Alþýðublaðið - 26.11.1931, Blaðsíða 3
ftbÞ«ÐUBfe£Ð!Ð
8
ar bækur og hlotið verbskuldað
lof að launum. Merkust af bók-
um hans er æfisiaga jafnaðar-
mannsins F. V. Tkorsson („F. V.
Thorsson. En minnesskiift“). Sú
bók kom út í tveim útgáfum á
skömmum tíma. Vennerström er
nú ritstjóri að blaðinu „Nya Norr-
land“, og ritar einnig að staðaldri
í aðalblað sænskra jafnaðar-
manna, „Socialdemokraten“ í
Stokkhólmi.
Sænski rithöfundurinn Zeth
Höglund hefir í ágætri bók um
jafnaðarmannaforingjann heims-
íkunna, Hjalmar Branting („Hjal-
mar Branting och hans livsgar-
ning), lýst Ivari Vennerström á
þessa leið: „Hann er hinn ágæt-
asti rithöfundur og yfirburða
ræðumaður, er kann pá list að
(Sameinia í ræðum sínum og ritum
fastskorðaðar röksemdir og eld-
móð áhugamannsins.“
Ivar Vennerström er með af-
brigðum vinsæll maðiu' og vel
kyntur. Kom það ágætlega í ijós,
er hann varð fimmtíu ára. Kjós-
endur hans í Norrland siendu
honum þá að gjöf 500 kr. í ein-
tómum 25-eyringum. Sýslubúar í
Norrland, sem flestir eru fátækir
verkamenn, skutu þessu saman,
en það var sett að skilyrði, að
enginn mætti gefa meira en 25
aura. En verkamiennirnir voru
allir fúsir að leggja fram sinn
25-eyring, þó allflestir þeirra
hefðu litla atvinnu. Sýnir það vel
hug verkamannanna til þing-
manns síns.
Nokkrir flokksbræður og vinir
Ivars Vennerström héldu honum
samsæti í Stokkhólmi á fimm-
tugsafmæli hans. Undir borðum
var útbýtt kvæði með gaman-
mynd einni af Vennerström, siem
alþekt er úr sænskum' blöðum.
Undir myndinni stóð: „Ivar Vid-
famne femtio ár.“ Kvæðið er eftir
sænska ritstjórann Harald Áker-
berg og tvær vísur í því eiru
þannig:
Es. Esja
á að fara í siðustu
strandferð á þessu ári
4, dezember næstk.
Allir þeir, sem ætla nð
biðja okkur að senda
vörur til jólagjafa eða
gegn póstkröfu út á
land, eru vinsamlega
beðnir að gera það
sem fyrst, og helzt
fyrir 1. dezerhber. —
„En morsbelupen hydda stár
inunder Heklas tran,
der laste han i siagorna
en gáng vid Lovas knan.
Nu laser man ej sagor mer
pá denne kalla ö.
Jon Jonsson han er Ivars van,
och dá for han ej dö.
Men Island blev hans trygga hamn
hur ár och vindar gár.
Han sitter invid Lovas knan
annu vid femtio ár.
Hon klippar ej lians Simonslugg,
hon makten har andá,
och om hun inte hade den,
Gud náde Ivar dá!“
Ekki treysti ég mér til að ís-
lenzka þessar vísur, en allir, siem
eitthvað skilja í sænsku, munu
átta sig á efni þeirra. Það er
ekki mikill skáldskapur né merki-
legur. En þær sýna ágætlega hug-
arþel vinanna til ágæts félaga. Og
þær sýna, að við Island og Lóu er
fvar kendur. Og það mun fvari
án efa vel líka.
St. J. St.
Kreppan og íhaldið.
iii.
Þá kem ég að innflutningshöft-
um M. Magnúss. Þau eru nokkuð
með öðrum hætti en innflutnings-
höft íslenzku ríkisstjórnarinnar.
En sízt eru þau skynsamlegri eða
vænlegri til úrlausnar á vanda-
málum kreppunnar. Átthagabönd-
in voru mikils metin af einvalds-
herrum og lénsvaldi miðaldanna.
En sumir þjóðhöfðingjar afnámu
þau, þegar þeir þurftu á bændum
að halda gegn lénsmannavaldinu.
Svipuð er hugsun M. Magnúss
eins og léndrottna miðaldanna.
Fjötra fólkið eða staðbinda með-
an atvinnurekendur Rvikurbæjar
vilja ekki nýta vinnuaflið. En lik-
lega yrði Rvík opnuð fljótlega,
þegar lifnaði yfir atvinnulífinu
og auðvaldið þyrfti á verðmætis-
auka að halda. Þegar atvinnurek-
endurnir þyrftu að fá aukinn
gróða, meiri vinnukraft, þá mundi
talinn óþarfi að lána bændum
vinnukraft, óþarfi að hafa starf-
andi útflutningsnefnd, siem M,
Magnús félst á að e. t. v. væri
rétt að skipa, þegar einn áheyr-
andi skaut því fram. Þá mætti
fólkinu fækka í sveitum landsins.
Ekki sízt ef tielja mætti líkur
fyrir að fóliksfjölgun í Reykjiavik
mundi leiða af sér kauplækkun
og þó ekki væri annað en af
fjölguninni stafaði að kauphækk-
un yrði ekki framkvæmd. Því
alt af kemur berlega í Ijós, að í-
haldið — auðdrottnarnir — telja
verkalýðinn meðal fyrir sig, verk-
færi í sínum höndum, sem séu
réttlaus og skyld til að lúta boði
þeirra og banni. Eitt meðal ann-
ars, sem sýnir ljóslega þetta hug-
arfar íhaldsins, eru orð M. Magn-
úss Júl. um óvirkan kO'Stnað bæj-
arins til fátækraframfré ris. Þessi
50 ffiiira. 50 aiara
LJúffengar og kaldar. Fást alls staðar.
I hefildsðln lijá
Töbaksverzlun Islands h. f.
Vátrygging bifreiða.
Vátryggingarfélagið Danske Lloyd hefir með bréfi dags. 14.
þ. m. tilkynnt, að eftirtdldar bifreiðar séu fallnar úr vátryggingu
vegna vanskila á iðgjöldum:
R, E. 377, R E. 87, R, E. 296, R. E, 730, R. E 478, R. E. 245, R E
569, R E. 72, R E. 769, R, E. 542, R. E. 579, R. E. 723, R. E 563, R E.
38, R.E. 390, R. E. 499, R, E. 919, R.E. 557, R. E. 52,,R.E. 387, R.E. 240.
Ef eigendur þessara bifreiða hafa ekki fyrir 1. dezember n. k.
sýnt í lögregluvarðstofunni skilríki fyrir þvi að vátryggingin sé aftur
komin í lag, verða bifreiðarnar teknar úr umferð og seldar.
Lögreglustjórinn í Reykjavík 25. növember 1931-
Hermann Jónasson.
orð benda ótvírætt í þá átt, að
þessi borgari álíti líf öreiganna
einskisvirði. Þannig er einnig
hugsunarháttur íhaldsmanna yfir-
leitt. Þeir keptust við hver um
annan þveran, íhaldsfulltrúarnir í
bæjarstjóm, að játa nauðsyn þess
að sjá fólkinu fyrir lifsframfæri.
Þeir játuðu það sem borgaralega
skyldu að þörf væri að gera eitt-
hvað til þess að fólkið gæti lifað
sómasamlegu lífi. En þeir sáu
enga leið út úr ógöngunum.
Alt var ófært, alt strandaði á
getuleysi, féleysi, ráðaleysi. Auð-
vitað töldu þeir ráðleggingar og
rök Alþ.fl.fulltrúanna ekkert ann-
að en hávaða og atkvæðaveiðar.
Önnur rök gegn þeim höfðu’þeir
ekki handbær. Þeir opinberuðu
innræti sitt, hugsun og skoðun
mieð megnasta ósamræmi í ræð-
um sínum. Einn vildi þetta og
annar hitt. Allir voru þeir hjart-
anlega sannnála um að gera ekk-
ert, sem kæmi óþægilega við
pyngju þeirra. Þeir, sem eitthvert
gjaldþol hafia, krefjast vægðar,
þeir vilja búa í friði að ránsfeng
sínum til þess að nota hann síðar
til meiri fjáröflunar á sama hátt.
Auðborgararnir halda dauðahaldi
um eignir sínar. Þeir græða á
kreppunni, græða á neyÖ almenn-
ings. Millistéttirnar færast niður
á við, hrapa niður í öreigastétt-
ina. Þegar verkalýðurinn missir
atvinnu sína, þverr kaupgetan að
sama skapi, og atvinnuleysið
grefur um sig, iðnaðarmenn tapa
einnig sinni atvinnu. Kaupmenn
verða að loka af því öll verzlun
minkar, heildsaliar fylgja á eftir.
Allur auður dregst því í. fárra
manna hendur.
Stóratvinnurekendur hirlki all-
ar eigur millistétfarinnar, og med
hana sem millilid örpína peir
fyrst állan verkalýd. Allir sem
eiga hús, jardir, skip o. p. h. og
skulda fyrir pví, — peir tapa
pessum hlutum til audvaldsins,
pegar peir geta ekki lengur stad-
id í skilum.
20. nóv. (Frh.)
G. B. B.
Ónýt skip.
Oft og mörgum sinnum kemur
það greinilega í ljós, hve ónýt
mörg af þeirn skipum eru, sem ís-
lenzku sjómennirnir sigla til miða.
Mun ekki of djúpt í árinni tekið
jrótt sagt sé, að sum þeirra séu
sannkalliaðir manndrápsbollar.
Þess er skemst að minnast, er
Hávarður Ísfirðingur var að snúa
við austur við Portland fyrir
skömmu og brotnaði mjög. ÞaÖ
voru hvorki meira né minna en
8—10 bönd, sem hrukku sundur,
og auk þess nokkrir dekk-bitar.
Þetta sýnir, að þessi togari hef-
(ir í raun og veru ekki verið sjó-
fær, því ekki varÖ þetta af því,
að sjór væri slæmur eða af-
spyrnuveður væri á. Böndin hafa
verið næstum ryðguð í sundur
og því ekkert þolað.
Það er oft talað um að áhætta
útgerðarmanna, sem sitja í landi,
sé mikil — og þó hefir það venju-
legast komið í hlut bankanna og
þar ínieð heildarinniar að borga