Alþýðublaðið - 08.01.1932, Blaðsíða 4
4
KfcÞTÐUBBAÐlB
Ort á Dagsbrúnarfundi,
er þeir kváðu Jrar Kjartan Ól-
afsson og Björn Friðriksson.
Eyrun taka enn þá inieir af ób-
snild þinni.
Gerist mörgum glatt í sinni
af gömlu' og kæru ferskeytiunni.
Kveð þú meira, Kjartan minn! frá
kærum sprundum.
Iðjuleysis eyddu stundum
á okkar Dagsbrúnarfundum.
Hvar sem er tendrað lítið Ijós,
er lífið boðar,
fyrir degi fögrurn roðar. ,
Fólkið það sem undur skoðar.
Ferskeytlan er firðum öllum fóta-
, lampi.
Sér þó eigi hátt hún hampi,
hennar lengstum dugir glampi.
Lýst og skinið skærast fær hjá
skáldum sönnum
og ykkur kæru kvæðamönnum;
klaka’ hún eýðir, myrkri og fönn-
um.
Þið viðhaldið þjóðarlist og þar
með hylli.
Allra sálir fögnuð fylli
ferskeytlan og ykkar snilli.
Ég vil þakka ykkur báðurn óð-
inn snjálla.
Lúðrar ykkar lengi’ ef gjalla,
listin mun ei niður ■ falla.
F undarmáður.
Kúalabbi.
Þegar ég sá greinina um hvaó
orðið iæpa þýddi, datt mér í
hug aö spyrja hvaö oröið kúa-
kibbi, sem er aigengt skammar-
yrði, myndi þýða. Þess skal getið,
að orðið er oft borið fram msð
k-hljóði, en það hygg ég vera
xangt.
Anmr spumll.
Svar: Sumir hafa álitið að orðið
þýddi sarna og kúasmali (sá, seim
labbaði á eftir kúnum), en það
mun vera rangt.
Kúalabbi er sveppstegund (gor-
kúlutegund) nrjög, stórvaxin, grá-
leit eða móleit, og vex í skóg-
lendi, og er sagt að kýr éti hann;
af mikilli græðgi. Rétta nafnið
(eða upprunalega) mun hafa verið
kúalapi.
‘Ernst Rolf kœrdiir. Ernst Rolf
«r eins og kunnugt er mjög fræg-
ur sænskur ieikari og visnasöngv-
ari. Nýlega var hann kærður fyrir
að hafa ráðist á og misþyrmt
manni þeim, er gefur út visur
hans.
Skóhlífalaust er að verða í
borginni, ein af afieiðingum inn-
flutningshaftanna.
Honjo hershðfðingi,
yfirforingi japanska hersins í Mansjúríu. Eins og skýrt var frá hér í
blaðinu nýlega, hafa Japanar einnig sést að í suðvesturhluta landsins*
og þar með lagt alla Mansjúríu undir sig.
Um dagfnn og vegfnn
Ný gatnanöfn.
Þessum götum voru gefi.11 nöfn
á bæjarstjórnarfundiinum i gær:
Eiriksgata er gatan næst Land-
spítala’óðinni, frá Skólavörðutorgi
að Hringbraut, Leifsgata þar Eyrir
norðan, frá Barónsstíg að Hring-
braut, Egilsgata meðfram barna-
skólalóðinni, frá Skólavörðutqrgi
að Hringbraut, Flosagata norðan-
vert við fyrirhugaðan íþróttavöll,
frá Barónsstíg að Hringbraut, og
Droplaugarstígur austanvert við
sundhöllina, milli Bergþórugötu
Og Flosagötu.
Kvæðakvöld
heldur kvæðafélagið „Iðunn"
aninað kvöld kl. 8(4 í Varðar-
húsinu.
Sjómannafélag Reykjavíkur.
Atkvæðaseðlar tiil stjórnarkosn-
ingar liggja frammi i skrifstofu
félagsins, Hafnarstræti 18.
Hlif. Alddrfjórðungsafmæli.
Verkamannafélagið Hlíf í Hafn-
arfirði heldur aldarfjórðungsafmæli
sitt hátíðlegt á þriðjudaginn kem-
ur kl. 8 í G ðtemplarahúsinu.
Aðgðngumiðar eru seldir heima
hjá formanni hálíðarnefndarinnar,
M gnúsi Kjartanssyni, Syðri-Lækj-
argötu 7 á morgun og á sunnu-
dag, Sími hans er 149. Á þriðju-
dagskvöldið verður húsið opnað
kl. öV^. Hlífarfélagar eru beðnir
að sækja aðgöngumiða sína svo
fljótt, sem þeir frekast geta, því
aðsóknin verður mjög mikil, Aðal-
ufndur Hlífar verður föstudagskvöld
í næstu víku í Bæjarþingssalnum,
Hvað er að fipéftfi?
Nœturlceknfr er í nótt Kristinn
Bjarnarson, Stýrimannastíg 7, slm;
1604.
Druw korta skorþi upp. Fyrri
hluta dezembermánaðar ók bif-
reið á gamla konu í Alfastorp í
Sviþjóð, og beið konan bana af
því. Maöurinn, sem ók bifrieiðinni,
er ákærður fyrir að eiga sök á
slysinu, en harm neitar. Nú hefir
verið ákveðið að skera dánu kon-
una upp og rannsaka haiia inn-
vortis til að reyna að komiast að
því sanna um það, hvort þeirra
átti sökina.
Útuarpid í dag: Kl. 19,05:
Þýzka, 1. flokkur. Kl. 19,30: Veð-
urfregnir. Kl. 19,35: Enska, 1.
flokkur. Kl. 20: Erindi: Fimm ára
áætlun Rússa, II. (Guðmiundur
Hannesson.) Kl. 20,30: Fréttir. Kl.
21,05: Söngvélar-hljómleikar.
Fœrri dxuðans matu-. Fyrir 40
1:1 50 árurn dóu að meðaltali 24
til 25 menn af hverju þúsundi E.r á
árunum, sem liðið hafa síðan, befir
jreim stöðugt fækkað, sem dóu,
svo nú eru það ekki nema 11
t!l 12 af hverju þúsundi, sem
deyja árlega. Enn þá eru það þó
þrjú lönd í álfunni, þar sem
manndauði er fátíðari en hér, en
það eru Noriegur, Danmörk og
Holland.
Skipafrétilr. „Ísland" kom í
morgun frá útlöndum. „Suöur-
land“ fór í dag til Borgarnesis.
Togararni". „Baldur" og „Hilrn-
ir“ komu af veiðum í morgun
með 1400 körfur hvor og „Hann-
es ráðherra" með 2100 körfur.
„Waldorf", enski togarinn, sem
kendi grunins, er að lokinni botn-
skoðun farinn áleiBis til Englandis.
Isfiskssala. „Gylfi“ seldi afla
sinn á mánudaginn, 650 „lcftt“,
fyrir 1014 sterlingspund, „Jú-
píter“ sama dag 1150 „kítt“ fyriir
2025 stpd. og „Njörður" á þriiðju-
daginn 750 „kítt" fyrir 967 stpd.
Gengi erlendra mijnta hér í
dag:
Sterlingspund, danskar og
norskar kr. óbreytt frá í gær.
Dollar kr. 6,56 ta
100 sænskar krónur - 125,25
— þýzk mörk 155,72
Vedrid. Kl. 8 í morgun var 10
stiga frost í Reykjavík, 14 stiga
á Blönduósi. Útlit hér um slóðir:
Breytileg átt og hægviðri. Senni-
lega úrkomulaust.
Bölvun módurinmr. 54 ára
gamall handverksmaður í Vinar-
borg, Josef Lamprecht að' nafni,
lienii sér fyrir nokkru í Dona.
Fiskimenn náðu í hann, en þá
var hann látinn. Hann hafði skilið
frakka sinn eftir á árbakkanum
og í vasa hans var bréf, sém á
stóð: „Bölvun móður minnar hvíl-
ir á mér eins og mara; ég afber
þetta ekki lengur."
Geisla-miðil allmerkilegur ger-
ir nú alia hisisa þar sem hann
kemur. Míðill þessi heitir Pas-
quale Erro og er Italii. Hann er
nú sem stendur í Englandi. Erro
dáleiðir sjálfan sig, og þegar
hann er kominn í dáleiðsiuá-
standið stafa út frá honum marg-
litir geislar, sem verða jafnvei 6
metra langir. Þannig hefir það
verið frá því Erro var 14 ára að
komast fyrir þennau mikia leynd-
aldr: og enn hefir engum tekist að
ardóm.
Mormónar ekki alveg af baki
dottnir. I næstkomandi júnímán-
uði ætla Mormónar að halda alls-
herjar Evrópuþiilng í Prajg í Ték-
'koslovakíu. Á þiinginu misétir John
Widstoe, ei'nn af hinum 12 æðstu
prestum. Enn fnemur mæta þar
fulítrúar frá Ameríku, en eiius og
kunnugt er, er. aðalaðsietur Mor-
mónq í Utiáh. 1 Tékkóslóvakiu eru
nú sem stendur tólf hiormönskir
trúboðar og nokkur hundruð trú-
bræður.
Dmngurinn, sem skaut á skratt-
ann: Fyrri hluta síðasta mánaðar
réðist grimubúinn ræningi inn í
skógarvarðarhúis nokkurt í Ade-
:nau í Ríniandi. Enginn var haiinia,
nema tvö böm skógarvarðarctns,
stúlka, 13 ára göniu), og dreragur,
11 ára. Ræniugiinn kvaðst vera
skrattinn sjálfur og heiimtaði, að
þau létu hann fá aila peniiinga,
sem væru tiíl í húsinu. Litlá stúlk-
an varð auðvitað hrædd og
bjóst undir eins til að afhenda
honum 300 krónur, sem faðir
hennar átti, en þær voru uppi á
lofti. Fóru þau því, stúlkan og
ræninginn, upp á loft ti.1 að sækja
I féð, og afhenti hún honum það.
en síðan gengu þau niður. Þegar
rænimgfcm stóð í neðsta þnepi
stigans, sá hann hvar litli drieng-
urinn stóð og miðaði á hann
byssu. Ræniingin,n stóð sem steini
lostiun. Alt í eimu kvað við hár
hvellur og ræmiingiinn steyptist á
gólfið, steimdauður. SkotiÖ hafði
hitt hann í hjartaö. Drengurimn
kvaðst hafa álitið, að fyrst þetta
væri: fjandinn, þá miætti hann
sikjóta hann, og aílir hlytu að
þakka honum fyiir að hafa loks-
ins ráðið niðurilögum hams, „því
marga er skoilinn búinn aö fara
ilía með," sagði drengurinn.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Ólafur Friðriksson.
Alþýðuprentsmiðjan.