Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1985 C 5 um eins og ósjálfráð skrift. Þarna finn ég formlegar lausnir við að fylla upp í rýmið. Upplímdu myndirnar eru í senn frumsköpun og eftir módeli. Eftir þetta loka ég mig inni í vinnustofu minni, oft í 15 klukkutíma samfleytt. Þá teikna ég línu eftir línu, eins og fjallgöngumaður sem miðar áfram án þess að sjá nokkurn tíma upp á tindinn. Það er mjög þreytandi, en ég er heppinn. Eg bý yfir alveg gífurlegu vinnuþreki, einbeitingu, eftirtekt og ég get unnið mjög hratt. Loks tek ég til við litinn, nota emeleraða olíumálningu sem framleidd er í Hollandi. Alveg stórkostleg, sferk, fyrirferðarmik- il, feit og holdmikil. Má segja að þetta sé Rolls-Royce-málaranna, hreinn lúxus, en þetta er alveg frábært tæki með stórkostlega litamöguleika." Viðtalið er lengra, en í lok þess er spurt: Nú ert þú orðinn fimm- tugur, hvernig sérðu framvindu málverka þinna? Erro kveður ekk- ert lát á bjartsýninni: „í hvert sinn sem ég byrja á nýrri mynda- röð neyðist ég til að breyta um aðferð og tækni. Efniviðurinn sem ég nota þróast ákaflega hratt og það gerir kröfu til þess að ég endurnýi mig. Ég hefi líka í skúff- unum hjá mér myndir sem gætu enst mér í a.m.k. hundrað ár, fyrir utan allt annað. Fyrir mann af minni gerð eru þarna ótrúlega miklir og gersamlega nýir mögu- leikar... því skyldi ég vera að hafa áhyggjur af f.-amtíðinni. E-Pá. LÁN Ljóðhorn Sölvi Sveinsson Hannes Hafstein (1861—1922) var um árabil áhrifamesti stjórnmálamaður landsins og naut almenningsvinsælda, ekki sízt vegna skáldskapar síns, enda var heimurinn þá „fiskur í vörpu ljóðsins“ eins og Hannes Pétursson orðaði það löngu síð- ar. Ef til vill áttu skáld þá jafn- greiða leið á alþingi og fjölmiðl- ungar núna: hvorir tveggju höfðu forskot á keppinautana, að öðru leyti er þó oft ólíku saman að jafna. I augum samtímamanna var Hannes Hafstein öðru fremur skáld ferskleika og krafts: „Ég elska þig, stormur... “ , „Ég vildi það yrði ærlegt regn ... “ Hann kynnti löndum sínum raunsæisstefnuna í Verðandi með félögum sínum, alþekktum. Á hinn bóginn orti hann ýmis- legt sem ekki er markað raunsæi — a.m.k. ekki eins og það birtist í Verðandi. Lítil vísa Hannesar heitir Lán, alkunn: Lífið er dýrt, dauðinn þess borgun. Drekkum í kveld, iðrumst á morgun. Þetta er lífsnautnastefna, ‘epíkúrismi’, og minnir á fleygar ljóðlínur Sveins Framtíðar- skálds: Hannes Hafstein Eitur! Meira eitur! Ör vil ég dansa og heitur! Eitur! Eitur! Eitur! Á þessum vísum er samt reg- inmunur: lífsgleði og fjör ríkja í vísu Hannesar, en hverfulleiki og ofsi marka línurnar Sveins. Og einhvern veginn minnir þessi andi meira á hraðfleyga stund samtímans en fjarlæg aldamóta- árin; menn eru samir við sig. ENDURNÝJA ÞANN GAMLA -FÁ SÉR EITTHVAD MEIRA SPENNANDI? Það þarf ekki að verða mjög erfitt D hefjir þú söfnun nú, B safnir ö Plúslönareikning með Ábót, B og föir svo Plúslön. Um þetta getur þú samið við okkur. Hittu Röðgjafann í Útvegsbankanum 0 og segðu honum hvað til stendur. @ Þið finnið það út sameiginlega hve mikið þú getur sparað mönaðarlega, 0 í hve langan tíma og 0 í hversu hött lön þú stefnir að sparn- aðartíma loknum. Þú getur því strax farið að hlakka til. Hefurðu skoðað nýju módelin? PLÚSIAN MEÐ ABOT ÚtVEGSBANKINN EINN BANKI • ÖU WÓNUSTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.