Alþýðublaðið - 14.11.1931, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.11.1931, Blaðsíða 4
4 ALP?ÐUBkA!Ð!Ð Á eftir timanum. ÞaÖ er siagt, að Islendingar séu framfaraþjóð, og víst er um það, að stórkostlegar eru [>ær fram- farir o>g breytingar, sem hjá oss hafa or'ðið á seinustu árum. ís- lenzkir sjómenm mega muna tvenna tímana, fyrmeir, þegar hér þektust að eins opnir bátar og síðan seglskútur, og nú, þegar við erum með einhver fulilkomn- ustu fiskiskip, sem pekkjast, og stöndum þar fyUilega jafnfætis þeim þjóðum, sem lengst eru toomnar. Verzlunarflotinn er að mörgu leyti með nútímasmíði, þó þar verði frekar vart þess, að við fylgjumst ekki með kröfum tím- ans. Hér skal að eins bent á tvent, sem ekki virðist hafa verið tekið eftir, þegar bygð hafa verið verzl- unarskip fyrir islendinga hin síð- ari ár. Nágrannaþjóðimar láta sér ekki sæma lengur að bjóða hásetum j og kyndurum lupp á annað en tveggja manna herbergi í hinum nýrri skipum sínum. Hér hefir það ekki þekst fyr en í nýjasta skipi Eimskipaféliags íslands, „Dettifossi“, en þar er íbúð sikips- hafnar ágæt að ölilu lieyti. í miölrg- um af íslenzku skipunum, þó ný- leg séu, er mörgum mönnuim kas- að saman í litla kytru og verða svo að neyta bæði svefns og matar þar. Einhver þrengsta kytran er í varðskipinu „Öðni“. Þar búa 8 meifp í klefa, sem tæp- lioga er hægt að snúa sér við í, og má það með fádæmum heita í skipi, sem ekkert hefir að flytja nema sínar eigin nauðsynjar. Nokkur bót í 'máli er þó, að þar er sérstakur borðsalur. í „Ægi“ eru íbúðirnar rúmgóðiar, en ólíkt hefði verið skemtiliegra að hafa klefana fleiri, því nóg er rúmið til þess. I „Brúarfiossi" er íbúðin að mörgu leyti sæmileg, en þó er sá Ijóður á, að einn hásetiinn befir enga hvílu, og verður hann að liggja á bekk í matstofunni og taka svo rúmföt sín burt á daginn. Hingað til íslands siglir árlega mikill fjöldi norskra skipia og þau flest gömul. Um þau rná miargt misjafnt segja, en eitt er, sem maður tekur eftir. Þeim fer alt af fjölgandi, norsku skipunium, sem sett er á skýli fyrir mann- inn, sem stendur við stjórn. Ekk- ert íslenzkt verzlunarskip hefir stýrishús eða skýli fyrir stjórn- andann, og svo langt hefir heimskan gengið, ef ekki er þá annað verra, sem ræður, að á „Ægi“, sem hefir stýrishús, erþað ekki notað, og búið er nú að festa öllum gluggum á því, svo útilokað sé að það verði notað. Sameinaða gufuskipafélagið lét fara fram breytingu á skipi sínu, „íslandi“, og eitt af því, sem breytt var, var, að þar var sett sikýlj fyrir stjórnandann. Á sama tíma eru ísliendingar að byggja nýtt skip og hafa það stýrishúslaust. Allir, sem eitthvað þekkja til á sjónum, vita, að það er ekkert sældarbrauð að standa við stýri úti, ef til vill í hörkubyl og á- gjöf. Maðurinn, sem við stýrið er, er' þeim mun ver settur en hinir, sem á stjómpalli eru, að hann getur ekki skotið sér undan ágjöf. Á honum verður hver skvetta að lenda, sem á annað borð nær upp. Stjóm skips er verk, sem útheimtir nákvæmni, ekki hvað sízt í vondum veðr- uin. Er nú hægt að búast við, að maður, sem er hrakinn og illa til reika af kulda og vosbúð, vinni verk sitt af eins mikilli nákvæmni og hinn, sem er í skjóli og er sæmilega hlýtt? Ég segi nei, og því er það blátt áfrani einn þátt- urinn í öryggi siglingannia, að hafa stýrishús. Ég er nú svo bjartsýnn iaö vona, a'ð augu þeirra, s>e:m fyrir eiga að ráða, fari nú að 'opnast fyrir þessu, Og að fleiri skip verði ekki bygð fyrir íslendinga með þessum göll- um, en verði svo ekki, þá verða íslenzkir sjómenn enn einu sinni að taka af skarið og knýja þetta fram. P. Lengsta bogabrú heimsins opnað í dag. Bayonne, New Jersiey. U. P. FB, Kill van Kúll-brúin nýja, milli Bayonne og Statien Island, ei«n- ar af útjaðraborgum New-York- borgar, verður opniuð til umferð- lar í dag. Er þ>etta önn.ur stófl>rú- in á tæpum mánuði, sem opniuð er til xmiferðar í nánd við New York. Brú þessí er lengsta boga- þrú í heimi, að undantekinni brú þeirri, sem verið er að smíða í Sidney í Ástralíu, og ráðgert er að opna til umferðar í marzmán- uði n. k. Kill van KuM-brúin er 25 enskum fetum styttri. Bilið milli aðalboganna á Kill van Kull-brúnni er 1675 ensk fet á lengd. Þar sem boginn er hæst- ur er hann 327 fet yfir vatns- flöt, en brúargóifið er 150 fet yfir vatnsflöt. Lengd brúarinnar frá Bayonne til Staten Isliand er 1 2 3 míla (ensk). Kostnaður við brúarsmíðinia varð 144 milljónir dolilara. Ríkin New York og New Jersey lögðu til 4 milljónir doil- ara, en afgangurinn fékst með söiu verðbréfa. Á brúnni eru fjór- ar akbrautir og ein hliðarbraut (gangstétt). Þremur nýjum braut- um fyrir bifreiðar er hægt að bæta við síðar. Tvær brautirnair verða notaðar til hraðari aksturs, en hinar verða íyrir hægfara bif- reiðar (vöruilutningabifneiðir). Me'ð brúarsmíði þessari er lok? ráðin bót á ævagömium flutn- ingavandræðum milii Staten Is- land og Neiu Jersey. í fyrstu voru notaðir róðrarbátiar, því næst dragferjur og loks eimferj- ur. En þegar iðnaðarboigir risu ÚPP í Nem Jersey og Statien Is- land var orðin hluti af Ne/n York urðu flutningavandræðin meiri en nokkru sinni áður. Komust menn þá að raun um, að eigi myndi hægt að ráða bót á flutninga- vandræðunum nema mieð því að smíða brú milli Bayonne og Stia- ten Island. öií® elfegfiBB of wefgisiei,. Útvarpið á morgun: Kl. 10,45: Veður- fregnir. Kl. 11: Messa í dómkirkj- unini (séra B. J.). Kl. 18,40: Biarna- tími (Gunnar Magnússon). Kl. 19,15: Sönigvélarhljómleikar. Kl. 19,30: Veðurfregnir. Kl. 19,35: Séra ólafur ólafsson flytur er- indi: Skólaþættir, III. Kl. 20: Fréttir. Kl. 20,20: Ópera. — Danz- lög til kl. 24. „Náttúrufræðinguriiui". Fyrsta greinin í síðastia beftinu er um svartfugl og fiskseiSi við ísland, — ekki fiskveiði,, >ein,s og rangprentaðist hér í bJaðinu í gær. Sýning Guðmundar Einarssonar. Síðasti sýningardagur Guð- mundar Einarssonar er á morgun. Alþjóðasýning uppgötvara, sem haldin var í Lundúnum, er nýlega , endiuð. Fyrstu verðlaun, gulLinedalíu, lilaut Lt. — Col. Alfred George Hebblethwaite D. S. O. ineðala- fræðingur og sáralæknir í brezkia hernum, fyrir verkfæri til að búa til slöngur ineð (hoseturner). Önnur verðlaun, silfufmedaliu, hlaut Mr. Jas. B. Barton, vélaráð- leggingamaður, fyrir útbúnað eða i endurbætur á bökunarofnum (sem sioðið er í í Íheimahúsum). Þriðju verðlaun, bronziniedalíu, hlaiut Mr. W. F. Goddard Jones, fyrir útbúnað eða endurbætur viðvíkj- andi vatnssalemuni eða þ. h. — (Eftir b 1 aðatiilíky nni ngu.) Leikhúsið. „Hallsteinn og Dóra“ verða sýnd annað kvöld í síðasta sinn í haust. „Ímyndunarv3ikin“ verö- ur sýnd á morgun kl. 31/21 i ú(æ®tr síðasta sinin. Inngangseyrir lækk- aður að hvorri sýningunni um sig. Nýtt kenslutæii í iandafræði er komið hér í bókaverzlun Snæbjarnar Jónssonar. Er það kringlótt spjald, sem snúið er á öðru spjaldi, og sést við það ýmislegt það, er menn fyrst og fremst þurfa að vitia um ýms . lönd, svo sem stærð landsinsv 1- búaíjöidi, aðalútflutningsvörur, höfuðborg og íbúatölu henniar, stærsta fljót og hæsta fjail o. s. frv. Er þetta rnjög handhægt, en S. ENGILBERTS. Nuddjæknir. Njálsgötu 42 Heima 1—3. Síini 2042 Geng einnig heim til sjúklinga nnin um of „vélrænt“ tifl þess að gott sé að kenna með því í skólum, en þó er það næstum ómissandi. Það finnur sá bezt. sem hefir fengið jtað. Einkenniiefí handavinna. í skeinmuglugga Háralds er til sýnis handavinnia Guðrúnar Finns- dóttur, konunnar, sem hefir ver- ið veik af liðagikt í fjöidamö.rg ár og sagt hefir verið áður frá í blöðunum. Er handavinna benn- ar alleinkennileg, en smekklieg mjög og falleg. L. ípróttahvikmyndir hefir Íþróttasamband Islands fengiö að láni hjá norska íþrótta- sambandinu. Verða þær sýndar á morgun kl.' 3% í Nýja Bíó, aöal- Iega fyrir íþróttiafélögin. Meðial þess, sem sést á myndunum!, er hin heimsfræga skautiakona, Sonja Henie. Til máttvana d engsins. Áheit frá Nonna 2 kr. og frá A. P. 5 kr. Alls komið 726,90 kr íslenzkar og 5 kr. danskar. Hv«A er að fretta? Nœturlœknir er í nótt Halldór Stefánsson, Laugavegi 49, sími 2234, og aðra nótt Daníel Fjeld- sted, Aðalstræti 9, sími 272. Gengi erlendra' mijnta hér í dag: Sterlingspund, doilar, da;nsk- ar kr. ög þýzk mörk óbreytt frá í gær. 100 norskar krónur kr. 123,69 1 — sænskar — — 125,58 | Danzleik heldur glimufélagið „Ármann“ í alþýöuhúsimi Iðnó laugardaginn 21. þ. m. Hljóm- sveitin af Hótel ísland og hljóm-© sveit P. O. Bernburgs spila á (lanzleikmun. Messur á rnorgun: 1 dómkirkj- unini kl. 11 séra Bjarni Jónssion, kl. 2 barnaguðsþjónusta séra Friðrik Halligrímssion, ki. 5 mess- ar séra Fr. H. í fríkirkjunni kl. 2 séra Árni Sigurðsson. í Landa- kotskirkju kl. 9 f. m, hámessa, kl. 6 e. m. guðsþjónusta með predikun. Hjálprœdisherínn. Samkomur á morgun: Helgunarsamkomia kl. IO1/2 árd. Sunnudagaskóli ki. 2. Hjálpræðissamfcoma kj. 8 e. m. Hilimar Andrésen lautn. stjórnar. Lúðraflokkurinn og strengjiasveit- in aðstoða. Allir velfcoinnir! — HeimiIasambandiÖ hefir fund á mánudaginn kl. 4. D. Holland ensain taiar. Bitstjóri og ábyrgðannaður: Ólafur Friðrikssow, AiþýðuppeníœMÍðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.