Morgunblaðið - 16.08.1985, Page 6

Morgunblaðið - 16.08.1985, Page 6
6 B FERÐAMAL innlend umsjón: Siguröur Siguröarson MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1985 FÓLK Á FÖSTUDEGI Ófærufoss í Eldgjá. Morgunblaöiö/P.J. Fjallabaksvegur nyrðri Fjallabaksvegur nyröri tengir saman byggðir í Rangárvallasýslu og Vest- ur Skaftafellssýslu. Hann liggur á milli Landssveitar og Skaftár- tungu og þykir einn fegursti fjall- vegur á íslandi. Nú er um tvær leiöir aö velja í Landmannalaug- ar. Sú eldri er Landmannaleið. Inn á hana er ekið af Landvegin- um skammt noröan Heklu. Oft er þessi leiö einnig nefnd Dóma- dalsleiö eftir samnefndum dal sem vegurinn liggur um. Hinn vegurinn, og sá nýrri, er Sigöldu- leiöin. Hún liggur frá Sigöldu yfir sandorpin hraun og sandöldur og mætir Dómadalsleiöinni skammt frá Frostastaðavatni. Þaöan er svo skammt í Land- mannalaugar. Þegar komiö er yfir Frosta- staöaháls skiptist vegurinn. Til hægri er beygt inn í Landmanna- laugar og til vinstri er fariö yfir Jökulgilskvisl á nýlegri brú. Þá er raunverulega komiö inn á hinn eiginlega Fjallabaksveg. j þurrkatíö er Fjallabaksvegur nyröri fær öllum fólksbílum. Litlar lækjarsprænur eru ekki til hindr- unar. En þessar lækjarsprænur geta veriö heldur illvígar í bleytu- tíö. Ráölegast er aö spyrjast fyrir um ástand vegarins hjá land- vöröum í Landmannalaugum. Steinsgil og lllagil eru nokkuö hrikaleg náttúrufyrirbrigöi á leiö- inni. Akfært er upp á eystri barm Eldgjár, en þó aöeins fyrir jeppa. Þaöan er stórkostiegt útsýni til austurs, yfir Lakagíga allt aö Ör- æfajökli sé skyggni gott. Nokkuö deila Skaftfellingar og Rangæingar um nafniö á þessum fjallveg. Flestum er tamara aö nefna hann Fjallabaksveg nyrðri og er þaö forn venja í Skafta- fellssýslu. Rangæingar halda því hins vegar fram aö vegurinn eigi aö heita Landmannaleiö frá Landssveit í Skaftártungur. Þessi skoöun hefur þó ekki náö fót- festu. Helst er aö feröafólk sem til þekkir telji Landmannaleiö ná frá Landvegi aö Jökulgilskvísl. Einskonar forskot á framtíðina Hún er aö mála umsamda sjálfsmynd þegar undirrit- aöa ber aö garöi i Verk- smiöjunni viö Hverfisgötu. Og þaö er ekki fyrsta sjálfsmyndin sem hún hefur gert í gegnum tíðina, hvort heldur er meö blýanti á pappír eöa olíu á striga. Hér heima, í Kauprhannahöfn, París, Róm eöa New York. Þar var hún lengst af og þegar viö ræöum Nýju Jórvíkina er auöheyrt aö tengslin þangaö eru sterk. „í New York fannst mér ég aldrei vera beint út- lendingur. Þaö er ekkert skrýtiö, þar er annar hver maöur einhvers- staöar annars staöar frá.“ Heim fluttist hún fyrir rúmum tveimur ár- um, aö loknu BA-námi í myndlist við New York School of Visual Arts. Eignaöist dótturina Sunnu stuttu eftir heimkomuna og hafa þær mæögur verið búsettar hér síöan. En þaö var ekki í New York aö þessi fíngerða unga kona, sem hjólastólast fram og til baka um vinnustofuna meö penslana og spjaldiö í fanginu, byrjaöi aö mála. Fyrsta málverkiö varö til í París, er hún dvaldi þar um átta mánaöa skeið í nálastungum og endurhæf- ingu eftir slys sem setti hana í stól- inn fyrir 11 árum. „Ég teiknaöi allt- af mikiö, en þaö var meö þetta aö mála eins og hjólastólinn. Ég var svo mikiö barn í mér þá aö ég hélt aö hvort tveggja væri meðfætt. Fötlun og málarahæfileikar," segir hún og hlær viö. Sigþrúöur Pálsdóttir heitir hún, kölluö Sissú dags daglega og þaö er nafniö sem hún setur í hægra hornið á verkunum sínum. Verkum sem hún segist ekki geta sett í einn flokk eða annan, ekki frekar en sjálfa sig. „Þaö var einu sinni sagt í gagnrýni aö myndlistin mín væri undir áhrifum frá nýja málverkinu. Því var ég ekki sammála vegna þess aö þó ég hafi málaö þetta lengi finnst mér ég ekki geta sagt nákvæmlega hvaö nýja málverkið er. Fyrir mér er þaö ekki stefna sem hægt er aö henda reiöur á eins og kúbisminn til dæmis. Þar fyrir utan er nýja málverkið oröiö of gamalt til aö standa undir nafni sem eitthvaö nýtt. Svo finnst mór aö þaö eigi ekki aö flokka mynd- listina hreint og beint í strauma og stefnur, ekki frekar en aö flokka hana karlkyns, kvenkyns eöa hvor- ugkyns jafnvel!" Og þar meö tekur hún á nýjan leik viö aö mála sjálfsmyndina og viö látum liggja á milli hluta meö aö flokka þaö verk undir eitt eöa annaö. Höldum áfram aö tala um málverkiö. — Hvað er það fyrir henni? „Einskonar forskot á framtíöina og alltaf sterkara en nútíöin. Ein- hvernveginn er ég aö hallast meira og meira á þaö aö myndlistarmenn séu — kannski ekki beint spá- menn — en aö þeir sýni í verkum sínum svolítiö inn í framtíöina." — Framtíö þessa heims? „Málverkiö sýnir mér inn í heim, sinn eigin. Heim sem er meira samlíking en eftirlíking þessa sem viö þekkjum. Þaö er þetta meö aö reyna aö finna „universiö", alheim- inn. Veröa eins og fuglinn, tákn frelsisins, sem getur flogiö yfir hvaöa mörk sem er og séö óraun- -Sigþrúður Pálsdóttir mynd- listarmaður PPi 1 Fortíðin sem slík er nauðsynleg, en það er óþarfi að velta sér upp úr henni. Framtíðin er miklu meira spennandi — og bara dagurinn í dag, sem er reyndar allt sem er. || verulega hluti." Nú brosir hún meö sjálfri sór lítur upp frá verkinu og segir: „Sjálf hef ég alltaf veriö frek- ar ójaröbundin og stundum er óg aö hugsa um þaö, aö þegar ég er í hjólastólnum þá snerta fætur mínir aldrei jöröina. i raun hef ég ferðast í gegnum síöustu ellefu árin án þess aö koma viö þessa allsherjar undirstööu. Samt held ég aö þaö aö missa kraftinn úr fótunum hafi á sinn hátt víkkaö heimsmyndina. Maöur beindi þá þessum krafti i annaö, í hugsanir og víkkaöi ver- öldina í leiöinni. Gangstígar urðu aö breiögötum." — Var þaö þá fyrst sem mynd- listin kom til? „Nei, hún kom nú til einhvern- tíma í frumbernskunni. Enda hefur Hélt einu sinni aö g væri efni í rithöfund, n komst fljótlega að ví að til þess þyrfti likíð þolinmóðari ianneskju.ll mór eins og fleirum alltaf gengiö best aö sjá lífiö og tilveruna í sjón- rænu samhengi. Námiö kom þó ekki til fyrr en um 25 ára aldurinn. En ég haföi alltaf svona ákveönar hugmyndir um aö verða hönnuöur, gekk jafnvel meö smádellu fyrir fatahönnun. Hins vegar þótti mór skóli hundleiöinlegur og var búin aö fá meira en nóg þegar ég lauk gagnfræöaprófi. Sá aö ég myndi ekki komast inn í Myndlista- og handíöaskólann nema meö stúd- entspróf eöa a.m.k. miklu betri einkunnir en gagnfræðaprófsein- kunnirnar," segir Sissú. Leiöin lá eftir sem áöur í átt til myndlistar- innar, fyrst í Kaupmannahöfn þar sem hún tók inntökupróf í lista- skóla en var of ung, 17 ára. Þá læröi hún skiltagerö og glugga- skreytingar og vann viö þaö í tvö ár. Langaöi alltaf í listaskóla og fór til Ítalíu. „Þar er krafist ítölsku- kunnáttu og í sex mánuöi sat ég meö ítölskubækurnar fyrir framan mig, þar til blankheitin settu mig upp í lest aftur til Kaupmannahafn- ar.“ Þar tók vinnan viö samhliöa því sem Sissú sótti myndlistar- námskeiö. Nokkru síöar fór hún heim til íslands og þaö var eftir þá heimkomu aö hún slasaðist á skíö- um. „Næstu þrjú árin eftir siysiö fóru meira og minna í líkamlega og andlega uppbyggingu og endur- hæfingu, en ég bæöi teiknaöi mik iö og las um myndlistina á sama tírna," segir Sissú um þetta tíma- bil. „Reyndar hef ég nú teiknaö alla mina tíö. Haldiö svona litlar svartar „biblíur“ sem ég get krassaö í hvort sem mér líöur vel eöa illa. Stundum þegar ég er í ham Ijósrita ég heilan heiling upp úr þessum bókum, dreifi Ijósritunum út um allt gólf, horfi á þau og nota svo kannski búta héöan og þaöan í mynd.“ — Hvaðan lá leiöin til New York? „Hún lá eiginlega frá Paris. Þar var ég í nálastungu um átta mán- aöa skeiö. Komst inn á Beaux Arts-listaskólann sem gestanem- andi, en sá eftir þrjá daga aö þaö gekk ekki meö lækningunum. Og þaö var þess viröi, ég átti erfitt meö einbeitingu á þessum tima og bara hlutir eins og aö sitja eöa liggja kostuöu mikla einbeitingu. Eins var ég þá meö króníska verki og dálítinn spasma. Þarna var bara ekki rétti tíminn til aö læra, þarna var tíminn til aö byggja upp líkamann. Þaö var þá aö ég fór aö hugsa alvarlega um New York, bæöi út af myndlistinni þar og svo er New York mun auöveldari borg aö fara um í hjólastól heldur en t.d. París eöa bara Reykjavík. Þangaö fór ég, hóf nám á „Arts Students League" og í „New York School of Visual Arts“ ári seinna.“ — Engin hræðsla við aö mæta stórborginni í stólnum? „Ekki hræösla, en auövitaö var ég smeyk um aö komast kannski ekki allt sem ég ætlaði mér, sér- staklega af því aö mér er frekar illa viö aö biöja um aöstoö viö tröppur og svoleiöis. En þetta tókst allt saman og skólinn tók mér mjög vel sem fyrsta og reyndar eina nem- andanum ennþá í hjólastól. Til dæmis þegar ég fór í skúlptúr var smíöuö renna svo stóllinn kæmist upp í stúdíóiö.“ — Skúlptúr. Þú hefur sem sé farið höndum um fleira en pensl- ana? Nú hlær Sissú, ýtir upp skyggn- inu á bláu húfunni, sem út af fyrir sig er efni í heila grein og segir: „Þó ég hafi haft þessar ranghug- myndir um málaralistina og vöggu- gjöfina, þá haföi ég alltaf löngun til aö vinna með stærri form. Og

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.