Morgunblaðið - 08.01.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.01.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1985 B 5 • Mjög mikill áhugi er á handknattleik í Kiel. Þar er jafnan húafyllir á leikjum og mikil stemmning. Enda tapar THW-Kiel varla leik á heimavelli sínum. Á hssgri myndinni má sjá leikmenn Kiel fagna sigri, en Jóhann Ingi er salla rólegur. Til vinstri má svo sjá stuóningsmenn liðsins á pöllunum og eru |>eir greinilega vel með á nótunum. Jóhann Ingi gerir það gott: THW-Kiel er í ööru sæti í deildinni UM ÞESSAR mundir er lið þaö sem Jóhann Ingi Gunnarsson þjálfar í vestur-þýsku 1. deildinni i handknattleik í öðru sæti deildarinnar. Lið þaö sem Jóhann þjálfar, THW-Kiel, hefur komið mjög á óvart með getu sinni því fæstir áttu von á svo góöri frammistöðu. Jóhann Ingi sem náö hefur frábærum árangri meö liðiö síöan hann tók viö því var hér heima í stuttu jólafríi á dögunum og þá spjallaöi Mbl. við hann. Það lá beinast við að inna hann eftir því hvort hann teldi aö lið Kiel ætti góða möguleika á að verða í efsta sæti deildarinnar í ár og hreppa meistara- titilinn? — Þaö held óg varla ef ég lít raunhæft á málin. Áöur en keppn- istímabiliö hófst fékk ég ekki leyfi stjórnarinnar til þess aö kaupa nýja leikmenn. Þaö var bagalegt. Ég varö aö byggja upp frekar óreynt liö og berja þaö saman. Aö vísu hef ég pólska snillinginn Pan- as enn í liöi mínu og er hann leik- stjórnandinn á velii. Þá hefur mér tekist aö ná nokkuð miklu út úr markvöröum liösins sem eru ungir en stórir vexti og taka vel viö til- sögn. — Deildin er mjög erfiö í ár og ég geri mig ánægöan ef viö verð- um í einu af fjórum til fimm efstu sætum deiidarinnar. Aö sjálfsögöu munum viö leggja okkur alla fram og viö gefum ekki efsta sætiö eftir baráttulaust. En lið eins og Essen, Gummersbach og Grosswaldstad eru geysilega sterk. Liö Hofdweier og Huttenberg eru heldur ekki langt undan. Þaö veröur mikil bar- átta í þeim leikjum sem framundan eru á árinu. Á hvað leggur þú mesta áherslu þegar þú þjálfar lið þitt? — Ég legg nokkuö jafna áherslu á þrjá þætti, góöa mark- vörslu, kröftugan og sterkan varn- arleik, og svo vel samæföan og hraöan sóknarleik. Þar sitja leik- kerfin oftast nær í fyrirrúmi. En síöan fer þetta allt saman eftir því hvaöa liðum þú leikur gegn. Stundum þarf maður aö beita flatri vörn, stundum þarf aö láta taka mann úr umferö og síðan þarf oft aö láta leíka meö þrjá menn frammi og þrjá afturliggjandi. En þetta fer aö sjálfsögöu eftir því hvort leikiö er á heimavelli eöa úti- velli. — Stundum þarf aö leika hraö- an sóknarieik og hafa stuttar sókn- ir, en mjög oft þarf sóknarleikurinn aö vera yfirvegaöur og markviss. Hvenær rennur samningur þinn út hjá liði Kiel? — Hann rennur út í næstkom- andi júnímánuöi. Hvaö tekur viö er ekki gott aö segja. Fyrst er aö Ijúka keppnistímabilinu og svo aö íhuga hvaö maöur gerir. Ég stunda nám í sálarfræöi t háskóla í Kiel og þaö styttist í aö ég Ijúkí náminu. Þaö má segja aö þaö hafi setiö í nokkru fyrirrúmi hjá mér. Þó svo aö sjalfsögöu ekki þannig aö þaö bitni á þjálfun liösins. Ætlar þú máske að koma heim til íslanda og þjálfa þar? — Þaö er alveg óráöiö. Ég get vel hugsaö mér aö ílengjast í V-Þýskalandi. Fjölskyldunni líður vel og viö kunnum vel viö Þjóð- verja. Þeir eru vinnusamir, ná- kvæmir og þaö er mjög margt haegt af þeim aö læra. Þeir eru líka kröfuharöir, sér í lagi í garö útlend- inga. Ég má því vel viö una aö hafa náö svo góöum árangri sem raun ber vitni. Er mikill áhugi á handknattleik í Kiel? — Þaö er gífurlegur áhugi á handknattleik í Kiel. Þaö er uppselt á hvern einasta heimaleik iiösins. Aldrei færri en fjögur þúsund áhorfendur. Þetta gerir þaö aö verkum aö félagið stendur vel fjár- hagslega og þaö hefur jú allt aö segja. Ertu á góðum launum sem þjálfari? — Já ég er á mjög góðum laun- um sem þjálfari. Hversu mikiö ég fæ er mitt mál en ég get ekki ann- aö en veriö ánægöur, einnig hef ég ýmis fríöindi. i V-Þýskalandi er tvímælalaust mikiö ódýrara aö lifa en á islandi. Sér í lagi finnur maöur þetta viö matarinnkaup. En fleiri þættir spila inní til dæmis bílakaup og fleira mætti nefna. Þá er lítil sem engin verðbólga í landinu og jafnvægi því mikiö. Maöur finnur fljótt streituna sem ríkir á íslandi þegar maður kemur heim í stutt frí. Þegar þú ferð út núna hefjast þá æfingar strax og leikir? — Nei ekki alveg strax. Ég fer meö liö mitt í æfingabúöir og viö leikum nokkra æfingaleiki. Ég gaf leikmönnum mínum svo gott sem frí yfir jólin, sagöi þeim aö hlaupa úti og stunda leikfimi, ekkert ann- aö og þá hvern fyrir sig. Ég taldi aö þeir þyrftu hvíld. En svo tek ég þá líka ofsalega vel í gegn í byrjun janúar. Næstu leikir í deildinni eru ekki strax. Hvernig standa íslensku leikmenn- irnir sig sem spila í V-Þýskalandi? • Jóhann Ingi Gunnarsson þykir vera mjög ákveðinn þjálfari. Enda þarf án efa harðjaxl til að stjórna Þjóðverjum. Hér gefur hann leik- mönnum fyrirskipanir og ef lesa má út úr andliti hans þá er hann ekki ánægöur með leik sinna manna. Úrslit í síöustu leikjum uröu þessi: TBV Lamgo — SG Waicho Handowitt 22:18 TV GrðMwallatadt — TV Hittanbarg 20:19 VIL Gummarsbach — Turu DQsaaldorf 18:15 SG Wallau — Massanhaim — THW KM 17:18 MTSV Schwabing — GW Dankaraan 20:19 Rainickand FOchsa — TuRa Bargkaman26:17 — Þeir standa sig allir mjög vel og eru bæöi sjálfum sér og þjóö sinni ti mikils sóma. Þá er þaö al- veg greinilegt aö íslenskur hand- knattleikur er á uppleið í heild. Landsliöiö er sterkt og árangur þess hefur vakiö athygli. Þaö ætti aö eiga góöa möguleika á aö standa sig betur en nokkru sinni fyrr í lokakeppni HM í Sviss áriö 1986. Og ég vil segja þaö aö lokum aö þaö er alveg meö ólíkindum hversu góöa handknattleiksmenn viö eignumst á íslandi ár eftir ár, sagöi Jóhann Ingi, eini íslenski knattleiksþjálfarinn sem starfaö hefur í V-Þýskalandi. — ÞR. Essen efst LIÐ ESSEN lék um síðustu helgi gegn Berlín og sigraði með einu marki, 15—14, og færðist viö það í efsta sæti deildarinnar. Hefur einu stigi meira en Kiel. Essen hefur 15 stig en Kiel 14, en hefur leikið einum leik minna. Landsliöiö í handknattleik til Frakklands: Leikur fimm leiki í Lyon og nágrenni! ÍSLENSKA landsliöið í hand- knattleik tekur þátt í stóru al- þjóðlegu handknattleiksmóti í lok janúar í Frakklandi. Leikið verður í Lyon og nágrenni. íslenska landsliðiö heldur utan mánudag- inn 28. janúar en leikur síöan fyrsta leik sinn þann 30. janúar. Fyrsti leikurinn veröur gegn Ungverjum sem eru meö mjög sterkt liö um þessar mundir. Síöan veröur leikiö gegn A-landsliöi Frakka, Israelsmönnum, B-lands- liði Frakka og síöasti leikurinn veröur gegn Tékkum. Fimm lands- leikir. Mjög góöur undirbúningur fyrir A-heimsmeistarakeppnina sem fram fer í lok febrúar á næsta ári. Allir bestu handknattleiksmenn Islands veröa meö í móti þessu og þeir leikmenn sem leika meö liöinu í V-Þýskalandi geta allir veriö með, svo og Siguröur Gunnarsson sem leikur á Spáni. Mun Bogdan lands- liösþjálfari og einvaldur leggja mjög mikiö uppúr því aö hægt veröi aö stilla upp sterkasta lands- liði sem til er í keppni þessari enda eru mótherjar eins og Ungverjar og Tékkar afar haröskeyttir. Þegar landsliöiö kemur svo heim úr þessari ströngu keppnis- ferö þá veröa leiknir þrír landsleik- ir hér heima gegn Júgóslövum, Ólympíumeistururnum í íþróttinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.