Morgunblaðið - 01.10.1985, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.10.1985, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGAR1. OKTÓBER1985 Morgunblaðlð/Árnl Sæberg • Núverandi formadur Knattspyrnufélags Reykjavíkur Sveinn Jónsson í hinu nýja fundarherbergi KR sem hýsir jafnframt allt bikarasafn félagsins sem er án efa það veglegasta hér á landi. Fyrir framan Svein er stærsti bikar félagsins og sjáifsagt stærsti bikar landsins, en hann er veittur þeim sem hlýtur nafnbótina íþróttamaóur KR ár hvert. Bikarinn var gefinn af velunnara KR, íslendingi sem er búsettur erlendis en var á sínum yngri árum í félaginu. KR-ingar hafa tekið glæsilegt félagsheimili sitt í notkun skilað til okkar, sem nú keppa og starfa á vegum KR og er það fólag- inu ekki minna viröi en hin glæsi- legu íþróttamannvirki þess. Þaö er samstaöan og sigurviljinn, sem einkennt hefur félagsstarfiö frá fyrstu tíö. Sjálfur gekk ég ungur i KR og hef átt þar góöar stundir undir handleiðslu margra mætra manna, sem ég met mikils. Ég er oft spuröur aö því hvernig ég nenni aö standa í þessum félagsmálum. Því er auösvaraö. Ég geri þaö aö- eins fyrir sjálfan mig. Þaö er fátt ánægjulegra en aö fá aö vera meö í starfinu hjá KR. Kraftur og dugn- aður félaganna er slíkur, aö þaö kveikir brennandi áhuga á aö taka þátt. Menn koma og fara, en KR heldur áfram, eflist og styrkist, mótaö af framsækni og sigurvilja, sem sett hafa mark sltt á félagiö frá fyrstu tíö. — Hvenær var KR stofnað og hvað starfa núna margar deildir og félagar innan þeírra. — í marsmánuöi 1899 komu saman nokkrir ungir drengir i Vesturbænum hér í Reykjavík og stofnuöu fyrsta knattspyrnufélagiö á islandi. Nú, 85 árum síöar, er félagiö stærsta og öflugasta iþróttafélag landsins meö yfir 6.000 félaga í 11 íþróttadeildum. f langri sögu félagsins hafa eðlilega skipst á skin og skúrir, en þó hefur ávallt miöaö fram á viö í átt aö settu marki. Takmark félagsins og tilgangur hefur ætíö veriö sá hinn sami, aö skapa sem flestum, bæöi hinum yngri og eldri, aöstööu til aö leggja stund á íþróttir sér til hress- ingar og heilsubótar. Til aó nálgast sett mark er stööugt unniö aó endurbótum og uppbyggingu á jþróttasvæöum félagsins. Þar hafa stórvirki veriö unnin þó ótal margt megi betur fara. Á síðustu árum hefur enn miöað áfram. M.a. var lokiö viö gerö þriggja grasvalla og flóólýst malarvallar. Stærsta stóla- lyfta landsins var sett upp á skíöa- svæöi félagsins. Einnig var byggö þjónustumiöstöö í Skálafelli og til stendur aö lýsa upp skíöabrekk- urnar. Félagió hefur nýlega hafiö byggingu á þriöja íþróttahúsinu viö Frostaskjól. Húsiö er sérstaklega hannað sem lyftingahús, en mun aö sjálfsögöu koma öllum félags- mönnum til góöa. Ég vil aó lokum segja aö allir félagsmenn KR vilja allt leggja af mörkum fyrir félag sitt og áfram mun haldiö á sömu braut, sagöi Sveinn Jónsson formaður KR-inga aö lokum í spjalli okkar. — ÞR — í KR starfa nú 6000 félagar í 11 deildum í LOK ágústmánaðar var brotiö blaö í sögu Knattspyrnufélags Reykja- víkur. En þá tók félagið nýtt og mjög veglegt félagsheimili í notkun. Byggingin sem er öll eign KR er alls 865 fermetrar aö stærð og er hún hin veglegasta og gjörbreytir allri félagslegri aöstöðu hjá KR-ingum. KR hefur leigt Reykjavíkurborg aðstöðu í húsinu fyrir æskulýðs- og félagsmiöstöö til 29 ára. Framkvæmdir viö byggingu hússins hófust í ágúst 1984 en þá var fyrsta skóflustungan tekin. Kostnaöur viö framkvæmdir nemur nú um 17 milljónum króna og er þaö nokkru ódýrara en ráö var gert fyrir í upphafi. Enda var öll vinna boðin út og fengust hagstæö tilboð og framkvæmdahraói var mikill. Þá kom til mikil sjálfboöa- vinna hjá félagsmönnum KR, sem lögöu mikió af mörkum. KR-ingar fjármögnuóu byggingu félagsheirinilisins aó hluta til meö því aó selja fjórar íbúóir í húseign sinni í Garöastræti 13A í Reykja- vík, en húseign þá erföi KR frá Guömundi Ölafssyni fyrrum for- manni KR. Mjög tilfinnanlega vant- aöi félagsmiöstöö í vesturbæinn í Reykjavík og áttu KR-ingar frum- kvæöiö í því aö kanna hvort borgin heföi ekki áhuga á því aö ganga til samstarfs og reka æskulýösmiö- stöö í félagsheimilinu. KR mun nýta neöri hæö félagsheimilisins en borgin þá efri. Þaö er trú og vissa forráöamanna KR aö unga fólkiö í vesturbænum nýti sér þetta húsnæöi mjög vel svo og eldri borgarar en fyrir þá mun vera ætl- unin aö halda uppi miklu starfi líka. Hjörtur Hansson verkfræöingur fyrrum körfuknattleiksmaöur í KR var formaöur húsnefndar, en nefndin haföi veg og vanda af byggingunni. Gísli Halidórsson var arkitekt hússins og aö sögn nefnd- armanna i byggingarnefnd vann hann geysilega mikiö og ötult starf viö aó koma þessum miklu fram- kvæmdum áfram. Gísli er gamall knattspyrnumaöur úr KR. I tilefni þessa merka áfanga i starfi KR inntum viö núverandi formann félagsins Svein Jónsson eftir því á hverju velgengni KR byggóist í byggingar- og fram- kvæmdamálum en félagiö á án efa nú glæsilegustu íþróttamannvirki sem eitt einstakt íþróttafélag getur státaö af og væru fullboöleg hvaóa bæjarfélagi sem væri. Segja má aö byggingarsaga KR hefjist áriö 1929, en þá keypti fé- lagiö húseign þá er almennt var kölluð „Báran“ og stóö viö Tjörn- ina í Reykjavík. Húsió var notaö sem íþróttahús, leikhús og dans- staöur og setti verulegan svip á skemmtana- og menningarlíf bæj- arbúa. Á 40 ára afmæli félagsins 1939 gáfu knattspyrnumenn félag- inu 5 hektara lands viö Kaplaskjól. Fyrir velvilja borgaryfirvalda hefur tvisvar sinnum fengist stækkun á þessu athafnasvæöi okkar. „Bár- an“ var síöan seld 1944 og upp- bygging félagssvæóisins hófst og hefur staöiö allar götur siöan og veröur seint eöa aldrei lokiö. Þannig má Ijóst vera aö frum- herjarnir voru óvenju framsýnir og áræönir. Þeir náöu snemma afger- andi forystu i samkeppni íþróttafé- laganna í uppbyggingu á aöstööu til íþróttaiökana. Eldri forystumenn félagsins hafa þannig skilaö okkur, hinum yngri, góöu forskoti, sem vió ætlum ekki aö tapa niöur, held- ur auka. Skapa enn betri aöstööu og skila stærra og heilsteyptara fé- lagi til þeirra, sem viö taka. Þá er annaö er hinir eldri hafa Morgunblaðlð/Árni Sæberg • Hið nýja og glæsilega félagsheimilr KR fremst é myndinni en það var tekiö formlega í notkun 24. égúst. Félagsheimilið er 865 fermetrar og er atlt eign KR. Byggingin tengist gamla íþróttahúsinu en fyrir aftan gamla húsið er nýja íþróttahúsið og við endann é því er veriö að byggja hús með aðstöðu fyrir lyftingamenn félagsins. ________________________

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.