Morgunblaðið - 06.09.1985, Síða 15

Morgunblaðið - 06.09.1985, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1985 B 15 Skálholt: Kór Sankt Annae-menntaskólans Kór Sankt Annae-menntaskólans í Kaupmannahöfn heldur tónleíka í Skálholtskirkju á morgun kl. 17.00. Á efnisskránni er kirkjuleg tónlist. Kórinn hefur dvalist á íslandi upp á síókastið, fyrst á Akureyrí, þar söng hann í kirkjunni, og nú síöustu daga í Reykjavík. Kórinn telur um 200 manns og mun vera stœrsti kór Noröurlanda. Tæplega 150 kórfélagar taka þátt í íslandsferðinni. Hann heldur af landi brott á sunnudaginn. FERÐIR Hana-nú: Faríð í berjamó A morgun kl. 13.00 fara félagar I Frístundaklúbbnum Hana-nú I berja- mó. Lagt veröur af staö frá Digra- nesvegi 12. Þátttöku skal tilkynna I slma 44677 í dag eöa í síma 16603 I kvöld milli kl. 18.00 og 20.00. Útivist: Heigarferðir Fariö veröur i Þórsmörk og hún skoðuð í haustskrúðanum. Gist i Básum. Einnig verður ferö um Fjalla- baksleiö syðri. Dagsferöir á sunnudag Þórsmerkurferö. Lagt af staö kl. 8.00. Kl. 9.00 verður lagt af stað i ferö um Linuveginn sem er falleg öræfa- leiö frá Uxahryggjum um Hlööuvelli aö Gullfossi. Selsvellir — Hraunssel — is- Norræna húsið: Ulla Sangervo-Lappalainen Á morgun veröur opnuö sýning á leirskúlptúrum eftir finnsku listakonuna Ulla Sangervo-Lappalain- en í anddyri Norræna hússins. Ulla Sangervo-Lappalainen fæddist í Turku og hóf feril sinn meö því aö vinna í postulíns- verksmiójum í Finnlandi og Svíþjóö. Hún stundaöi nám viö Konstfack-skólann í Stokkhólmi og Listiönaðarskólann í Helsinki. Eftir það fékkst hún nokkuð viö kennslu í keramik viö ýmsa skóla í Finnlandi. Sýningin verður opin á venjulegum opnunartíma Norræna hússins og stendur til 19. september. Þjóöminjasafniö: íslenskar hannyrðir í Bogasal Nú stendur yfir I Bogasal Þjóö- minjasafnsins sýning á verkum (s- lenskra hannyröakvenna og nefnist hún „Meö silfurbjarta nál“. Þar getur aö líta verk eftir rúmlega 40 konur sem uppi voru frá því á 12. öld og fram undir slöustu aldamót. A sýn- ingunni er leitast við að draga fram helstu einkenni hinnar islensku út- saumshefðar. Mjög vegleg sýn- ingarskrá hefur veriö gefin út og er I henni meðal annars aö finna ævi- ágrip allra þeirra kvenna sem verkin á sýningunni eru eftir. Sýningin er opin daglega frá kl. 13.30 til 16.00 fram I október. Listasafn Einars Jónssonar: Listasafn Einars Jónssonar er opiö alla daga nema mánudaga I sumar, frá kl. 13.30 til 16.00. Höggmyndagarðurinn er opinn daqlega frá kl. 11.00 til 17 00 Listasafn Há- skóla íslands: Nútímaverk ís- lenskra listamanna Listasafn Háskóla islands I Odda (nýbyggingu Háskólans beint upp af Norræna húsinu) sýnir 90 verk úr safni sinu. Um er aö ræöa úrval af nútímaverkum safnsins sem öll eru eftir fslenska listamenn. Sýningin er opin daglega frá kl. 13.30 til 17.00. Aðgangur er ókeyp- is en sýningarskrá má fá keypta hjá gæslukonu á staðnum. Sýningin mun standa fram I september. Sædýrasafniö: Dýrín mín stór og smá Sædýrasafnið veröur opið um helgina eins og alla daga frá kl. 10.00 til 19.00. Meðal þess sem er til sýnis eru háhyrningar, Ijón, isbjörn, apar, kindur og fjöldi annarra dýra stórra og smárra. SAMKOMUR Norræna húsiö: Kammerkór Sankt Annae I kvöld kl. 20.30 veröa tónleikar I Norræna húsinu 30 til 40 mánna kammerkórs, skipaöur kórfélögum úr Sankt Annae kórnum danska sem staddur er hér á landi. A efnisskrá tónleikanna eru verk eftir W. Stenhammer, L. Bernstein, Sv. S. Schultz og V. Holmboe. Aö- gangur er ókeypis og öllum heimill. Ölkeldan: Þjóðlagakvöld Grétar, Matti og Wilma munu sjá gestum Ölkeldunnar viö Laugaveg fyrir fjörugri þjóölagatónlist næstu föstudags- og laugardagskvöld. Tónlistin er margvlsleg en írsk, skosk, norræn og slavnesk þjóölög veröa mest áberandi. Skíöaskálinn í Hveradölum: 50 ára afmæli skálans Skíöaskálinn I Hveradölum heldur um þessar mundir upp á fimmtlu ára afmæli sitt. í tilefni af þvi hafa Hauk- ur Morthens og félagar leikiö og sungiö fyrir gesti og gangandi. Þeir munu halda þvi áfram fram á haust- iö, hvert föstudags- og laugar- dagskvöld. Hótel Saga: Hljómsveit Grétars Örvarssonar Hljómsveit Grétars örvarssonar leikur fyrir dansi á Hótel Sögu á föstudags- og laugardagskvöldum. HLH-flokkurinn skemmtir gestum staðarins sömu kvöld. Hótel Borg: Orator með dansleiki Hótel Borg hefur tekiö stakka- skiptum og þar eru aftur haldnir dansleikir á vegum Orators. Þar veröur bryddaö á ýmsum nýjungum, en andi siðastliðins vetrar mun svlfa yfir vöfnum. Pöbb-lnn: Hljómsveitin Rock-óla Hljómsveitin Rock-óla leikur fimm daga vikunnar á Pöbb-lnn viö Hverf- isgötu 46, þaö er aö segja frá miö- vikudegi til sunnudags. Hljómsveit- ina skipa Agúst Ragnarsson, Bobby Harrison, Pálmi Sigurhjartarson og Rafn Sigurbjörnsson. Gestgjafinn: Eyjakvöld Svokölluö Eyjakvöld eru haldin föstudags- og laugardagskvöld á Gestgjafanum I Vestmannaeyjum. Yfirskrift þeirra er: Ég vildi geta sungið þér. Flutt verða lög og Ijóö eftir Oddgeir Kristjánsson, Asa I Bæ, Arna úr Eyjum, Gísla Helgason og Gylfa Ægisson. Þar aö auki verður flutt hiö nýja þjóöhátiöarlag eftir Lýð Ægisson og Guöjón Weihe. I tengslum við Eyjakvöldin verður boöiö uppá pakkaferðir til Eyja. Þessi kvöld veröur framreiddur ýmiss konar matur sem dæmigeröur má teljast fyrir Vestmannaeviar. ólfsskáli er ný gönguleið. Hún veröur gengin á sunnudaginn. Lagt af staö kl. 10.30. Loks verður fariö um Selatanga I ísólfsskála undir leiðsögn ísólfs bónda Guömundssonar. Allar upplýsingar fást I slmum 14606 og 23732. Athugið: Þeir sem vilja koma upplýsingum i þátt þennan þurfa að skila þeim á ritstjórn Morgunblaösins fyrir kl. 18.00 á miðvikudegi, eigi þær aö birtast næsta föstudag. Feröafélag íslands: Helgarferðir I kvöld verður lagt af stað I feröir I Þórsmörk og Landmannalaugar. Klukkan 8.00 I fyrramáliö verður haldið inn aö Emstrum hvaöan gengiö veröur I Þórsmörk. Þar verö- ur gist. Dagsferðir Kl.9.00 á sunnudaginn veröur far- iö í gönguferö á Skriðuna. Ekiö verö- ur aö Laugarvatni og gengiö af Miðdalsfjalli á Skriöuna. Kl. 13.00 sama dag verður fariö I haustferð á Þinqvelli. „Þjóösaga“ eftir Jón Reykdal. Kjarvalsstaðir: Jón Reykdal Jón Reykdal opnaöi um síðustu helgi sýningu í vestursal Kjarvalsstaöa. Á sýningunni eru 65 verk, þurrkrítarmyndir og olíumálverk unnin á síðustu tveim árum. Þetta er þriöja eínkasýning Jóns og sú stærsta til þessa. Henni lýkur 15. september.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.