Morgunblaðið - 25.04.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1985
B 3
FÖSTUDAGUR
26. aprfl
10.00—12.00 Morgunþáttur
Stjórnendur: Páll Þorsteinsson og
Siguröur Sverrisson.
14.00—16.00 Pósthólfið
Stjórnandi: Valdis Gunnarsdóttir.
16.00—18.00 Léttir sprettir
Stjórnandi: Jón Ölafsson.
Þriggja mlnútna fréttir sagðar klukk-
an: 11.00, 15.00. 16.00 og 17.00.
Hlé.
23.15—03.00 Næturvaktin
Stjórnendur: Vignir Sveinsson og
Þorgeir Astvaldsson.
LAUGARDAGUR
27. aprfl
14.00—16.00 Léttur laugardagur
Stjórnandi: Asgeir Tómasson.
16.00—18.00 Milli mála
Stjórnandi: Helgi Már Barðason.
Hlé.
24.00—00.45 Listapopp
Endurtekinn þáttur frá rás 1.
Stjórnandi: Gunnar Salvarsson.
00.45—03.00 Næturvaktin
Stjórnandi: Kristln Björg Þorsteins-
dóttir.
SUNNUDAGUR
28. aprfl
13.30—15.00 Krydd I tilveruna
Stjórnandi: Asta Ragnheiður Jó-
hannesdóttir.
15.00—16.00 Tónlistarkrossgátan
Hlustendum er gefinn kostur á að
svara einföldum spurningum um
tónlist og tónlistarmenn og ráöa
krossgátu um leið.
Stjórnandi: Jón Gröndal.
16.00—18.00 Vinsældalisti hlustenda
rásar 2
20 vinsælustu lögin leikin.
Stjórnandi: Asgeir Tómasson.
MÁNUDAGUR
29. april
10.00—12.00 Morgunþáttur
Stjórnandi: Gunnlaugur Helgason.
14.00—15.00 Ot um hvippinn og
hvappinn
Stjórnandi: Inger Anna Aikman.
15.00—16.00 Sögur af sviðinu
Stjórnandi: Sigurður Þór Salvarsson.
16.00—17.00 Nálaraugað
Reggltónlist.
Stjórnandi: Jónatan Garðarsson.
17.00—18.00 Rokkrásin
Kynning á þekktri hljómsveit eöa
tónlistarmanni.
Stjórnendur: Snorri Már Skúlason og
Skúli Helgason.
Þriggja mlnútna fréttir klukkan:
11:00, 15:00, 16:00 og 17:00.
Evópa:
Sjónvarps-
byltingin
mikla
í bandaríska tímaritinu Newsw-
eek birtist nýlega forvitnileg grein
um það sem blaðið kallar sjón-
varpsbyltinguna í Evrópu.
Tvær gervihnattasjónvarpsstöóv-
ar eru nú að reyna að byggja upp
svolítið, sem aldrei hefur sést áður:
Evrópusjónvarp. Og þær nota 15 íra
gamla bandaríska gamanþætti, ann-
ars flokks kvikmyndir og mynd-
bandapopp til þess.
Önnur stöðin, Sky Channel
(Himnarásin), sem er fyrsta
raunverulega stöðin er sendir
mestmegnis út skemmtiefni um
gervihnetti, hefur þegar þrjár
milljónir áskrifenda í 11 Evrópu-
löndum. Hin stöðin, Music Box
(Músíkboxið), sem byggir send-
ingar sínar fyrst og fremst á
myndbandapoppi, hefur dregið til
sín tvær milljónir áskrifenda á
þeim átta mánuðum, sem hún hef-
ur starfað. „Þetta er mjög mikil-
vægur viðburður," segir Rex
nokkur Winsbury hjá timaritinu
Guðaðá
skjáinn
Nýr fjölmiðlamarkaður, er sér-
hæfir sig í fréttum úr sjón-
varpsiðnaðinum. „Upp er komið
nýtt sjónvarpskerfi í Evrópu, sem
aídrei hefur verið til áður,“ segir
hann svo.
Það er spurning hversu stórt
kerfið getur orðið. Stöðvarnar
tvær senda nú dagskrá sína frá
gervihnöttunum í kapalkerfi, sem
færa hana inn á heimilin. Enn
sem komið er eru aðeins 7 milljón
heimili af 125 milljónum í Vest-
ur-Evrópu kapaltengd og framtíð-
arhorfurnar eru misjafnar. Póst-
og símamálaráðherra Vestur-
Þýskalands áætlar að um milljón
heimili í landinu eigi eftir að kap-
altengjast á þessu ári en í Bret-
landi og Frakklandi hafa kaplar
ekki náð eins víða og við var búist.
Og á Ítalíu er engin kapalstöð og
engar áætlanir uppi um að byggja
eina.
Afleiðingin er sú að stöðvarnar
tvær, Himnarásin og Músíkboxið,
beina sjónum sínum nú æ meira
að gervihnattarsendingum, sem
stefnt yrði beint og milliliðalaust
inn á sjónvarpstækið í stofunni.
Flest Evrópulöndin banna hótel-
um, sjúkrahúsum, fjölbýlishúsum
og skólum að nota hina sérstöku
tækni sem þarf til að ná sjón-
varpshnattasendingum beint, en
það má auðveldlega breyta lögun-
um og ýmis teikn eru á lofti þar
að lútandi.
En á meðan hamast Himnarás-
in og Músíkboxið við að tryggja
sér kapalstöðvar. Fyrir minna en
tveimur árum var útlitið heldur
svart fyrir Himnarásina en þá
kom til sögunnar margfrægur
blaðakóngur að nafni Rubert
Murdock frá kengúrulandinu og i
dag eru horfur fyrirtækisins bara
góðar. Því hefur tekist að útvega
sér leyfi til að senda efni sitt í
kapalkerfi á 275 ólíkum stöðum en
er þó rekið með talsverðu tapi enn
sem komið er. Auglýsingatekjur
eru einu peningarnir sem til fyrir-
tækisins renna og þær nægja ekki
til að halda fyrirtækinu halla-
lausu.
Mest af því efni sem Himnarás-
in sendir frá sér er næsta lélegt.
Sem dæmi má nefna fastaþætti
sem bera heitið „Herra Ed“ og
voru uppá sitt besta kringum
1961, en rásin hyggst bæta
dagskrána að mun þegar tekjur
hennar fara að aukast. Eitt
stærsta vandamálið, sem snýr að
Himnarásinni og Murdock, er
tungumálaerfiðlerkarnir. Rásin
sendir einungis út efni á ensku,
sem aðeins um fjórðungur Evr-
ópubúa skilur. Tungumálaerfið-
leikarnir eru talsvert minni hjá
Músíkboxinu því sú rás sendir út
18 klukkustundir af myndbanda-
poppi á dag með því að sýna sama
sex klukkustunda prógrammið
þrisvar sinnum í röð yfir daginn.
Og eins og allir vita þarf tónlistin
ekkert tungumál til að skiljast.
Sendingar um gervihnetti eru í
sjálfu sér ekkert nýtt í Evrópu, en
aðeins Himnarásin og Músíkboxið
hafa náð yfir lungann af álfunni.
Fyrirtækin tvö hafa hrist svolítið
upp í evrópskum sjónvarpsiðnaði
og hafa sjónvarpsstöðvarnar í
Evrópulöndunum reynt fyrir al-
vöru að lífga uppá dagskrána.
Himnarásin og Músíkboxið hafa
líka kveikt áhuga hjá öðrum á að
stofna gervihnatta-sjónvarpsstöð,
sem næði yfir alla Evrópu. Banda-
rískur milli að nafni Ted Turner
er einn af þeim, sem hafa áhuga á
þvi og sjálfsagt eiga fleiri eftir að
fylgja í kjölfarið ef vel gengur hjá
byrjendunum.
En hvernig ætli verði í framtíð-
inni ef gervihnattasendingar ná
beint inná hvert heimili? Ætli
litlir sætir diskar leysi þá gömlu
og ljótu sjónvarpsloftnetin af
hólmi og tróni eins og sólir á hús-
þökunum.
— ai.
„Upp er komið nýtt sjónvarpskerfi í Evrópu, sem aldrei hefur verið til áður.“
í fvrsta skiptí:
Flug og BOl á Mallorka
3 vikur frá kr.19.900. - 3 í bíl
Nú er hægt aö njóta til fullnustu
fegurðar þessa vinsælasta
ferðamannastaðar Evrópu.
Með bíl til umráða er hægt að
skoöa eftir eigin geðþótta alla þá fallegu
og áhugaverðu staði sem hérfinnast.
Velja á milli baðstranda, veitingastaða
og leiktækjagarða eftir óskum fjölskyldunnar.
3vikur frákr. 23.800.-
Brottför:
8.og27. maí
17, júní
8. og 29. júlí
19. ágúst
9. og 30. sept.
21. október
^ Umboð a Islandi fyrir
\ DINERS CLUB
-\ INTERNATIONAL
• , »i •* \
mmmmm!!
FERÐASKRIFSTOFA, IÐNAÐARHÚSINU HALLVEIGARSTIG 1, SÍMAR 28388 - 28580