Morgunblaðið - 11.04.1985, Síða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1985
„Úrbót sem ætti
að vera komin
fyrir löngu“
— segir Snorri Ingimarsson um línuhraðalinn
„Með tilkomu línuhraðals fá geislalækningar mikla úrbót sem hefði átt að
vera komin fyrir löngu. Þessi nákvæmu og öflugu geislatæki hafa verið lengi
í notkun og þykja ómissandi þar sem krabbameinslækningar eru stundaðar
í samræmi við þær kröfur sem gera þarf,“ segir Snorri Ingimarsson, sérfræð-
ingur í krabbameinssjúkdómum og framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags
íslands. „Að mínu áliti er það mjög lofsvert framtak hjá Lions-mönnum að
efna til landssöfnunar til kaupa á línuhraðli. Slíkur stórhugur er hvetjandi og
stuðlar án efa að því að við verðum fyrr en ella fær um að veita þá þjónustu
sem krabbameinssjúklingar þurfa á að halda."
„Sú þjónusta sem fram fer hér
hjá okkur hjá Krabbameinsfélag-
inu gerir að sjálfsögðu kröfu til
þess að hægt sé að veita nauðsyn-
lega meðferð hér innanlands og
það er mikilvægt að menn geri sér
grein fyrir því að það er afleitt að
þurfa að vísa veiku fólki til út-
landa í þeim mæli sem gert hefur
verið vegna þess að við höfum ekki
haft línuhraðal. Kóbolttækið
gamla er gott svo langt sem það
nær en það svarar ekki kröfum
sem gerðar eru til geislatækja
nema að takmörkuðu leyti. íslend-
ingar hafa oft sýnt hvers þeir eru
megnugir þegar þeir taka höndum
saman um að leysa nauðsynleg
verkefni með því að efna til al-
mennrar fjársöfnunar, og er
skemmst að minnast hins glæsi-
lega árangurs sem náðist þegar
Krabbameinsfélagið safnaði fyrir
nýju húsi. Sú fjársöfnun gerði
okkur kleift að koma starfseminni
í þau húsakynni sem við erum nú í
og gerir það að verkum að við höf-
um möguleika á að veita nauðsyn-
Snorri Ingimarsson, forstjóri
Krabbameinsfélags fslands.
lega þjónustu í samræmi við kröf-
ur nútímans. Það leikur ekki vafi
á því að sameiginlegt átak af hálfu
almennings hvetur stjórnvöld til
dáða og á sinn þátt í þeirri upp-
byggingu sem fram fer,“ segir
Snorri.
Þau munu vinna við línuhraðalinn
þegar hann verður tekinn í notkun: Kjartan Magnússon, sérfræðingur í krabbameinssjúkdómum,
Þórarinn Sveinsson, yfirlæknir, Sigrún Jónatansdóttir, Vera Björk Einarsdóttir, Guðrún Vigdís
Jónsdóttir, Ásdis Ólafsdóttir og Garðar Mýrdal. Myndin er tekin við kóbalttækið sem hingað til
hefur verið eina geislalækningatækið á landinu.
Skörp og nákvæm og skað-
ar síður heilbrigðan vef
— segir Garðar Mýrdal eðlisfræðingur um
geislun með línuhraðli
Garðar Mýrdal, eðlisfræðingur á Eðlisfræði- og tæknideild Landspítalans,
er sá sem starfa mun í einna nánustum tengslum við línuhraðalinn þegar þar
að kemur, en um þetta nýja tæki segir hann m.a.:
„Geislameðferð hefur verið beitt
með sífellt batnandi árangri, ann-
að hvort einni sér, eða ásamt ann-
ars konar meðferð. Sú tegund
geislunar sem hentugust er til
meðferðar á æxlum sem liggja
inni í líkamanum er háorkugeisl-
un. Slík röntgengeislun myndast
þegar orkumiklar rafeindir stöðv-
ast i þungu efni eins og wolfram,
sem mikið er notað í þessum til-
gangi. Fyrir hendi er einnig sá
möguleiki að nota sjálfar rafeind-
irnar sem henta vel til meðferðar
á grunnt liggjandi æxlum vegna
þess hve stutt þær draga inn i lík-
amann. Rafeindalinuhraðall, sem
líka hefur verið kallaður línall, er
tæki sem framleiðir fótónur og
rafeindir með mikilli orku og er
víðast hvar i heiminum helsta
tæki sem notað er til slíkrar með-
ferðar.
Til frekari skýringar á eigin-
leikum línuhraðals má nefna að
umfram kóbalttækið, sem nú er
orðið slitið og kostnaðarsamt í
viðhaldi, hefur hraðallinn þá kosti
að orkuhörku geislunarinnar má
stilla og gefa þannig meiri og
jafnari geislaskammta í djúpt-
liggjandi æxlisvef en unnt er með
kóbalttækinu. Þetta kemur t.d. að
miklum notum þegar krabbamein
í blöðruhálskirtli er geislað og
kemur m.a. í veg fyrir að þarmar
verði fyrir álagi af völdum geisl-
unar. I öðru lagi má með línu-
hraðli velja elektrónugeislun
þannig að fall geislunar handan
æxlis verði ört, en með því móti
má hlífa heilbrigðum vef sem ligg-
ur dýpra í geislastefnu. í þriðja
lagi þá er geislunartími styttri en
við kóbalt-geislun. Styttri geislun-
artími býður upp á meiri ná-
kvæmni, m.a. að því að þá er síður
Garðar Mýrdal, eðlisfræðingur.
hætta á því að sjúklingur hreyfi
sig meðan á geislun stendur. Til
samanburðar má geta þess, að al-
gengur geislunartími f kóbalttæki
er 2—5 mínútur en í línuhraðli má
ætla að meðaltími verði 20 sek-
úndur, sem þýðir t.d. það að í sum-
um tilvikum gæti sjúklingur hald-
ið niðri í sér andanum meðan á
geisluninni stendur, en það er til
mikils hagræðis. Loks má nefna
það að með línuhraðli verða mörk
geislunar skarpari og því minnka
líkur mjög verulega á varanlegum
skemmdum í aðliggjandi líffær-
um, auk þess sem að miklu leyti
verður hægt að draga úr því að
geislareitir skarist," segir Garðar
Mýrdal eðlisfræðingur.
Persónugervingur
fyiir línuhraðalinn?
Lions-menn hafa það að gam-
anmálum sín á milli að dr. Hjalti
Þórarinsson prófessor sem um ára-
bil hefur verið virkur félagi í
Lions-hreyfingunni beri nokkra
ábyrgð á línuhraðlinum. Ekki alls
fyrir löngu hélt Hjalti erindi um
línuhraðalinn á Lions-fundi og að
loknum fundi varð einhverjum að
orði að prófessorinn væri að verða
eins konar persónugervingur fyrir
tækið. Hann tók lítt undir það en
var þá sagt að ekki þýddi fyrir
hann að sverja af sér króann. Ekki
stóð á svari hjá Hjalta Þórarins-
syni:
„Með tuttugu milljón volta svið
og marga fína takka.
Bráðum get ég gengizt við
geislavirkum krakka."
En hvernig sem Hjalti bregzt
við því að Lions-menn kenni
honum linuhraðalinn þá mun
það mála sannast að hann hóf
fyrstur máls á því að hafin yrði
landssöfnun svo hægt væri að
kaupa tækið.
„Astæðan fyrir því að ég færði
þetta í tal er m.a. sú að þetta er
Dr. Hjalti Þórarinsson, prófessor.
landssöfnun og þá þykir mér
sjálfsagt að safnað sé fyrir ein-
hverju sem kemur öllum lands-
mönnum að notum,“ segir Hjalti
þegar hann er spurður um þetta.
„Vegna starfa minna við Land-
spitalann er mér vel kunnugt um
það hversu nauðsynlegt tæki
línuhraðallinn er. Að mínu mati
er mjög brýnt að við fáum þetta
tæki sem allra fyrst. Við megum
ekki dragast aftur úr nágranna-
þjóðunum varðandi krabba-
meinslækningar, en f nágranna-
löndunum hafa línuhraðlar verið
notaðir í 15—20 ár. Ég er þeirrar
skoðunar að það hvemig búið er
að sjúkum endurspegli ekki sízt
menningu og þroska þjóðfélags-
ins alls. Okkur er ekki stætt á
því lengur að láta vanta hér
línuhraðalinn sem er forsenda
þess að unnt sé að beita nútíma-
aðferðum við krabbameinslækn-
ingar. Til þess höfum við allt
nema línuhraðalinn og við svo
búið má ekki standa. Mér er
heldur ekki launung á þvi að
ákvörðun Lions-manna nú um að
safna fyrir tækinu er um leið
þáttur i að koma skriði á þá
nauðsynlegu framkvæmd sem
K-byggingin er, en það hús er
forsenda þess að hægt sé að taka
línuhraðal í notkun hér á landi,“
segir Hjalti Þórarinsson.