Alþýðublaðið - 13.11.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.11.1931, Blaðsíða 2
» ALPÝÐUBLAÐIÐ Inngangur nni hlutaskifti og ákvæðisvinnu. Vegna þess hva'ð lágt verð viar á síldinni sumarið 1930 var tölu- verð öánægja hjá sjómönnum norðanlands með ráðningakjörin, sem voru hlutaskifti. En Brynjólfur Bjarnason og sprengingaflokksmienn hans hugs- uðu sér hér gott til um að vinna fylgi sjómanna og létu mikið til sín heyra. En af því menn þessir hafa fyrir vana að starfa fyrst og hugsa svo, en voru jiafnframt ókunnugir verklýösmálum, pá létu peir sér ekki nægja að finna að ninum lélegu kjörum sjó- manna norðanlands, heildur hófu allsherjar sókn gegn hlutaskift- um og ákvæðisvinnu í hvierri mynd sem er, og héldu því firam, að þau væru alls staðar og ávalt til bölvunar og ættu hvarvetna að víkja fyrir beinu kaupi. Þeir báru því fram á verklýðs- ráðstefnunni, er haldin var að undirlagi Alþýðusiambandsins haustið 1930, svohljóðandi til- lögu: „Barist skal gegn allri ákvæð- isvinnu og hlut af framteið'sliu eins og nú tíðkast um sjómienn. Skal unnið að því af fremsta megni að hækka fastakaup sjó- manna, og stefnt að því, að öli vinnulaun verði fastakaup.“ TiLlaga þessi fékk ekki góðar viðtökur. Hún var feld með 3349 allsherjaratkvæðum gegn 1853 Orsökin til þess er sú, er hér sikal greina: Það hefir lengi tíðk- ast á togurumi, að sjómenn fengjiu hluttöku í afla, þ. e. að kaup þeirra miðaðist að niokkru leyti við hvað margar tunnur lifrar fengjust. Frá sjónarmiði -hásiet- anna hefir fyrirkomulag þetta verið kalliað gott, og hefir sjó- mannafélagið viljað að lengra yrði gengið í þessa átt, því það hefir farið fram á að sjómenn fengju nokkurn hluta af sölu- verði fiskjarins þegar veitt er í ís. Það var því ekki að furða þó tiLIaga sprengingabrynjólfanna fengi lítinn byr, enda ailmenn skoðun, að aldrei væri hægt að koimast að samningum um kaup, er væri fastákaup, er væri eins hátt. Á linuveiðaskipunum hefir kaupið verið verðlaun, sumpart miðað við afla, en sumpart við verð fiskjarins. Mun mieðalkaup það, er sjómenn fá á þennan hátt, vera lanigt ofan við það, sem hugsanlegt er að hægt hefði verið að fá línubátaeigendur til þess að ganga að um fastakaup. Orsökin er ofboð skiljanleg. Línu- bátaeigendur eru margir ekki bet- ur stæðir en það, að þeir hafa séð fram á að þeir rnistu skipin, ef illa gengi, ef þeir ættu að , borga hátt kaup hvernig sem gengi, og kusu þá heldur að gera ekki út en að eiga á hættu að missa þau. Þeir voru því fús- ari að ganga að kjörum, sem voru óhagstœd\ari fijrir pá sjálfa, ef vel gekk, því þá áttu þeir minna í hættu, enda þarf ekki að deilia um, að sjómenn sem heild, er þessa atvinnu stunduðu, hafa að minsta kosti borið þriðj- ungi meira úr býtum heldur en með hæstu kjörum, sem hugsan- leg hefðu verið, ef kjörin hefðu verið fastakaup. Aðaliatriðið í þessu máli er því það, að það er hægt að koma Lengra fram kröfum háseta þeg- ar kjörin eru í áttina við það, sem þau eru nú á línuveiðurum, miðað við meðalskip, meðalafla og meðalverð, heldur en þegar um fastakaup er að ræða. En adalatridið er vitanlega út- koman af kjörunum fyrir sjó- menn, en ekki hvort þau eru með einu eða öðru móti. Viðvikjandi ákvæðisvinnu hjá verkamönnum, þá hefir hún oft verið notuð sem aðferð til þess að skrúfa niður kaup þeirra. Þess vegna hefir verkamannafé- lagið sett sig á móti því, að ein- stakir menn úr Dagsbrún tækju sig saraan og biðu í verk, því það gæti þýtt það, að hver flokk- ur verkamanna biði á rnóti öðr- um, og þannig lækkaði kaupið, eða það gæti orðið til þess, að vinnuhraðinn yrði mikið að auk- ast, eða þá það, sem líklegast væri að hefðist upp úr þessu, það er bæði að vinnuhraðinn ykist og kaupið lækkaði. * En þó ákvæðisvinnan geti þannig verið verkalýðnum til bölvunar, getur hún einnig orðið honum til góðs, ef verkalýðurinn ræður kjörunum að sínu leyti jafnvel og við tímakaupið. Þetta er mikilsvert atriði og þess vegna var það, að einn úr Dagsbrúnar- stjórninni mintist á það á fundi íeinu sinni í fyrra hiaust, að Dags- brún mundi síðar setja ákvæðis- vinnu-taxta fyrir uppskipun og jafnframt banna að aðrir en fé- lagið sjálft tækju uppskiplun i ákvæðisvinnu hér við höfnina. Þeir, sem fengju skip, gætu þá valið um hvort þeir vildu heldur láta skipa upp samkvæmt tirna- kauptaxtia Dagsbrúnar eða að Dagsbrún tæki uppskipunma eft- ir ákvæðisvinnu-taxtanum. En þessi ræða varð til þess, að upp risu 2 eða 3 sprenginga- kommúnistar og mótmælitu, því af þekkingarleysi sínu á málefn- um verkamanna annars vegar, en hins vegar löngun þeirra til þess að gera „sprengingar-númer“ úr hverri óánægju, siem þeir þóttust verða varir við hjá verkalýðn- um, höfðu þeir gert þetta eitt af stefnuatriðum sínurn. Þeir tóku því engum sönsum (það er ekki þeirra siður) þó þeim væri sýnt fram á, aö þegar verkalýðurinn hefir jafn góð tök á að setja ákvæðisvinnu-taxtann eins og því að setja tímakaup, þá getur á- kvæðisvinna oft verið til góðs fyrir verkalýðinn. Enda er það svo við ýmsa vinnu erlendis, þar sem verklýðssamtökin eru sterk- ust, að verkamienn taka ekki I mál að vinna annað en ákvæðis- vinnu. Hér endar inngangurinn um hlutaskifti og ákvæðisvinnu. En á morgun kemur grein hérna í blaðinu um hvernig þetta hefir leitt til deilu milli tveggjia mikil- menna. Er annað austur í Rúss- landi og heitir Stalin; og ;eru þús- undir manna sannfærðir um að hann hafi ávalt rétt fyrir sér. Hitt mikilmennið á heima hér á fs- landi, heitir Brynjólfur Bjarna- son og hefir þúsund hestafla sannfæringu um að allar skoðan- ir sínar séu hinar einu réttu. Rikisstjórnln staðfestir skrípa- leik ihaldsins. Svo sem kunnugt er greip í- haldsliðið í bæjarstjórninm til þess á síðasta bæjarsitjórnarfundi, þegar það varð í minni hluta, að kjósa-þiann roainn í nefnd til að ákveða, hvaða verk skyldu unn- in í atvinnubótavinnu, sem ekki var reglulegur bæjarfuittrúi, svo að Knútur skyldi nota sér af því til aÖ úrskurða aila kosning- una ógilda, þótt ekkert væri raun- ar ákveðið urn það, að þeír, sem kosnir væru, skyldu vera bæjiar- fulltrúar, og sá miaður, er íhald- íið kaus í nefndina, Maggi Magn- ús, væri auk þess á bæjiarstjórn- arfundi m'eð fullUm bæjiarfulil- trúaréttindum. Skrípaleikur þiessi var svo auðsær, að hann gat nauroast verið berari. En íhaldið átti annan hauk í horni, sem því brást ekki til þess að fulllkomnia skrípaLeik- inn. Nú hefir ríkisstjórnin siagt „já og amen“ við aðgerðum Knúts, staðfest úrskurð , haniSi og ógilt alla n'efndarkosninguna. Það er ekki ofsögum af því sagt, að „Fra:msókn“ er íhaldinu bakhjarl þegar því liggur á að fá brellur sínar staðfestar. Heillaósb tii F, U J. frá Moskva. Síðastliðinn sunnudag, 8. nóv- ember, voru fjögur ár liðin frá stofnun Félags ungria jafnaðar- ’manna. Af tilefni þessa afmælis sendu þeir tveir F. U. J.-félagar, þau Elín Guðmundsdóttir og Kjartan Jóhannsson, sem þátt 'taka í sendiförinni til Rússliands, svohljóðandi heillaskeyti til fé- lágsins, er stjórn þess fékk samiai dag: Moskva, 8. nóv. Til hamingju með fjögurra ára afmælið. Lifi jafnaðarstefnan! Kjartan, — Ellci. „Náttú Dfiæðingiinim“. 8.-9. arikar-hefti hans er ný- ikomið út, og eru greinarnar að vanda bæðii fræðandi og sikemti- legar. — „Náttúrufræðinguriinn“ er rit:, sem ætti að komiast inn á hvert einastia heimili á landinu, því að hann kennir lesendunum á skemtilegan hátt skil á mörgu því í náttúrunini, sem annars eru mestar líkur til að flestir þeirra. fari á mis. Þetta hefti hefst á merkilegri grein um svartfugl og fiskveiði við Island, með myndum og upp- dráttum til skýringar og fjöl- breytni. Er það útdráttur úr rit- gerð eftir dr. Taaning, sem hvað eftir annað hefir stjórnað „Dönu“- leiðangrum hingað til lands, ritað hefir doiktorsritgierð um skarkoliann okkiar og er einnig fuglafræðinigur. Árni Friðriksson hefir þýtt gneinina og ritað við- bótarkafla. Er greininni ætlað að vekja áhuga lesendanna á svart- fuglunum og lifnaðarháttum þeirra. — Steinþór Sigurðsson sikrifar um nýfundna stjörnu í sólkerfi voru. Er hún (oftast) yztia stjarnan, sem fundist hefir íþví, og hefir hún fengið nafnið Plútó. Greininni fylgir skýringarmynd. — Ársæll Árnason skrifar skemti- lega grein um hvítabirni og lifn- aðarhætti þeirra. Fylgja henni tvær myndir. — Þá skrifar Jón Eyþórsson veðurfræðingur um hina fyrirhuguðiu rannsóiknarstöð á Snæfellsjökli, sem áður hefir verið minst á hér í blaðinu og ætlast er til að starírækt verði. frá 1. ágústmán. að sumri til 31. ág. 1933. „Lítill kofi mun ■ verða reistur á jöklinum til vet- ursetu fyrir 2—3 menn. Þar af þarf einn að vera æfður veður- fræðingur, einn loftskeytamaður og einn til aðstoðar við flutninga o. fl.“ Verða þiað að vera hraustir menn, sem eru reiðubúnir til þess að leggja talsvert að sér, svo að árangur rannsóknanna verði sem beztur. „Verkefni þeirra verður daglega að gera veðurathuganir á ákveðnum tímum og sjá um sjálf- virk tæki til mælinga, svo sem hitamæla, úrkomumælia, rtakamæla,. vindmæla og loftvogir. Er það erfitt verk í hríðum og stórviðr- um, sem bæði krefst hirðusiemi og lægni.“ En þetta verður líka æfin- týralíf í þágu vísindanna. Tvær myndir fylgja greininni. — Einn- ig ritar J. Eyþ. smágrein um ís við Nýfundnaland, sem hiafi. verið óvenjulega Jítill síðastliðið ár og alís ekki Lagst að ströndum þess. Ársæll Árnason ritar um „Veiði- og loðdýra-fé'ag fslands“, og enn eru nokkrar smágreinar með ýmsurn fróðleik um fugla. .— Loks er ótalin bráðskemtileg grein eftir Steingrím lækni Matt- híasson, um hausavíxl, sein gerö hafi verið á brunnklukkum og stærri skordýrum, sem nefna mætti á íslenzku vatnsketti. — Marga mun reika minni til að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.