Morgunblaðið - 06.09.1985, Síða 12

Morgunblaðið - 06.09.1985, Síða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1985 ur sér alltaf eitthvað lítið fyrir hendur sem það veit að það raeður við þá miðar því lítt áfram. En þegar hlutverkin eru svona stór og erfið þá er hægt aö víkka sinn skala og þaö held ég að við séum örugglega að gera hér.“ Hlutverk hennar er með stærstu kvenhlutverkum sem skrifaö hefur verið fyrir ís- lenska kvikmynd til þessa. Það er þó ekki „aðalhlutverkið", Helgi er aðalpersóna myndar- innar þó svo að Lára sjáist oftar í mynd. Þá daga sem blaðamaður dvaldi meö hópnum viðraði óvanalega vel og fór tíminn í úti- tökur á líflegum ánægjustundum ungmennanna. „Það er verst að þú ferö aö halda aö þetta sé einhver allsherjar skemmti- mynd,“ komst leikstjórinn að orði þegar aðalleikararnir voru búnir að ærslast framan viö kvikmyndatökuvélina í heilan dag, „þau láta ekki svona í gegnum alla myndina". En hvernig eru þessar persónur fyr- ir túlkendunum? „Hvernig týpa er Lára, ja, hvað finnst þér Þröstur?" segir Edda Heiðrún þegar talið berst að Helga og Láru. Og mótleikar- inn tekur við: „Hún er svona svolítið „spes“, allavega miöað við margar stelpur. Nokkuð ör- ugg meö sjálfa sig og svona veit Aðatandandur kvik- myndarinnar, taldir t.v. ofan frá: Elín Sveinadóttir förðun- armaistari og skrifta, leikar- arnir Þröstur Laó Gunnars- son og Edda Heiðrún Backman, Hilmar Oddsson leikstjóri, Sigurður Sverrir Pálsson kvikmyndatöku- maður, Stefán Smári Magn- ússon svæöisstjórí, Gunnar Smári Helgason hljóðmaður, Kristín Erna Arnardóttir aðstoðarhljóðmaður, Þórður Ólafsson, Hulda Kristín Magnúsdóttir búningahönn- uður, Hróðmar Sigurbjörns- son tónskáld, Jóhann Hauk- ur Sigurðsson og Ólafur Rögnvaldsson aðstoóar- menn, Þórarinn Guðnason kvikmyndatökumaður, Jón Ólafsson eigandi Bíós hf. ásamt Hilmari og loks er það maðurinn með myndavélina f fanginu, Þorgeir Gunnars- son aðstoðarleikstjóri. alveg hvað hún er aö gera,“ seg- ir Þröstur, en hann er sjálfur að takast á við sitt stærsta hlutverk til þessa. Edda er sammála þessari lýsingu á eigin hlutverkiö og bætir við aö þetta sé dugleg og heilbrigð alþýðustúlka sem skilji Helga og þekki mjög vel og örvi hann á réttan hátt. Og hvernig er svo Helgi? „Helgi er ofsalega spennandi strákur, sjarmerandi og miklu ófeimnari en hún,“ segir Edda og Þröstur bætir við: „já og tölu- vert ólíkari. Hún kemur hreint fram á meðan hann er þessi týpa sem aldrei þorir að svara allveg beint út, gefur frekar hlut- ina í skyn. Reynir ekki að geðj- ast fólki og hleður í kringum sig ýmiskonar múra.“ — Það verður að segjast að þegar þau tvö ræða um hlut- verkin er eins og þau séu að tala um fólk sem þau hafa þekkt ná- ið allt sitt lif. Líklegast eðlileg afleiðing í senn forvinnunnar, allra umræönanna og æfing- anna með leikstjóranum sem jafnframt er höfundur handrits. Þessar æfingar hófust löngu áð- ur en Sigurður Sverrir Pálsson kvikmyndatökumaður fór að þræða filmu í vélina fyrir þessa mynd. Hún er sú sjötta ÍYöðinni af íslenskum kvikmyndum sem hann hefur tekiö frá því ferillinn hófst með Landi og sonum. Af öðrum gamalreyndum á íslensk- Jóhann Sig- uröarson (t.h.) sem fer með þridja hlutverkið i myndinni og Þröstur Leó Gunnarsson húsi og hópurinn dvelst í. Það veröur sem sé ekkert tekiö i stúdíói? „Nei, allar innisenur fara fram innan þessara veggja,“ segir Hilmar þegar við ræöum saman að loknum vinnu- degi. „Bæði æfðum við senurnar með þetta hús í huga og svo verð ég að viðurkenna að ég er mjög hrifinn af þvi að nota að- stæður þar sem einn mynd- rammi getur sagt tvær sögur, þ.e. gerst utan dyra og innan á sama tíma.“ — En hvað um kvikmyndina sjálfa, hvaða sögu segir hún? „Myndin segir sögu tveggja ungmenna sem koma hingaö til að dvelja í nokkurn tima og vinna hvort um sig að tilteknum markmiðum. Þessar nokkru vik- ur i lífi þeirra draga fram ýmis- legt í þeirra persónum sem Eins og skepnan deyr,... kannski hafa ekki komið fram í dagsljósið áður og dvölin breytir ýmsu í þeirra fari. Bæði hvað varöar hluti sem þau sjálf búa yfir innra með sér og óvænta atburöi — þetta er samt ekki draugasaga og engir yfirnátt- úrulegir hlutir sem eiga sér staö. Heldur er um að ræða einhvers konar spennumynd með mann- legu ívafi, í senn tragísku og kómísku." — Þetta mannlega ívaf myndarinnar byggir á aðalper- sónunum, Helga og Láru sem svo nefnast og eru leikin af þeim Þresti Leó Gunnarssyni og Eddu Heiðrúnu Backman. Á þeim tveimur hvílir þungi myndarinnar og þó ekki síst þriöja aöilanum sem mikið kemur við sögu hvort heldur í mynd eða ósýnilegri nærveru. Hann nefnist Baldur og er móðurbróður Helga, leik- inn af Jóhanni Siguröarsyni. Eru þá svo gott sem upptaldar per- sónurnar sem koma við sögu. „Fyrir mér eru þau þrjú úr framvarðarsveit ungra islenskra leikara í dag,“ segir Hilmar um leikarana, sem öll hafa útskrifast úr Leiklistarskóla Islands á liðn- um árum, Þröstur Leó nú síðast. Og um svo veigamikil verkefni sem þau eru aö takast á við seg- ir Edda Heiðrún Backman: „Ég held aö það sé ekki verra fyrir unga leikara að fá að glíma við svona stórt verkefni. Ef fólk tek- Edda Heiðrún Back- man. Hlutverk hennar í myndinni er stærsta kvenhlutverkið í ís- lenskri kvikmynd til þessa. Er það þó ekki aðalhlutverk myndar- innar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.