Alþýðublaðið - 04.12.1931, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.12.1931, Blaðsíða 4
4 AbPYÐUBfeAÐSÐ Vetrarfrakkar. Ágætt úrval. — Lægst verð í Soffíubúð. Uppboð. Opinbert uppboð verður haldið í Sláturhúsi Slátur- félags Suðurlands næstkom- andi laugardag kl. 4 síðd , og verða par seldar nokkr- ar úrvals ær. Gjalddagi 1. maí næsta ár. Lögmaðurinn í Reykjavik, 3. dezember 1931. Björn Þórðarson. Um diplnB og veginn. STOKAN „1930“. Á fundinum í kvöld heimsækir framkvæmda- nefnd stórstúkunnar stúkuna. Á Grundarstig 11 hefir A1 ])ý’öubrauðgerðin opnað nýja brauða- og mjólkur-búö. Þar fæst volg hreinsu'ð nýmjólk og rjómi á hverjum morgni. En auk þess alls konar sælgæti, brjóstsykur, karamellur, konfekt o. fl. öl og gosdrykkir. Er hen^- ugt fyrir alla og ekki sízt nem- endur Verzlunarskólans að verzla í pessari búð. Sjómannafélagið. Seðlar til stjórnarkosningar liggja frammi í skrifstofu félags- ins, Hafnarstræti 18. Munið árshátíð verkakvennafélagsins Pramsóknar í kvöld í alpýðuhús- inu Iðnó. Þar verður hin ágætasta skemtun. Árshátið Dagsbrúnar er annað kvöld í Alpýðuhúsinu Iðnó og hefst kl. 8V2. Aðgöngu- miðar eru afhentir í Iðnó í dag og á morgun. Aukaniðurjöfuun Á bæjarstjórnarfundinum í gæir bar St. J. St. fram (fyrir bönd Alpýðuflokksins) tillögu um að aukaniðurjöfnunar-viðbótln félli niður af öllum útsvörum, er væru 100 kr. eða par fyrir neðan. Móti pessu greiddi íhaldið með tölu atkvæði, svo og Aðalbjörg Sig- urðardóttir, og var tillagan feld. Kaplaskjólsvegurinn Ófært er, að ekki skuli vera höfð lögregla á KaplaskjóIsvegin- um. Þar pjóta menn fram og aftur á hjólum, ljóslausir, og hefir nýlega orðið slys af pví. Sendisveinn. Albingia Á bæjarstjórnarfundinum í gær var sampykt tiliaga frá Héðni Valdimarssyni um að fela borg- arstjóra að fara pess á lieit við vátryggingafélagið Albingia, að pað setti tryggingu hér fyrir greiðslu með pví að kaupa bæj- arskuldabréf eða á annan hátt. Borgarstjóri segir, a'ð hvorki Hallgr. Ben. & Co. né Helgi Magnússon & Co. hafi nokkru sinni fengið útborgun úr bæjarsjóði á peim tíma, er peir áttu ógreitt útsvar, eims og pó hafi staðið í grein í Alpý'ðu. blaðinu. Sjómannafélagið heldur fund annað kvöld kl. g í fundarsai templara við Bröttu- götu. Til umræðu verða félags- mái og síldareinkasalan. Er full- trúum sjómanna á fundi Síldar- einkasölunnar boðið á fundinn. Félagar verða að sýna skírteini við dyrnar. Hvað er að frétta? Nœturíaiknir er í nótt Halidór Stefánsson, Laugavegi 49, sími 2234. . Gudspekifélagid. Fundur í „Sep- tímu“ í kvöld. Fundurinn byrjar kl. 9 (ekki kl. 8V2 eins og venju- lega). Frú A'ðalbjörg Sigurðar- dóttir flytur erindi um „fjársjóð- inn mesta“. Allir velkomnir. Hamldur Lárusson rakari opn- ar á morgun nýja rakarastofu á Laugavegi 20 B; gengið inn frá Klapparstíg. Veðrið. Djúp lægð er milli Fær- eyja og Noregs á hreyfingu t]] norðausturs og veldur norðaustan og niorðan átt um alt iand. 4—0 stiga fros-t er um alt iand. Mest í Grindavík, 6 stig. Gullstássi og gimsteinum stolið. Fyrir hálfum manuði var stolið hér um bil öllum vörunum úr búð Walter Davies í' Strand í Lund- únum, alpektri gulilsmíðabúð. Vörurnar eru aiiar geymdar á nóttunni í skáp, sem er úr 15 pumlunga pykkri steinsteypu, en klæddur að innan punraum stál- plötum. Höfðu pjófarnir medtlað sig gegnum steinsteypuna, en log- skorið stálplötuna. Vörurnar, sero peir fóru me‘ð, voru yfir 200 pús. kr. virði. Þrír farast í flugvél. Flugvél með flugmanni og tveim farpeg- um fórst 13. nóvember við Gor- don Bay, ekki langt frá Höfða- borg í Suður-Afríku. Steyptist vélin logandi til jarðar, og voru lík farpega og flugmanns skorpin og ópekkjanleg. . Kvennadeild Slysavarmfélags- ins beldur danzskemtun á Hótel ísland annað kvöld. Togararnir. Walpole komi í gjæir kl. 5. Ætlar að taka ísfiisk af mótorbátum hér. Gulltoppur kom af veiÖum í nótt. Enskur togari kom í morgun. — Fisktökuskip er væntanlegt tiil Ásgeirs Siigurðs- sonar í dag. Esja fer í kvöld kl. 10 vestur um land. Fríkirkjan í Reijkjavík. Mótt. á- heit og gjafir frá „umrenningi“ 5 kr., A. X. 10 kr. Afh. af dbl. „Vísi“ frá K. Ó. 10 kr„ G. E. 10 kr., K. J. 2 kr., ónefndum 7 kr. G. E. 5 kr„ gömlum manni 2 kr. Afhent af Alpýðublaðinu frá S. J. 5 kr. Afh. af séra Árna Sig- urðss. frá konu 10 kr., 2x9 10 kr„ Dóru 5 kr., kirkjugesti ’ 10 kr. Afh. af Fr. Pálss, frá G, Eiin- arsd. 10 kr. Samt. kr. 101,00. — Með pökkum meðtekið. Ásm. Gestsson. Verkalaunum 370 pús. kr. stol- iö. í Raway í New Yersey réð- ist hópur manna á prjá skiifstofu- menn, siem voru á leið úr banka með um 370 pús. kr„ sem átti að hafa til útborgunar á verka- kaupi. Náðu ræningjarnir fénu og komust undan með pað. Skipstjórínn í fríi — skipið ferst. Um daginn var sjóréttur haldinn í Hull, út af gufuskipinu Calder, er hvarf á dularfullan hátt í Norðursjónum. Skip petta lagöi úr enskri höfn í aprílmán- uði, og spurðist aldrei til pess. Fyrir sjóréttinum mætti skipstjór- inn, er verið hafði á Calder, en tekið hafði sér frí pennan eina túr, sem skipið fórst, og pannig bjargað lífinu. Lögreglan kom 3000 áram of seint. Annast uppsetningu loftneta og viðgerð á útvarpstækjum. Hleð vafgeyma. Sanngjamt verð. Uppl, í síma 1965. Ágúst Jóhannesson Ný-útsprungnir Tjúlipanar fást daglega hjá Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Sími 24. Rjómi fæst allan daginn fAlpýðubrauðgerðinni,Lauga' vegi 61. Höfum, sérstaklega fjölbreytt úrval af veggmyndum með sann- gjörnu verði. Sporöskjurammar, flestar stærðir; lækkað verð. — Mynda- & ramma-verzlun. Sími 2105, Freyjugötu 11. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJ AN „ Hverfisgötu 8, sfmi 1294, tekur að ser alls kon ar tækifærisprentun svo sem erflljóö, að- göngumiða, kvittanir, reiknlnga, bréf o. s, frv„ og afgreiðti vlnnuna fljótt og vifl réttu verði. S. ENGILBERTS. Nuddlæknir. Njálsgötu 42. Heima 1—3. Sími 2042 Geng einnig heim til sjúklinga. Alt íslenzkt. ísl. Gólfáburður. — Skóáburður. — Fægilögur. — Ræstiduft. — Kristal-sápa. — Kerti, Munið íslenzku spilin. FELL, Njálsgötu 43, simi 2258. i------------------------- D5mak|ólar, Unglinga . og Telopkjólar, allar stærðir. Prjónasilki. Vetrar kápnr. Ódýrara en alls- staðar annarsstaðar. Hrönn, Laugavegi 19. Um daginn pegar verið var að grafa fyrir húsi í Sussex í Bng- landi, fanst beinagrind, og var lögreglan kölluð á vettvang, par eð peir, sem grófu fyrir grunn- inum, álitu, að hér gæti verið um morð að ræða. En pegar sér- fræðingar lögreglunnar komu á vettvang, sáu peir pegar að hér var um æfagömul bein a'ð ræöa. Staðfesti fornfræðingur pað, er kvaddur var á staðinn. Sagði, a'ð ef hér væri um morð aö ræða, kæmi lögreglan nokkuð seint, pví beinin væru minst 3000 ára göm- ul. Ritstjóri og ábyrgðannaður: Ólafur FriðrikssoÐiu Alpýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.