Morgunblaðið - 08.01.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.01.1985, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1985 UBK missti niður dampinn og Þróttur vann stórsigur LOKATÖLURNAR í leik Breiða- bliks og Þróttar í 1. deild hand- knattleiksins á sunnudag benda til yfirburðasigurs Þróttara, sem unnu leikinn 30—23, en þær segja þó lítiö um gang leiksins, sem var mjög jafn alveg þar til er 10—12 mínútur voru eftir af seínní hálfleik, en þá gerðist hvort tveggja í senn, spil Blik- anna varð aö leikleysu og markmenn Þróttar lokuöu marki sínu. í hálfleik var staðan 12—11 fyrir Þrótt. Leikurinn var mjög jafn langt fram i seinni hálfleik. Heimamenn urðu fyrri til aö skora, eftir aö fyrstu fjórar sóknir leiksins höföu runniö út í sandinn. En Þróttarar komast í 2—1 og siöar 5—2 eftir 11 minútna leik. Blikar jafna aö nýju og á töflunni mátti sjta 7—7, 8—8, 9—9 og 10—10. Þróttarar höföu síöan eins marks forskot í hálfleik, 12—11. Hiö sama geröist í seinni hálf- leik, Þróttarar skapa sér smá for- skot strax og komast í 15—12 eftir þrjár mínútur. En með góöri bar- áttu jöfnuöu Kópavogsmenn, 17—17, er 20 mínútur voru eftir. Og næstu 7—8 mínúturnar mátti vart á milli sjá, en síðan mistókst Blikum að skora úr vítaskoti er um 12 minútur voru eftir, en þá var staöan 22—19 fyrir Þrótt, og upp úr því tóku Þróttarar aö síga fram • Konráð Jónsson UBK — Þróttur 23:30 úr. Lokuöu Þróttarar marki sínu og ekki bætti úr skák fyrir Blika er Ásmundur varði vítaskot er 6 mín- útur voru eftir. Lítill neisti var í leik UBK síöustu mínúturnar og skor- uöu t.d. Þróttarar þrjú mörk á síö- ustu 57 sekúndum leiksins, eitt af línu og tvö úr hraðaupphlauum. Enda þótt hvorugt liöiö hafi leik- iö sérlegs vel, þá brá fyrir góöri baráttu beggja liöa og skemmti- legum fléttum er gáfu mörk. Þann- ig skoraði hornamaöur UBK, Jón Þór Jónsson, mörg glæsileg mörk eftir góöar sendingar samherjanna eöa meö því aö snúa mótherjana af sér og hlaupa inn úr hægra horninu. Auk hans var Björn Jónsson mest ógnandi Blikanna, skoraöi m.a. fjögur lagleg mörk í röö í seinni hálfleik. Guömundur Hrafnkels var þokkalegur í mark- inu, varöi mörg skot í fyrri hálfleik. Blikarnir skoruöu meira en helm- ing marka sinna úr hornum, af línu og vítum, eöa 14 á móti 9 og voru skyttur liösins, aö Birni undan- skildum, ekki mjög atkvæöamikl- ar. Oft á tíðum var spiliö þröngt og bitlaust fyrir miöju marki og breidd vallarins ekki notuö sem skyldi. Hjá Þrótti var Konráö Jónsson beztur. Skoraöi hann grimmt og átti sendingar á línu, sem gáfu mörk. Var Konráö jafnan mjög ógnandi í sókninni og leitandi eftir möguleikum fyrir liö sitt, bæöi fyrir sig og aöra. Var hann og góöur i vörninni. Þá var línumaöurinn Birg- ir Sigurösson góður. Markveröir Þróttar áttu góöan dag, Guö- mundur A. Jónsson varöi urmul al skotum og Ásmundur víti. Þróttar- ar skoruöu meirihluta marka sinnz meö langskotum og gegnumbrot- um. Mörk UBK: Aöalsteinn Jónssor 7 (3 v), Jón Þór Jónsson 6, Björr Jónsson 5, Kristján Gunnarsson 3 Kristján Halldórsson 2. Mörk Þróttar: Konráð Jónssor 10, Birgir Sigurösson 6, Sverrii Sverrisson 4, Páll Ólafsson 4 (1 v) Gísli Óskarsson 4 (1v) og Láru; Lárusson 2. — ágás. sj Morgunblaöiö/Július. • Páll Björgvinsson leiddi KR-inga til sigurs á sínum gömlu félögum { Vikingi. Hér hefur Péll náð að lauma knettinum framhjá Hilmari Sighvatssyni og Steinari Birgissyni og skorar annað marka sinna í leiknum. Öruggur á slökum KR-INGAR unnu sanngjarnan sig- ur á Víkingum í 1. deildinni í handbolta á laugardag í Laugar- dalshöll. Jafnræði var með liöun- um framan af — jafnt á flestum tölum þar til staðan var 10—10. Þá sigu KR-ingar fram úr og Vík- ingar áttu aldrei möguleika gegn KR-sigur Víkingum sterkri vörn KR og Jens Einars- son í markinu varöi vel. í hálfleik var staöen 13—11 fyrir KR. Loka- staðan 28—23 fyrir KR-inga. KR-ingar komu ákveönir til þessa leiks eftir jólafríiö. Jafnt var á meö liöunum framan af eöa þar til staöan var 10—10 og í hálfleik KR — VIKINGUR 28:23 Möguleikar Víkinga litlir gegn Crvenka — segir Petar Eror, þjálfari Þórs, fyrrum leikmaöur og þjálfari mótherja Víkings í Evrópukeppninni PETAR Eror, hinn júgóslavneski þjálfari 1. deildarliös Þórs frá Vestmannaeyjum, lék lengi með Crvenka, liöinu sem Víkingar mæta í Evrópukeppni bikarhafa síðar í mánuöinum, og hann þjálfaði liðiö einníg um tíma — eftir að hann hætti aö leika með því. Var hjá liðinu í 25 ár alls. Liðið varö tvívegis bikarmeistari og einu sinni júgóslavneskur meistari er Eror lék með þvf. Blm. Mbl. spuröi hann um helgina hverja hann teldi möguleika Víkinga á því aö komast áfram í keppninni og sagöist Eror ekki telja þá mikla. „Þaö veröur erfitt fyrir Víkinga aö komast áfram — mjög erfitt. Liö Crvenka er nú í fimmta sæti af fjórtán í 1. deildinni í Júgóslav- íu. i liöinu eru þrir landsliösmenn og tveir unglingalandsliösmenn, en leikmenn liösins eru einmitt allir mjög ungir aö árum. Meöal- aldurinn er um 22 ár.“ Eror sagöi aö lékju Víkingar eins og nú, í leiknum gegn KR á laugardag, ættu þeir enga mögu- leika á sigri í ieikjunum gegn Crvenka, en þaö væri aö vísu ekki réttlátt aö bera þessa leiki saman. „Ég er sannfærður um aö liö Víkings mun leika allt ööru visi í Evrópuleikjunum. Leikmenn liösins munu þá berjast mun bet- ur og þá veröur einnig fleira fólk í höllinni og stuöningurinn því meiri. Deildarleikir eins og þessi spilast líka alltaf ööruvísi en Evr- ópuleikir." \ • Petar Eror var staöan 13—11 KR-ingum í vil. I seinni hálfleik tókst Vikingum aldrei aö minnka þennan mun og var komiö hálfgert vonleysi í þá undir lokin og voru þeir greinilega búnir aö sætta sig viö tapiö. KR-ingar unnu veröskuldaöan sigur. Vörn þeirra var góö svo og markvarslan. Víkingar náöu sér aldrei verulega á strik og gætti oft kæruleysis i leik þeirra. Þaö var helst Viggó Sigurösson sem stóö fyrir sínu en hinir léku undir getu. Jens Einarsson markmaöur var bestur KR-inga, einnig voru þeir Jóhannes og Haukur góöir, annars var þaö liösheildin fyrst og fremst sem skóp þennan sigur. Mörk KR: Haukur Geirmundsson 7 (2 vítl), Johannes Stefánsson 5, Jakob Sigurösson 5, Ólafur Larusson 4, Frlörik Þorbjörnsson 3, Páll Björgvinsson, 2 Höröur Haröarson 2. Mörk Víkings: Viggó Slgurösson 9 (3 vítl), Þorbergur Áöalsteinsson 5, Hilmar Sigurglsla- son 3, Svavar 2, Karl Þráinsson 1, Steinar Birglsson 1. Dómarar leiksins voru Stefán Arnaldsson og Olafur Haraldsson og komust þeir vel frá leiknum. — V.J.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.