Tíminn - 24.09.1965, Side 16

Tíminn - 24.09.1965, Side 16
 r HmÉni 2TÓ. tbl. — Föstudbgur 24. septömber 1965 — 49. árg. VERZLUNARSTJÓRA VIKIÐ ÚR STARFI VEGNA SMYGLS KJ-Reykjavík, fimmtudag. Eins og skýrt var frá í Tíman um á þriSjudaginn þá fannst nokk urt magn af smygluðu nautakjöti f kjötverzlun þar sem áður hafði fundizt smyglað kjöt — Síld og fisk við Bergstaðarstræti. í fyrra skiptið játaði verzlunarstjór inn að kjötið væri á sínum snærum, og einnig núna í seinna skiptið. Hefur eigandi verzlunar- TÓBAKSHLUTA- VELTA STYRKTAR- FÉLAGS VANGEFINNA Nú á laugardaginn verður hald in „tóbakshlutavelta“ á vegum Styrktarfélags vangefinna að Hall veigarstöðum. Verða vinningarnir eingöngu smyglaðar sígarettur, sem tollgæzlan hefur gert upp- tækar, en áður hefur ein slík hlutavelta farið fram, og þá á vegum Slysavarnarfélags íslands. Séra Erlendur Sigmundsson, framkvæmdastjóri Styrktarfélags vangefinna, sagði blaðinu frá þessu í dag. Hann kvað félaginu hafa verið gefið mikið magn af sígarettum, sem tollgæzlan hefði gert upptækt, og væri þetta gert að tillögu Jóns Kjartanssonar, for stjóra Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins og samkvæmt ákvörðun Gunnars Thoroddsen fyrrverandi fjármálaráðherra. Slík hlutavelta á sér fordæmi, þar eð í hitteð fyrra var haldin samskonar hluta velta til ágóða fyrir Slysavarnar félag íslánds, og gaf góðan árang ur. — Við, sem vinnum fyrir Styrkt arfélag vangefinna, erum mjög þakklátir fjármálaráðherranum og forstjóra Áfengis- og tóbaks- verzlunar ríkisins, fyrir þennan mikla stuðning við félagið, sagði sr. Erlendur, og við væntum þess að tóbaksmenn noti tækifærið til að kaupa ódýrt tóbak og styðja gott málefni. Hlutaveltan hefst klukkan 14 á laugardaginn á Hallveigarstöð um, og unglingar innan 16 ára fá ekki aðgang að henni. innar af þessum sökum látið verzl unarstjórann hætta störfuip. en eigandi er eins og kunnugt er Þorvaldur Guðmundsson. Hefur Þorvaldur af þessu tilefni sent Tímanum svohljóðandi yfirlýsingu: „Vegna fréttar í dagblaðinu Þjóð viljinn í dag fimmtudaginn 23. september 1965, varðandi sölu á erlendum kjötvörum í verzluninni Síld og Fiskur, vil ég undirritað ur taka eftirfarandi fram: Við reglulega eftirlitsskoðun Heilbrigðiseftirlitsins í frystiklef um verzlana minna hinn 3. þ. m. kom í ljós, að þar voru til staðar um 70 kg. af erlendu nautakjöti. Við rannsókn máls þessa fyrir dómi hefir komið í Ijós, að um- rætt kjöt hefir verzlunarstjóri viðkomandi verzlunar, sem »1- gjörlega annast rekstur 'hennar, tekið til vörzlu í eigin þágu, en ekki haft það til sölu. Þar sem hér er um endurtekið brot að ræða af hálfu umrædds starfsmanns hefur hann nú látið af störfum sem verzlunarstjóri í viðkomandi verzlun.“ VITNI VANTAR MB-Reykjavík, fimmtudag. Lögreglan í Hafnarfirði hefur beðið blaðið að auglýsa eftir vitn um í sambandi við tvenna þjófn aði, sem framdir voru í síðustu viku. Er í öðru tilfellinu um að ræða rafsuðuvél og í hinu til fellinu hjólbarða á felgu og verkfærakistu með allmiklu af verkfærum í. Á tímabilinu frá 11.—18. þ. m. var stolið rafsuðuvél úr ólæstum skúr, sem er næsta hús sunnan við Landshafnarhúsið í Ytri-Njarð vík. Vél þessi er blágrá að lit, með áföstum rafmagnskapli. Vél in var sex ára gömul og í góðu ásigkomulagi. Aðfaranótt föstudagsins 17. þ. m. var brotizt inn í bifreiðina J-01661, þar sem hún stóð við Hafnargötu 22 í Vogum. Úr bif- reiðinni var stolið hjólbarða á felgu, felgustærð 735x14. Hjól- barðinn var af Good-Year gerð. Einnig var tekin græn verkfæra kista með miklum verkfærum. Framhald á bls. 14. GEIM VlSINDASÝNING OPNUÐ EFTIR VIKU JHM-Reykjavík, fimmtudag. Upplýsingaþjónusta Banda- ríkjanna mun opna gcimvís- indasýningu í hinu nýja húsi Eðlisfræðideildar háskólans 4. október n. k. Þarna mun kenna margra grasa, t. d. verð ur til sýnis gcimbúningur, Iík ön af geimfari og gervihnetti í smækkaðri mynd. Hér verð ur um mjög athyglisverða sýn- ingu að ræða á þessu vísinda sviði, sem stöðugt er að verða umfangsmeira í hinu daglega lífi nútímamannsins. Blaðamenn Tímans komu við í Eðlisfræðistofnuninni í dag og ræddu við þá er þar vinna við undirbúninginn á uppsetn- ingu sýningarinnar. Ruben Mon son, blaðafulltrúi tjáði frétta- mönnum, að þessi sýning væri í rauninni fimm smærri ferðasýningar, sem sendar hafa verið hingað. Þarna verða ýms ar deiidir, sem sýna m. a. Ijós myndun úti í geimnum, sam vinnu hinna ýmsu landa á sviði geimrannsókna, veðurat- huganir gervihnatta o. m . fl. Þá verða sýndar kvikmynd ir um geimferðir og geimvís- indi allan daginn í sérstöku kvikmyndaherbergi meðan sýn- ingin er opin. Alls verða sýmd ar um 20 kvikmyndir og þ. á. m. er 10 mín. litfilma frá æf ingum geimfaranna í Öskju, sem aldrei hefur verið sýnd hér áður. Fluttir verða fyrirlestrar um framfarir og rannsóknir á sviði geimvísinda, og verða flestir fyrirlesararnir ís- lenzkir. Mikið verður af ljós myndum, bæði lit og svart- hvítum, á geimsýningunni. Fréttamenn hittu á staðn um ungan íslending, sem er nýkominn heim eftir rúmlega fjögurra ára útivist á Ítalíu og í Bandaríkjunum, sem heit ir Svavar Hanson. Hann vinn ur við uppsetningu og skreyt ingu á sýningunni. Svavar hef ur m. a. numið málaralist er- iendis og haldið eina sýningu í Framhald á bls. 14. Hér vinnur Svavar a3 þvf að mála eitt merkið á geimvísindasýn- ingunni sem opnuð verður í byrjun naesta mánaðar. (Tímam Kári) FÁ HAFNFIRÐINGAR VATN ÚR HEITA VA TNSHOLU? IGÞ—Reykjavík, fimmtudag. Eins og kunnugt er, þá liafa Hafnfirðingar átt við langvarandi vatnsskort að búa í sumar, og ekki tekizt að bæta úr honum þrátt fyrir ýmsar tilraunir. Fjórða stóra atlagan til úrbóta í þessu efni verður gcrð á morgun, þegar fyrirhugað er að dæla vatni úr borholu í Kaldárseli inn á vatns veitukerfi bæjarins. Þegar Tíminn talaði í kvöld við Jón Pálmason, bæjarfulltrúa, sagði hann að síðustu tvo sólarhringa hefði stórt hverfi baejarins verið vatnslaust með öllu. Hefði fólk vakað um nætur til að freista þess að safna vatni, sem kynni að koma, þegar álagið minnkaði í lægri bæjarsvæðum, en þær vök- ur hefu reynzt árangurslausar, þar sem ekki hefði verið deigan dropa að fá úr krönunum. Eitthvað hef ur verið reynt að bæta úr vatns skortinum með því að flytja vatn í bílum til þeirra bæjarhverfa sem verst eru stödd, en slík að- stoð hefur náð skammt. Mikil hætta hefur verið samfara þessum vatnsskorti, því slökkvi- tæki bæjarins hefðu verið meira og minna óvirk, ef til eldsvoða hefði komið, í þeim hverfum sem hæst standa. En sem betur fer hefur ekki á þetta reynt. Framhald á bls 14. VILJA „ÞOGULT HVERFI" LISTA- OG VÍSINDAMANNA í REYKJAVÍK GB-Reykjavík, fimmtudag. Á borgarráðsfundi nú í vik unni gerðist það m. a., að því er segir í fundarfrétt, að „lögð var fram umsókn frá Jóni Leifs, dags. 13. þ. m., um lóð í Breiðholtshverfi og skipu lagning „þöguls hverfis“ fyrir listamenn og vísindamenn. Um sókninni var vísað til lóðanefnd ar.“ — Hver er hugmyndin með þessu „þögla hverfi“, sem var á dagskrá borgarráðs um dag- inn? spurðum við Jón Leifs, er við náðum tali af honum í dag. — Eru þeir strax farnir að anza þessu bréfi mínu, það eru sveimér snarari viðbrögð en ég átti von á. Já, hver hug myndin sé með þessari málaleit an minni? Einfaldlega eins og þar stendur að leita athvars eða meira starfsnæðis fyrir þá listamenn, sem vinna að hug verkum, og vísindamenn. Þeir þurfa líka a*_ hafa vinnufrið Hefur ekki jafnvel Halldór Laxness kvartað undan því að hafa ekki vinnunæði uppi i Mosfellssveit og hann neyðist stundum tii að flýja til útlanda til að koma einhverju í verk En það er víst aðallega gesta nauðin, sem han; hefur ekki húsfrið fyrir. Þá dettur mér í hug það se. Halldór sagði mér ekki alls fyrlr löngu að hann var á ferð suður 1 Sviss og ætlaði að heilsa upp á kollega sinn, eitthvert Nóbels skáld, sem þ„r býr En þegar hann kom í hlað, rak hann augu í skilti á húsinu, þar sem hitt Nóbelsskáldið baðst und an gestakomum. Lét Halldór sér það að kenning" verða og hvarf frá við svo búio. En úr því þeir listamenn. sem búa uppi í sveit, verða að flýja að heiman hvað þá um okkur vesalingana, sem verðum að gera okkur að góðu að hafast við innan um allan þann háv aða og gauragang, sem er hér inni í miðborginni. Það er svoddan dæmalaust skipulags- leysi á öllu hér í mörgum hverfum bæjarins. enginn frið ur fyrir hávaða og djöfulgangi í gömlum virðulegum íbúðar hverfum bæjarins, t. d. í Þing holtunum, eða á Freyjugötunni. Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.