Alþýðublaðið - 07.11.1931, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.11.1931, Blaðsíða 4
4 *LÞÍÐUBbAÐIÐ Frá siómðnnnnnni. FB. 7. nóv. Komnir til landsins. Vellíðan allra. Kveðjur. Skipverjar á „Gulltoppi“. Japanar os Kinverjar berjast. Símfregn frá Mansjúríu herm' ir, að Japanar og Kínverjar hafi barist nálægt Anganchi. Bardag- arnir hófust þegar japanskir her- menn hófu viðgerðir á brú til þess að halda uppi járnbrautar- samgöngum. Japanar voru miklu liðfærri, en mannfall varð meira í liði Kínverja. íslenzka krónan. íeir í dag í 63,41 gullaurum. í gær var hún í 62,90. Gengi erlendra mynta hér í dag: Sterlingspund kr. 22,15 Dollar — 5,881,4 100 danskar krónur — 127,67 — norskar — — 125,75 — sænskar — — 128,62 — þýzk mörk —140,43 20 menn telur karlakórinn „1. maí“ í Hafnarfirði, sem syngur á hátíð ungra jafnaðarmanna í kvöld í Alþýðuhúsinu Iðnó. Dm ©if w©fgtM»« SVAVA nr. 23. Félagar, komið á morgun! Myndasýning, leiikir o. fl. Stundvís. Munið: Flestir skulda 2 til 3 ársfjórðunga. Komið með það, sem mögulega geta. Gœzlumenn. Unglingastúkan BYLGJA. Fundur á morgun kl. 1 ',4 e. h. Fjöl- mennið og mætið stundvíslega. Unglingastúkan DIANA. Fundur á rnorgun kl. 10 f. h. í Góð- templarahúsinu við Vonarstræti. Inntaka. Gœzlumenn. „Dagcbrún“ heldur fund í kvöld kl. 8 í templarasalnum viö Bröttugötu. Þar verður rætt um aðferðir og takmark landssamtaka verkalýðs- ins — Alþýðusambands íslands, um innflutningshöftin og um at- vinnumálin. Þetta eru mál, sem svo mjög varða allan verkalýð- inn, að þess er að vænta, að fundurinn verði mjög vel sóttur. Til máttvana drengsins. Frá A. 3 kr. og frá Lóu 3 kr. Alls komið 693 kr. íslenzkar og 5 kr. danskar. Skrúfulaus togari. I dag dró „Fyila“ hingað ensk- an togara, sem hafði mist skrúf- ima. Sótti hún hann um 100 sjó- mílur út til hafs. Hans Neff, kennari við Tónlistaskólann, heldur píanóhljómleLka í Gamla Bíó á morgun kl. 3 e. h. Við- fangsefni hans verða: Mozart: Rondo, a-moll, K. V. 511, Chopiin: Ballade, g-moll, op. 23, og Im- promtu, As-dur, op. 29, Debussy: Reflets dans l’eau, Paderewsiky: Cracovienne fantastique, Verdi— Liszt: Konzertparaphrase úber „Rigoletto“. Flest þessi tónverk hafa aldrei verið leikin hér áður Dg eru ekki fær nema 'inestu sniHingum. Mun mörgum forvitni á að heyra þessi snildarverk meistaranna. Vetrarhátíð sendisveina. Margar skemtanir eru haldn- ar hér í bæ, en í fyrsta skifti mun það vera, að sendisveinar haldi sérstaka skemtun fyrir sig og sína. Er það Sendisvemadeild „Merkurs“, sem gengst fyrir því að halda vetrarhátíð fyrir sendi- sveina á morgun í K.-R.-húsinu niðri. Verður þar margt til stoemt- unar, svo sem ræðuhöld, ein- söngur, gamanvísur og upplestur. Að því lofcnú verður stiginn danz fram eftir kvöldi. Mun hinn góð- kunni hljómlistarmaður P. Bern- burg sjá um allan hljoðfæraslátt. — Er vonandi, að sendisveinar geti sótt þessa skemtun sína vel, þar sem hér er um góða og ódýra skemtun að ræða. — Aðgöngu- miðar verða seldrr í Havana í Austurstræti í dag og á morgun í skrifstofu „Merkurs“, Lækjar- götu 2, frá kl. 10 f. h. til 12 og frá kl. 1—3 e. h. Sendisveinn. Heilsufarsfréttir. (Úr skrifstofu landlæknisins.) Vikuna 25.—31. okt, veiktust hér í Reykjavík 114 af kvefsótt, 79 af hálsbólgu og 31 af iðrakvefi. Þá viku dóu 4 hér I borginni. Morgunblaðið er nú horfið frá því að kenna Jóni Baldvinssyni um að „Þorgeir skorargeir“ liggi inni í sundum, og sýnir það að þeir Morgun- blaðsmenn eru ekki ómóttækileg- ir fyrir rök. í Iðnó i kvöld. Kl. 8(4 í kvöld hefst hátíð ungra jafnaðarmamm í Iðnó, en Iðnó er bezta skemtihús bæjar- ins. I gær seldist mikið af að- göngumiðum að hátíðinni, en í dag hófst aðgöngumiðasala kl. 2. Aðgöngumiðasala hættir kl. 8 og húsinu verður lokað kl. 1Íi/2. Eft- ir það kemst ertginn inn. Leikhúsið. Annað kvöld verður fyrsta sýn- ingin á sjónieiknum „Hallsteinn og Dóra“. Leikendur eru hinir sömu og í vor, þegar leikurinn yar sýndur hér, og útbúnaður allur hinn sami. Hefir leikurinn átt hinum mestu vinsældum að fagna á leiksviðinu, eins og bezt sýndi sig í norðurferð Leikfélags- ins í sumar. Að þessu sinni verð- ur hann sýndur fáuhi sinnum sökum þess, að fleiri leikir eru í undirbúningi fyrir jólin, og er því ráðlegra þeim, sem eiga eftir að sjá hann, að hagnýta sér fyrstu sýningarnar. — Um nónbil á morgun verður „Imyndunar- veikin“ sýnd fyrir lækkað verð aðgöngumiða. Frá bæjarstjórnarfundinum. Nánari frásögn en komin er af umræðum um atvinnuleysis- málið o. f:l. á bæjarstjórnarfund- inum síðasta verður að bíða næstu blaða sökum þrengsla. HnaO er aO Iréfta? Nœturlœknir ér í nótt Óíafur Helgason, Ingólfsstræti 6, sími 2128, og aðra nótt Sveinn Gunn- arsson, Óðinsgötu 1, sími 2263. Nœturvördur er næstu viiku í lyfjabúð Reykjavíkur og lyfjabúð- inni „Iðunni“. Messur á miorgun: í dómkirkj- urini kl. 11 séra Friðrik Hall- grímsson, ferming, kl. 5 séra Bjarni Jónsson. I fríkirkjunni kl. 5 séra Árni Sigurðission. í Lainda- kotskirkju kl. 9 f. m. hámessa, kl. 6 e. m. guðsþjónusta með pre- dikun. Pétur Sigurdsson, sem dvelur í bænum að eins fáa daga, flytur fyrirlestur í Varðiarhúsinu annað kvöld kl. 8i/2 um andlega auð- legð og hugrekki. Hann segir einnig stutta ferðasögu. Allir vel- komnir. Talmijnd eftir Wells. Söguna „Ósýnilegi maðurinn" eftir H. G. Welils á nú að „talmynda" i Hollywood. Skipafréttir. „Goðafoss“ fór ut- an í gærkveldi. Varðskipið „Þór“ för í gær til Borgarness mdð dómsmálaráðherrann og kvað eiga að sækja hann aftur þangað á morgun. — Fisktökuskip fór í gær áleiðis til Spánar og Porbú- gals fýrir „Alliance" og annað fer sennilega í kvöld fyrir samia félag áleiðis tdi Spánar og Italíu. Vedrid» Kl. 8 i morgun var 3 stiga hiti í Reykjavík. Otlit hér á Suðvesturlandi: Hægviðri og smáskúrir í dag, en léttir til í nótt og verður norðanátt. Messad verður í fríkirkjunni í Hafnarfirði á morgun kl. 2. Upplestrarkvöld. I kvöld kl. 81/2 geta þeir, sem vilja, fengið að hlýða á kenningar Krishnamurtis í íslenzkri þýðingu. Meðal annars Iptt seitljðt. Verzinnin Kjot & Flsttiir. Síml 828. Annast uppsetningu loftneta og viðgerð á útvarpstækjum. Hleð rafgeyma. Sanngjarnt verð. Uppl, í síma 1965. Ágúst Jóhannesson. íslenzk frímerki kaupi ég ávalt hæsta verði. — Innkaupslisti. ó- keypis. — Gísli Sigurbjörnsson, Lækjargötu 2. Sími 1292. Sparið peninga Fotðist öpæg. indi. Munið pvi eftir að vantí ykknr rúður i glugga, hringið i sima 1738, og verða pær strax látnar í. Sanngjarnt verð. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN,. Hverflsgötu 8, sími 1294, Itekur að ser alls kon ar tækifærisprentua svo sem erfiljóó, að- göngumiða, kvittanir, reikninga, bréf o. s, frv„ og afgreiðii vlnnuna fljótt og viö réttu verði. Boltar, rær og skrúf ur. V ald. Poulsen, KJapparstíg 29» Siml 24, Lifnr og bjðrtn Klein, Baldursgötu 14. Sími 73, verða lesnar upp nokknar spurn- ingar og svör Krishnaniurtis við þeim. Aðgangur er ókeypis. y. Til Strandarkirkju. Gamalt og nýtt áheit frá H. J. 6 kr. og á- heit frá ónefndum 5 kr. Silfurbrúdkaup áttu 5. nóv. Bjarni Jónsson biankastjóri á Ak- ureyri og kona hans Sólveig Ein- arsdóttir (systir Matthíasar lækn- is). Látinn er á Akureyri Magnús Jónsson, venkam,aður á efra aldri, I ættaður frá ísafirði. 1 1 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.