Morgunblaðið - 06.09.1985, Síða 14

Morgunblaðið - 06.09.1985, Síða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1985 LIST Listmunahúsiö: Karl Kvaran A morgun kl. 14.00 opnar Karl Kvaran sýningu á 30 tússmyndum og olíumálverkum. Karl hefur haldiö fjölda einkasýn inga og tekið þátt í samsýningum. meðal annars með Septem-hópn- um. Sýningin er opin frá kl. 10.00 til 18.00 virka daga en frá 14.00 til 18.00 um helgar. A mánudögum er lokað. Allar myndirnar eru til sölu. Sýningunni lýkur 22. september. Gallerí Borg: Daði Guðbjörnsson Daði Guðbjörnsson myndlistar- maöur opnaði i gær sýningu á 21 olíumálverki og dukristú i Galleri Borg. Þetta er fjórða einkasýning Daða. en hann nam hér heima og i Hol- landi. Sýningin er opin frá kl. 12.00 lil 18.00 virka daga en frá 14.00 til 18.00 um helgar. Henni lýkur 16.september. HVAD ERAD GERAST UM Gallerí Langbrók: Sóleyjarsýning Sýningin á fellistólnum Sóleyju og borði Valdimars Harðarsonar verður framlengd til 15 september. Galleríið er opið frá kl. tO.OO til 18.00 virka daga en frá 14.00 til 18.00 um helgar. Kaldilækur: Ragnar Kjartansson Nú stendur yfir í Kaldalæk i Ólafsvík sýning á vatnslitamyndum eftir Ragnar Kjartansson mynd- höggvara. 20 myndir eru á sýningunni. Hún stendur til 15. september. Kjarvalsstaöir: Septem-hópurinn Septem-hópurinn sýnir á Kjar- valsstööum þessa dagana. Sýningar hópsins hafa verið haldnar árlega síðustu þrettán árin. Um 60 verk eru á sýningunni. Henni lýkur 15. sepfember. Frá vinstri Símon ívarsson og Siegfried Kobilza. Vestfirðir: Tveir gítarleikarar Símon ívarsson og Siegfried Kobilza munu á næstunni ferðast um Vestfirði og leika á gítara sína á ýmsum stöðum. Á efnisskránni er lótt klassísk tónlist, meðal ann- ars verk eftir Beethoven, J.S. Bach, M. Praetorius og Boccherini. Fyrstu tónleikarnir verða í kvöld kl. 21.00 í félags- heimilinu i Bolungarvík. Á morgun kl. 16.00 leika þeir fólagar í ísafjarðarkirkju og á sunnudaginn á Flateyri. Þeir tónleikar verða í mötuneyti Hjálms hf. og hefjast kl. 20.30. Þrastarlundur: Sígríður Gyda Siguröardóttir Sýning á vatnslitamyndum eftir Sigriöi Gyðu Sigurðardóttur stendur nú yfir í veitingastofunni Þrastarlund við Sog. A sýningunni eru 23 verk. Þetta er fjóröa einkasýning Sigríðar i Þrastarlundi. Hún hefur tekið þátt i fjölmörgum samsýningum og einnig átt verk á haustsýningum Félags is- lenskra myndlistarmanna. Sýning- unni lýkur á sunnudaginri. Byggingaþjónustan: Auður Ólafsdóttir Efnilegu listafólki verður boðið að sýna verk sin á „ pallborði" Bygg- ingaþjónustunnar í vetur. Fyrsta sýn- ingin hófst um síöustu helgi og er það sýning á blýantsteikningum, vatnslitamyndum, kritarmyndum og pastelmyndum eftir Auði Ólafsdótt- ur. Sýningin er opin frá kl. 14.00 til 18.00 um helgar en á virkum dögum frá kl. 10.00 til 18.00. Henni lýkur á sunnudaginn. Café Gestur: Málverkasýning í Café Gesti við Laugaveg stend- ur nú yfir sýning á verkum Ómars Stefánssonar. Þar verða einnig kynntar tvær bækur eftir Ómar. Aðra hefur hann gert einsamall en hina í samvinnu við Björn Roth. Sýningunni lýkur um helgina. Gallerí Salurinn: Óður til íslands Gunnar Karlsson sýnir um þessar mundir olíumálverk og skúlptúr í Galleri Salnum, Vesturgötu 3. Sýninguna kallar hann Óð til ís- lands, en hann hefur verið búsettur víðsvegar á Norðurlöndum síðustu fimm árin. Galleri Salurinn er opið frá kl. 13.00 til 18.00 alla daga nema mánudaga. Fimmtudaga er opiö til 22.00. Sýningunni lýkur 13. september. Krákan: Myndlist og spilverk i Krákunni viö Laugaveg stendur nú yfir sýning á gömlum og nýjum olíu- og pastelverkum Guðmundar Björgvinssonar. Tryggvi Húbner sem er við nám I klassískum gitarleik á Spáni mun leika fyrir gesti i matartimanum á föstudags- og laugardagskvöldum. Geröuberg: Vatnslitamyndir íslensk kona, Helga Windle, sem búsett hefur verið i London, sýnir Dr. Sven Sandström. Norræna húsiö: List, merking og upplifun Dr. Sven Sandström prófessor í nútímalista- sögu viö háskólann í Lundi heldur fyrirlestur í Norræna húsinu á morgun kl. 16.30. Fyrirlesturinn nefnist „List, merking og upp- lifun“ og mun einkum fjalla um skynjun og túlkun á listaverkum. Dr. Sandstrröm er einn kunnasti listfræð- ingur á Norðurlöndum og hefur samið fjölda bóka um listfræðileg efni meðal annars um endurreisnartímann, nútímalist, listfélags- fræði og listsálarfræði. Með fyrirlestrinum veröa sýndar litskyggn- ur. þessa dagana vatnslitamyndir í menningarmiðstöðinni viö Gerðu- berg i Breiðholti. Gerðuberg er opið frá kl. 14.00 til 18.00 um helgar en frá 16.00 til 20.00 virka daga. Sýningunni lýkur 15. september. Golfskálinn Jaöri: Málverkasýning Iðunn Agústsdóttir opnaði mál- verkasýningu í golfskálanum Jaðri síðastliðinn laugardag. A sýningunni eru 60 verk unnin i olíu og pastel, öll nýleg. Myndirnar eru allar til sölu. Þetta er áttunda einkasýning Ið- unnar, en hún sýndi siðast um pásk- ana á Akureyri. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14.00 til 22.00. Gallerí íslensk list: Sumarsýning 17 listmálarar sýna 40 verk I Gall- erí íslensk list, Vesturgötu 17, á sumarsýningu sem nú stendur yfir. Þar er opið daglega frá kl. 9.00 til 17.00 en lokað um helgar. Sýningunni lýkur 20. september. Slunkaríki, ísafirði: Hdgi Vilberg í Slunkaríki á ísafirði stendur nú yfir sýning á sjö málverkum eftir Helga Vilberg. Allar myndirnar eru til sölu. Skíðaskálinn í Hveradölum: Málverkasýning Bjarni Jónsson listmálari sýnir olíumálverk og vatnslitamyndir I nýja gróðurskálanum við skíðaskálann í Hveradölum. Sýningin er opin alla daga. LEIKLIST Stúdentaleikhúsið: EKKÓ Stúdentaleikhúsið ferðast nú um landið með tillegg sitt til árs æsk- unnar, rokk-söngleikinn „Ekkó — eða guðirnir ungu". Verkið er eftir Sviann Claes And- erson, en Ólafur Haukur Símonarson þýddi það og samdi söngtexta. Tónlistin er eftir Ragnhildi Gisladótt- ur. Andrés Sigurvinsson leikstýrir. Um helgina eru tvær sýningar fyrirhugaðar, á Hvammstanga á v föstudagskvöldið en á Blönduósi laugardagskvöld. Báðar sýningarnar hefjast klukkan 21.00. SOFN Ásmundarsafn: Konan í list Ásmundar Nú stendur yfir I Asmundarsafni við Sigtún sýning sem ber heitið „Konan I list Asmundar". Er hér um að ræða myndefni sem tekur yfir mestallan listferil Asmundar og birt- ist i fjölbreytilegum útfærslum. Sýningunni, sem stendur til næsta vors, er skipt i fjórar einingar sem sýndar eru i fjórum sölum safns- ins: Kona og karl niðri I kúlunni, Kona við vinnu I pýramídunum og Kona sem tákn i skemmunni. Safnið er opið alla daga frá kl. 10.00 til 17.00.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.