Morgunblaðið - 20.10.1985, Síða 6
♦6 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER1985
TÍMABÆRAR ATHUGASEMDIR
AÐFERÐ OG AFSÖNNUN
A fsönnunarhyggja
sír Karls Popper
eftir Stefán Snævarr
Stefán Snævarr
Við lifum á öld efans. Enginn trúir
lengur á „orsakalögmálið", engir
nema afdalakallar trúa því að full-
sanna megi kenningar. En ekkert
er nýtt undir sólinni, sá maður sem einna
fyrstur varð til þess að vega að sönnunar-
hyggjunni var á dögum frá 1711 til 1765,
fékkst við heimspeki og kallaðist David
Hume.
Einn sporgöngumanna Humes á þessari
öld er heimspekingurinn Karl Popper, bor-
inn og barnfæddur í Austurríki, en búsett-
ur á Englandi og meira að segja orðinn
„sör“.
Ég ætla að gera hina svonefndu afsönn-
unarhyggju Poppers að umtalsefni í þessari
grein og ekki síst þá margháttuðu gagn-
rýni sem Popper hefur mátt þola. Popper
er nefnilega ekki sá guð sem margir ætla,
satt best að segja á hann sér fáa formæl-
endur meðal rökspekinga samtímans.
HVENÆR ER
KENNING RÖNG
En hvert er þá megininntak afsönnun-
arhyggjunnar? Popper segir að ekki sé
hægt að sanna kenningu svo óyggjandi sé,
en hinsvegar sé hægt að afsanna hana. Ef
Jón segir að allir svanir séu hvítir þarf
ekki nema einn svartan svan til að afsanna
fullyrðingu Jóns. Aftur á móti er ekki
hægt að útiloka þann möguleika að svart-
ur svanur leynist í einhverju skúmaskoti
þótt allir svanir sem hingað til hafa fund-
ist séu hvítir sem mjöll.
Þessi vandi sést skýrar ef við hyggjum
að almennum kenningum visinda eins og
þyngdarlögmálinu. Við getum imyndað
okkur óendanlega marga möguleika á því
að prófa þá kenningu en í reynd getum við
aldrei framkvæmt óendanlega margar til-
raunir. Mannskepnan var nú einu sinni
ekki sköpuð fyrir óendanleikann og því
aldrei hægt að fullreyna tilgátuna um
þyngdaraflið. Af ofansögðu dregur Popper
þá ályktun að vísindalegar kenningar séu
ekki einfaldar summur staðreynda heldur
vísi ævinlega út fyrir þekktar staðreyndir.
Popper segir að strangt tekið sé hægt að
„sanna“ hvaða kenningu sem vera skal ef
menn aðeins skilgreina hugtök sín nægi-
lega óljóst. Einu „sannanir" sem Popper
tekur gildar eru prófanir sem í reynd eru
misheppnaðar afsönnunartilraunir. Popp-
er vill því losa sig við hugtakið „sönnun"
og nota í staðinn hugtakið „styrking“
(corroboration).
Og þá erum við komin að kjarna máls-
ins, nefnilega þeirri skoðun Poppers að
„hrekjanleiki" (falsifiability“) sé það sem
skilur vísindalegar kenningar frá öðrum,
hafrana frá sauðunum. Með orðum ís-
lensks popperista: „Ef kenning getur ekki
verið röng getur hún heldur ekki verið
rétt.“
GAGNRÝNI
Á POPPER
En hér er galli á gjöf Njarðar: Það er
enginn vandi að benda á kenningar sem
eru afsannanlegar og prófanlegar en alls
ekki vísindalegar, t.d. „kenninguna" „mán-
inn er úr grænum osti“. Engum heilvita
manni dettur í hug að flokka svona vit-
leysu undir vísindi og þar af leiðandi getur
hrekjanleiki í besta falli verið nauðsynleg
en ekki nægjanleg forsenda þess að kenn-
ing teljist visindaleg. Menn hafa ennfrem-
ur velt því fyrir sér hvort það sé eins rót-
tækur munur á sönnun og afsönnun og
Popper vill vera láta. Ef ég staðhæfi að
kenning x sé afsönnuð verð ég þá ekki að
sanna þessa staðhæfingu? Popper hefur
satt best að segja gengið afar illa að fást
við þennan vanda.
Hann segir að afsönnunartilgáta verði
að vera vel styrkt (corroborated) en þegar
allt kemur til alls sé það huglægt mat
vísindamanna hvenær kenning telst af-
sönnuð því að sjálfsögðu er ekki hægt að
sanna afsönnunartilgátuna svo óyggjandi
sé. En er þá ekki alveg eins hægt að telja
almennt viðurkennda kenningu „sann-
aða“? Það er augljóslega nákvæmlega jafn
erfitt að afsanna eins og að sanna kenn-
ingar.
Og ef ekki er til neinn ótvíræður mæli-
kvarði á afsönnun er engin sérstök ástæða
til að telja hrekjanleika aðalsmerki vís-
inda. Staðreyndin er sú að það er hægt að
bjarga hvaða kenningu frá afsönnun ef
viljinn er fyrir hendi. Þetta gildir engan
veginn bara um „hjáfræði" heldur einnig
um hávísindalegar kenningar af ýmsu
tagi. Prófi maður til dæmis kenningu sem
kveður á um að hlutir þenjist út við upp-
hitun og tiltekinn hlutur nennir ekki aö
hlíta kenningunni má bjarga málunum
með því að setja fram hjálparkenningu
sem segir að athugandi hafi pressað hlut-
inn saman án þess að vita af þvi. Popper
gerir sér grein fyrir þessum vanda og
reynir að bjarga sinu skinni með þvi að
segja að hjálparkenning verði að auka
hrekjanleika hins fræðilega kerfis.
En vísindafræðingar eins og Lakatos og
Kuhn halda því fram að jafn auðvelt sé að
finna eitthvað það sem mælir gegn kenn-
ingu og eitthvað það sem mælir með henni.
Þeir velta því fyrir sér hvað vísindamenn
gera í reynd ef þeir rekast á slfkar „af-
sannanir“. Segjum til dæmis að stjörnu-
fræðingur kíki á stjörnurnar sinar eina
góðviðrisnótt i þeim fróma tilgangi að at-
huga sannleiksgildi ákveðinna forsagna
um hreyfingar tiltekins himintungls. Nú
finnur himintunglið upp á þeim ósóma að
hreyfa sig á annan hátt en ætlað var. Og
hvað gerir maðurinn (eða konan) þá? Lýsir
hann/hún þvi yfir að sú almenna kenning
sem forsagnirnar byggðu á sé hér með af-
sönnuð? Nei og aftur nei! Það fyrsta sem
honum/henni dettur í hug er að athuga
hvort ekki sé eitthvað að blessuðum kíkin-
um. Nú, ef allt er í lagi með apparötin
veltir hann því fyrir sér hvort áður
óþekktur þáttur hafi haft áhrif á gang
himintunglsins. Kannski leynist stjörnu-
þoka þarna einhvers staðar úti, þoka sem
er svo óforskömmuð að láta þyngdarafl
sitt trufla hinn daglega spássértúr himin-
tunglsins. Og skítt með það þótt. þokan
finnist ekki, kannski eru tækin sem við
notum til að leita að henni ekki nógu full-
komin, kannski finnst helvítið seinna þeg-
ar við finnum upp betri stjörnukiki. Við
höfum m.ö.o. oft skynsamlegar ástæður
fyrir því að vernda kenningar gegn af-
sönnun.
Imre Lakatos segir að oft hafi svonefnd-
ar afsannanir verið endurskoðaðar og „af-
sannaðar" kenningar gert „come-back“. Og
„afsannast" nú hið fornkveðna að „they
never come back“!
Lakatos heldur því fram að ef vísinda-
menn átjándu aldarinnar hefðu beitt að-
ferðum Poppers hefðu þeir kastað kenn-
ingum Newtons fyrir róða. Þá bentu at-
huganir stjörnufræðinga til þess að hreyf-
ingar mánans væru ekki í samræmi við
forsagnir sem leiddu af eðlisfræði Newt-
ons. Sumir vísindamenn vildu gera rótt-
æka endurskoðun á kenningum Newtons
og jafnvel gefa þær alveg upp á bátinn. En
flestir vildu halda þeim til streitu I þeirri
von að Eyjólfur (eða Isaac) hresstist og
það gerði hann svo sannarlega, eitthvert
gáfnaljósið fann villu í stærðfræðinni sem
notuð var við útreikninga á hreyfingum
tunglsins.
POPPER OG KUHN
Thomas Kuhn telur að dæmi af þessu
tagi sýni það ofstæki sem hann segir að
einkenni vísindastarfsemi, menn haldi
dauðahaldi í viðteknar kenningar hvað
sem tautar og raular. Slíkt ofstæki er að
mati Kuhns nauðsynleg forsenda vísinda-
starfsemi ekki síst vegna þess að lang
flestar „afsannanir" séu út í hött. Þess
utan auki almennt samkomulag um
grundvallaratriði möguleika vísinda-
manna á samstarfi þvi þannig verði
vandamál betur skilgreind en ella. Kuhn
lýsir samfélagi vísindamanna sem lokaðri
bræðrareglu þar sem menn eru miskunn-
arlaust settir út af sakramentinu ef þeir
makka ekki rétt. Popper aftur á móti telur
að samfélag vísindamanna sé (eða ætti að
vera) opið samfélag gagnrýnna manna
sem efist um allt milli himins og jarðar.
Kuhn svarar Popper með því að segja að
hann einblíni á vísindastarfsemi eins og
hún er á byltingarskeiðum vísinda. Á þeim
tímaskeiðum hafi þessi opna gagnrýna af-
staða jákvæðu hlutverki að gegna. Kuhn
kryddar svo mál sitt með margháttuðum
dæmum úr sögu vísindanna enda vísinda-
sagnfræðingur. — Reyndar fæ ég ekki
skilið hvers vegna Kuhn telur sættir um
grundvallaratriði vera merki þess að sam-
félag sé lokað, menn geta sæst á hitt og
þetta af fúsum og frjálsum vilja og beitt
skynseminni til þess arna.
En áfram með smjörið, Kuhn segir að
m
S P J A L L
itt sinn hafði
Steinn Stein-
arr það eftir
fóstru sinni,
að menning
væri rímorð
á móti orð-
inu þrenn-
ing. Utrætt
mál.
Sem kunn-
ugt er var
Steina
gjarnt að
tala í hálf-
kæringi, en
þó verður því
ekki neitað
að orðin menning og þrenning rima harla vel
hvort á móti öðru. Hygg ég glögga menn vera
mér sammála þar um. Þar á móti er mér
hulið hyersu margir hafa leitt að því hugann,
að menningin er I raun þrenning. Hún er
nefnilega samtvinnuð úr þrem órjúfanlegum
þráðum, þ.e.a.s. listum, fræðslu og lífi hinnar
líðandi stundar.
Því er þetta tekið fram sérstaklega að ýmsir
virðast halda að menning sé i raun ekkert
annað en listir, og þá einkum og sér í lagi þær
listgreinar sem hugur þeirra sjálfra beinist
að. Þannig hef ég oft heyrt svokallaða „klass-
íkera" í tónlist lýsa því yfir, án þess að blána
eða blikna, að djass sé ekki tónlist — og þar
af leiðandi ómenningarlegt fyrirbæri.
Nú jæja, Guð fyrirgefur þeim sjálfsagt eins
og öðrum, þ.e.a.s. sjái þeir að sér.
Ekki má gleyma hinum, sem eru að því leyti
víðsýnni þeim sem að ofan greinir að þeir
telja fræðslu til menningar, jafnvel þó hún
gangi út fyrir þeirra eigið sérsvið.
Þá er loks komið að hinum þriðja þætti
menningarinnar, — menningu líðandi stund-
ar. Lesendum til nokkurrar glöggvunar ætla
ég að skýra mál mitt með nokkrum dæmum.
Ekki alls fyrir löngu gekk ég fram á gamlan
mann sepi var að smíða krossa yfir hálfrar
aldar gömul leiði foreldra sinna. Þóttu honum
þeir krossar sem fyrir voru á leiðunum heldur
illa bitnir af tímans tönn og vildi bæta úr því
auma ástandi. Fyrir nú utan það að nýju
krossarnir vottuðu gott handbragð, þá lýsti
sá hugur sem að baki bjó fölskvalausri ræktar-
semi sem til fyrirmyndar er á timum hins
stóra ÉG.
Þetta er menning.
Annað dæmi.
Á bókasafnið þar sem ég vinn koma dag
hvern nokkrir eftirlaunamenn að lesa blöðin,
en þó aðallega til að þrátta um það sem í
þeim stendur, oft daglangt.
Menning sömuleiðis, — og skal nú tekið
eitt dæmi sem margir þekkja af eigin raun,
en það er hann Stefán frá Möðrudal með
nikkuna sína í Austurstræti.
Menning — gjörið svo vel — og má einu
gilda þótt nikkan sé ekki talin til háaristó-
krata i samfélagi hljóðfæra.
Ekki má skilja þessi orð mín svo að ég sé
að mælast til þess að fólk hætti að skapa
og/eða njóta listaverka né að ég ætlist til
þess að slagbrandar verði hið snarasta negldir
fyrir dyr allra skóla. Síður en svo.
En hversu mikla lífsfyllingu sem listir og
fræðsla veita okkur þá má hitt ekki gleymast
að við lifum umfram þann tíma sem við eyðum
t.d. í skáldskap eða hafnargerð. Með því að
hafa augun stöðugt opin fyrir því sérkennilega
, sem okkur býðst á næsta götuhorni hvern
einasta dag, getum við gert lífið að ljóði og
reist okkur hafnir til að hafa stöku sinnum
fast land undir fótum, á annars nokkuð tíð-
indasnauðri siglingu frá vöggu til grafar.
Pjetur Hafstein Lárusson