Morgunblaðið - 20.10.1985, Page 7

Morgunblaðið - 20.10.1985, Page 7
 MORGUNB^AÐIÐ, SUNNUPA-GUR 20. OKTÓBER X985 nC hL ekki sé hægt aö gefa ákveðnar reglur fyrir höfnun vísindakenninga, stundum fari þær einfaldlega úr tísku, og alltjent komi popperskur hrekjanleiki lítið við sögu. Kuhn segir að kenningar fæðist afsannað- ar og deyi óafsannaðar! Popper hefur borið Kuhn þeim sökum að hann sé andskynsemissinni sem vilji um- breyta vísindafræðum í félagsfræði og guð má vita hvaða óvísindalegan viðbjóð. Kuhn ver sig með þeim rökum að sú rök- gerð (logical structure) vísinda sem Popp- er leitar að sé ekki til fremur en bláa blómið í draumum rómantíkusa. Það eina sem vísindafræðingur geti gert af viti sé að stúdera sögu, félagsfræði og sálfræði vísinda. Svona rétt til að stríða Popper segir Kuhn að kenningar stjörnuspáfræðinga séu engan veginn óhrekjanlegar! Það er efni í langa ritgerð að tíunda alit það sem skilur milli Poppers og Kuhns. Og það hlægir mig að fáfræðingar íslensku frjáls- hyggjunnar skuli í fúlustu alvöru trúa því að enginn verulegur munur sé á kenning- um kappanna! VÍSINDAFRÆÐIN NÝJU Thomas Kuhn er þekktasti fulltrúi þess sem kalla mætti nýju vísindafræðin. Lak- atos aftur á móti var nemandi Poppers og segja má að vísindafræði hans standi miðja vegu milli Poppers og Kuhns. En Kuhn og Lakatos eiga það sameiginlegt að fræði þeirra eru mjög í anda „kennisetn- ingar Quine og Duhem" (The Quine-Du- hem thesis). Samkvæmt þeirri kennisetn- ingu er ekki hægt að prófa kenningar ein- angrað, menn prófi í reynd heild allra við- urkenndra vísindakenninga. Því eins og við höfum séð má ævinlega velta „afsönn- unarbyrðinni" yfir á hjálparkenningar og þaðan yfir á þær almennu kenningar sem hjálparkenningin byggir á og svo koll af kolli. Popper og pósitívistarnir héldu hins vegar að hægt væri að prófa kenningar hverja óháða annarri. En kenningar mynda kerfi og kennikerf- in hafa ákveðna miðlæga þætti sem Lakat- os kallar „hinn frumspekilega harða kjarna rannsóknarprógrammsins" (the metaphysical hard core of the research program), Kuhn talar um „viðmið" (para- digms). Þessar kenningar eru óafsannan- legar í reynd. Lakatos segir að lögmál Newtons hafi gegnt slíku hlutverki á stór- veldisdögum sígildrar eðlisfræði; ef ein- hver sá atburður gerðist sem ekki sam- rýmdist þeim var hann skírður með tilvís- un til annarra þátta (villu í stærðfræði, galla á mælitækjum, sbr. dæmin að fram- an). Lakatos segir að þessar kenningar séu afsannanlegar þegar til langs tíma er litið. En um viðmið Kuhns gegnir öðru máli, þau eru ekki einföld summa kenninga, heldur skapa þau skilyrði prófanleika á hverjum tíma í vísindum. Við getum ekki prófað þau af sömu ástæðum og við erum ekki fær um að sjá það sjónarhorn sem við sjáum frá. Augað sem sér sér ekki augað sjá. (Hugtakið „viðmið" hefur reyndar fleiri víddir en þessar en látum þetta nægja í bili.) Ég sé því enga sérstaka ástæðu til að samþykkja afsönnunar- byggju Poppers. Ef ekki er hægt að sanna kenningu svo óyggjandi sé er heldur' ekki hægt að afsanna hana með öruggri vissu, ef kenning getur ekki verið rétt getur hún heldur ekki verið röng. Og ef afsönnunar- byggja Poppers er röng misheppnast tilraun hans til að afgreiða marxisma og sálgreiningu sem hjáfræði. Popper hélt því fram að flest- ar af kenningum Marx og Freuds séu óaf- sannanlegar og þar af leiðandi óvísinda- legar. En þó þessi tilraun Poppers hafi mistek- ist er ekki þar með sagt að allt sé í himna- lagi með kenningar Marx og Freuds, þær gætu verið óvísindalegar af öðrum ástæð- um en þeim sem Popper tilgreinir. Og vissulega er eitt og annað bitastætt í gagn- rýni Poppers á þessa herramenn. DR. POPPER OG MR. FREUD Popperistar og andleg skyldmenni þeirra trúa því að kenningar Freuds séu óprófanlegar og þar af leiðandi óafsann- anlegar og óvísindalegar. En hvaða þætti í kennikerfi Freuds hafa þessir menn í huga? Getur verið að þeir beini spjótum sínum að hinum „harða kjarna" kerfisins sem vel má vera óprófanlegur, til bráðabirgða? Peter Saugstad segir að kenningar Dar- wins hafi verið óprófanlegar fyrstu 60—70 árin eftir tilkomu þeirra. Þá fyrst hafi menn öðlast þá tækni og þekkingu sem gerði þeim kleift að prófa þróunarkenn- inguna. Saugstad minnir okkur á þá stað- reynd að það er álíka langt síðan sálgrein- ingin leit dagsins ljós og því ekki öll von úti fyrir freudista. 1 þessu sambandi má geta þess að Lakatos segir að rannsókn- arprógrömm verði að fá tíma til að þrosk- ast og að afsönnunarhyggja Poppers „drepi of hratt“, samanber dæmið um Newton að framan. Svona rétt til að stríða popperistum enn frekar má geta þess að ýmsir málsmetandi fræðimenn telja að kenningar Freuds séu fyllilega prófanlegar. Arne Næss segir að sálfræðingum við Yale-háskóla hafi tekist að færa kenningar Freuds í prófanlegri búning. Ameríski rökspekingurinn Adolf Grún- baum gengur feti framar og segir að ýms- ar af kenningum Freuds hafi alla tíð verið prófanlegar. Freud segir til dæmis að þunglyndi stafi af missi einhvers þess sem mönnum er hjartfólgið sem náttúrulega er auðprófanleg tilgáta. Grúnbaum segir að flest bendi til þess að hún fái ekki staðist, fundist hafi dæmi um þunglyndi sem ekki tengist slíkum missi. Hann segir ennfrem- ur að af þeirri kenningu Freuds aö bæld •kynhverfni leiði til ofsóknarbrjálæðis megi leiða ýmsar prófanlegar staðhæf- ingar, t.d. „tíðni ofsóknarbrjálæðis minnk- ar ef umburðarlyndi gagnvart kynhverfni eykst“. (Þetta dæmi finnst mér ekki ýkja sannfærandi. Hvernig mælir maður aukið umburðarlyndi?) Grúnbaum hrósar Freud fyrir að hafa gefið þessa kenningu upp á bátinn þegar hann meðhöndlaði ofsóknarbrjálæðing sem sýndi engin merki um bælda kyn- hverfni. Þannig stenst tæplega sú stað- hæfing Poppers að Freud hafi hunsað a-lla reynslu og haldið dauðahaldi í kreddur sínar hvað sem tautaði og raulaði. Popper- istum til enn frekari hrellingar má geta þess að Freud reit eitt sinn bréf þar sem hann reifar hugmyndir um aðferðafræði sem eru beinlínis hlægilega likar hug- myndum Poppers! Popper segir að kenningar Freuds séu með þeim ósköpum gerðar að þeim megi beita á bókstaflega allt og þar af leiðandi ekkert. Ef maður hrindir barni í sjóinn er það merki þess að hann líði af bælingu tiltekinna hvata. En ef hann aftur á móti hefði bjargað barni frá drukknun sýni það að hann göfgi þessar sömu bældu hvatir. M.ö.o. Freud hefur búið svo um hnútana að kenningin um bælingu hvata er rétt undir öllum hugsanlegum kringumstæöum, eng- in möguleg reynsla getur afsannað hana og þar af leiðandi er kenningin óprófanleg. En þessi dæmi eru ekki tekin úr verkum Freuds sjálfs og Grúnbaum segist ekki sjá neina ástæðu til að ætla að Freud heföi skýrt atferli mannsins með þessum hætti. Popper er reyndar frægur að endemum fyrir að skrumskæla kenningar annarra og afgreiða með klisjum og frösum. Hann eyðir fimm línum í atferlissálfræði og af- greiðir heimspeki Heideggers í sjö. Hvílík yfirvegun, hvílík dýpt! En Popper er ekki eini fræðimaðurinn sem sakaður hefur verið um óheiðarleg vinnubrögð, nýlega komu fram upplýsingar sem bentu til þess að Freud sjálfur hefði stungið „óþægi- legum“ staðreyndum undir stól. En því má ekki gleyma að bókstaflega hver einasti meiriháttar vísindamaður hefur verið bor- inn slíkum sökum, Paul K. Feyerabend, segir að meistarar vísindanna hafi flestir hverjir verið snjallir áróðursmenn sem kunnu að hagræða staðreyndum. Feyer- abend finnst slík vinnubrögð mjög við hæfi enda boðar hann „þekkingarfræði stjórnleysisins" og segir „anything goes“! LOKAORÐ Það ber að taka það skýrt fram að Adolf Grúnbaum er enginn Freudisti og hefur satt best að segja margt við kenningar Freuds að athuga. Grúnbaum, sem er að- leiðslusinni (inductivist), segir að það sem vanti hjá Freud séu sannanirnar, empir- ískur stuðningur við kenningarnar. Hann segir að engin sérstök ástæða sé til að ætla að sálgreining sé forsenda þess að menn læknist af sálarkvillum, aðrar aðferðir eins og atferlismeðferð hafi náð jafngóð- um ef ekki betri árangri. (Sumir segja reyndar að „geðveiki" sé gervihugtak en það er önnur saga.) Menn mega ekki gleyma því að þótt kennikerfi Freuds kunni að vera prófan- legt verður það ekki rétt af þeim sökum. „Kenningin“ „máninn er úr grænum osti“ er prófanleg en næstum örugglega röng. Sjálfum finnst mér kenningar Freuds ekki ýkja sannfærandi. Ég fæ til dæmis ekki séð hvernig mannskepnan fer að því að hafa undirvitund. „Vitund" merkir ein- faldlega það ástand að vita af sér en undir- vitundin virðist eins konar vitund sem ekki veit af sér. Slík „óvituð vitund" getur ekki verið til fremur en ferhyrndur þrí- hyrningur. En það má vera að ég misskilji Freud, hugtakið „undirvitund" kann að vera líking sem tákna á þá þætti í mann- skepnunni sem ekki eru meðvitaðir en hafa þó áhrif á vitundina með einum eða öðrum hætti. Því má ekki gleyma að Freud notar oft hugtakið „það“ í stað „undirvit- undar“. Og því má heldur ekki gleyma að fyrir svo sem hundrað árum vildu pósitív- istar eins og Ernst Mach vísa hugtakinu „öreind" út úr ríki vísindanna vegna þess að menn höfðu enga beina skynreynslu af öreindum. En hvað sem því líður finnst mér lítið púður í draumtúlkunum Freuds þó óneit- anlega séu þær bráðskemmtilegar. Heim- spekingurinn Normann Malcolm heldur því réttilega fram að við getum aldrei vit- að hvort okkur hafi dreymt tiltekinn draum eða hvort við ímyndum okkur drauminn eftir á. Hvernig á vesæll draumtúlkandi að ráða fram úr þessum vanda? En það er engan veginn öruggt að draumtúlkandinn þurfi að geta gert grein- armun á „raunverulegum“ og „ímynduð- um“ draumum. Og það ber að sýna Freud sanngirni hvað sem öðru líður, það þýðir ekki að afgreiða sálgreininguna með popp- erskum frösum og pósitívísku kjaftæði. Og sama gildir um Popper sjálfan, það er tæp- ast hægt að afsanna afsönnunarhyggjuna svo óyggjandi sé! En allt um það, þá sannast nú hið forn- kveðna að „það er meira á milli himins og jarðar en raunspekina þína dreymir um, Hannes". HELSTU HEIMILDIR: Adolf Grunbaum: Is Freudian Psycho- analytic Theory Pseudo-Scientific by Karl Popper's Criterion of De- marcation? American Philosophical Quarterly. 1979. 2. tbl. s. 131 — 143. Paul K. Feyerabend: Against Method. London 1975. Thomas S. Kuhn: The Structure of Sci- entific Revolutions. Chicago 1962. Lakatos/Musgrave (eds.): Criticism and the Growth of Knowledge. Cam- bridge 1970. Jonathan Lieberson: Putting Freud to the Test. I New York Review of Books, 31. jan. 1985. Arne Næss: The F>luralist and Possibilist Aspect of the Scientific Enterprise. London/Oslo 1972. Karl R. Popper: The Logic of Scientific Discovery. New York 1968. Karl R. Popper: Conjectures and Refutat- ions. 1963. Karl R. Popper: Objective Knowledge. Oxford 1972. Peter Saugstad: Freud og metoden. I Norsk filosofisk tidsskrift 1. hft. 1985, s. 77—82. Vetrarkápur, satínkápur og jakkar. Dag- og kvöld- fatnaður í miklu úrvali. Hagstætt verö. LAUFIÐ Iðnaðarhúsinu, Ingólfsstræti, sími 11845. Tilboð óskast Tilboð óskast í Ford Bronco V6, árgerð 1984, (ekinn 5 þús. mílur), sem verður á útboöi þriðjudaginn 22. október kl. 12—15 að Grensásvegi 9. Á sama útboði veröa 2 tjónabifreiöir, Suzuki SA 310 Gh, árgerð 1984 (ekinn 4 þús. km) og Mitsubishi L300 Mini Bus árgerð 1982. SALA VARNARLIÐSEIGNA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.