Tíminn - 28.09.1965, Side 8
ÞRIÐJUDAGUR 28. september 1965
v
/
8 TÍMINN
Sig. Vilhjálmsson:
ER LÝÐVELDID I HÆTTU?
Engin þjóð verður mikil af lög
um sínum, heldur af þeim mönn-
um sem landið byggja.
Tacitus
(Rómaveldi 11 bls. 115).
Það er eins og þessar línur, sem
ég hef skráð hér að ofan tali til
okkar íslendinga. Öllum ber sam-
an um að þjóðveldislögin fornu
hafi verið hin ágætustu eins og
þá stóð á. En sagan sýnir að því
fer fjarri að þjóðin hafi getað lif-
að eftir þeim og þroskað sig í
anda þeirra. Það fór mjög snemma
að bera á því að ofureflismenn
hrifsuðu til sín meira af valdi en
þeim bar og notuðu það til fram-
dráttar sérmálum sínum. Afleið-
ing þess varð sú að þjóðveldið
liðaðist sundur og þjóðveldishuf/
sjónin sem var undirstaða laganna
varð draumur einn. Mennimir
sem áttu að njóta þess að lifa í
lögbundnu þjóðfélagi reyndust
þannig, að þeir gátu ekki skapað
mikla þjóð og lögin þó góð væru
gátu það ekki.
Á öllum tímum síðan þjóðir
fóru að lifa í lögbundnu þjóðfé-
agi, hvort sem þær hafa búið við
lög sett á þingum eða af einvalds-
höfðingjum hefur sagan endurtek
ið sig. Stórveldi hafa hrunið vegna
þess að fólkið hefur ekki búið yfir
þeim sköpunarmætti sem þarf til
að mikil þjóð verði til, sem getur
mætt viðhorfunum eins og þau
eru við hinar ýmsu aðstæður, sem
þróun mannlífsins veldur í' -Öm-
ans straumi.
Sagan bregður upp fyrir okkur
þjóðum, sem hafa vaxið úr smá-
hóþum í það að verða mik.ar
þjóðir og þær hafa um lengri og
skemmri timabil haldið áfram að
vera miklar þjóðir. Vissul. hefur
löggjafarstarfið átt sinn þátt í því,
að þessar þjóðir hafa náð þeirri
hámenningu sem hefur hald-
ið uppi frægð þeirra. Hvort þar
hafa verið að verki vitsmunir lög-
gjafans eða siðleg viðhorf fólks-
ins og þróttur er ekki alltaf auð-
velt að greina, en að líkindum hef
ur það hvört tveggja farið saman.
Sagan sýnir að þær þjóðir sem
hafa auðgazt mikið, flestar með
því að draga til sín arð úr öðr-
um löndum frá öðrum þjóðum
hafa komist á síig eins konar há-
menningar, sem þó hefur verið
gagnsýrð af siðleysi og spillingu.
Nægir að benda á Rómaveld og
ýmsar Evrópuþjóðir, t. d. Þýzka-
land eins og best kom í Ijós á
nasiztatímabilinu.
Óhóf, hégómadýrð og hvers
kyns siðleysi varð þeim að falli
og í kjölfar þessara bresta and-
varaleysi og hnignun innan frá,
sem hefur valdið og mun valda
hverri þjóð sem svo er ástatt fyrir
hnignunar og a. 1. tortímingar,
sem mikillar þjóðar.
Einfalt líf og atorka fólksins er
hað sem gefur þjóðinni mátt og
einstaklingurinn, sem temur sér
hóflegar lífsvenjur er sá hyrning-
arsteinn sem frama möguleikar
hans og þá um leið hans samfél-
ags byggist á. Því fleiri sem slík-
ir hornsfteinar eru þess traustara
verður samfélagið og því meiri
líkur til þess að viturleg löggjöf
verði að gagni til að skapa mikla
þjóð. Það er ekki undir mann-
fjöida komið hvort þjóð er mik-
it. „Heilbrigð sál í hraustum lík-
ama‘ er undirstaða mikilla manna
og mikilla þjóða.
Hvernig er nú ástatt í okkar
litla þjóðfélagi í þessum efnum
rúmum 20 árum eftir að lýðveldi
var stofnað í landinu?
Um þær mundir, sem lýðveldið
var stofnað var öllum hugsandi
mönnum það Ijóst að setja þurfti
ný stjórnskipunarlög. Enda var þá
skömmu síðar skipuð nefnd til
þess að gera tillögur um nýja
stjórnarskrá. Enginn árangur er
enn af starfi þessarar nefndar.
Hins vegar hafa verið gerðar með
stjórnarskrárbreytingum breyting
ar á kjördæmaskipuninni, sem
vafasamt er að hafi fært þjóð-
ina nær lýðveldishugsjóninni.
Fljótt á litið virðist svo sem lýð-
ræðið hafi styrkst en lýðveldið orð
ið veikara.
Á hverju Alþingi eru samin
mörg lög um hin sundurleitustu
efni. Sum þeirra grípa fram í fyrir
eðlilegri þróun eins og t. d. lög-
gjöfin sem „nýsköpunin“ sæla
byggðist á og löggjöfin um „við
reisnina" o.fl. Auk þess er gripið
til þess að gefa út bráðabirgðalög
þegar ríkisstjórnir telja sig
þurfa að hlutast tii um athafnir
þegnanna og framvindu mála.
Bersýnilegt er að algjört mis-
ræmi er nú milli siðlegs þroska
fólksins og löggjafarinnar. Enn-
fremur er augljóst að mikið vant-
ar á að framkvæmdarvaldið sé
öruggt. Þetta sýna hin tíðu afbrot
sem sífellt virðast færast í vöxt.
Eftirlitið með framkvæmd lag-
anna virðist ekki fullnægjandi.
Það kann að vera mannúðlegt
að taka vægum höndum á afbrota
mönnunum, hollt er það ekki fyr-
ir samfélagið og getur bókstaf-
lega orðið til stórtjóns.
Vafalanst er að mikjð af lögum
þeim, sem sett hafa verið síðan
lýðveldið var stofnað eru góð lög
og stefna í rétta átt til þess ?ð
hjálpa fólkinu til aukins þroska
og miða þá jafnframt að því að
skapa sterka þjóð. Það er meira
vafamál hvort fullkomins samræm
is gætir milli hinna ýmsu löggjaf-
aratriða.
Á það ekki sízt við um hin marg
brotnu og veigamiklu lög sem nú
gilda um efnahags og atvinnumál.
Skal ekki farið út í að ræða hér
um þau mál þar sem það mundi
verða bókaefni. Aðeins vil ég
benda á að öll sú löggjöf sem
þessi mál gildir, mundi þurfa ítar-
legrar endurskoðunar og samræm
ingar við, ef ætti að byggja
upp traust efnahagskerfi og far
sælan atvinnurekstur. Það duga
engar fullyrðingar um velgengni
þegar svo er ástatt sem nú. að al-
gjör glundroði ríkir í þessuja mál-
um.
Eðlileg og hagsapl þróun bygg-
ist á því að fólkið finni til örygg-
is við þær athafnir sem það hefur
með höndum. Framtaksvilji ein-
staklingsins lamast er óvissan um
framtíðina vofir yfir öllum fram-
kvæmdum. Það er meira virði fyr-
ir framfarir þjóðarinnar og
þroska að sem flestir sjálfstæðir
einstaklingar eflist en að fáir auð
menn og valdamenn ráði yfir
meiginhluta alls fjármagns.
Ég vil aðeins benda á að það
er fullkomin ástæða fyrir okkur
íslendinga að gæta okkar fyrir
þeim veilum sem eru á háttum
okkar. Það veltur mjög á hæfni
löggjafans oe stjórnsemi valdhaf-
anna hvert stefnir um þróun þjóð
arinnar í efnahagslegu og menn-
ingarlegu tilliti.
Við verðum að minnast þess að
landið okkar „líkist engum lönd-
um“ og þjóðin jr fámenn. Okkur
hentar því ekki sömu lög og öðr-
um. Við verðum að varast að verða
eitthvert tískufyrirbrigði. En jafn
framt verðum við að til-
einka okkur aljar framfarir og
samræma þær við staðhætti og aðr
ar aðstæður.
Nútímamenn verða að varast
óhóf, tildur og hégómaskap. Við
verðum að vera minnungir þeirra
baráttu, sem fyrri kynslóðir háðu
til þess, að halda velli fyrir ásælni
annarra og varðveittu þau menn-
ingarverðmæti sem hafa reynst
happasælust til þess að við höf-
um haldið eignarréttinum á landi
okkar. Það eru þessi verðmæti
sem gerðu stofnun lýðveldis mögu
lega. Það eru þessi vérðnjaeti, sem
gáfu þeim mönnum, sem harðast
sóttu fram djörfung og mátt til
endurheimtu fullkomins sjálfstæð
is og óskoraðs forræðis. Þessar
liðnu kynslóðir eiga kröfur á hend
ur nútíma og síðari tíma mönnum
um að gæta þess arfs sem þær
létu eftirkomendum sínum eftir.
Ég valdi þessa setningu hins
forna manns, sem greini hefst á
til þess að benda á að það veltur
mest á fólkinu sjálfu hvernig þjóð
inni famast.
Hins vegar vil ég benda á að
það er sígildur boðskapur að
„méð lögum skal land byggja en
með ólögum eyða.“ En ólög eru
þau lög sem léiða af sér upp-
lausu og misræmi í þjóðfélaginu
og ómenningu.
Samstarf þjóðarinnar við land
sitt og auðlindir þess og öræfi
hafa grundvallaþýðingu fyrir
þroska mannanna og menningu
alla. Þekking á kostum landsins
og göllunum eru frumskilyrði þess
að notin af því verði fólkinu til
hamingju og sannrar menningar.
Löggjöfin verður að vera sniðin
eftir lands- og þjóðháttum svo sam
starf mannanna og sambúð þeirra
við land sitt verði sá aflvaki sem
knýr þjóðina til raunverulegra
framfara.
Landshættir og landgæði hafa
mjög mikil áhrif á eðli fólksins
og andlegann þroska. Þess Vegna
verður að taka tillit til þess þegar
lög og reglur eru settar. Lög og
reglur sem brjóta í bága við þær
aðstæður sem eru, verða venju-
legast ólög, sem koma þeirri þjóð
í koll fyrr eða síðar, ef hún met-
ur kringumstæðurnar rangt.
Vegna þess hvað landshættir og
þjóðhættir hinna ýmsu þjóða eru
ólíkit éiga sömu lög og reglur
ekki við nema að takmörkuðu
leiti. Gagnrýnislítil eftirherma í
löggjöf er varasöm. Það er höfuð-
nauðsyn að löggjöfin samsvari eig
inleikum lands og þjóðar. Okkur
íslendingum ber að varast öll „is-
ma“ kerfi, hvort heldur þau eru
„kapsitalísk," „kommúnísk' eða
hvað annað fyrirbæri, sem skýtur
upp lcolli í hinni víðu veröld. Hins
vegar er nauðsynlegt að fylgjast
vel með .því sem aðrar þjóðir að-
hafast sér til uppbyggingar og
þroska. Það verður að varast star-
blinda íhaldssemi í löggjöf. Það
veltur því mikið á því að til lög-
gjafarastarfs og forystu veljist
menn, sem meta réttar aðstæð-
ur. Rígbundinn flokkastjónarmið
verður að varast. Vitsmuni ,ber að
nota fremur en óbeislað kapp
ófyrirleitinna forystumanna. Það
verður að varast hið heimsborg-
aralega sjónarmið, sem sækir í
það horf að einstaklingurinn
verði aðeins tönn í hinu mikla
tannhjóli. sem auðhyggja og efn-
ishyggja leitast við að smíða.
Manngildin eru meira virði.
Reynsla okkar íslendinga er sú
að farsælust hefur þróUnin orðið
þegar stjórnarvöldin liafa verið
hófsöm í aðgerðum sínum
og byggt aðgerðir sínar á þjóð-
legum grundvelli. Svo mun epn
reynast.
Þess vegna sýnist vonin um
heppilega lausn á þeim vandamál
um sem nú steðja að vera bundin
við að Framsóknarflokkurinn
studdur af bændum og hófsömum
launþegum, og verkamönnum nái
þeim þingáhrifum, sem duga til
að kveða niður þau óheillaáhrif,
sem núverandi stjórnarsamsteypa
hefur haft á þjóðlífið.
Ráðstefna sú sem margir Fram-
sóknarmenn gengust nýlega fyrir
um stjórnskipunarmálið er fylli-
lega tímabær. Það sýnir að þeir
hafa glöggann skilning á því hvert
stefnir og vilja vinna að bættum
háttum þjóðarinnar. Um þetta
verður að fjalla af glöggskyggni,
hleypidóma og öfgalaust. Það er
mikil nauðsyn að þjóðin geri sér
grein fyrir því að með núverandi
stjórnarháttum stefnir hún til
ófarnaðar. Siðleysi, smygl, skatt-
svik og fals eru svo augljós sjúk-
dómseinkenni, að ekki má drag-
ast að leitast við að finna þau
læknisráð sem að haldi koma.
Sigurður Vilhjálmsson.
Hánefsstöðum.
Ættarskrá Bjarna
Hermannssonar í
Vatnshorni.
í Skorradal. Ari Gíslason tók sam-
an. Útgefandi Svembjöm Oddsson
Akranesi 1965.
Bók sú sem hér getur kom út
í síðastliðnuim mánuði. Höfundur
hennar, Ari Gíslason kennari á Akra
nesi, er vel þekktur ættfræðingur
og ömefnasafnari, afkastadrjúgur og
áhugasamur um þjóðleg fræði. Ari
Yfr aðalhöfundur að Amardalsætt,
er út kom 1959, mikið verk, en áð
úr hafði hanm skráð Prentaratal
1954. Auk þess á hann margt f
handriti. Ari hefur um langt ára
bil ferðast á sumrin um landið
þvert og endilangt og safnað ör-
nefnum á vegum Þjóðminjasafnsins
og nú hin síðustu ár hefur hann
unnið að söfnun skjala og heim
ilda um Borgarf jörð til héraðsskjala
safns í Borgamesi.
Bjami Hermannsson sem á niðja
tal sitt í bók þessari var fæddur
1774, dáinn 1856 82 ára, að Vatns
homi f Skorradal þar sem hann
hafði búið í tæp fimmtíu ár og um
langt skeið verið hreppstjóri og
forsvarsmaður sinnar sveitar. Bjarni
var þríkvæntur og átti a. m. k. 24
böm. Er frá ýmsu greint varðandi
ævi Bjarna og aldarhátt þess tíma,
í fróðlegu æviágripi 1 upphafi bók-
ar.
Ættarskráin_ sem er rúmar 300
bls skiftist í fjóra aðalkafla. Pyrst
em formálsorð höf, og saga Bjama,
fróðleg og greinargóð þegar þess er
gætt að heimildir til hennar em
mjög af skomum skammti. — Þá
em raktar ættir Bjarna og kvenna
hans til ýmissa átta aftur í aldir.
— Svo kemur niðjatalið sjálft, aðal
kafU bókarinnar. Síðasti hlntinn er
svo nafnaskrá allra þeirra sem
nefndir era 1 bókinni og að lokum
eftrimáli útgefanda, Sveinbjamar
Oddssonar bókavarðar á Akranesi,
er lézt 6. ágúst síðastl. tæplega átt-
ræður að aldri^ rétt um það leyti
að bókin kom út.
Þá er ógetið bókarauka sem er 97
myndasíður með 433 myndum af
fólki er kemur þar við sögu, og er
þá bókin yfir 400 blaðsíður með
öllu.
Ekki hef ég kunnugleika til að
leggja dóm á hversu ömgg þessi
bók kann að vera sem heimUdarrit,
enda verður slíkt ekki reynt tíl
hljtar nema með tímafrekum athug
unum. Hitt er ljóst að frágangur
allur er með þeim hætti að bæði
höfundur og útgefandi hafa lagt
Framhald á bls. 15.
\
/
l l I r t 4 r