Morgunblaðið - 07.12.1984, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 07.12.1984, Qupperneq 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1984 Háþrýstidælur, mótorar, ventlar og stjórntæki í vökvakerfi til sjós og lands. Eínkaumboð á íslandi. Atlas hf Borgartún 24, sími 26755. Pósthólf 493 — Reykjavík. LEGUKOPAR Legukopar og fóöringar- efni í hólkum og heilum stöngum. Vestur-þýzkt úrvals efni. Atlas hf Anna Svava og Vigdfs með jólakortin sfn. Morgunblaöiö/Frlöþjófur. Þær búa til sín jólakort sjálfar „Ég bý til jólakort til aö gefa og senda til Danmerkur," sagöi Anna Svava Knútsdóttir 7 ára og stalla hennar Vigdís Vign- isdóttir 10 ára sagöist senda vinkonum sínum á Þingeyri jólakortin, sem hún býr til. Þær voru önnum kafnar viö jólakortageröina, þegar okkur bar aö garöi og voru búnar aö raöa þeim snyrtilega á borð- stofuboröiö heima hjá Önnu Svövu. „Ég hef ægilega gam- an af aö teikna, sérstaklega jólasveina og slaufur," sagöi Anna Svava, en Vigdís kvaöst helst teikna jólatré og svo líka jólasveina. „Uppáhaldslitirnir mfnir eru blátt og rautt,“ sagöi Anna Svava okkur, „en núna nota ég aöallega grænan og rauöan lit.“ „Þaö er gaman aö búa til jólakortin sjálfur í staö þess aö kaupa þau í búö,“ sagöi Vigdís og hérna sjáum viö afrakst- urinn af jólakortagerð vinkvennanna. 1979—81 leiddi meöal annars í Ijós að 77 af þessum pörum gátu tekið ákvöröun um hvaö þau raunverulega vildu meö tilliti til framtíöarinnar. Viö uppgötvuöum líka, aö um helmingur hjónannna, hvort sem þau höföu ákveöiö aö skilja eöa halda áfram sambúö, sögöust hafa fundið leiö til aö lifa í sátt og samlyndi eftir aö þau höfðu gert sér Ijós vandamál sín. Þetta getum viö sagt meö fullri vissu, því viö höföum samband viö fólkiö hálfu ári eftir aö þaö haföi veriö hjá okkur og könnuöum árangurinn.“ — Svo viö víkjum aftur að sjálfri ráögjöf- inni, ræöiö þiö aöeins viö fólkiö í hópum? „Nei, þaö gerist stundum aö fólki finnst þægilegra aó tala í einrúmi, hún viö kven- ráögjafa og hann viö karlráögjafa. En viö erum meö ráögjafa af báöum kynjum til þess aö gera ekki upp á milli parsins. Eftir slík samtöl er andrúmsloftiö venjulega af- slappaðra." — En taka börnin ekki þátt í umræöun- um ef þau eru komin til vits og ára? „Jú, en þau koma ekki inn í samtölin fyrr en foreldrarnir eru báöir sammála um það.“ — Hvaö er fólk venjulega marga tíma hjá ykkur? „Athugun sem viö geröum á þessu leiddi í Ijós, aö þaö er frá 3 til 20 tíma. Viö höfum tekið eftir því aö eftir því sem pörin koma oftar til okkar, þess þægilegra veröur sam- bandiö á milli þeirra." S K I L N A Ð I R — Hver eru helstu sambúöarvandamál- in, sem komiö er með til ykkar? „Viö höfum gert tölfræöilega úttekt á þessu og sýnir hún aö oftast er þaö fram- hjáhald. En í samræöum við fólkiö sem í hlut á hefur iöulega komiö í Ijós, aö þaö er ekki raunveruleg ósk þess aö tengjast þriöja aðila heldur orsakaöist framhjáhald- iö miklu fremur af því, aö eitthvað annaö var að hjá pörunum. Vinnuálag hefur líka gjarnan veriö nefnt sem orsök vandans. En á sama hátt hefur viö nánari athugun oröiö Ijóst aö mikil vinna er aöeins yfirskin, fólkiö var á flótta frá vandamálum í einkalífinu. Fleira getur komiö til, sem eykur vandann. Þegar ágreiningur milli hjóna er oröinn staðreynd þá gerist þaö oft aö aöil- arnir gera illt verra meö því aö misskilja afstööu og viöbrögð hvors annars, þaö er nú reyndar líka hægt í snuröulausri sam- búö. Dæmigert fyrir þetta er þegar aöilarn- ir koma heim úr vinnunni. Annar er ef til vill þögull eöa utan viö sig þennan dag. En þá getur þaö gerst aö hinn sambúöar- eöa hjónabandsaöilinn túlki þetta sem eins konar árás eöa þögla gagnrýni, og hugsi meö sér: „Hvaö hef ég gert af mér? Hvaö er nú að?“ Fyrst byrjar fólk á því að setja sig í varn- arstööu og síöan í árásarstööu í staöinn fyrir aö láta makann í friöi meö sitt skap. Þaö er erfitt aö þurfa alltaf aö vera aö gera grein fyrir, hvers vegna maöur situr þögull eöa hefur þennan eöa hinn svipinn á andlit- inu. Ég held aö þaö væri hægt aö koma í veg fyrir margan ágreininginn, ef maöurinn eöa konan væru nógu þroskuö til aö um- bera sveiflur í skapi hvors annars og létu vera aö gera athugasemdir þar aö lútandi." — í starfi ykkar vinniö þiö kerfisbundiö meö fólkinu, notiö ákveöna meöferö. Getur þú sagt okkur nánar frá henni? „Viö styöjumst viö aöferöir í sálgreiningu í vinnu okkar meö pörin. Til aö öólast meiri skilning á þeirri vinnu sem fram fer höfum viö þróaö ákveöin hjálpargögn til aö varpa betra Ijósi á samskipti maka. Viö flokkum niöur hinar ýmsu geröir sambúöar, allt eftir því hve auöveld eöa erfiö sambúðin er og hvaöa möguleika fólk hefur til aö takast á viö sambúöarmálin. Flokkunin grundvallast í fyrsta lagi á því, hvernig þau hvort um sig viöhalda ákveönu samskiptamunstri. I ööru lagi hvort aöilarn- ir eru færir um aö tjá persónulegar hugsan- ir, tilfinningar, óskir og þarfir. Þegar pörin koma i fyrsta samtalið eru þau flokkuö niöur eftir því hvernig sam- skiptamunstri þeirra er háttaö og hve sjálfstæö þau eru gagnvart hvort ööru. Eft- ir því sem samspiliö á milli þeirra breytist meöan þau eru hjá ráögjöfunum getur ver- iö aö þessi flokkun breytist. Mælikvaröinn er hvort sjálfstæöi þeirra hefur aukist eöa minnkaö, hvort fólk geri sér betur grein fyrir vandamálum sínum og hvod þaö sé í betra tilfinningalegu jafnvægi eöa öfugt. Einnig gerum viö lista yfir þætti, sem einkenna samskipti fólksins svo og fyrir hvern einstakling út af fyrir sig, sem fólkiö segir okkur sjálft frá eöa upplýsist í samtöl- unum. Þessi listi hjálpar okkur til aö finna út hvaöa einkenni og ákveðin vandamál eiga sér staö hjá pörunum og hvaöa sér- fræðilegu hjálp þau þurfa á aö halda, ef svo ber undir." — Koma ekki til ykkar pör, sem er alls ómögulegt aö hjálpa? „í upphafi héldum viö aö þaö væri alltaf eitthvaö af pörum, sem alls ekki væri hægt aö hjálpa meö sáttatilraunum í þessu formi. Þetta töldum viö einkum eiga viö hjón meö „gamlan skaöa“, þ.e. hjón meö flókin, óleyst sálarvil. Slíkur andlegur arfur hefur oft neikvæö áhrif á sambúö og eyði- leggur hana. En þaö sýndi sig eftir hálfs árs starf, þegar viö könnuöum hvernig fólkinu haföi vegnaö, aö viö höföum veriö of svartsýn. Þaö kom nefnilega í Ijos, aö þó aö þessi pör heföu ekki náö aö leysa sin mál algjör- lega, þá höföu þau breytt samskiptum sín- um í sambúðinni. Til dæmis haföi þeim, sem lifðu viö miklar innbyröis deilur í hjónabandinu tekist aö minnka þær og ef um ofbeldi var aö ræöa haföi þaö hætt. Þannig aö þó aö pörunum heföi ekki

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.