Morgunblaðið - 01.10.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGAR1. OKTÓBER1985
• Þorgils Óttar einn, leikreyndasti maður FH, apáir liði sínu þriðja til
fimmta sæti í íslandsmótinu.
Þorgils Óttar:
„Veröum í þriðja
til fimmta sæti“
— SIGURINN gegn KR var
sanngjarn, við lékum mjög vel í
fyrri hálfleiknum og gerðum þá
alveg út um leikinn. Okkur tókst
svo að halda forskotinu og
tryggja okkur sigur.
Við erum með ungt og óreynt
lið FH-ingar núna en ég er ekki
svartsýnn. Það er einna helst
reynsluleysið hjá strákunum sem
ég er hrœddur við. Getan er fyrir
hendi. En reynsluleysið getur
oröið til þess að leikir FH-liðsins
veröi sveiflukenndir í vetur. Ég
spái því aö viö veröum í þriöja til
fimmta saeti í mótinu, sagöi Þor-
gils Óttar eftir leikinn gegn KR.
Þegar hann var inntur eftir
mótafyrirkomulaginu sagöi hann:
— Mótafyrirkomulagiö ein-
kennist að sjálfsögöu af
HM-keppninni í Sviss. Það er varla
hægt aö framkvæma mótiö ööru-
vísi. Ég tel þaö gott fyrirkomulag
aö leika 14 leiki tvöfalda umferö.
Liðin eru jöfn að getu núna og
mótiö getur oröiö spennandi þrátt
fyrir aö nokkra góöa leikmenn
vanti þar sem þeir leika erlendis.
Nú verkefni landsliðsins veröa
mörg og þaö ætti aö skapa mikinn
áhuga á handknattleik í vetur aö
íslenska landsliöiö tekur þátt i
lokakeppni heimsmeistarakeppn-
innar í Sviss, sagöi Þorgils.
Haukur Ottesen:
„Öll ár orðin
landsliðsár“
— ÞAÐ MA segja að viö höfum
afgreitt okkur sjálfir í leiknum
gegn FH. Við lékum svo itla í fyrri
hálfleiknum að þaö var engu líkt.
Viö gáfumst þó ekki upp og þaö
er góðs viti. En forskot FH var
einfaldlega orðiö of mikið.
Leikmenn sönnuöu þó getu sína
og þeir geta gert betur. Ég var ekki
alveg sáttur viö dómgæsluna í
leiknum. Við lékum einum færri í
dágóöan tíma og um tíma aðeins
fjórir. Ég tel þaö hafa veriö rangan
dóm aö reka Ólaf af velli í þriöja
sinn og þá fyrir fullt og allt,“ sagöi
Haukur Ottesen KR-ingur eftir tap-
iö gegnFH.
Haukur sagöi aö veturinn hjá KR
yröi erfiöur þar sem mikið af ungum
leikmönnum væri aö koma upp í
meistaraflokkinn.
Þá sagöist Haukur vera mjög
óhress meö mótafyrirkomulagiö í
vetur.
— Þaö eru öll ár oröin landsliös-
ár, þaö verður aö gera stórátak til
þess aö lyfta handknattleiknum
upp og fá fleiri áhorfendur. Ég spyr:
Hvaö eiga leikmenn og þjálfarar aö
geraeftir áramót? sagöi Haukur.
I
t
l
i
I.
i
I
i
#
2ÚRICH
BERN ARRAU
LUZERNE
GENF
Urvalsferð með Jóhanní Inga
tíl Svíss á skíðí og
HM í handknattleík.
JUNGFRAU
Þetta verður örugglega ein
hressilegasta ferðin á því herrans ári 1986.
Við hjá Úrval erum vel undirbúin - enda ekki
ráð nema í tíma sé tekið. 24. febrúar fljúgum
við til Zúrich og höldum sem leið liggur á
skíðahótelið Crystal í Interlaken en það er
á frábæru skíðasvæði: Jungfrau. Þctr ert þú vel í
sveit settur til að skíða af lyst og flakka svo
milli íþróttahalla ásamt Jóhanni Inga
fararstjóra og styðja dyggilega við bakið
á strákunum í landsliðinu á heimsmeistara
mótinu. Jóhann Ingi er þaulvanur fararstjóri.
í þessctri ferð verður hann svo sannarlega á
heimavelli; svæðið er honum allt eins og opin
bók og fáir þekkja handbolta jafnvel og hann.
Jungfrau skíðasvæðið
Brekkumar við Interlaken eru með þeim bestu
í Sviss, samtals 140 km af brautum og um 50
lyftur. Þctma finnur þú brekkur við hæfi og
veitingastaði sem þér á eftir að líka reglulega^
vel við!
Áætluð leikjatafia:
jsland - Japan
ísland - Tékkóslóvakía
ísland - Rúmenía
25. febrúar í Genf.
26. febrúar í Bern.
28. febrúar í Bern
Milliriðlar verða leiknir 2.-6. mars í Bern,
Basel, Zúrich, Luzerne og Arrau.
Úrslit um 3.-4. sæti verða í Basel 7. mars.
Úrslitaleikurinn verður í Zúrich 8. mars.
Innifalið
Flug og gisting með morgunverði, ömgg
fararstjórn Jóhanns Inga, ferðir að og frá
flugvelli og ómæld ánægja frá 24. feb. -
10. mars.
Verð pr. mann: kr. 33.400.- einstaklings
herbergi en kr. 30.800.- í tvíbýli.
Við hjá Úrval getum útvegað þér
bílaleigubíl, hálft fæði og miða á leikina, sé
þess óskað.
Kynntu þér málið í snarhasti, því miðctr
á þessa ferð stoppa ekki lengi við á
skrifstofu Úrvals.
FBmSKRIRTOFAN ÚRVAL
I
í
i
Ferðaskrifstofan Úrval viðAusturvöll, sími (91)-26900.
GOn FÓUÍ SÍN