Tíminn - 28.09.1965, Blaðsíða 12
ÍÞRÓTTIR
TIMINN
ÍÞRÓTTIR
PEIÐJTTDAGUR 28. septcmber 1965
Batdvin Baldvinsson skorar fyrsta mark ieiksins. Hann hefur stungiS Högna af — og á myndinni sést Ktartan markvörSur liggjandi á vellinum eftir að hafa mistekizt aS stöðva Bald-
rtn. Fyrsta rnerktð yar ekki rangstöðumark. fTímamynd Róbert)
Orrustunni er enn ekki lokið
KR og Keflavík gerðu jafnfefli, 3:3, og nú verða KR og Akranes að leika aftur
AK — Reykjavík- Orrustunni um fslandsmeistaratignina í knatt-
spjrou 1965 er ekki enn lokiS. KR og Keflavík háðn æðisgengna
baráttu á Langardalsvellinum á sunnudaginn fyrir framan 6- þús.
áhorfendur, sem fylgduSt spenntir með þessari þýðingarmiklu viður-
eign. Þegar líða tók á síðari hálfleikinn og Keflvikingar höfðu náð
eins marbs forskotL 3:2, var um svo jafna baráttu að ræða, að eriitt
var að átta sig á bvor aðiiinn myndi fara með sigur af hólmi. KR-
ingar voru greinilega betra Iiðið í fyrri hálfleik og náðu þá að skora
2:0. En í siðrai hálfleik snérist taflið við og Keflvíkingar sóttu ákaft
að KR-mprkinu og uppskera látlausra sóknartilrauna þeirra voru
þrjú mörk, Það sfðasta skorað úr vitaspyrnn á 23. mínútu.
Sigurbros áhangenda KR í
liálfléik, breyttist í vonleysislega
grettn, þegar llögni Gunnlangs
son hafði skoraS úr vitaspyrnunni
fyrir Keflavik, en meirihluti á-
horfenda fagnaði markinu gifur
Iega — undarlegt atvik, þegar til
lit er tekið til þess, að þarna lék
KR á sínum ,,heimavelli“. Leik
urinn hélt áfram og mínúturnar
snigluðust áfram ein af annarri
meðan liðin héldu baráttu sinni
áfram. Áhorfendur undu sér vel
í áhorfendástæðunum, enda var
veðrið indælt, nær því logn o^
mild haustsólin skein í heiði og
hellti geisl’um sínum yfir Laugar-
dalinn. Og á 32. mínútu náði spenn
an liámarki. Gunnar Felixson,
hægri útherji KR, brunaði upp
kantinn og lék inn | vítateig Kefla
víkur. V. bakvörður Keflavikur
var til vamar og hafði engin önn
ur úrræðj til að stöðva Gunnar en
bvegða honum. Gunnar kastaðist
áfram og bein afleiðing var víta
spyrnudómur Hannesar Þ. Sigurðs
sonar. Ellevt Schram framkvæmdi
spyrnuna og sendi knöttinn örugg
lega í markið, 3:3. Fleiri mörk
voru ekki skoruð og úrslitin þýða
það, að KR og Akranes verða að
lcika aukaleik um íslandsmeistara
tignina. Er ákveðið, að sá leikur
fari fram á sunnudaginn kemur á
Laugardalsvellinum. -%'i
Eftir að KR hafði náð 2:0 í
hálfleik var ekki hægt að búast
við öðru en Þeir myndu taka ís-
landsbikarinn með sér heim. Þeir
höfðu leikið vel í fyrri hálfleik —
með sterka vöm, þar sem Hörður
Felixson bar af, höfðu undirtök
in á miðjunni fyrir gott baráttu
þrek þeirra Sveins Jónssonar og
Kristins Jónsosnar og hjálp Ellerts
— og í framlínunni ógnaði Baldvin
með hraða sínum. Var hægt að
búast við, að Keflavíkingar, sem
léku ekki úrslitaleik fyrir sjálfa
sig, heldur Akraness, myndu hafa
það mikið baráttuþrek, að þeir
gætu jafnað stöðuna? Það bjugg
ust örugglega fáir við því í hálf
leik, en samt gerðist þetta. Kefl
víkingar jöfnuðu stöðuna — og
meira en Það, þeir náðu forystu.
Og frá mínum bæjardyrum séð,
máttu KR-ingar þakka fyrir sleppa
me ðjafntefli.
Eftir leikinn gaf Ellert Schram,
fyrirliði KR, eftirfarandi skýringu
á því hvers vegna KR missti nið
ur forskotið: „Við höfðum náð
2:0 í hálfleik og okkur var mjög j
mikið í mun að lialda því for-
skotL Þess vegna lékum við aftar
strax í síðari hálfleik og misstum
þá um leið tökin á miðjunnL sem
við höfðum verið allsráðandi á
í fyrri hálfleik og það hygg ég,
að hafi ge>t gæfumuninn. Með
öðrum orðum; við „bökkuðum“
of mikið“.
Það er mikið til í þessari skýr
ingu Ellerts. Sannleikurinn var
nefnilega sá, að KR-ingar misstu
algerlega tökin á miðjunni í síð
ari hálfleik, enda léku báðir fram
verðimir, Sveinn og Kristinn, sér
staklega þó Kristinn, aftur. Þessi
ráðs'töfuiá' VSf' á kostnað sóknarinn
ar, enda sást ekki vel skipulögð
sóknartilraun af hálfu KR nær
allan síðari hálfleikinn. Það var
vel skiljanlegt, að KR-ingar
reyndu að draga sig til baka og
styrkja vörnina, en þeir tóku bara
ekki með í reikninginn ótrúlegt
baráttuÞrek Keflvíkinga.
Allt frá fyrstu mín. í síðari hálf
leik í nær tvo stundarfjórðunga,
ógnuðu Keflvíkingar KR-markinu
og var Rúnar „bítill" sérlega
skeinuhættur. Og Rúnar skoraði
2:1 á 5. mínútu eftir að Jóni
Jóhanssyni, miðherja Keflavíkur,
mistókst að afgreiða sendingu frá
h. kanti, en knötturinn leið á-
fram og út til vinstri, þar sem
Rúnar tók á móti knettinum og
spyroti honum í mark framhjá
Heimi Guðjónssyni. Fimm neánút
um síðar small knötturinn í slá
KR-marksins eftir hörkuskot Jóns
Jóhanssonar. Þarna skall hurð
nærri hælum. Á 20. mín. virtist
markstöngin enn ætla að bjarga
KR. ,Þá skaut Jón Ólafur í stöng
af stuttu færi — eir í þetta skipti
j hrökk hann af stönginni og út
ifyrir fætur Jóns J., sem ekki var
Sveit Páls
Asg. sigraði
Á laugardaginn fór fram golf-
keppni á vegum Golfklúbbs Reykja
víkur, sem forræáðamenn klúbbs
ins kölluðu ^bændakeppni". Var
liði skipt og kepptu 48 golfmenn i
tveimur hópum undir stjórn „bænd
anna“ Páls Ásg. Tryggvasonar og
Erlends Einarssonar. Svo fóru leik
ar, að sveit Páls sigraði óvænt með
16 stigum gegn 7. Keppnin fór vel
fram og eftir hana buðu ,tbændurn
ir“ lðismönnum sínum veitingar í
heimahúsum.
seinn að nofaera sér þetta tæki
færi og skoraði 2:2. Á 23. mín.
var daemd vítaspyrna á Hörð Felix
son fyrir að þjarma að Jóni J.
Högni tók vítaspyrnuna og skoraði
3:2. Eftir öllum gangi leiksins í
s. h. fram til þessa áttu Keflvík
ingar vel skilið að hafa yfir eitt
mark.
Brúnin var heldur tekin að létt
ast á þeim fjölmörgu Skagamönn
um, sem komu til að horfa á
leikinn, enda þýddi sigur Kefla
víkur það, að Akranes yrði meist
ari. Og að sama skapi var hrúnin
tekin að siga hjá áhangendum KR.
En KR-ingar höfðu ekki sagt sitt
síðasta orð — og síðustu mínútum
ar breyttu þeir um leikaðferð og
sóttu meira. Og Þeir uppskára
jöfnunarmark, sem þeir settu úr
vítaspymu. Skemmtilegum leik
lauk með jafntefli, 3:3.
Knattspyrnulega séð var leikur
inn að mörgu leyti góður. í fyrri
hálfleik báru tveir leikmenn af
á velilnum, nefnilega Hörður
Felixson, sem allar sóknartilraun
ir Keflvíkinga strönduðu á, og
Ellert Schram, sem var mjög
ötull bæði í sókn og vörn. Ellert
lagði knöttinn á Baldvin í fyrsta
markinu, sem var skorað á 15. mín.
Keflvíkingar vildu halda því fram,
að hann hefði Verið rangstæður,
en Magnús Pétursson, sem var
línuvörður sömu megin, taldi að
Baldvin hefði ekki verið rangstæð
ur. Magnús var mjög vel staðsett
ur, þegar þetta átti sér stað. Ein
ar ísfeld skoraði síðara mark KR
á 35. mín. eftir að hafa fengið
knöttinn sem hrökk af Keflvíking
fyrir opnu marki. í síðari hálf
leik bar ekki eins mikið á Ellert
og Herði, þá tókst Bjama Fel. og
Ársæli K. vel upp. Heimir stóð
sig vel eftir atvikum — og í fram
línunni gerðu Einar ísfeld og
Gunnar Fel. margt gott.
Eftir slakán fyrri hálfleik lék
Keflvíkingar skínandi vel í síð
ari hálfleik og þá brá liðið fyrir
sig stuttu spili- Langbezti maður
framlínunnar var Rúnar Júlíusson.
Rúnar er mjög leikinn og hefur
furðu gott úthald miðað við það;
að hann er sagður æfa lítið. Jón
Jóhannesson stóð sig mjög vel
í síðari hálfleik, og auk tveggja
framangreindra leikmanna sýndu
Högni Gunnlaugsson og Sigurður
Albertsson góðan leik. Annars hef
ur Keflavíkur-liðið verið mun
betra í tveimur síðustu leikjum sín
um en það var fyrri hluta sumars
— og má e. t. v. þakka Það þátt
töku liðsins í Evrópubikarkeppn
inn i.
Hannes Þ. Sigurðsson dæmdi
leikinn og gerði það að mínu viti
vel. Leikurinn var l.arður og erfitt
að dæma hann. Hannes sigldi á
milli skers og bám og beitti flaut
unni ekki of mikið og tapaði
hvomgt liðið á því.
Úrslit á Englandi og Skot-
landi s.l. laugardag:
1. deild:
Arsenal—Manch. U. 4:2
Aston Villa—Tottenham 3:2
Burnley—West Bromwich 2:0
Chelsea—Newcastle 1:1
Leeds—Blackburn 3:0
Liverpool—Everton 5:1
Worthampton—SheffieldW 0:0
Sheffield U.—Leicester 2:2
Stoke—Nottimgham F. 1:0
Sunderland—Fulham 2:2
West Ham—Biackpool 1:1
2. deild:
Bolton—Birmingham 1:2
Bristol—Cardiff 1:1
Charlton—Huddersfield 0:2
Coventry—Carlisle 3:2
Manchester C—Derby 1:0
Norwich—Ipswich 1:0
Plymouth—Leyton 4:1
Preston—Crystal P. 2:0
Rotherhani—Southampton 1:0
Wolves—Bury 3:0
Skotland:
Celtic—Aberdeen 7:1
Dundee—Rangers 1:1
Dunfermline—Kilmamock 1:0
Hamilton—Morton 1:2
Hibernian—Falkirk 5:1
Partick—Motherwell 1:1
St. Johnst.—Hearts 3:2
Stirling—Clyde 3:2
RYÐVORN
Grensásveg 18 simi 30-9-45 [
»
Látið ekkl dragast að ryð^
verje og nljóSeinangra bif .
reiðina með
Tectyl
i