Morgunblaðið - 08.10.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.10.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLADID, ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER1985 13 Allt sem við eigum er í okkur sjálfum Ljóðrænn dularheimur Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Listahátíð kvenna: Ljóðabönd. Fimmti og sjötti hluti. Kjarvalsstaðir. Síðari hluti dagskrár um ást- ina í ljóðum íslenskra skáld- kvenna var á Kjarvalsstöðum 3. október sl. Fyrst las Edda Þórarinsdóttir um augað mitt og augað þitt eftir Skáld-Rósu. Svo flutti María Sigurðardóttir ljóð um huldusveininn unga eftir Theo- dóru Thoroddsen. Þá var röðin komin að Guð- finnu Jónsdóttur frá Hömrum í flutningi Eddu Þórarinsdóttur. Hver ert þú? spurði Guðfinna. Og Halldóra B. Björnsson orti Steingerður Guðmundsdóttir um trygglynda konu og kall sem sat undir kletti. María Sigurðardóttir flutti stemmningar Steingerðar Guð- mundsdóttur þar sem heiti eins og Nocturne segja heilmikið um yrkisefnið. María las líka ljóð eftir Ástu Sigurðardóttur, sem var fyrst og fremst smásagna- höfundur, en gat ort prýðilega. í ljóðunum kynntumst við kapp- hlaupi um nótt, rennvotum strætum og ógndjúpri þögn. Hverfult bergmál, svo var ekki neitt, orti Ásta Sigurðardóttir. Gaman var að kynnast ljóða- gerð Grétu Sigfúsdóttur. Gréta las sjálf. Hún horfði til baka og orti um eftirvæntinguna. Dag- draumar komu líka fram í ljóð- um hennar og hlúð var að blómi sem lætur lítið yfir sér. Gréta flutti einnig laglegt minningar- ljóð um Sigríði Einars frá Munaðarnesi. Þóra Jónsdóttir dró upp myndir „handa þér sem ég ann“ og flutti m.a. barnagælu. Hjördís Einarsdóttir kvað: Syngið hærra, en flutningur hennar var mjög lágvær. Hún orti sem áður um daglegt líf og árstíðir. Þegar haustar falla laufin til dæmis. Nína Björk Árnadóttir las úr Börnunum í garðinum og Svört- um hesti í myrkrinu. Tregi og lífsharmur settu svip á ljóðin. En eitt þeirra var ort af sannri ástríðu. Allt sem við eigum er í okkur sjálfum, sagði Ingibjörg Har- aldsdóttir í ljóði. Ljóð Jórunnar Sörensen fjöll- uðu m.a. um það að ekki væri úr végi að veita óskarsverðlaun fyrir leikmynd á sviði lífsins. Það er auðvelt að samþykkja. Eftir Steinunni Sigurðardótt- ur las Edda Þórarinsdóttir nokkur ljóð og kvað við léttari tón í þeim en í ljóðum hinna skáldkvennanna. Steinunn er vissulega sérstök í skáldskap sínum. Jóhanna Sveinsdóttir flutti ljóð eftir sig sem ekki verða höndluð í fljótu bragði. Þau hafa dálítið leyndar merkingar, byggjast stundum á orðaleik og sækja skírskotanir til dægur- heims. Elísabet Jökulsdóttir flutti eftirfarandi boðskap: Ég er ekki ég. Ég er ég. Hún las líka eftir systur sína, Unni Jökulsdóttur, þar sem segir um sálina að hún dansi tangó. Ljóð þeirra systra voru beinskeytt. Ásta Siguróardóttir Önnur dagskrá var á Kjar- valsstöðum 5. október. Tilgang- ur hennar var að leiða í ljós hvernig yngstu skáldkonurnar yrkja og að sögn Guðrúnar Bachmann „tengja saman ljóð- list og tónlist". Bergþóra Ingólfsdóttir las fyrst. Hún líkti konum við völur, dreifðar og safnaðar saman. Björk Guðmundsdóttir las við trumbuslátt: Hann er guð. Ég er guð. Allir eru guðir. Hún orti líka um að snerta er að særa, að særa er að snerta. Elísabet Jökulsdóttir hafði með sér hljómlistarfólk, á bass- anum Oddný, gítarnum Örn. Hvað myndirðu gera ef ég yrði brjáluð? orti Elísabet. En ekki síst orti hún og flutti athyglis- vert ljóð um ekkert minna en stöðu ljóðsins. Það ætti að banna mig, söng Ijóðið. Svo lásu þær Hallgerður Hauksdóttir og Jakobína Sigur- geirsdóttir, en þær höfðu áður lesið í Gerðubergi. Þær eru báð- ar dæmigerðar fyrir ungt fólk sem er að byrja að yrkja. Margrét Lóa Jónsdóttir og Birgitta Jóndóttir eru líka korn- ungar skáldkonur og nutu að- stoðar Ólafs og Svanborgar sem sáu um undirleik. Birgitta las um nakta sál sem spilar á hörpu, Margrét Lóa um líf í þöglum, blautum skógi. Væntanleg er eftir hana ljóðabók: Glerúlfar. Það er mjög rómantískt and- rúmsloft í ljóðum þeirra Mar- grétar Lóu og Birgittu. Kannski eru þau vísbending um að sam- félagið og vandi þess er ekki lengur fyrst og fremst á dag- skrá. Myndlist Bragi Ásgeirsson Fyrir tveimur árum hélt Eyjólf- ur Einarsson sýningu í List- munahúsinu, er mikla athygli vakti og það að verðleikum. Nú hefur hann aftur opnað sýningu á sama stað og sýnir að þessu sinni 44 myndverk unnin í olíu- og vatnslit. Sýningunni svipar um margt til fyrri sýningar hans, sem maður áleit forboða nýrrar sjálf- virkrar þróunar. En í stað þess að rækta það besta á þeirri sýn- ingu, sem voru sterkir samhljóm- ar í formi og lit, bornir uppi af mýkt og tilfinningafuna, reynir Eyjólfur að víkka út sviðið og það á allvafasaman hátt. Ég hef oft haldið því fram í skrifum mínum hin síðari ár, að nýung dagsins væri að rækta sinn garð og láta það sem vind um eyru þjóta, sem misvitrir listsagnfræðingar og listrýnend- ur boðuðu. Listamarkaðurinn í dag og það, sem haldið er fram, er ekki allt til þess fallið að hrópa húrra fyrir, og það er margt, sem kraumar undir yfirborðinu, er svo er komið. Fleiri og fleiri taka að gagnrýna alræðisvald fjár- magns og listapáfa, er öllu vilja ráða og senda menn út í ystu myrkur afskiptaleysiss, ef þeir vilja ekki dansa eftir linunni. Það getur verið erfitt á tímum nýbylgjumálverksins að vera málari fyrri kynslóðar og af ólík- um hugsunarhætti, en ’þá er einungis að taka upp baráttuna með því að mála af endurnýjuð- um krafti, svo sem manni sjálf- um býður. Ég nefni þetta hér vegna þess, að ég er ekki alskostar sáttur við þær nýjungar, er Eyjólfur ein- arsson fitjar upp á í myndverk- um sínum og þykja þær framand- legar og sem aðskotahlutir í myndveröld hans. Listamaðurinn er líkast sem á vegamótum og veit vart sjálfur, hvaða leið skuli velja. Útkoman er hvers konar tilraunastarf- semi, sem hefur meiri svip af hiki en sterkri sannfæringu þrátt fyrir hressileg vinnubrögð á köflum. Ég kann betur að meta Eyjólf í sínum gamla ham svo sem í myndunum „Flugtak" (8), „Á sýningu" (23) og „í fyrndinni" (28). Eyjólfur hefur sinn sérstaka tón í íslenzku málverki, sem æskilegt væri, að hann legði rækt við og sá tónn getur orðið hljóm- meiri, án þess að listamaðurinn leiti í mál annarra. HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ I Viltu auövelda þér námiö og vinnuna? 1 Viltu margtalda lestrarhraöa þinn? | Viltu bæta náms- og vinnutækni þína? Viltu margfalda lestur þinn á fagurbók- menntum? Viltu auka frítíma þinn? Ef svörin eru játandi þá skaltu drífa þig á næsta hraðlestrarnámskeiö sem hefst á morgun (miövikudag) kl. 20—22. Skráning í kvöld í síma 12658. HRAÐLESTRARSKÓLINN - 14 sekundur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.