Tíminn - 28.09.1965, Page 2
-
;
asMpMwi
4^ .* ' j
- 1
-'... ' ' ■/
<• ■ ■ ■•' '..'i'
■ii
hverju
Karlsá
mmmík
TIMINN
ÞRIÐJUDAGUR 28. september 1965
MÆLA SEGULMAONI
HEIMSHÖFUNUM
Seglskipið „Zarja" j Reykjavíkurhöfn. (Tímamynd K.J.)
Háskólaf y r i r 1 estra r
Prófessor Henri Clavier frá
Strasbourg flytur fyrirlestra á
vegum Guðfræðideildar háskólans
sem hér segir:
Þriðjudaginn 28. sept.: The
Kingdom of God, its coming and
mans's entry into it.
Miðvikudaginn 29. sept.: Paul-
ine Thought on the Old Testa-
ment.
Fimmtudaginn 30. sept.: Faith
and Works, an essay of compara
tive and biblical theology.
Allir fyrirlestrarnir hefjast kl.
10,15 og verða fluttir í V. kennslu
stofu Háskólans.
VESTRÆNNI IÐNAÐUR
Framhald af bls. 1
berlega um einstök atriði í til-
lögum Kosygins. Mun þafo verða
fyrst gert á miðvikudag eða
fimmtudag, þegar fundi miðstjórn
arinnar lýkur. Er talið, að um-
bætur þessar verði þýðingarmikill
hluti í næstu fimm ára fram-
kvæmdaáætlun Sovétríkjanna.
Heimildir í Moskvu segja að
samkvæmt hinni nýju stefnu eigi
það að vera stefna iðnaðarfyrir-
tækja að ná hagnaði. Er einnig
talið, að framleiðslan muni verða
sniðin meir samkvæmt eftirspurn-
inni, í stað kvótakerfis sem nú
ríkir.
KJ—Reykjavík, mánudag
Þrí mastrað rússneskt seglskip
liggur núna í Reykjavíkurhöfn, í
höfuðdráttum ekki frábrugðin
þeim seglskipum sem hingað hafa
komið á undanförnum árum. En
um borð í þessu skipi er.unnið
merkilegt vísindalegt starf og
þetta er eina skipið sinnar teg
undar í heiminum. Aðalverkefnið
er segulmælingar, en jafnhliða eru
unnin skyld vísindaleg störf.
Skipstjórinn B. Veselov leiðang
ursstjórinn A. Pushkov og einn
vísindamannanna G- Klimenko
ræddu við fréttamenn í dag og
sýndu þeim skipið. Þetta er um
600 lesta skip, byggt úr tré og
ýmsum ósegulmögnuðum málmum,
vélin er 300 hestöfl og ganghrað
inn 7—9 mflur á klukkustund. Níu
vísindamenn og 27 skipverjar eru
um borð, en rétt fyrir brottförina
frá Leningrad „stungu tveir og
einu kvenmennirnir, sem um borð
voru, sér „í hjónabandið" eins og
skpistjórinn komst að orði. Hann
sagði að í suðrænum löndum þar
sem þeir kæmu við væri það oftast
fyrsta spurningin sem þeir væru
spurðir að hve margt kvenfólk
væri um borð, en hér hefðu þeir
ekki enn verið spurðir slíkrar
spumingar.
Þetta skip „Zarja“ er eina skip
ið í heiminum sem sérstaklega
er byggt með það fyrir augum að
mæla og athuga segulmagn, og
í þessu Skyni fara þeir um öll
heimsins höf. Hingað hefur skipið
áður komið, það var árið 1956,
og einn af vísindamönnunum sem
nú eru um borð hefur verið á því
síðan. Hingað komu Þeir frá
Leningrad sem er heimahöfn, með
viðkomu í Kaupmannahöfn en þar
er segulstuðull heimsins geymdur,
sem öll segulmælingatæki heims
ins eru stillt eftir. Vísindamenirn
ir á „Zarja“ munu gera athuganir
á segulmælingatækjum hérlendis
og bera þau saman við segulstuð
ulinn í Kaupmannahöfn þegar þeir
koma þangað, en þetta er eitt af
verkefnum þeirra að athuga segul
mælingatæki hinna ýmsu landa
sem þeir koma við í, og bera þau
saman við tækin í Kaupmanna-
höfn. Þeir búast við að fara héð
an á miðvikudaginn, og halda eftir
neðansjávarhryggnum í Atlants
hafi suður til Gíbraltar, Þaðan fara
þeir svo til Gíneu, St. Helenu,
Senegal, aftur til Gíbraltar Kaup
mannahafnar og Leningrad þang
að sem þeir áætla að vera komnir
í lok apríl, en ferðin hófst 4.
sept. s- 1.
FLOKKSÞING
Framhald af bls. 1.
stjórnarinnar um að hún fái vald
til þess að senda heim innflytjend
ur, sem ekki eru taldir Bretlandi
til þénustu.
Hugsanlegt er að ríkisstjórnin
muni gefa eftir á ýmsum sviðum
í þessu máli, en hún hefur oft-1
sinnis lýst því yfir, að hún munif
halda fast við grundvallaráætlun
sína um að taka aðeins á móti
8.500 innflytjendum árlega. Gunt-
er lagði einnig áherzlu á það í
ræðu sinni, að flokksþingið gæti
ekki sagt ríkisstjórninni fyrir
verkum í sambandi við stefnu
hennar.
Síðar í vikunni mun flokksþing-
ið ræða ályktunartillögu, þar sem
kynþáttamisréttið í Suður-Afríku
er fordæmt. Mun ályktunin skora
á brezku stjórnina að styðja að-
gerðir innan Sameinuðu þjóðanna
sem hafi það takmark, að Suður-
Afríka verði beitt efnahagslegum
refsiaðgerðum.
Wilson forsætisráðherra mun á
morgun taka til máls í fyrsta
sinn á þinginu, og er talið senni-
legt, að Wilson muni spá betra
ástandi i efnahagslífi Bretlands í
framtíðinni.
NYTT FRIMERKI
FB—Reykjavík, mánudag.
í dag komu út
merkin svonefndu, en
frímerki hafa verið gefin
af aðildarlönd’um
ráðs pósts og síma á
hausti síðan árið 1960.
sinni bera Evrópumerkin
eftir íslendinginn Hörð
son, sem einmitt er staddur
um þessar mundir og sýnir
verk sín. Merkin eru tvö
verðgildi 8 kr. og 5 kr.
FB—Reykjavík, mánudag.
Þýzki orgelsnfllingurinn Martin Gunther Förstemann mun halda
tónleika í Neskirkju á miðvik’udaginn, og hefjast þeir klukkan 21.
Öllu blindu fólki er boðinn ókeypis aðgangur að tónleikunum.
Mgrtin Gunther Forstemann er eins og kunnugt er prófessor við
tónlistarháskólann í Hamborg. Tónleikarnir í Neskirkju. verða þeir
einu, sem Förstemann heldur hér í boroinni að þessu sinni. Á
efnisskránni eru verk eftir hann sjálfan og ennfremur eftir Niko-
laus Bruhns, Georg Böhm, Jóliann Sebastían Bach og Max Reger.
Afyöngumiðar verða seldir í bókabúðum Sigfúsar Eymundssonar
og hjá Lárusi Blöndal.
Vísindamennirnir hafa til um-
ráða mikið af sérstaklega smíðuð
um tækjum til rannsókna, sem að-
eins vísindamenn bera skyn á, en
þó voru þarna heilmiklir dýptar
mælar sem Rússarnir sögðu að
mældu allt að 10 þúsund metra
dýpi og eitt .sinn hefði nálin á
tækinu sýnt 9-800 metra dýpi er
þeir voru við rannsóknir á Kyrra
hafi. Mörg ár tekur að fá heildar
niðurstöður af rannsóknum sem
þessum, en rannsóknirnar hafa
bæði mikla vísindalega og
praktíska þýðingu t. d. við gerð
sjókorta, og Þegar að því kemur
að járn verður unnið af sjávar
botni.
Rússarnir sögðust ekki vera ó-
vanir að fá heimsóknir um borð
í höfnum þar sem þeir koma við,
og væri öllum heimilt að skoða
skipið og búnað þess.
VILJA FÁ
Framhald af bls. 1.
að hér fengju læknar ákveðið
gjald fyrir vaktina 575 krónur +
vísitölu, og auk þess 158 krónur
+ vísitölu fyrir hverja vitjun. Hér
í Reykjavík eru tveir til þrír lækn
ar samtímis á vakt, og er þeim
lögð til bifreið til vitjana, auk
þess sem þeir eru að sjálfsögðu
ekki á eigin lækningastofu, heldur
hafa bækistöð í Heilsuverndar-
stöðinni, á læknavarðstofunni þar.
Hér fer á eftir greinargerð LR:
„Hinn 1. apríl 1965 féllu úr
gildi samningar um greiðslu fyr
ir heimilislæknaþjónustu milli
Tryggingastofnunar rfldsins vegna
sjúkrasamlaganna í Keflavík og
Njarðvíkurhreppi annars vegar og
Læknafélags íslands hins vegar.
Samningar tókust ekki. Aðeins
var deilt um greiðslu fyrir varð-
þjónustu læknanna eftir venju-
legan vinnutíma og á helgidögum
og frídögum. Læknamir töldu sig
eiga rétt á hliðstæðum greiðslum
fyrir þessi störf og læknar í
Reykjavík fá samkvæmt samningi
við Sjúkrasamlag Reykjavíkur,
enda eru þeir félagsmenn í Lækna
félagi Reykjavíkur. Trygginga-
stofnun ríkisins bauð aðeins að
semja um fast gjald fyrir þessa
þjónustu kr. 26.00 á ári fyrir
hvern samlagsmann og vitjunar-
gjald kr. 110.00 fyrir hverja næt-
urvitjun.
Til 31. júlí 1965 störfuðu lækn-
arnir og tóku gjald fyrir umrædda
þjónustu í samræmi við eldri
samninga. Er það sýndi sig, að
samningar myndu eigi nást, þrátt
fyrir mikla bið, var ákveðiö að
læknarnir tækju gjald fyrir störf
sín samkvæmt gjaldskrá Læknafé-
lags Reykjavíkur og var það gert
frá 1. ágúst 1965. Tryggingastofn-
un ríkisins óskaði þá eftir að mál
inu yrði skotið til gerðardóms sam-
kvæmt ákvæðum 51. gr. almanna
tryggingalaganna. Var á það fall-
izt af læknum að leggja málið
fyrir gerðardóminn. Hinn 20. þ.
m. var kveðinn upp dómur í mál-
inu. Féllst meiri hluti gerðardóms
ins á skoðanir Tryggingastofnun-
ar ríkisins og ákvað, að fyrir næt-
ur- og helgidagavarðstöður lækna
skyldu sjúkrasamlögin greiða fast
árgjald kr. 26.00 fyrir hvern sam-
lagsmann og kr. 10.00 fyrir hvert
barn á framfæri samlagsmanna
auk vitjunargjalds kr. 110.00 fyrir
hverja vitjun. Samkvæmt gerðar-
dómnum verða heildargreiðslur
til læknanna allra því aðeins kr.
9.697.83 á mánuði fyrir varðstöð-
ur allar nætur frá kl. 17.00 að
kveldi til kl. 8,00 að morgni, alla
laugardaga frá hádegi og alla
helgi- og frídaga. Ennfremur ber
læknum fyrir þetta gjald að
leggja til afnot af síma, lækninga-
stofu og öðru, er til þarf svo og
leggja til bifreið, ef í vitjun er
afrið. Er ljóst, að slíkt er óviðun-
andi. Hefur dómi gerðardómsins
nú verið sagt upp frá 1. janúar
1966 að telja“.