síð- ara heftinu, báðar úr kaþólskri tíð. Er önnur um það, hvemig jörðin Kross í Fellum hafi orðið eign Áskirkju. En þaö skeði á þann hátt, að presturinn kom of seint, sem átti að sikrifta konunni, sem átti jörðina, en lét sér h.veigi bregða, laut niður að henni eii?" og hann væri að hlusta og sagði: „Gaf hún enn guðsmóðirin; gaf hún kirkjunni jörðina sína — og sikrifaðu djákni." Hin sagan er gefanlegu kæruleysi valdiö dauða þessara barna, en þeir eru pró- fiessorarnir Deycke og Klatz og dr. Altstaedt. Myndin er af sjúkrahúsinu, sem börnin dóu i. um, hvernig kaþólskur prestur fajdi mann í áltarinu, er hann ætlaði að fara að skrifta konu, og hafði út úr henni jörðina, af því konan hélt, að röddin, sem hún heyrði úr altarinu, væri Kristur. En þó margt sé skemtilegt í þessum þjóðsögúm, þá er fátt af þeim fróðlegt og lestur meiri hluta þeirra heldur heimskandi fyrir þjóðina. Gráskinna er ársrit, sem Sigurður Nor- dal og Þórbergur Þórðarson gefa út Eru margar sögurnar i Gráskinnu skemtilegar, en fáar fróðlegar og allmargar nauða- ómerkilegar. Merkilegt er að menn eins og Sigurður Nordal og Þórbergur sikuli ekki haia. neitt mierkilegra að færa aimenn- ingi úr íslenzku þjóðlífi en sögur um menn, sem fá að drekka hjá J huldufólki og ósýnilaga anda, sem lemja á dyr og hrópa „Ba-ba“. Annars má segja, að roenin séu furðu auðtrúa á svipi og allskon- ar yfirnáttúrleg fyrirbrigði, og „sannanirnar“, sem tilfærðar em,. næsta barnalegar. „Svipirnir hjá Hallbjarnarvörðum11 heitir ein frá- sögnin í Gráskinnu. Þar er frá- sögn um svipi, er Samson Jöns- son, stjúpi Eyjólfs isikálds í Hvammi, faðir Jóhanns alþingis- manns, íööur Guðmundar heit- ins Jóhannssonar bæjarfulltrúa, á að bafa séð hjá Hallbjarnarvörð- um. Frásögnin, sem er eftir Krist- leif á Stóra-Kroppi, er hin skil- merkilegasta, en sannanir fyrir því, að svipirnir hafi sést, er það,. að . enginn efist um frásögn Landnámu um að Snæbjöm galti. hafi vegið Hallbjöm við Hall- bjarnarvörður, og að mannabein. hafi fundist þarna! I annari frásögn eftir sama höf- Þjéðsðgur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.