Morgunblaðið - 15.01.1985, Síða 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1985
Figini og
Oertli eru
jafnar í
efsta sæti
Ólympíumeístarinn Michela
Figini frá Sviss sigraði í fjórðu
keppni sinni í heimsbikarnum í
vetur í Pfronten í Vestur-Þýska-
iandi á sunnudag er keppt var í
risastórsvigi. í gœr, mánudag, var
síðan keppt í svigi á sama stað
og þá sigraði ítalska stúlkan
Paoletta Magoni.
Figini og Brigitte Oertli, einnig
frá Sviss, eru efstar og jafnar í
stigakeppni heimsbikarsins meö
165 stig. Maria Walliser er þriöja
með 139 stig, Marina Kiehl, Vest-
ur-Þýskalandi, hefur 137, Elisa-
beth Kirchler, Austurríki, meö 136
stig og Erika Hess, Sviss, hefur
119.
Figini, sem er aöeins 19 ára aö
aldri, sigraöi á laugardag á sam-
anlagöa tímanum 1:23,13 mín. f
ööru sæti varö Marina Kiehl,
V-Þýskalandi, á 1:23,48 mín.
Þriöja varö Maria Walliser, Sviss, á
1:23,01 og fjóröa varö Austurrík-
is-stúlkan Elisabeth Kirchler á
1:24,26 mín.
„Ég undirbjó mig ekkert sér-
staklega um jólin — hvíldi mig
bara vel og naut leyfisins," sagöi
Figini eftir keppnina, en eftir jóla-
fríiö hefur hún veriö mjög sigursæl.
f gær sigraöi svo Paoletta Mag-
oni frá Ítalíu, sem einnig hlaut
ólympíugull í fyrra, í svigi eins og
áöur sagöi. Brautin var mjög erfiö
og mikil afföll uröu: aöeins 38 luku
keppni af þeim 83 sem hófu hana.
Meöai þeirra sem féllu úr voru
frönsku stúlkurnar Christelle
Guignard og Perrine Pelen sem
báöar hafa unniö svigmót í vetur.
Maria Epple, V-Þýskalandi, féll
einnig úr keppninni, svo og Erika
Hess, Sviss, handhafi heimsbikars
kvenna. Hún hafói bestan tíma
ásamt Magoni eftir fyrri ferö en
sleppti hliöi i þeirri síöari.
Tímar efstu keppenda í gær
voru: Magoni á 1:48,50, önnur
varö Brigitte Oertli, Sviss, á
1:48,58, Daniela Zini, ítalíu, varö
þriöja á 1:49,13, Olga Charvatova,
Tékkóslóvakíu, varö fjóröa á
1:49,33 og Eva Twardokens,
Bandaríkjunum, fimmta á 1:49,83
mín.
. Símamvnd/AP.
• Michela Figini frá Sviss sigraði í risastórsviginu í Pfronten í Vestur-Þýskalandi. Hér sést hún á fullri ferö
í þeirri keppni.
Zurbriggen
efstur í
stigakeppni
karlaflokks
Staðan í samanlagöri stigakeppni {
heimsbikarkeppni karla á skíðum
er nú þessi, eftir mótin t KitzbUhl
um helgina:
etig:
Pirmin Zurbriggen, Svise 179
Marc Girardellí, Luxemborg 165
Andreas Wenzel, Liechtenst. 152
Thomas BUrgler, Sviss 93
Franz Heinzer, Sviss 79
Martin Hangi, Sviss 73
Bojan Krizaj, Júgoslavíu 73
Oswald Toetsch, italiu 71
Paoio de Chiesa, italíu 70
Max Julen, Sviss 70
i stigakeppninni í svigi eru Gir-
ardelli og Wenzel efstir og jafnir
með 75 stig, Paolo de Chiesa hefur
70 stig, Krizaj 58, Jonas Nilsson,
Sviþjóð 52 og Oswald Toetsch 47.
Staðan í stigakeppni brunsins
er þannig að Zurbriggen hefur 59,
Hoedehner 57, Wirnsberger 40,
Cathomen 39, Heinzer 38, MOIIer
26 og Brooker 15.
Frábær frammistaða
Girardelli í síöari ferð
- tryggöi honum sigur í svigi á
MARC Girardelli, Austurrikis-
maðurinn sem keppir fyrir Lux-
emborg, sígraði í svigi heimsbik-
arsins á skíðum í KitzbUhl í Aust-
urríki á sunnudag á 1:40,68 mín.
Girardelli var þriðji eftir fyrri ferð-
ina en frábasr frammistaða hans í
þeirri síðari tryggði honum sigur-
inn. Samanlagöur árangur úr
bruninu á laugardag og sviginu á
sunnudag telst til stiga og sigur-
vegarí úr samanlögðu keppninni
varð Andreas Wenzel frá Liecht-
ensteín.
Girardelli var 52,81 sek. niöur
brautina í fyrri feröinni en 47,87
sek. þá síöari. Annar varö Oswald
Toetsch frá Italíu á 52,52 og 48,34
sek. Samanlagður tími hans þvi
1:40.86 mín. Þrijöi varö Bojan Kriz-
aj, Júgóslavíu. Hann náöi frábær-
um tima í fyrri feröinni: 51,53 sek.
Hann var síðan of varasamur í síö-
ari feröinni og fékk þriöja besta
tímann, 49,52 sek. Samanlagöur
tími hans var 1:41,05 mín.
Þess má geta aö Svíinn Ingemar
Stenmark var áttundi í sviginu.
„Stenmark á viö vandamál aö
stríöa nú,“ sagöi Austurríkismað-
urinn Hans Hinterseer, sem áöur
keppti í heimsbikarkeppninni, en
er nú atvinnumaöur, eftir keppn-
ina. „Hann er of spenntur og gerir
sunnudaginn
mörg smámistök sem eru honum
dýrkeypt.“
Sigurvegarinn Girardelli sagói
eftir keppnina á sunnudag: „Ég
trúöi því ekki eftir fyrri feröina aö
ég gæti náö sigri, Krizaj var langt á
undan mér og ég haföi ekki skíöaö
sérlega vel. Eg hugsaöi samt sem
áöur meö mér aö næöi ég aö sigra
í dag yröi þaö minn sætasti sigur
til þessa. Og þaö tókst!“
Brautin i Kitzbuhl var mjög erfiö
— og voru menn haröoröir í garö
forráðamanna skíöastaöarins fyrir
þaö hve hún var léleg og illa undir-
búin. „Ég hef aldrei séð braut jafn
illa undirbúna undir keppni og í
dag,“ sagöi Klaus Mayr, yfirþjálfari
vestur-þýska landsliösins, og
Austurríkismaöurinn Heinz Krec-
ek, tæknilegur ráöunautur alþjóöa
skíöasambandsins, sagöi aö for-
ráöamennirnir í Kitzbuhl ættu aö
„skammast sín“.
Efstu menn:
M. Girardelli, Luxemb. (52,81 - 47,87) 1:40,68
Oswald Toetsch. Italíu (52,52 - 48,34) 1:40,86
Bojan Krizaj, Júgósl. (51,53 - 49,52) 1:41,05
Alex Glorgl, Italíu (53,05 - 49,22) 1:42,27
Paolo de Chlesa, Italíu (53.48 - 48,89) 1:42,37
A. Wenzel, Llechtenst. (53,01 - 49,64) 1:42,65
Franz Gruber, Austurr. (53,37 - 49,39) 1:42,76
I. Stenmark, Sviþ)óð (53,75 - 49,28) 1:43,03.
L.G. Halvarss , Svíþjóð (53,14 - 49,94) 1:43,13
Ivano Edallnl, Italíu (53,71 - 49,48) 1:43,19
Etstu menn I samanlðgóu keppninnl —
brunl og svigi — ( Kitzbuhl:
Andreas Wenzel, Liechtensteln 48,70
Franz Heinzer, Svlss 109,18
Gerard Rambaud, Frakklandl 135,70
Peter Wirnsberger, Austurrikl 150,43
Peter Muller, Svlss 153,93
Zurbriggen sigraöi
þrátt fyrir meiðsli
- í brunkeppninni í Kitzbúhi á laugardag
PIRMIN Zurbriggen, Sviss, sigr-
aði í brunkeppni heimsbikar-
keppninnar á skíðum í Kitzbúhl í
Austurríki á laugardag. Hann
sigraöi einníg í svígi á sama stað
á föstudag. Brautin er 3.510 m
löng.
Zurbriggen, 21 árs útlæröur
matsveinn frá Saas-Almagell, sem
talinn er besti skíöamaöur heims í
dag, fékk samanlagöan tíma
2:06,95 mín. Meðalhraöi hans í
keppninni var 99,53 km á klst.
Helmut Höflehner, sem varö í
ööru sæti, sagöi Zurbriggen hafa
_ staöiö sig „frábærlega". Hann
heföi meiðst á hné í keppninni en
tekist engu aö síður aö ná mestum
hraöa í neöri hluta Streif-brautar-
innar, þeirrar erfiöustu í heimi. „Ég
fann fyrir verk í vinstra hnénu og
gat varla hreyft þaö eftir keppn-
ina,“ sagöi hann viö fréttamenn á
eftir. Eftir læknisskoöun á nálægu
sjúkrahúsi ffaug Zurbriggen til Zur-
ich til lækninga og hann var ekki
meö í sviginu í gær.
Zurbriggen sagöist ekki hafa
veriö mjög bjartsýnn um aö sigra
annan daginn í röö „en allt gekk aö
óskum í neöri hluta brautarinnar".
Austurríkismennirnir ollu von-
brigöum enn einu sinni í vetur þeg-
ar á heildina er litiö. En þeir hrós-
uöu Zurbriggen mikiö. „Hann skíö-
aöi stórkostlega. Ég trúði því ekki
aö honum tækist aö sigra annan
daginn í röö. Ég bjóst viö honum í
einu af þremur efstu sætunum.
Zurbriggen hefur einstæöa hæfi-
leika,” sagöi Höflehner sem varö
annar.
Margir keppenda féllu í erfiöri
brautinni, þar á meöal Ólympíu-
meistarinn Bill Johnson frá Banda-
ríkjunum. Hann haföi tíunda besta
millitímann.
Efstu menn uröu þessir
Pirmin Zurbríggen, Sviss 2:06,95
Heimut Höflehner, Austurriki 2:07,21
Todd Brooker, Kanada 2:08,10
Franz Heinzer, Sviss 2:06,55
Peter Miiller, Sviss 2:08,58
Peter Wlrnsberger, Austurríki 2:08,98
Conradin Cathomen, Svlss 2:08,99
Daniel Mahrer, Svlss 2:09,69
Ðruno Kernen, Sviss 2:09,79
Michael Mair, ítalíu 2:09,88
• Michael Gross
Gross bætir
eigin árangur
VESTUR-þýski sundkappinn
Míchaei Gross bætti sinn besta
árangur í 200 metra skriðsundi
um 3 sek. er hann sigraði á stóru
sundmóti sem tram fór í Sydney í
Ástralíu.
„Ég tók 200 metrana ekki mjög
alvarlega, en ætlaöi mér að reyna
aö synda undir 2,10 mín og það
tókst," sagöi Gross. Hann synti á
2:09,38 mín.
Á síðustu þrem dögum hefur
Gross sigraö í þrem greinum, 100
og 200 metra flugsundi og 200
metra skriösundi.
Vestur-þýski sundmaöurinn
Stefan Peter hefur veriö yfirburöa-
maöur í baksundi, vann 50, 100 og
200 metrana. Synti 100 metrana á
58,81 sek. Ástralíumaöurinn
Matthew Renshaw sigraöi í 50
metra skriösundi á 24,56 sek. og
vann m.a. Gross í þessu sundi öll-
um á óvart.
Norsk
landsliðs-
kona ferst
í bílslysi
TONE Folkesson, 21 árs norsk
landsliðskona í borötennis, lést í
umferðarslysi á Spáni á sunnu-
dag. Tone var eð norska landsliö-
inu sem er í keppnisferð á Spáni.
Landsliöskonan lést eftir aö bíll
sem hún var farþegi í fór út af og
lenti á vegg. Önnur landsliöskona,
Erika Lafmussen, sem einnig var í
bílnum, slasaöist alvarlega. Tveir
aörir farþegar voru í bílnum, bíl-
stjóri og túlkur, og slösuöust þau
lítilsháttar. Bíllinn var á leiö frá Hu-
elva til Sevilla, þar sem þau áttu aö
fara aó keppa viö spænska lands-
iiöiö í Evrópumeistaramótinu í
borötennis.