Morgunblaðið - 06.09.1985, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1985
B 13
an mælikvarða í kvikmynda-
tökuhópnum má nefna Þórarin
Guönason, kvikmyndatöku-
mann og Gunnar Smára Helga-
son, hljóðmann. Aðstoðarmaður
hans er svo eiginkonan, Kristín
Erna Arnadóttir, en „Eins og
skepnan deyr,... “ er fyrsta
myndin sem hún vinnur viö.
En þó orðið „gamalreyndur“
hafi borið á góma hér áðan ber
ekki að skilja það svo að meðal-
aldurinn í hópnum sé ýkja hár,
hvorki hjá þeim sem vinna fyrir
framan vélar eða aftan. Og leik-
urunum ber saman um að það
sé ekki síst heppilegt, „rétt eins
og það að við leikararnir þrír er-
um á svipuðu reki, höfum öll út-
skrifast úr Leiklistarskólanum á
sl. árum, öll gengiö í gegnum
sama námiö og hjá sömu kenn-
urunum og þekkjum tækni hvers
annars,“ segir Edda Heiðrún. Er
eitthvað umfram annað sem
hefur komið þeim leikurum á
óvart við vinnuna?
„Ekki nema það hvað enda-
laust er hægt að betrumbæta
hlutina og sína eigin vinnu,“
heldur Edda Heiðrún áfram. Lít-
ur síðan á nærliggjandi nótna-
hefti og bætir við: „og hvað það
er erfitt að læra á þverflautu!"
Og mótleikarinn kinkar kolli, að
vísu ekki í átt til þverflautunnar,
heldur til ritvélar sem trónir á
vinnuboröinu.
Af öörum sem leggja skepn-
unni lið sitt eru þær Elín
Sveinsdóttir, sem i senn er
skrifta og förðunarmeistari
myndarinnar. Er þetta fyrsta ís-
lenska myndin sem hún vinnur
aö, en að loknu förðunarnámi i
Frakklandi vann hún við gerð
franskrar myndar áður en leiðin
lá heima. Hulda Kristín Magn-
úsdóttir sér um búninga, auk
þess aö annast matseld á
staðnum, en Hulda Kristín vann
einnig meö Hilmari viö gerö
myndarinnar „í skugga Scartar-
is“, sem hann geröi meðan á
kvikmyndagerðarnáminu stóð. j
samskonar námi í Þýskalandi er
nú vinur hans og aðstoðarleik-
stjóri myndarinnar, Þorgeir
Gunnarsson, og einn aðstoðar-
manna í kvikmyndatöku-
hópnum, Ólafur Rögnvaldsson,
nema hvað hans nám fer fram í
allt öðru landi og með „amerísk-
um“ hreim. Annar aðstoðar-
maður kvikmyndatökuhópsins
er svo Jóhann Haukur Sigurðs-
son.
„Eins og skepnan deyr, ... “
er framleidd af kvikmyndafyrir-
tækinu Bíó hf., en að því standa
Jón Ólafsson og Hilmar Odds-
son. Kostnaðaráætlun myndar-
innar hljóöar upp á tæpar 8
milljónir króna, en til myndar-
innar hefur í tvígang verið veittur
styrkur úr kvikmyndasjóði, fyrst
úthlutun upp á 2 milljónir króna
og í aukaúthlutun nú nýverið 1,9
milljónir króna þar til viöbótar.
Ráðgert er að vinnunni í Loð-
mundarfirði Ijúki í septemberlok
og ætti því myndin að koma
kvikmyndahúsagestum fyrir
sjónir á fyrri hluta næsta árs. Q
I undanförnum tveimur föstudagsblöðum höfum við ffjaMað um
heilsuna í greinum sem bera yfirskriftina „Mataræði — hr.nistur
_____________________________líkami“._____________________________
Fyrir þá sem vilja kynna sér málið nánar og vonandi leggja eitt-
hvað svolítið á sig til að öðlast hraustari líkama, birtum við í dag
síðasta hluta greinarinnar, sem byggir á töflum og línuritum í fram-
haldi af því sem áður hefur verið sagt. Og svo er bara að vona aó
einhverjir verði til að gera meira en að lesa sér til um málið
Hitaeiningaþörfin breytist með aldrinum
Hitaeiningaþörf karla (efri lína)
og kvenna (neðri lína) er mest ó
táningsaldri og þá er miamunur á
þörfinni mestur. Þarfir einstakl-
inganna eru vitaskuld mjög mis-
munandi. Ófrískar konur og þter
sem eru meö börn á brjósti þurfa
meira en gefið er til kynna á töfl-
unni.
Sá sem æfir íþróttir mjög stift
getur einnig borðað tvisvar til
þrisvar sinnum meira en gefiö er
upp og samt haldið kjörþyngd
sinni.
Eftir því sem fólk hreyfir sig
minna, minnkar hitaeiningaþörf-
in. Ef borðað er meira en likam-
inn brennir, safnast fita á líkam-
ann.
Æskilegt hlutfall hæðar
og þyngdar
Litaöi hlutinn á töflunum sýnir ssskilegt lágmarks- og
hámarkshlutfall hsaöar og þyngdar karla og kvenna. Með
aukínni yfirvigt eykst hsstta á ýmsum sjúkdómum.
Töflurnar eru teknar úr enska blaðinu „The lllustrated
London News — Health, Diet & Fitness" og er þar gert ráð
fyrír heldur smávaxnara fólki en islendingar eru margir
hverjir.
Að brenna hitaeiningum
Hjólað (21 km á klst.) 660 hitaein á klst
Ekió bil 165 hitaein a klct.
Leikiö goif 250 hitaein a klst
Straujaö 180 hitaein á klst.
Hlaupið (skokkaöj 600 hitaein. á klst
Leikinn veggjabolti 600 hitaein a klst.
Synt 350 hitaein. á klst
Ryksugað 210 hitaein. á klst
Gengió (6.5 km á klst.) 350 hitaein. á klst
Tölurnar eru viðmiðunartölur og breytast eftir
þyngd hvers og eins og því hversu hratt og
kappsamlega viðkomandi hreyfir sig.