Morgunblaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 1
Okurlána- starfsemi Um fátt er talað meira manna á meðal en okur- málið svokallaða. En hvernig fara þessi viðskipti fram og hver eru fórnarlömb okurlánara? Það er ljóst að okurlán eru umfangsmikil viðskipti og velta hundruðum milljónum króna. Viðskipti okurlánara blómstra á sama tíma og bankar og sparisjóðir geta ekki sinnt eðlilegum óskum við- skiptavina um lán. B-8-10 f ib VERÐTRYGGO 4 SPARISKÍRTEINI XílOöpOj 1979 -2. f«. , ' / ... n.'—u ...yj.j, | " ‘Z'; ; 1 1- ' ' ' 1 FJÁRFESTINGAR- KOSTIR SPARIFJÁREIGENDUR eiga margra kosta völ í ávöxtun þeirra peninga er þeir leggja til hiðar. En sá á kvölina sem á völina. Margir eiga erfitt með að átta sig á þeim kostum sem í boði eru. Starfsmenn Fjárfestingarfélags Islands hafa tekið saman yfirlit yfir fjárfestingarkosti — hvaða ávöxtun megi vænta og aðrar upplýsingar koma þar fram. B—4—5 VIÐSKIFTIAIVINNULÍF MIÐJA MORGUNBLADSINS FIMMTUDAGUR28. NÓVEMBER1985 BLAD B PRENTSMIDJA MORG UNBLA ÐSINS FIMMTUDAGUR28. NÓVEMBER1985 BLAÐ JLÞ Landsbankinn 100 milljóna kr. skulda bréfaútboð fyrirSIS LANDSBANKI ÍSLANDS hefur n.k. mánudag sölu á nýjum skuldabréfum fyrir Samvinnusjóð íslands þar sem Samband íslenskra samvinnuféiaga er skuldari. Fjárhæð þessa nýja skuldabréfaútboðs er alls 100 milljónir króna og er þetta því stærsta útboð fyrirtckis af þessu tagi hér á landi til þessa. Að sögn Eggerts Á. Sverrissonar, framkvæmdastjóra fjárhagssvið Sambands- ins, er með þessu útboði verið að afla framkvæmdafjár til nýsköpunar. Athygli vekur að gert er ráð fyrir að ávöxtunarkrafa þessara bréfa verði rétt innan við 10% en á móti kemur að ákvæði eru um endursölutryggingu af hálfu Landsbankans sem á að hafa í för með sér að mjög auðveit verður fyrir kaupendur bréfanna að losna við þau aftur. Stefnt er að því að skulda- bréf þessi verði skráð á nýstofnuðu verðbréfaþingi íslands. Um þrenns konar skuldabréf verður að ræða, þ.e. 10 þúsund króna bréf, 50 þúsund króna bréf og 100 þúsund króna bréf, og eru þau ýmist til 3ja eða 5 ára. Er þetta í fyrsta sinn sem Lands- bankinn stendur að útgáfu fyrir- tækjabréfa þar sem einstök bréf eru seld undir 100 þúsund krónum. HLUTABRÉF í Hampiðjunni sem nýlega voru sett í sölu á almennum markaði, samtals að nafnverði 5,5 milljónir króna, hafa öll verið scld. Bréfln voru seld hjá Hlutabréfa- markaðinum hf. á 10%yfirgengi. Kristján óskarsson fjármála- stjóri Hampiðjunnar sagði að ástæður þess að farið var út í Þá verða þessi bréf til sölu í öllum afgreiðslum bankans, sem er einn- ig nýlunda, því áður hafa áþekk bréf aðeins verið til sölu innan fjármálasviðs bankans. Skulda- bréfin eru með endursölutrygg- ingu eins og áður segir og felur í sér að bankinn skuldbindur sig til að sjá um sölu bréfanna á mark- hlutafjárútboð væru miklar fjár- festingar í vélum til að auka afköst i netaframleiðslu og mæta tæki- færum sem við blasa bæði hér heima og á útflutningsmörkuðum: „Einnig er verið að koma á fót endurvinnsludeild, sem vinna mun úr plastúrgangi, m.a. notuðum þorskanetum." aðsverði hliðstæðra skuldabréfa ekki síðar en mánuði eftir að sölu- beiðni berst. Eggert Á. Sverrisson hjá Sam- bandinu sagði ennfremur í samtali við Morgunblaðið að það sem væri e.t.v. athyglisverðast við þetta skuldabréfaútboð væri að þarna sé reynt að brjótast niður fyrir þann sálfræðilega 10% ávöxtun- armúr sem verið hefði á þessum markaði fyrirtækjabréfa til þessa og á þann hátt mætti skoða þetta sem tilraun til að ná niður vöxtun- um. Á móti kæmi hins vegar end- ursölutrygging Landsbankans, sem hefði í för með sér að þessi bréf ættu að geta orðið mjög hreyf- anleg og geta auðveldlega gengið kaupum og sölum. Eggert kvað áformað að láta skrá skuldabréfin í þessari útgáfu á nýstofnuðu Verðbréfaþingi. Samband ís- lenskra samvinnufélaga reið sem kunnugt er á vaðið í samvinnu við Kaupþing í útgáfu fyrirtækja- skuldabréfa fyrr á árinu og sagði Eggert að reynslan af því útboði hefði verið mjög góð. Kvaðst hann reyndar vonast til að þau bréf myndu einnig uppfylla öll skilyrði til að fást skráð hjá verðbréfaþing- inu þegar það hefur göngu sína. Hlutabréfamarkaður Hampiðjubréfin seldust upp Morgunbladið/Árni Sæberg POKKUN — Um þessar mundir er verið að reyna nýja tegund lofttæmipökkunar sem fyrirtækið Dixie Union hefur þróað í fyrsta skipti hér á landi. Það er Plastprent hf. sem hefur umboð fyrir Dixie Union. Skinnpökkunin, en svo nefnist nýja aðferðin, hefur marga kosti fram yfir hefðbundna pökkun, að sögn þeirra Plastprents- manna. Möguleikar fyrir skinnpökkun, á íslandi virðast vera miklir, enda hefur fjöldi aðila í fisk- og kjötiðnaði sýnt henni áhuga. Meðal möguleika er hægt að nefna pökkun á ferskum fiski bæði fyrir innanlandsmarkað og til útflutnings, frystur fiskur í neytenda- pakkningar til sölu i matvöruverslunum um allan heim, saltaður fiskur fyrir neytendamarkað í Evrópu reyktur lax og reykt síld, gæludýrafóður til útflutnings, „Pate“ pðkkun unnar kjötvörur, áleggs- pökkun og loks frystar og niðursagaðar kjötvörur. Sjá einnig frásögn bls. B-16. Fataiðnaðurinn Maxkaupir Belgjagerðina Vinnufatagerðin Max festi sl. laug- ardag kaup á Belgjagerðinni af Karnabæ hf. Mjög hefur þrengt að fyrirtækjunum í þessari grein að undanfdrnu og td. er Morgunblaðinu kunnugt um að Vinnufatagerðin er einnig til sölu um þessar mundir en að öðrum kosti sé að því stefnt að leggja hana niður upp úr áramótunum. Guðlaugur Bergmann hjá Karnabæ sagði í samtali við Morg- unblaðið að ástæðan fyrir því, að hann hefði ákveðið að selja Belgja- gerðina, hefði fyrst og fremst verið sú að það hefði á ýmsan hátt farið illa saman að reka hlið við hlið annars vegar vinnufatafram- leiðslu og hins vegar tískufata- framleiðslu og honum aldrei þótt hann geta sinnt Belgjagerðinni sem skyldi. Því kvaðst hann hafa snúið sér til Max hf. og boðið fyrir- tækið til sölu. Sigmundur Andrésson hjá Max tjáði Morgunblaðinu að samein- ingu þessara tveggja fyrirtækja fylgdi mikil hagræðing i rekstri með því að þarna fengist stærri markaður fyrir framleiðsluna án þess þó að tilkostnaður myndi vaxa samsvarandi. Að auki fengi Max með kaupunum á Belgjagerðinni inn línu af fatnaði sem algjörlega hefði vantað hjá fyrirtækinu, þ.e. svokallaður Pólarfatnaður en með tilkomu hans mætti segja að Max væri orðinn framleiðandi vinnu- fatnaðar fyrir fólk til sjós og lands. Sameining Max og Belgjagerð- arinnar mun ekki hafa í för með sér neina fækkun á starfsfólki hjá Saumastofu Karnabæjar enda sagði Guðlaugur Bergmann helsta vandamál fyrirtækisins einmitt vera skort á starfsfólki. Þetta kann hins vegar að þýða einhverja fjölg- un hjá Max en þar starfar nú á fjórða tug manna. Samhliða kauD- um Max á Belgjagerðinni hefur orðið að ráði milli eigenda Max og Karnabæjar að taka upp aukna samvinnu milli saumastofu fyrir- tækjanna á þann hátt að þær geti unnið hvor fyrir aðra þegar því er að skipta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.