Morgunblaðið - 08.10.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.10.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER1985 5 Aurskriða fellur f Seyðisfirði: Skriðunni fylgdi ógurlegur hávaði — mildi að enginn slasaðist, segir Svandís Jónsdóttir á Selsstöðum „ÞAÐ fylgdi þessu ógurlegur hávaði og læti og við vissum fyrst í stað ekki hvað gerzt hafði þó okkur grunaði reyndar að skriða hefði fallið úr fjallinu. Þetta var um sjö leytið á föstu- dagskvöldið og það mátti ekki tæpara standa, að ekki yrðu slys á mönnum. Tveir menn héðan voru að koma frá Seyðisfírði eftir veginum rétt áður en skriðan féll og rétt á eftir kom annar bfll að skriðunni, en til allrar hamingju slasaðist enginn,“ sagði Svandís Jóns- dóttir á Selsstöðum í Seyðisfírði, í samtali við Morgunblaðið. V »C''ÍS.,, .... ...* Svandís sagði, að þegar betur hefði verið að gáð hefði komið í ljós að stór skriða hefði fallið úr fjallinu Grýtu ofan við bæ- inn. Fjallið væri um 1.000 metra hátt og upptök skriðunn- ar væru í 700 til 800 metra hæð. Hún hefði fallið alveg niður undir sjó, verið um 300 metra breið, þar sem breiðast var og um 100 metra breið þar sem hún hefði farið yfir veginn. Þykktin hefði verið 3 til 4 metrar á veginum en um 2 metrar víðast annars staðar. Þá hefði myndazt stór geil í fjallið við upptök skriðunnar. Svandís sagði, að skriðan hefði gjöreyðilagt fjárrétt fyrir um 1.500 fjár og tekið súrhey úr flatgryfju nálægt bænum. Þá hefði hún valdið rafmagnsleysi með því að brjóta rafmagns- staur og ennfremur hefði hún brotið girðingar og fyllt skurði. Skemmdir á landi væri einnig miklar, tveir til þrír hektarar ræktaðs lands hefðu farið undir ósköpin og auk þess mikið land annað. Þá væri enn ekki ljóst hvort fé hefði lent í skriðunni. „Það hafa af og til komið smáslettur hérna úr fjallinu enda er einhver hætta á aur- skriðum og snjóflóðum talin hér. Við höfum hins vegar aldr- ei séð neitt þessu líkt og það er hreinlega stór gígur í fjallinu við upptök skriðunnar. Það er ljóst að við höfum orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni, en hve mikið það er, vitum við ekki enn,“ sagði Svandís Jónsdóttir. Þegar byrjað var að ryðja veginn að Selsstöðum kom f Ijós að þykkt skrið- unnar var þar vfða á fjórða metra en breiddin um eitt hundrað metrar. Ófært var yfir skriðuna nema í sjávarmálinu. Morgunblaðið/Kjartan Aðalsteinsson Skriðan féll úr 700 til 800 metra hæð úr fjallinu Grýtu og myndaðist talsverð geil í fjallið við upptök hennar. Skriðan var breiðust um 300 metrar og þykkust á fjórða metra. Vestmannaeyjar: Farandverkafólk hótar upp- sögnum vegna fæðiskostnaðar Vestmannjteyjum, 7. október. MEGINÞORRI farandverkafólks, sem nú er við störf í fiskvinnslustöðv- unum í Vestmannaeyjum, hefur skrif- að undir yfirlýsingu um að það munu hætta störfum næstkomandi sunnu- dag nema samið verði fyrir þann tíma um verulega lækkun fæðiskostnaðar í mötuneyti stöðvana. Frystihúsa- menn í Eyjum munu fjalla um þessa kröfu farandverkafólksins á næstu dögum. Nú um síðustu mánaðamót var tilkynnt um 20% hækkun fæðis- kostnaðar í mötuneyti stöðvanna eða úr 400 krónum á dag fyrir fullt fæði í 480 krónur. Eftir viðræður við fulltrúa farandverkafólks var fallið frá þessari hækkun, en verka- fólkið vill fá fram verulega lækkun. Var fæðiskostnaður kannaður á 12 stöðum öðrum á landinu og er meðaltalsverð á þessum stöðum 234 krónur á dag. Farandverkafólkið hélt fund um málið á sunnudaginn og kom þar meðal annars fram, að verkamaður á þriggja ára taxta er nú í 31 klukkustund að vinna fyrir fæði í eina viku i mötuneytinu. Á fundinum skrifuðu um 60 manns, sem mun vera um 90% starfandi aðkomufólks í Eyjum, undir yfirlýs- ingu þess efnis, að vegna mikillar óánægju með fæðiskostnað í mötu- neyti stöðvanna miðað við aðra staði, sjái fólkið sig knúið til þess að hætta störfum með viku fyrir- vara takist samningar ekki um 234 króna fæðiskostnað á dag. Að sögn Arnars Sigurmundsson- ar hjá Samfrosti er mötuneyti frystihúsanna í Eyjum rekið af einkaaðila, en frystihúsin greiða fæði starfsfólks töluvert niður. Arnar sagði að erfitt væri að bera saman fæðiskostnað í mötuneytum fiskvinnslustöðva þar sem á nokkr- um stöðum sé eingöngu hádegis- matur og kaffi tvisvar á dag, en öðrum svo sem Vestmannaeyjum selt fullt fæði alla daga ársins. Þá kvað Arnar það vera sjónarmið fiskvinnslustöðvanna að ganga ekki of langt í niðurgreiðslu fæðis, þar sem það skapaði aðstöðumun gagn- vart heimafólki, sem væri um 90% af starfsfólki húsanna. í dag er starfsfólk húsanna rúmlega 700 manns, þar af 70 aðkomnir og eru 20 útlendingar í hópnum. HKj Betri en nokkru sinni MAZDA 626 árg/86 Verðlaunabíllínn Mazda626 er nú kominn meðýmsum útlitsbreYtingum,nýrri innrétt- ingu og fjölmörgum tæknilegum nýjungum. MAZDA 626 GLX 2.0L með vökvastýri, rafknúnum rúðum og læsíngum og öllum lúxusbúnaði kostar nú frá aðeins 549.000 krónum. Opið laugardaga frá 10—4. BÍLABORG HF Smiðshöfða 23 sími 812 99 gengisskr 4.10.85

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.