Morgunblaðið - 16.08.1985, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1985
B 7
prófaöi þaö. Var í grafík, skúlptúr
og Ijósmyndun. Fékk svo um tíma
mikinn áhuga á hinni tæknilegu
hliö tilverunnar og var aö spá í
„Laser Art“. Sem heitir á ís-
lensku ... ja, hvaö skyldi þaö nú
heita. Laser-list? Þetta finnst mór
stundum slæmt, um leiö og taliö
berst aö myndlist koma öll þessi
ensku orö upp í hugann. Ekki það,
sum íslensku oröin virka á mig al-
veg jafn útlensk, eins og eitt sem
mér finnst voöalega fyndiö. „Rosa-
raunveruleiki" — ég var lengi aö
átta mig á aö þetta var íslenska
þýðingin á „realisma"."
— Sjálfsmyndin er farin aö birt-
ast heldur betur og þaö í hressi-
legum litum. Litum sem koma í
gegn á báöa vegu — myndin er
máluö á gler og í því sem blaöa-
maöur viröir fyrir sér bakhliö
verksins tilkynnir Sissú kurteislega
aö nú ætli hún aö sletta pínulítið.
Pínulítiö er nú kannski kolvitlaus
mælieining í þessu tilviki. En i
krafti þess hve verkiö er stórt
ákveöur blaöamaöur aö skýla sér
bara á bak viö þaö. „Já, þaö er nú
stundum verið aö benda mér á aö
ég máli nú ekki beint sölulegar
myndir, m.a. með hliösjón af
stæröinni,” segir hún og gýtur aug-
unum aö ööru verki og ennþá
stærra. „En þaö er þetta með selj-
P Þá er viss hópur
fólks sem ég hef á til-
finningunni að sýni
minni myndlist áhuga af
því að ég sit í stólnum
— svo ekki sé minnst á
að þessi kona í hjóla-
stólnum á litla dóttur
með dökkan hörunds-
“'W
anlegar myndir. Fyrsta spurningin
þegar fólk kemur inn á sýningu er:
— Hvaö ertu búin aö selja marg-
ar? Örlar á hugsuninni aö hafi ein-
hverjir komiö og keypt þá hljóti
myndlistarmaðurinn aö vera viöur-
kenndur og þá sé óhætt aö fjár-
festa í mynd. Margir eru voöalega
litiö að spá í myndirnar sem slíkar.
Þess vegna þykir mér mlklu vænna
um aö selja eöa gefa mynd ein-
hverjum sem skilur hana, eins og
eina á sýningunni um daginn, sem
endaöi hjá listfræöingi. Þaö var
mynd sem ekki nokkur sála haföi
sýnt áhuga.
Svo á ég líka erfitt meö að
hugsa myndirnar mínar meö hliö-
sjón af því hvaöa veggpláss fólk
hefur. Og í sjálfu sér finnst mér allt
í lagi aö fólk hafi töluvert af auöu
veggplássi inni hjá sér. Frekar en
t.d. aö setja upp myndir af lands-
lagi eöa blómum j vasa, þessum
hlutum sem þaö hefur hvort eö er
fyrir augunum. Það er hins vegar
auöa veggplássiö á opinberu stöö-
upum sem fólk þarf aö hanga og
bíöa á, sem fer í taugarnar á mér. I
tollinum til dæmis. Ég ætla nú ekki
aö lýsa því hvaö mig langar oft aö
mæta með fötuna meö mór og
sletta svolítiö á veggina."
— Lítiö fyrir landslag?
„Eftirlíkingar á raunverulegu
landslagi, já. Þaö var ekki nema
fyrst eftir aö óg kom frá París aö
ég fór út á Reykjanes og málaöi
landslag. Málaöi þá líka tökuvert af
sjálfsmyndum. Ég fann þessar
myndir um daginn og reif þær.“
— Er öóruvísi fyrir þig tem
einstakling og myndlistarmann
að búa hér en ytra?
„Já, þaö er miklu auöveldara aö
vera einstaklingur á staö eins og
New York, þar sem tilveran er á
fleygiferð og hlutirnir ganga ofsa-
lega hratt fyrir sig. Einstaklings-
hyggjan et rik i fólki og menn hafa
allt annaö aö gera en aö velta sér
upp úr öörum og annarra lífi.
Óvæntar truflanlr banka ekki upp
á svona dags daglega. Hór hefur
fólk almennt þennan tíma og á þaö
til aö velta sér svolítiö upp úr aö-
stæöum annarra — oftast í góöri
meiningu en samt fullmikiö stund-
um. Ég finn oft þessa tilhneigingu
hjá fólki til aö vilja bera mann svol-
ítiö á gullstól í gegnum lífiö. En
sem myndlistarmaöur þá er
kannski helsti munurinn sá aö úti
er myndlistinni sýndur miklu meiri
almennur áhugi, hórna finnur maö-
ur áhuga frá þeim sem eru í þessu
sama, en ekki svo mikiö þar fyrir
utan.“
— Á gullstól í gsgnum lífiö.
Finnst þér aó einhverjir horfi é
verkin þín fremur með hliösjón af
þínum eigin aöstæöum en sem
sjálfstæö verk?
„Þaö er viss hópur fólks sem ég
hef á tilfinningunni aö sýni minni
myndlist meiri áhuga af þvi aö ég
sit í stólnum, — svo ekki só minnst
á aö þessi kona í hjólastólnum á
litla dóttur meö dökkan hörundslit.
Ég er iðulega spurö hvaöan hún
sé! Sem er ósköp fyrirgefanlegt,“
segir hún brosandi og blöur
viöstadda aö hafa sig afsakaöa um
stund. Vippar sér úr stólnum og
niöur þrjár tröppur þar sem annar
bíöur. Kemur aö vörmu spori og endurtekur leik-
inn, upp á viö í þetta skiptiö. Síöan tekur hún
aftur til viö málverkiö, fárast yfir því aö vera búin
meö uppáhaldslitinn sinn, „nákvæmlega þennan
hérna,“ segir hún og bendir á afskaplega fram-
sækinn rauöan. En upp fer önnur litatúpa og
áfram mótast málverkiö. Var þaö alltaf takmarkiö
á endanum?
„Myndlistin, já, eða a.m.k. eitthvaö tengt því aö
skapa. Einu sinni hélt ég aö ég væri efni i rithöf-
und, en komst fljótlega aö því aö til þess þyrfti
mikiö þolinmóðari manneskju. Ég held aö ég geti
sagt mikiu betur frá í myndum en máli. Hef samt
unniö töluvert meö orð og tengt þaö myndlistinni,
eöa tjáö mig í Ijóðum, en ekki skrifaö nema í litlar
bækur fyrir sjálfa mig. Svona hugmynda- og
hugsanabækur, sem ég er svo smám saman aö
rífa meö timanum."
— Strokar út þaö sem liöið er, í hugsunum
og hugmyndum, sbr. þessar bækur og
Reykjanesmyndirnar. Eöa hvaó?
„Já,“ segir hún meö sömu rólegu röddunni og
hefur einkennt hennar hlut samræönanna. „For-
tíöin sem slík er nauösynleg, en þaö er óþarfi aö
velta sér upp úr henni. Framtíöin er miklu meira
spennandi — og bara dagurinn í dag, sem er
reyndar allt sem er.“
— Húsnæöismálin hafa verið ofarlega á
baugi hjá Sissú é þessu ári, ekki einungis varö-
andi vinnustofuna sem tvískiptist é milli hennar
og Dóru Einarsdóttur búningahönnuðar, heldur
fjárfesti hún og flutti í íbúö í Vesturbænum. Er
hún kannski aö veröa rótgróinn íslendingur?
„Alls ekki. Ég ætlaöi aldrei aö koma heim og
þaö tók mig næstum hálft annaö ár aö jafna mig á
þvi aö vera ekki aö flytja út aftur. En þaö er gott
aö vera hér líka, sérstaklega meö litla dóttur. Ég
fór meö hana 11 mánaða gamla í heimsókn til
New York og sá þá borgina í allt ööru Ijósi, fannst
hún ekkert óskaplega sniöug til aö vera meö lítiö
barn í. En Sunna stækkar og mér þætti ekkert
ólikiegt þó aö viö mæögurnar ættum eftir aö
leggja land undir fót seinna meir. Svo finnst mér
einhvernveginn heimurinn stefna í aö fólk búi
bara þar sem þaö vill, án tillits til landsins sem
þaö fæddist i. Ég er ekki rótgróinn Islendingur aö
þessu leytinu."
— Jafnvel ekki eftir aö steinsteypan kom til
sögunnar?
Hlær nú Sissú og segir: „Fyrir tveimur árum
heföi ég sagt þér að þaö aö fjárfesta í steinsteypu
á íslandi jafngilti því aö gerast þjóöfélagseign á
víxlum. En maöur breytist. Mér heföi ekki fundist
neitt.mál aö leigja þaö sem eftir er ævinnar, en
hitt var hentugra, sérstaklega núna þegar ég er
búin aö breyta íbúðinni og brjóta þar niöur alla
þröskulda i eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Og
aö öllu leyti er miklu þægilegra aö vera hér núna
en t.d. þegar ég var heima í fríum og átti ekki
bílinn. Þá þurftu helst tíu manns aö vita nákvæm-
lega hvaö maöur ætlaöi aö gera og hvert aö fara
og þetta kostaöi mikla skipulagningu."
— En þaó er grunnt á flökkueölinu?
„Já, flökkueöliö og nýjungagirnin er hvort
tveggja ríkt í mér og t.d. ef mér byöist aö fara til
Japans eöa Kína í einhver ár þá myndi ég sjálfs-
agt ekki hika viö.“
— Japans eða Kína. Sá ég ekki áhrif frá því
síóarnefnda á sýningunni þinni á Café Gesti
nýveriö?
„Jú. Ég spáöi einu sinni mikiö í austurlenska
heimspeki og þá vaknaði áhuginn á þessum
menningarheimi. I Visual Arts fór ég svo á þriöja
ári í kínverska myndlist. Sem var eitthvaö allt
annaö og ööruvisi en viö þekktum úr náminu áö-
ur. Bara hlutir eins og uppröðun boröa uröu aö
vera mjög nákvæmir og í upphafi hvers tíma fór
fram hugleiösla, handa-, fingra- og
augnæfingar. Þaö mátt enginn
gera neitt út frá sjálfum sér, allt
varö aö vera samkvæmt föstum
reglum. Sumum nemendanna
gekk illa aö aölagast kennslu í svo
föstum skorðum og helmingurinn
datt út á fyrstu vikunum. Þarna
gilti sjálfsaginn númer eitt, tvö og
þrjú og „sjálfiö" í hverjum og ein-
um fékk aö sigla sinn sjó. En þaö
var ágætt aö láta reyna á þaö líka.
Hins vegar er ég nýbyrjuö aö taka
upp pappír og pensla og mála á
kínverska mátann aftur. Og um
leiö finn ég sjálfsagann sigla
ósjálfrátt upp á yfirboröiö.
Annars er bara svo gott aö
breyta til og máta meö annarri
tækni. Það vegur upp á móti
hræðslunni viö stöönun sem
blundar í listamanninum. Svo aö
hafa ekki tilbreytingarleysi í mynd-
listinni frekar en ööru. Tilbreyt-
ingarleysiö er eitt af þvi sem óg á
erfitt meö aö þola,“ segir hún og
setur þar meö síðasta pensilfariö á
sjálfsmyndina. Þaö er þó ekki
punkturinn yfir i-iö. Upp fer rakvól-
arblaö og eftir aö hafa skafiö aö-
eins af iistaverkinu, rúllar hún
hjólastólnum á bak viö — og allt í
einu birtist Sissú tvíefld í sjálfs-
myndinni, i senn þessa heims og
annars.
Viðtal/Mynd
Vilborg Einarsdóttir