Morgunblaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, VlDSKlPn/AlVINNUlÍF FIMMTUDAGUR28. NÓVEMBER1985 Kvikmyndir Sjón rarpsstöðrarnar ABC og CBS springa á bíó-limminu ÞAÐ liðu aðeins nokkrar vikur i milli tilkynninga frá tveimur stærstu sjón- varpsstöðvum Bandaríkjanna um að þær befðu gefist upp á kvikmyndaiðnað- inum og myndu hætta að framleiða bíómyndir í framtíðinni. Þeim deildum stöðvanna, Theatrical Films hjá CBS og Motion Pictures hjá ABC, sem framleitt hafa kvikmyndir frá 1979, hefur verið lokað og þeir í Hollywood eru hvorki undrandi né sérlega áhyggjufullir vegna þess. „Það voru of margar myndir á markaðinum síðasta sumar, 45 í allt og ef litið er á málið frá því sjónarhorni, er ágætt ef einhverjir hætta að gera myndir," segir Richard Zanuck, sem er einna fremstur hinna svokölluðu óháðu kvikmynda- framleiðenda í Hollywood. Nýjasta CBS-myndin heitir Target (Skotmark) og er með Gene Hackman í aöalhlutverki en leik- stýrt af Arthur Penn. Hún var frumsýnd nýlega og hefur hlotið sæmilega aðsókn. „Til að lifa af í þessum iðnaði þarf þykkan skráp og hann fær maður ekki fyrr en eftir mörg hðgg,“ segir Zanuck, sem var forstjóri framleiðsludeild- ar 20th Century Fox frá 1962 til 1970. „Það eru miklar sveiflur í kvikmyndaiðnaði og stóru kvik- myndaverin hafa getu til að stand- ast þung högg. Kvikmyndafram- leiðslan var aðeins ein deild hjá sjónvarpsstöðvunum og sem slík fékk hún ekki notið sín sem skyldi." Endalok „sjoppanna“ Fólk, sem vinnur við kvik- myndaiðnaðinn í Bandaríkjunum, kallar fyrirtæki eins og kvik- myndadeildir ABC- og CBS-stöðv- anna, sem gera fáar myndir á ári, „sjoppur“. Sjóppurnar eru í þeirri slæmu aðstöðu að þeim er yfirleitt boðið verkefni, sem risakvik- myndaverin skilja útundan þegar þau veija sér myndir sem líklegar eru til að ná vinsældum. „Af hverju að fara til ABC þegar þú getur farið til Universal eða Warn- er Brothers?" spyr Frank Price, stjórnarformaður hjá Universal— kvikmyndaverinu. í júlí 1979, tveimur mánuðum eftir að ABC tilkynnti nýja kvik- myndadeild stöðvarinnar, sagði Brandon Stoddard forstjóri deild- arinnar frá „hundruðum verk- efna“, sem dregin hefðu verið uppúr skúffum og afhent honum. Hann sagði þá að rekstur kvik- myndadeildarinnar hlyti að ganga vel vegna nýrra markaðsmögu- leika í tengslum við kapalstöðvar og myndbönd auk hinnar venju- legu sölu á myndum til sjónvarps- stöðva. En svo gerðust atburðir, sem urðu til þess að kvikmynda- gerð varð áhættusamari en Stodd- ard hafði órað fyrir. Eitt var það að sjónvarpsstöðvarnar drógu úr sýningum á aökeyptum kvikmynd- um vegna þess að meira var horft á þær sjónvarpsmyndir sem stöðv- arnar gerðu sjálfar en myndir, sem þegar höfðu verið sýndar í kapal- kerfum eða voru fáanlegar á myndböndum. Annað var að mark- aðurinn varð yfirfullur vegna þess að margar sjoppur höfðu sprottið upp í kvikmyndaiðnaðinum á sama tíma. Kröfurnar urðu meira, kostnaður við gerð myndar tvöfal- daðist í 10 milljónir dollara og kostnaðurinn við að setja mynd á markað varð næstum jafn mikill. Það háði einnig sjoppunum að þær réðu ekki yfir sínu eigin dreifing- arkerfi. Þær urðu að dreifa mynd- um sínum í gegnum risakvik- myndaverin í Hollywood, sem stundum leiddi til þess að myndum litlu framleiðendanna var neitað um hagstæðan dreifingartíma. Minna um peninga En það eru ekki bara ABC og CBS sem lokað hafa fyrir kvik- myndaframleiðsluna. Litlir fram- leiðendur eins og Melvin Simon, Lew Grade lávarður og fyrirtæki hans, AFD, Time-Life Films, General Cinema, American Cin- ema og Filways hafa allir lagt upp laupana á stuttum tíma. Einn framleiðandinn enn, Lorimar (sem framleiðir Dallas), hætti að gera kvikmyndir eftir nokkrar mis- heppnaðar tilraunir en ætlar nú að reyna aftur að koma undir sig fótunum innan kvikmyndanna. „Svona hringir spretta upp aftur og aftur,“ sagði Price hjá Uni- versal. „Þegar vel gengur í kvik- myndaiðnaöinum taka fleiri fyrir- tæki þátt í honum. Þröng verður á markaðinum, myndirnar gefa ekki nóg af sér og fyrirtækin hætta." „Þetta sýnir vel hvernig ástand- ið er,“ sagði Tom Sherak forstjóri dreifingardeildar Fox-versins. „Minna er um peninga og færri myndir gera það gott en nokkru sinni áður.“ ABC og CBS hafa áður reynt að ná fótfestu í kvikmyndaiðnaðin- um. Báðar stöðvarnar hófu að framleiða bíómyndir árið 1967 en hættu því 1972. Á þessum árum gerði CBS 30 myndir en af þeim eru Scrooge, A Man Called Horse og Rio Lobo og Big Jake með John Wayne hvað frægastur. ABC gerði 40 myndir á þessu tímabili en minnisstæðastar þeirra eru They Shoot Horses, Dont They? Straw Dogs og Cabaret. Á árunum 1979 til 1985 gerði kvikmyndadeild CBS alls 11 bíó- myndir og nýr forstöðumaður fyrir deildinni var ráðinn næstum á hverju ári. Engin þessara mynda náði neinum vinsældum að ráði og aðeins nokkrar hlutu hól frá gagnrýnendum. Á meðal mynda frá þessum tímabili má nefna Back Roads, Challenge, Table for five, Finders Keepers, Grandview USA, Better off Dead og TargeL Nýjustu myndirnar er verið að setja í dreif- ingu um þessar mundir en það eru Eleni og Lightship. Myndir ABC-stöðvarinnar hafa notið meiri vinsælda eins og Silk- wood, The Flamingo Kid og Prizzi’s Honor, en i heild var þó tap á rekstrinum. National Lmpoon's Class Reunion og Impulse kolféllu en aðeins á eftir að frumsýna eina mynd frá fyrirtækinu, sem heitir Space Camp og er um krakka sem lenda í ævintýrum í geimstöð. BÍÓMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA Úr mynd CBS, Target, sem er ein af siðustu biómyndum kvik- myndadeildar stöðvarinnar. N Úr Silkwood frá ABC Ein af siðustu myndum kvikmyndadeildar ABC-stöðvarinnar var mynd Johns Houston, Prizzi’s Honor. Fjölmiðlun Myndbanda tækjaeign heimsins um 100 m. stykki FJÖLDI myndbandstækja í heimin- um er talinn vera orðinn liðlega 100 milljón tæki í lok þessa árs, sem er um 43%aukning á árinu, samkvæmt áætlun Screen Digest. Bandaríkin, Japan og Bretland eru með um 56% af allri tækjaeign heimsins. Fjöldi þeirra er lang- mestur í Bandaríkjunum eða alls um 28 milljónir tækja og salan á yfirstandandi ári er talin hafa numið alls um 11,7 milljón tækjum samkvæmt þessari áætlun. Næst- stærsti markaður myndsegul- bandstækja er Japan með um 18,4 milljón tæki, samkvæmt áætlun tímaritsins. Hlutfall myndsegulbandstækja miðað við heimili með sjónvarps- tæki er hæst í Japan meðal hinna fjölmennari þjóða eða um 60% en næstir koma Bretar með um 46% í lok ársins að því að talið er. Samsvarandi tala fyrir Bandaríkin er um 33%. í einstaka löndum þar sem sjón- varpað er aðeins stuttan tíma dagsins eða útvarp almennt tak- mörkunum háð, er fjöldi mynd- segulbandstækja miöað við heimili með sjónvarp afar hár eða allt upp í 83% eins og hjá Sameinaða arab- íska furstadæminu og í Oman er þetta hlutfall um 81%. Hér á ís- landi hefur verið áætlað að mynd- segulæbandstæki séu á 40—50% heimila núorðið. Screen Digest áætlar að í Kína verði sala myndsegulbandstækja um 120 þúsund tæki á þessu ári sem er um 240% aukning. Af hin- um stærri mörkuðum er vöxturinn hins vegar mestur í Hong Kong, Indlandi, í Bandaríkjunum og á Spáni. BBC íhugar áskriftarþjónustu við myndbandstækjaeigendur BRESKA útvarpið, BBC, kannar nú möguleikana á því að hefja útsend- ingar á áskriftarsjónvarpsþjónustu sem ætlað er að ná til eigenda myndbandatækja að nóttu til. Tilgangurinn er að nýta þá senda sem fyrir hendi eru eftir að hinar tvær rásir BBC hafa lokið dagskrá sinni, til að senda út kvikmyndir og allmennt skemmtiefni með brengl- uðu merki. Áhugi hefur verið fyrir því inn- an BBC að kanna þennan mögu- leika um alllangt skeið en hann hefur nú verið vakinn fyrir alvöru eftir að horfið var frá áætlunum stöðvarinnar um að ráðast í gervi- hnattasjónvarp sem sendi beint til viðtakenda á jörðu niðri. Þjónusta af þessu tagi hefur verið reynd í Bandaríkjunum en féll þar um sjálfa sig fyrir um tveimur árum þar sem nægilega margir áskrifendur fengust ekki. Sérfræðingar BBC telja hins vegar að aðstæður séu aðrar í Bretlandi, þar sem myndbandstækjaeign þar í landi er mun almennari heldur en í Bandaríkjunum. „Það kostar um 500 pund að reka sendakerfi okkar á klukkustund. Við ráöum yfir mjög ódýrum út- sendingarmöguleikum sem eru ónýttir alla nóttina. Spurningin er aðeins hvort við getum gert okkur fjárhagsiegan mat úr þess- um möguleikum," segir einn af forsvarsmönnum BBC, Michael Checkland. BBC áformar að hefja viðræður við framleiðendur um það hvort unnt sé að fá hentugan brenglun- ar- og leiðréttingarbúnað í þessu skyni. Af hálfu BBC er sagt, að reynt verði að hraða athugunum og undirbúningi vegna þessa máls svo sem verða má og í ráði er að láta kanna hvers konar efni bresk- ir myndbandseigendur myndu helst vilja fá til að láta mynd- bandstækin taka upp að nóttunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.