Morgunblaðið - 15.01.1985, Page 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1985
„Tveir japanskir fánar og einn
íslenskur — ánægjuleg sjón“
Rætt við Bjarna Friðriksson, júdókappa, í Tókýó
BJARNI ÁGÚST Fridriksson bastti enn einni rós í risastórt hnappa-
gat sitt um helgina er hann vann silfurverólaun ó alþjóóa háskóla-
mótinu f júdó í Tókýó í Japan. Á þessu árlega móti, sem nú er
haldió í þriója skipti, unnu Japanir öll verólaun nema þrenn. Tvenn
gull gengu þeim úr greipum og eitt silfur — silfrið hans Bjarna.
Keppendur voru 97 talsins frá 15 þjóóum. Mótið er haldió til minn-
ingar um mikinn júdófrömuó i Japan, Matsutaro Shoriki, sem var
10. dan i íþróttinni.
.Ég er ágætlega ánægöur
meö árangurinn enda mótiö gíf-
urlega sterkt," sagöi Bjarni,
hógvær aö vanda, er blaöamaö-
ur ræddi viö hann símleiðis á
sunnudagskvöld, árla mánudags
aö japönskum tíma, er Bjarni og
Gísli Þorsteinsson, þjálfari hans,
voru aö pakka niöur og undirbúa
sig til brottfarar heima á leiö, en
til landsins koma þeir i dag,
þriðjudag.
Þýski meistarinn lagö-
ur — síðan Japani
á Ippon
Sextán keppendur voru í flokki
Bjarna en hann sat hjá í fyrstu
umfdtöinni, en mætti síöan
vestur-þýska meistaranum
Terming. Glíman var jöfn framan
af, kapparnir leituöu aö brögðum
og Bjarni virkaöi öruggur, aö
sögn Gísla þjálfara. Bjarni náöi
nokkrum góöum brögöum og var
yfir á stigum er glíman var hálfn-
uö. Þá náöi Bjarní glæsilegu
bragöi og sigraöi.
í næstu umferö, undanúrslit-
unum, dróst Bjarni gegn Japan-
anum Hitoshi Nishio og fór þá allt
á sömu lund. Bjarní virkaöi ör-
uggur og sótti vel en Japaninn
var snöggur og sterkur og náöi
góöu bragöi á Bjarna. „Hann
haföi skoraö Yoko á mig er óg
náöi aö skora á hann Koka, náöi
síöan fastataki og hélt honum."
Bjarni vann hann því á Ippon —
fullnaöarsigur.
„Aldrei eins þreyttur"
„Ég hef sennilega aldrei verið
eins þreyttur eins og eftir þessa
glímu viö Japanann," sagöi
Bjarni á sunnudag. „Ég haföi
ekkert fundiö fyrir meiöslunum i
fyrstu glímunni en í þessari fór ég
aö finna til — og þaö er greini-
legt aö ég hef ekki veriö oröinn
nógu góöur í öxlinni... *
Bjarni sagöist ekki hafa þoraö
aö glima lengi í úrslitaviöureign-
inni, en þar mætti hann Japanan-
um Hitoshi Sugai. „Ég varö aö
taka „sénsinn" á aö ná bragöi á
hann strax.“ Bjarni sagöi aö
meiöslanna vegna heföi hann
ekki treyst sér í langa viöureígn.
Honum tókst hins vegar ekki aö
ná bragöi á Japanann heldur
felldi sá síöarnefndi Bjarna eftir
43 sekúndur. Japaninn er vinstri
handar maöur, Bjarni hins vegar
rétthentur og „þegar maður er
vanur aö keppa viö haagri handar
menn er ætíö erfitt aö mæta
mönnum eins og honum“.
• Bjami með Ólympíubronzið í
sumar.
Japani þessi, Sugai, er einmitt
sá sami og Bjarni mætti í fyrstu
glímu sinni á Opna skandinav-
íska mótinu í haust — í glímunni
sem Bjarni meiddist. Hann lenti
þá á vinstri öxlinni, Japaninn
fylgdi á eftir og skall ofan á öxl-
ina. Bjarni varö þá aö hætta
keppni, og „ég hef ekki getaö æft
sem skyldi síöan“. Þess má geta
aö á Opna skandinavíska í haust
kepptu Sugai og Þjóöverjinn
Terming — sem Bjarni sigraöi nú
— og þá bar Þjóöverjinn sigur úr
býtum. Þeir ættu því aö vera
svipaöir aö styrkleika þessir
kappar og allt heföi getað gerst
heföi Bjarni gengiö heill til skóg-
ar.
Stefnir á heimsmeist-
aramótið í haust
Bjarni sagöi næsta markmið
sitt heimsmeistaramótiö í Seoul i
Kóreu í haust. „Þaö er markmiö
mitt aö vera í góöri æfingu þarna
í haust, en ég á eftir aö fara á
mörg mót i millitíöinni, t.d. Opnu
bresku og hollensku mótin.*
Bjarni sagöi sinn flokk á mót-
inu um helgina hafa veriö mjög
jafnsterkan og engan veikan
punkt í honum — „en Ólympíu-
leikarnir eru sterkasta mótiö sem
ég hef keppt á hingaö til“.
Á mótinu um helgina voru aö
sögn Bjarna allir bestu júdómenn
frá austantjaldslöndunum og
Japan, en bestu menn Frakka og
Vestur-Þjóðverja voru ekki meö.
„Þaö vildi svo óheppilega til aö
Opna franska meistaramótiö var
einnig um helgina þannig aö
bestu Frakkarnir voru vitanlega
þar. En mótiö var mjög skemmti-
legt — þaö var ofboösleg
stemmning meöan á keppninni
stóö. Júdóið er mikil íþrótt hér f
landi."
Að sögn Bjarna var á móti
þessu í fyrsta sinn keppt um
þriója sætió — en ætíö hafa ver-
ió veitt tvö brons á júdómótum.
Þaö var Japani sem náöi þriöja
sætinu. „Tveir japanskir fánar og
einn íslenskur — þaö var
ánægjuleg sjón,“ sagöi Bjarni um
verðlaunaafhendinguna, en aö-
eins þrívegis fóru aörir fánar en
japanskir á loft. Sá austurríski,
sovéski og íslenski.
Japanir sigursælir
Eins og áöur sagöi voru Jap-
anir sigursælir á mótinu. Á laug-
ardag unnu þeir sveitakeppnina.
i úrslitum unnu þeir Sovétmenn.
Hvor sveit haföi tvo sigra og eitt
jafnglími — en Japönum var
dæmdur sigur fyrir betri tækni.
Japanir unnu Suöur-Kóreu í und-
anúrslitunum og Sovétmenn
Austur-Þjóöverja. í 60 kg flokki
sigraöi Shuji Kumamoti frá Jap-
an landa sinn Mutsushige Saito i
úrslitum á stigum. Hiroshi Mats-
uyki sigraöi i 65 kg flokki, vann
landa sinn Tetsuji Tobisaki —
einnig á stigum. í mínus 71 kg
flokki sigraöi Motohíro Koga,
vann Yuji Tadakoro í úrslitum. í
piús 95 kg flokki sigraöi Tsuneo
Shibuya, hann vann Hirotoshi
Watanabe í úrslitum á Ippon.
Á sunnudag sigraöi Japaninn
Yoshimi Masaki í opnum flokki
— hann lagöi landa sinn Ryuji
Murakami á Ippon i lokagiím-
unni. Áöur er sagt frá flokki
Bjarna, mínus 95 kg flokki, en i
mínus 78 kg flokki sigraöi Sov-
étmaöurinn Vladmiri Shestakov.
Hann vann Japanann Hiroyukí
Yasumatsu í úrslitum. Peter Seis-
enbacher frá Austurríki sigraöi
svo í mínus 86 kg flokki. Hann
sigraöi Suöur-Kóreubúann Lee
Hyun-Keun í úrslitaglímunni.
— SH
Japanir í
efstu sætum
JAPANINN Chiharu Níshikata
sigraóí á sunnudag í 24.
Sapporo-sjónvarpsmótinu í
skíðastökki af 90 metra palli.
Hann fékk 209,9 stig fyrir
stökk sem mældust 111 og
110 metrar.
Áttatiu og sjö stökkvarar frá
sjö löndum tóku þátt í þessu
árlega móti á Okurayama-hæö,
þar sem Ólympíuleikarnir 1972
fóru fram.
I ðöru sæti varO Toshiya Nishikata. f|ar-
skytdur ættingi sigurvegarans, með 202,2
stig. Hann stökk 101 og 109,5 m.
Efstu keppendur uröu annars þessir:
Stig
C. Nishikata Japan 111—100 209,9
T. Nishikata Japan 101 — 109,5 202,2
Yataro Watase Japan 102—101 194,2
Frost tapaði
KÍNVERJINN Yang Yang sigr-
aói Morten Frost frá Dan-
mörku 15:10,15:11 í úrslitaleik
einlióaleiks karla á opna Hong
Kong-meistaramótinu í bad-
minton á sunnudag.
í fyrsta settinu var Yang yfir,
10:2 á tímabili, en Frost tókst
aö minnka muninn í 10:13.
„Þetta var ekki minn dagur.
Hann var einfaldlega miklu
betri en ég nú,“ sagöi Frost eft-
ir ósigurinn á sunnudag. Þess
má geta aö Frost sigraöi Yang í
Skandinavíubikarnum í fyrra.
Yang fókk 3.500 dollara fyrir
sigurinn en Frost 1.600 dollara
fyrir annaö sætiö.
Kínverska stúlkan Han Aip-
ing sigraöi landa sinn Zheng
Yuli í úrslitum kvenna 11:6,
11:2.
NÚ um helgina lauk Meistaramóti
TBR í tvíliða- og tvenndarleik í
badminton. Keppt var í meistara-
flokki og A-flokki karla og
kvenna. Um 60 keppendur mættu
til leiks frá TBR, KR, ÍA, Víkingi
og Val. Mikil barátta og jafnir
leikir voru einkenni mótsins og
var því mjög mikió um oddaleiki.
I meistaraflokki karla í tvíliöaleik
sigruöu íslandsmeistaranir Broddi
Kristjánsson og Þorsteinn Páll
Hængsson, TBR, þá Sigfús Ægi
Árnason og Jóhann Kjartansson,
TBR 9/15, 15/7 og 17/15. í keppni
um þriöja sætiö unnu Guömundur
Adolfsson og Wang Junjie TBR þá
Árna Þór Hallgrímsson og Snorra
Ingvarsson TBR 15/12, 5/15 og
15/9. í meistaraflokki kvenna í tví-
liðaleik unnu Kristin Magnúsdóttir
og Kristín Berglind TBR íslands-
meistarana Elísabetu Þóröardóttur
og Þórdísi Edwald TBR 15/12,
6/15 og 15/8.
f tvenndarleik í meistaraflokki
Broddi og Krístín
sigruðu tvöfalt!
Morftunblaðið/Friftþjófur
• Frá úrslitaleiknum í tvenndarkeppni. Sigfús Ægir og Kristín Berg-
lind hinum megin netsins gegn Brodda og Kristínu, sem sigruóu.
sigruöu Broddi Kristjánsson og
Kristín Magnúsdóttir þau Sigfús
Ægi Árnason og Kristínu Berglindi
TBR 15/8, 15/17 og 18/15. Keppn-
in í tvenndarleik var óvenju hörö
og jöfn, t.d. sigruöu þau Sigfús og
Kristín Guömund Adolfsson og
Þórdísi Edwald í undanúrslitum
8/15, 17/16 og 15/14, en áöur
höföu þau unniö Þorstein Hængs-
son og Ingu Kjartansdóttur 15/9,
13/15 og 15/12. I A-flokki karla i
tvíliöaleik sigruöu þeir Haraldur
Hinriksson og Bjarki Jóhannesson
lA þá Jónas Þórisson og Gunnar
Bollason KR 15/11, 5/15 og 17/15.
í tvíliöaleik kvenna í A-flokki
sigruöu Sigríöur M. Jónsdóttir og
Elín Agnarsdóttir TBR þær Ástu
Siguröardóttur IA og Nönnu Andr-
ésdóttur Víkingi 14/17, 15/4 og
15/4.
í tvenndarleik i A-flokki sigruöu
Hákon Jónsson og Nanna Andrés-
dóttir Víkingi þau Bjarka Jóhann-
esson og Ástu Siguröardóttur ÍA
15/2 og 15/2.
Gunnar
skoraði
fimm!
- Gísli stóö sig vel
GUNNAR Gunn-
arsson skoraói
fimm mörk og
varó marka-
hæstur er lió
hans, Rybe,
sigraði Silke-
borg á útivellí í
dönsku 2.
deildinni í
handknattleik á
sunnudag. Gísli
Felix Bjarnason
leikur einnig
meó liðinu og
stóð sig mjög
vel í leiknum
eins og Gunnar.
Rybe er nú efst í sínum riöli
deildarinnar en keppt er í tveimur
riölum. Liöiö hefur þriggja stiga
forystu og á góöa möguleika á aö
komast upp í 1. deild. Liöiö á eftir
sjö leiki, þar af fimm á heimavelli.
Anders Dahl Nielsen, sem lék meö
KR hér um áriö, þjálfar liö Rybe og
leikur einnig meö því. Hann skor-
aöi þrjú mörk á sunnudag. Staöan
í hálfleik var 11:7 fyrir Silkebork en
eflir „Þyrnirósarsvefn“ í fyrri hálf-
leik vöknuöu leikmenn Rybe vel til
lífsins. Gunnar skoraöi öll mörk sin
í síöari hálfleik.
Geysilegur handknattleiksáhugi
er í Rybe, 1.000 manns koma á
hvern heimaleik liðsins, og þess
má geta aö af þeim 350 áhorfend-
um sem sáu leikinn í Silkeborg
komu 100 frá Rybe.