Tíminn - 28.09.1965, Síða 6
6
TÍMINN
ÞRIÐJUDAGUR 28.
september 1965
Todda í Sunnuhlíð
eftir MARGRÉTI JÓNSDÓTTUR. Þetta er fram
hald bókarinnar TODDA FRÁ BLÁGARÐ. — f
fyrri bókinni segir frá dvöl Toddu í Kaup-
mannahöfn. Þegar hún er 7 ára, fer hún til ís-
lands með móðusystur sinni. Hér er sagt frá
viðtökunum, sem Todda litla fæ hjá ömmu
sinni í Sunnuhlíð og ýmsu, sem við ber fyrsta
veturinn, sem hún dvelur á íslandi.
Hanna og Tom
síðasta bókin um Hönnu. Hanna finnur nú, að
njósnir og eltingaleikur við allskonar óknytta-
lýð er bæði erfitt og getur verið áhættusamt.
^)g þar sem ástin er nú líka kómin í spilið,
tekur hún að' lokum þann kostinn að láta allar
njósnir sigla sinn sjó og breiðir faðminn mót
unnusta sínum.
Kim og leðurjakkarnir og
Kim og smyglararnir
eru nýjustu bækumar um Kim og félaga hans.
Vinir okkar frá fyrri Kim-bókum flækjast hér
inn í viðsjárverða atbuði, spennandi og dular-
fulla. ^
Vigga og vinir hennar.
Þetta er hugþekk saga um Viggu og vini henn
ar, þá Níels og Henning. Þeir eiga lítinn og
rennilegan seglbát, sem þau sigla oft á sér til
skemmtunar. Og auðvitað er Sigga með þeim
á þessum dámsamlegu ferðum.
Sagan af Tuma litla.
Hér kemur seinna bindið og niðurlag sögunnar
af Tuma litla eftir Mark Twain. íslenzkir les-
endur, eldri og yngri, kannast Við Söguna af
Tuma litla, en bókin hefur verið ófáanleg mörg
undanfarin ár, og kemur nú sem góður vinur
í heimsókn til íslenzka lesenda.
Þrír fræknir ferðalangar
^ Þessi skemmtilega sagá kom út fyrir nokkrum
árum og seldist þá upp. í bókinni er sagt frá
ævintýralegu ferðalagi þriggja röskra dengja.
Þeim hafði veið boðið til Frakklands í heim-
sókn ti lfrændfólks, en glötuðu vegabréfum
og farangri. En þeir gefast ekki upp. Gang-
andi fara þeir ferða sinna og sofa þar sem þá
ber að garði. Ævintýrin geta verið erfið, en
gaman er að ryfja þau upp og heyra frá þeim
sagt á skemmtilegan hátt.
Fallegu ævintýrin.
f þessai skemmtilegu bók eru fjórtán gömul
ævintýri. Mörg gömlu ævintýrin eru falleg-
Þau hafa haft í sér lífsmáttinn til þess að
standast umrót breytinganna. Tíminn síar úr
það bezta og skilur eftir perlurnar. Ævintýrin
heita: Steinn Bollason, Förin til stjamanna,
Fiskurinn í eykinni og hérinni í tjörninni, Sendi
boði Drottins. Kölski og saumastúlkan, Bauna-
12
kur frá LEIFTRI
Átta UNGLINGABÆKUR,
fjórar fyrir FULLORÐNA.
kóngurinn, Kóngsveizlan,
Munaðarleysingjarnir sjö
Enarráði drengurinn, Sagan
af heimskum strák, Gæfu
baunin, Sólin og tunglið,
SmælM, Höllin fyrir austan
sól og vestan mána. —
Bjarni Jónsson listmálari
hefur teiknað margar falleg
ar myndir í bókina.
BÆKUR FYRIR
FULLORÐNA:
Draumar og vitranir
eftir HUGRÚNU: - Prófess
or Jóhann Hannesson segir
m. a. í formála fyrir þess-
ari bók: — „Veröld
hins ósýnilega er oft og einatt hrollvekjandi,
ekki síður en hinn sýnilegi hlutaheimur. Þetta
veit sérhver sá, sem verið hefur í snertingu
við hina ósýnilegu veröld. Nú hafa íslendingar
ekki aðeins verið í snertingu við hina ósýni
legu veröld í hundruð ára, heldur jafnvel átt
erfitt með að greina á milli veraldanna. Oft
virðast áhrifin frá hinu ósýnilega hafa orkað
sterkar á menn en öfl hins sýnilega heims.
Mér er í minni kona ein öldruð, er sagði okk-
ur systkinunum sö^gur, þegar við vorum lítil.
Ævintýrin gerðust í ævintýraheiminum, þar sem
flest fór á endanum, eins og það átti að fara.
— En hvað um huldufólksheiminn, draugana,
galdrana — og drauma, sem menn dreymdi?“
Sjö sögur
eftir SIR ARTHUR CONAN DOYLE. - Höfundur
þessarar bókar, Sir Arthur Conan Doyle, var
einn af kunnustu rithöfunum Breta. Hann var
fædur 1859, las læknisfræði og stundaði lækn-
ingar um skeið, en gerðist síðan blaðamaður
og að lokum skáldsagnahöfundur. Mesta frægð
hefur hann hlotið fyrir leynilögreglusögur sín-
ar, ævintýri Sherlock Holmes. En auk þess
hefu hann ritað fjölda lengri og styttri sagna
frá ýmsum tímum. Nokkrar þeirra hafa verið
þýddar á íslenzku, svo sem fyrrnefndar leyni-
lögreglusögur. Hvíta hersveitin, Baskerville-
hundurinn, í heljargreipum og ýmsar smásögur
og ritgerðir.
Jónas Rafnar, læknir, þýddi sögurnar.
Sofandi kona
eftir Georg Alexander. Ingibjög Jónsdóttir
þýddi. — Sagan er ótrúlega spennandi. Hún
fjallar um ást og afbrotamál. Viðburðarás sög-
unnar er ör og fjörlega rituð. Lesandinn er
hugfanginn frá fyrstu til síðustu blaðsíðu. —
Taflið milli slunginna misyndismanna og Þaul-
æfða þjóna lögreglunnar, þar sem gullið og
auðævin em annars vegar, en fagrar og glys-
gjarnar konur hins vegar, — þar eru ýll meðul
notuð í baráttunni.
Gerviaugað
efitr ERLE STANLEY GARNER. - Þetta er
PERRY MASON-bók — Ólafur Sv. Björnsson
þýddi bókina. — Höfundur þessarar bókar er
meðal allra frægustu höfunda leynilögreglu-
sagna. Bækur hans eru nú þýddar um allan
heim. Aðalpersónu hans, Perry Mason þekkir
svo til hvert mannsbarn. Perry Mason er hér
eins og venjulega að leysa torráðna gátu. Og
honum tekst að sýkna þann, sem hafðu er
fyrir rangri sök.
Prentsmiðjan LEIFTUR
LAUS STAÐA
StaSa bókara I hjá Bæjarsímanum í Reykjavík er
laus til umsóknar.
Umsækjandi þarf að hafa góða leikm í vélritun
og kunnáttu í ensku og einu Norðurlandamáli.
Umsóknir sendist póst og símamálastjórn fyrir
5. október 1965.
Reykjavík 27. september 1965,
* Póst- og símamálastjórnin.
Bifreiöastjóri óskast
Reglusamur bifreiðarstjóri, með réttindum til að
aka leigubifreið með 16 farþ. eða fleiri,, óskast.
Þarf að geta tekið til starfa í október.
Umsóknir sendist til oddvitans í Vatnsleysustranr-
arhreppi, sem gefur nánari upplýsingar.
Oddvitinn í Vatnsleysustrandarhreppi,
sími 12, símstöS Vogar.
TYLKYNNING FRA
Berklavörn í Reykjavík
Kaffisala verður eins og venjujega á Berkjavarn-
ardaginn, sunnudaginn 3. október, til ágóða fyrir
Hlíðarsjóð. Konur_ sem ætla að gefa kökur, vin-
samlegast komi þeim í Breiðfirðingabúð fyrir há-
degi sunnudag eða hringið í síma 20343 og 32044.
Stjórnin.
RAFSUÐUTÆKI
ÓDVR handhæg
1 fasa. lnntak 20 amp Af-
köst 120 amp (Sýður vír
3.25 mm) Innbyggt öryggi
fyrtr yfirhitun
Þyngd 18 kíló
Einnig rafsuðukapall og
rafsuðuvír
SMYRILl
Laugavegi 170,
Sími 1-22-60.
Auglýsið í TÍMANÚM