Alþýðublaðið - 20.11.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.11.1931, Blaðsíða 2
AL P'i ÐUBLAÐÍÐ Bók nm lif islenzks sjómanns Vatnsskattnrinn. TilJagan um hækkun vatns- (skatts í næstu fjögur ár til aukn- ingar vatnsveitunni var sampykt á bæjarstjórnarfundinum í gær eins og hún kom aftur frá vatns- nefndinni, svo sem skýrt var frá foér í blaðinu í gær. Verður því hækkunin 25%. HafÖist það mieð tillögu þeirri, er Héðinn Valdi- marsson bar fram á næstsíðasta bæjarstjórnarfundi og þá var samþykt, um nánari athugun málsins, að vatnssikattsaukningin var lækkuð um 15% frá því, sem Knútur hafði lagt til, því að til- laga Knúts var um 40% hæikkun. FjárhansáætlGn Aknrepar. Akureyri, FB. 18. nóv. Fjárhagsáætlun Akureyrarkaup- staðar var samþykt í gærkveldi í bæjarstjiórninni. Niðurstöðutöliur 402 440 gjalda og tiekna megin, en voru í fyrra 396 940 krónur. Útsvör áætluð kr. 211640, en í fyrra 216 730 krónur. í fjárhagsáætluninni eru 30 þús- und krónur áætlaðar til atvinniu- bóta, þar af ráðgert ríkissjóðstil- lag 10 þúsund krónur. Alfons fyrv. Spánarkonnngnr dæmðnr á Spáni. Madrid, 20. nóv. UP.—FB. Fundur í þjóðþinginu stóð yfir í alla nótt og voru fliéiri þing- menn viðstaddir en nokkuru sinni áður á þingfundi, síðan þjóðþing- ið kom saman til funda. Þingið samþykti án atkvæðagreiðslu skýrslu og thlögur nefndar, siem kosin hafði verið til þess að at- huga hverri ábyrgð Alfonso fyrv. konungur skyldi sæta fyrir frami- komu sína meðian hann var kbn- ungur á Spáni. Er hann sakaður um að hafa misbeitt aðstöðu sinni til þess að vinna þjóðinni í óhag, en sjálfri sér í hag. Romanones gneifi bar bialt af Alfonso. í skýrslu nefnd- arinnar er Tagt til, að Alfbinso verði sviftur öllum titlum og heiðursmierkjum og að fangelsa megi hann æfilangt, ef hann stíg- ur fæti sínum á spænska grund. Þingmenn báru fram þær við- aukatillögur, að Alfonso skuli æfilangt útlægur ger af Spáni og eignir hans gerðar upptækar og að sérhverjum spænskum þegni sé heimilað að handtaka hann, ef hann kemur inn fyrir landa- mæri Spánar. Slijsunum á götum Lundúna- borgar er alt af að fjölga. Pieim hefir fjölgað um helming á tíu árumi, og voru þáð 1398 mianns, sem á síðast liðnu ári biðu bana, en 55,830 voru þaÖ, sem slösuð- ust. Ofriflnrinn i Mansjúrín. Tokio, 19. nóv. UP.—FB. Japanar hafa nú hemumið Tsitsihar að fullu og Jiafa tekið í sínar hendur stjórn bæjarins og sett sína menn tii starfa í öllum opinberum skrifstofum. Fregnir frá Harbin herma, að Japanar hafi teJkið Lingkiang og stöðvað gagnsókn Machanshans, sem hófst við Taerhha(?), 30 míl- um fyrir norðan Tsitsihar. Nánari fregnir vanta, vegna lélegs sam- bands við síma- og loftsk'eyta- stöðvar. Lundúnum, 19. nóv. UP.—FB. Fregnir frá Nanking henna, að fjármálaráðuneytið hafi tilkynt opinberlega, að Chiang-kai-she’k leggi af stað norður á bógimn með her manns. Ákvörðun þessi var tekin á leynifundi Kuomin- tang-þingsins. Mælt er, að Kín- verjar búi sig undir að kallia tvær milljónir manna í herinn til þess að berjast við Japána v' af Mansjúríudeilunum. Vísindaleiðangnr. New York. UP.—FB. Jarðfræðileiðangur fer til Vest- urindía-eyjanna í vetur til þess að rannsiaka myndun eyjanna. Princetonhásikólinn hefir undirbú- ið leiðangur þenna. Richard N. FieJd prófessor verður Jeiðangurs- stjóri. Rannsóknirnar fara fram á landi og sjó og í sjó, því að stjórnin í Bandarikjunum hefir fengið leiðangursmönnunum kaf- bát til umráða um 10 vikna skeið. Einn á eyðiey. Japanskir fiskimenn, er fóru í land á eyðieyju í Kyrrahiafi, fundu þar japanskan mann, er verið hafði sex ár aleinn á eynni, og haft fisk og kókosaldini sér til matiar; en dýr voru engin á eynni. Hafði maður þessi dottið út af japönsku herskipi um nótt, en eftir sex tíma sund komst hann í land á eynni. Fiskimenn- irnir álitu manninn hálfgeggjað- an og þorðu ekki að taka hann með sér, því þeir voru hjátrúar- fullir og héldu að óveður mundu sækja að þeim, ef þeir létu mann- inn hafa far. Hins vegar þótti þtím skömm að því að skilja manninn þarna eftir, og komu sér saman um að þegja yfir því. Pað fór þó svo að einhver skip- verja sagði frá þessu, og hefir japanski flotamálaráðherrann fyr- irskipað japönskum herskipum að leita að manninum. En sikip- stjórinn á fiskiskipinu getur ekki sagt hvar eyjan er, sem maður- inn er á, það er að segja ekki nánar en það að benda á svæði, sem er eins stórt og hafið tnilli íslands og Færeyja, en á því svæöi eru um þúsund eyjar og sker, svo erfitt getur verið að finna manninn. Nokkrum sinnum hefi ég kom- ið þar, sem legið hafa fyrir mér þunn hefti, og staðið á þeimi „Ferðaminningar“ eftir Sveinbjörn Egilson. Af einhverjum ástæðum hefir samt aJdrei orðið nieitt af því að ég liti nema mjög laus'lega í þessi 'hefti, fyr en þriðja hefti annars bindis, sem nú er nýlega útikomið. Og þegar ég Jeit fyrst niður i það, sýndist mér frásögnin vera æði langdregin og þunglamaleg, og mundi ég þá að það var ein- mitt það álit, er ég hafði fengið •' „Ferðaminningum“ þessum við hina mjög svo lauslegu viðkynn- ingu, er ég hafði haft á þeim áð- ur, því frásögnin er afar-nákvæm, t. d. getið um hvað menn heita, þó þeir komi ekkert við söguna annað en að vera skipstjórar á skipum, sem Sveinbjörn hefir ver- ið á, og sé ekki getið í frásögn- inni að öðru Jeyti, hvorki til góðs né ills. En það, sem í fljótu bragði virðist að eins til þes's laÖ lengja málið, lítur öðruvísi út þegar lesið er í samhengi. Því einmitt þetta, að getið er hvað mennirnir heita, gerir frásögnina alla trúanlegri og eykur þar mað áhugann fyrir lestrinum. Ég koimst líka brátt að því við Jest- ur heftisins, að það er sitt hvaÖ að frásögn sé nákvæm eða þung- Iamaleg, því hún er hjá Svein- birni alt annað en liið síðar- nefnda, þó ég við að grípa niður í bóldna hér og þar héldi þetta, af því ég viltist á þessu tvennu. Annars má segja að það sé margt, sem á dagana hefir drifið fyrir Sveinbirni, og þó þetta hefti sé ekki nema 6 arltir, er í því frásögn úr mörgum löndum. Töluverður hliuti frásagnarininar er af Dönum, og er gam,an fyrir þá, sem þekkja vel þessa kátu og glaðværu þjóð, að sjá þarna hjá Sveinbirni, að Danir hafa not- að nákvæmlega sömu góðu og gildu .fyndnisorðin fyrir fjörutíu árum eins og nú. En það, sem kom mér til að fara að rita þetta, var frásögnin um för skipsins „Fremad“ frá Kaupmiannahöfn til ísafjarðar síð- ari hluta vetrar árið 1893. Skip þetta var 20 smálesta og ein- mastrað, og hafði verið tollsldp, en hafði verið keypt til ísliands. Var Jagt af stað frá Kaupmanna- höfn 1. apríl og voru þeir þrír á skipinu; Jensen, danskur maður (er verið hafði skipstjóri nokk- ur ár á „Guðrúnu", skonnortu Markúsiar Snæbjörnssionar á Geirseyri), Sveinbjörn og ung- lingspiltur einn óharðnaður og sjóhræddur, sem hinir vönu og harðskeyttu sjómenn, .Jensien og Sveinbjörn, þó sýndu hina mestu samúð, og kom hér frám sem oft- ar, að það eru sjaldan karlmenn- in, sem hæða þá, sem minni eru fyrir sér. Alls voru þeir 34 daga á Jeið- inni og fengu veður stór. Kom: annað mesta veðrið (sem var norðanveður) 17. apríl, en um hitt segir Sveinbjörn svo frá; „Veður var hiö hlíðasta þangað' til aðfaranótt hins 25. april. Þá hvesti akyndilega af vestri, og urðum við að þrírifsa stórsegl, draga niður stagfokku og setja til minsta klýver, og er birta tók, var orðið það hvast, að við: tókum klýver niður og svikkrif- udum stórsegl. Við lögðum skip- inu út um og allan þann dag vorum við Jensen báðir á þilfari; höfðum við bundið köðlum um; mittið, sem festir voru aftur á skipinu, og þar lágum við siam- hliða í hlé af skjólborðinu; ekk- ert var að starfa, við höfðum gengið frá öllu eftir beztu getu og skilningi. Nú var það Undir skipinu komið, hvort það gætl forðast áfölil, en sjóarnir voru svo risavaxnir og ógurlegir tilsýnd- ar frá þessari litlu fleytu, að við höfðum litla von um að hún af- bæri þá.“ Samtal þeirra Sveinbjöms var á þessa leið; „Vörum okkur, þarna kemur sjór.“ „LagJega tók hún það.“ „Þarna kemur annar.“ „Hún er hreinasti snillingur." „Þessí. sjór kæfir okkur.“ „Hún er eins og fugl.“ „Þessu hefði ég aldrei trúaö,“ o. s. frv. Mynd sú, er Sveinbjörn breiðir hér út fyrir lesandann, gefur góða hugmynd um hve kaldir sjómenn eru fyrir hættum, og hvernig að- dáun fyrir sldpinu, ef það er gott sjóskip, er ofar í þeim í hvert sldfti þegar hætta ríður af, heldur en hugsunin um þá sjálfa. Eftir þessu sýnishorni, siem ég: hefi séð af bók Sveinbjarnar, vil ég hvetja menn til að lesia hana og mun fljótlega gera það sjálfur, og þykist fyrirfram geta fullyrt, að hér sé á miargan hátt úm stórmerldlega bók að ræða. Sjómf. no. 9. Fyrirspum til borgarstjóra. Veit borgarstjóri nokkuð um það, eða er það með hans leyfi, að tekin hefir verið úr bæjar- sjóði húsaleiga fyrir hjónin Grím Jakobsson og Katrínu Eyjólfs- dóttur að upphæð nær tvö þús- und krónur, þar sem þessi dugn- aðar- og heiðurs-hjón þó aldrei vissu að væri verið að taka af bænum ? Spurull. Hrútasijningar voru haldnar í Vestur-lsafjarðarsýslu í haust í fyrsta sinn. Þyngsti og elzti Jirút- urinn, 7 vetra, viktiaði 102 kg. Einn hrútur fékk 1. verðlaun,. heimalningur, eign Guðmundar Bernharðssonar á nýbýlinu Ás- túni á Ingjaldssandi. (FB.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.