Alþýðublaðið - 05.01.1932, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.01.1932, Blaðsíða 2
2 ALPÝÐUBLAÐIÐ Keflavík. Fyrsti og sjálfsagðasti réttur verkalýðsins er réttur hans til jpess að hafa félagsskap til þess að semja um kaupgjald og, önnur kjör við vinnu. En útgerðarmenn í Keflavík, eða nokkur hluti peirra að minsta kosti, virðast ekki þekkja þennan sjálfsagða rétt sjómanna og verkamanna, og neita að semja við verklýðsfé- lagið í Kefiavík. Bera þeir við þeim fánýtu ástæðum, að félagið sé ekki sjómannafélag, en félagið í Keflavík er sameiginlegt bæði fyrir sjómenn og verkamenn, eins og ákveðið var á síðasta Alþýðu- sambandsþingi að félög skyldu vera, nema í stærstu bæjunum. Alþýðusambandið tók upp bar- áttuna fyrir Hvammstangafélagið þegar því^var neitað um að sa:m- ið yrði við það, og eins mun Al- þýðusambandið vafalaust taka upp baráttuna fyrir Keflavíkurfé- lagið ef með þarf. Verða þá stöðvaðir allir flutningar til Keflavíkur, bönnuð uppskipun úr bátum þaðan bíe.ð.i í Reykjavík og Hafnarfirði, og eins útskipun á salti og öðru þangað. Vonandi þarf þó ekki til þessa að koma, enda ætti það hvergi að vera á landinu, að fulltrúar verkalýðsins og atvinnurekenda ekki gætu talað saman. Patreksfjðrðar. Fjölmennur verklýðsfundur var haldinn á Patreksfirði á sunnu- dagskvöldið og þar samþykt í einu hljóð’i. að neita tilmælum Ólafs Jóhannessonar konsúls um 15o/o launalækkun. Vegna þess, að síminn er bil- aður til Patreksfjarðar, hefir ekk- ert frézt þaðan í dag. Bannið í Finnlandl, Frá Helsin.gfors er símað, að atkvæðagreiðsia um áfengisbann- ið hafi farið fram á meðal þjóð- arinnar. Hafi rneiri hlutinn verið með afnámi þess, en örfáir vilj- að leyfa innflutming á léttum vín- um og bjór. Ekki er getið um það í skeytunum, á hvern hátt at- kvæðagreiðslan hafi farið fram eöa hvort Lappómenn hafa rnotað skammbyssur og mannarán við það tækifæri, en hitt er alkunna, að íhaldið er svo sterkt í Finn- landi nú, að það lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. islenzlm krónan er í dag í 56,69 gullaurum. f gær var hún i 57,10. Togararnir. „Egill Skallagríms- son“ kom af veiÖum í gærkveldi *teð 1800—1900 körfur ísfískjar og „Snorri goði“ í morgun. „Lagleg stúlka gefitis“ verður leikin á morgun. Indverjakúgun brezfca íhaldsins. Fangelsanir án léttarrannsóknar. Lækkun kemaralanna. Bæjarfulltrúar Reykjavíkur hafa nú einstakt tækifæri til þess að sýna hug sin,n til barna Reykja- víkurborgar. Hver hæjarfulltrúi á kost á því með orðum og at- kvæði að sýna hreina afstöðu til menningarmála borgarbúa. Fjár- hagsáætlun bæjarins liggur fyrir til umræðu og atkvæðagreiðsl'u. Ýmsir gjaldaliðir snerta skólamál. Einn er sá liður, sem að nokltru réttir hluta barnakennara í Rvík, ef samþyktur verður. Ríkisstjórn- in hefir unnið að því, að laun allra starfsmianna ríkis lækkuðu hlutfallslega jafnmikið. Væri ekk- ert við slíku að segja, .ef hlutfall milli launaflokka starfsmanna rík- is og bæja væri rétt og á viti bygt. Svo er eigi. Hlutfallsleg lækkun á opinber- um starfsmönnum þjóðféliagsins er eigi sanngjörn, þegar sumir hafa 1200 krónur á mánuði og þar ýfir, en lægst launaðir innan við 200 krónur. Víða finnast olnbogabörn. ís- lenzkir barnakennarar hafa verið þau börnin, sem hafa orðið að þola, hnútuköst og ýmsar óvirð- ingar. Viðurkent er þó, að þeir vinni allmikið gagn með starfi sín. Góður vilji stéttarinnar tii heilla fyrir landsins börn er ó- yggjandi. En mátturinn til starfa dvínar, þegar fjárhagsáhyggjur fylgja kennaranum inn í skóla- stofuna og þoka eigi um set. Sú hætta liggur þá nærri, að van- ræksla eigi sér stað. Vanrækslan kemur þá tilfinnanlega fram á börnunum. Fer þá svo, eins og oft endranær, að mest er syndg- að gagnvart börnunum, sem eigi skilja hvers þau eiga að gjalda. Þjóðfélaginu hættir stundum við því að syndga mest gagnvart þeim, sem hæstar vonir standa um og mest er treyst á til fram- tíðarinnar. Barnakennarar standa illa að vígi eftir launalækkun, er ríkið hefir nú beitt gegn þeim. Kenn- arar eru í lægst launaða flokkj starfsmanna ríkisins. Eru þeir að mun ver launaðir en starfsmenn Reykjavíkurbæjar. Virðist engin sanngirni mæla með því, að svo sé. Starf kennara er í þágu borg- arbúa, eins og annara starfs- manna Reykjavíkur. Barnakennarar Reykjavíkur hafa því farið fram á það við bæjarstjórn, að tekin verði upp á fjárhagsáætlun bæjarins fjár- upphæð, er kennurum sé greidd sem staðaruppbót. Upphæð sú er um 20 þús. krónur. Nemur það móti lækkun frá ríkis hálfu. Is- lenzka krónan hefir fajlið. Dýrtíð meiri er í aðsigi. Á sama tírna eru iækkuð laun á lægst laun- uðu starfsmönnum ríkisins. Munu flestir sjá hvílík óhæfa slíkt er. Atvinnurekendur fara ekki fram Lundúnum, 5. jan. U. P. FB. United Press hefir það eftir á- reiðanlegum heimi’dum, að ríkis- stjórnin brezka áformi að halda í öllu óbreyttri indlandsmála- stefnu sinni og halda fast við þau áform, sem í ráði eru vegna Indlandsmálaráðstefnunnar. Þrjár nefndir skipaðar af ráðstefnunni ieggja því af stað til Indlands, eins og ráð hafði verið fyrir gert, 15. jan. Frá Indlandi hafa bori-st eftir- fariandi tíðindi: Alindverska þjóð- ernissinnasamkundan hefir verið úrskurðuð ólögleg. Indlandsstjórn hefir gert ráðslafanir í varniar- skyni gegn friðsamlegum mót- spyrnuráðstöfunum leiðtoga þjóð- ernissinna, þ. e. gefið út tilskip- á kauplækkun hjá þeim, er þeir ihafa í vinnu. En ýmsar stéttir fara íram á kauphækkun. Mál þetta er stórmál fyrir hlut- aðeigendur. Vonandi athuga bæj- arfulltrúar rnáliö á réttum grund- velli. Það er stórmál viðvíkjándi börnum borgarinnar. G. M. M. Hagfræði og pólitík. Atvinnuleysi Og atvinnuleysistryggingar. --- (Nl.) Atvinnurekendur á ísland ihafa nú í nærri ár, eða alt frá því að kreppan tók að gera vart við sig á íslandi, sungið þann söng. að kaupid yrdi ao lœkka. Það var Samband ísl. samvinnufélaga (Samband íslenzkra landbúnaðar- kapitalista) sem byrjaði. Það ætti íslenzkur verkaiýður vel að muna. Það var forstjóri þess, Jón Árna- son, sem gerðist forsöngvari í þeim kór íslenzkra kapitalista. j grein, sem hann ritaði í „Tímiamn" skömmu eftir garnaverkfaliið i fyrra, hótadi hann íslenzkum og sérstaklega rieykvískum verkalýð meo hungrimi, ef kaupið fengist ekki lækkað. Síðan hafa a’ðrir tek- ið undir. Ekki að eins Morgun- blaðsmennirnir, hieidur „Tíma“- mennirnir. J. J. heimtar kaup- lækkun. Á. Á. heimtar kauplækk- un. Allur Framsóknar- og íhalds- flokkurinn heimtar kauplækkun. J. J. skrifar að vísu kænlegar í garð verkalýðsins en J. Árnason, ekki af því að hann sé ekki þjónn Sambandsims eins og J. Á., heldur af því, að hann hefir annad starf með höndum fyrir Samband- ið en hann. J. J. er nefnilega at- kvæðaveiðari Sambandsinis. Hann á að ná nokkrum atlwœdum verk-/ anir um að mótspyrnan gegu brezkum yfirráðum sé hegningar- verð og verði hinum brotlegu hegnt með alt að 6 mánaða fang- elsi. Tiiskipun þessi giidir fyrir alt Indiand. Samkvæmt annari til- skipun eru handtökur leyfðar lög- reglunni án handtökuskírteinis og hægt er að úrskurða menn í fang- elsi án réttarrannsóknar. Sir Mohamed Yakub, leiðtogi Múhameðstrúarmanna, hefir af- neitað samkundunni og hvatt aila. Múhameðstráarmenn til að styðja stjórnina. Búist er við að næsta sknef stjórnarinnar verði að leggja lög- hald á sjóði samkundunnar og skjöl. iýðsins við kosningar um leið og Sambandið gengur í lið með- Kveldúlfi tiil þess að svelta verkalýdihn. Og hungrið er- ekki langt undan. Þad er atvtnmi- legsid, sem fœrist nær og nær og pýdir lmngur, ef ekkert er gert við því. Þessi „heimskreppa” er hin fyrsta, sem verulega nær til ís- lands. En kreppur heimskapital- ismans eru ekki nýtt fyrirbrigði. „Heimskreppurnar” 1882, 1893— 1895, 1907—1908 og jafnvel 1921 gerðu ekki verulega vart við sig á íslandi. Það sýnir, að nú fyrst er ísl. kapitaiismi kominn á það stig og í svo náið sarpband við heimskapitaiismann, að héðan í frá munu menn á íslandi finna æ eftirminnilegar tii hverrar kreppu kapitalismans, — meðan. hann stendur. Hér hefir veiið sýnt fram á. hvernig svarið við atvinnuleysiinu atvinnuleysistryggingarnar, verk- ar. Það eru pœr, sem nú halda lífinu í hinum atvinnulausu millj- ónum í heiminum, það eru þær, sem hvert siðað þjóðfélag hefir gripið tii í atvinnulíeysinu. Þar sem þær eru ekki, verða menn að horfa upp á hundrað þúsund- ir og milljónir betlara, og hundr- uð manna falla úr hor og hungri á hverjum degi, eins og 'nú í Bandaríkjunum. Hvað gera íslenzkir vaidhafar við kreppunni? Þeir sjá ekkert nema kauplœkkun! Alþýðuflokkurinn hefir flutt frum- varp um atvinnuleysistryggingar. Hinir ráðandi íhaldsflokkar hafa ekki viljað virða það viðlits. Eiga menn á ísiandi þá að bíða eftir því, að menn hungri í hundraða- tali, betli á götunum og nokkrir menn deyi úr hungri á dag? Tíminn sker úr því. Berlín í nóv. Socialtsti.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.