Tíminn - 28.09.1965, Page 16

Tíminn - 28.09.1965, Page 16
 SEX NYLIÐAR A HAUSTSÝNINGUNNl GB-Reykjavík, mánudag. Haustsýningin, hin árlega sam- sýning Félags íslenzkra myndlist- armanna, verSur opnuð í Lista- mannaskálanum á þriðjudags- kvöld fyrir gftsti, en öllum opnuð daginn eftir ag síðan opin dag- lega kl. 2—10 síðdegis í hálfan mánuð. Að þessu sinni taka þátt í haust sýningunni tuttugu málarar og sjö myndhöggvarar og eru nú sex með í fyrsta sinn, Magnús Tómas- son og Tryggvi Ólafsson, sem báð ir eru við myndlistarnám í Kaup mannahöfn, Sveinn Snorri, sem sýndi á Listahátíðinni í fyrra en nú málverk í fyrsta sinn, þá eru og málverk eftir tvo ókunna menn, Arnór Herbertsson frá Siglufirði og Jónas Guðvarðsson frá Hafnarfirði, og höggmyndir eftir Bjarna Guðjónsson frá Vest- mannaeyjum og Hallstein Sigurðs son úr Reykjavík. Sýningamefnd skipuðu Þorvaldur Skúlason, Jó- hannes Jóhannesson, Eirikur Smith, Hafsteinn Austmann og Steinþór Sigurðsson fyrir málara, en fyrir myndhöggvara Magnús Á. Árnason og Guðmundur Bene- diktsson. Sögðu þeir Þorvaldur Skúlason og Hörður Ágústsson við frétta- menn í dag, að Hannes Davíðsson arkitekt hafi nú lokið við teikn- ingu nýs myndlistarskála, sem á að rísa á Klambratúni, og er ver- ið að gera líkan af því húsi, en vonandi yrði þetta síðasta sam- sýningin, sem félagið neyddist til að halda í skálaræksninu við Kirkjustræti, sem átti aðeins að standa í fimm ár, en hefur verið notaður í aldarfjórðung, þótt hann haldi hvorki vindi né vatni. Eru aS hengja upp á ’Haustsýning- unni, málararnir Jóhannes Jóhannes son, Þorvaldur S.kúlason, Eiríkur Smith^ Hörður Ágústgson og Steln þór Sigurðsson. Guðmundur Vilhjálmsson, látinn GB-Reykjavík, mánudag. f gær lézt hér í borg Guðmund- ur Vilhjálmsson, 74 ára, er í 32 ár var forstjóri Eimskipafélags fs- lands, en mörg ár þar áður í þjón ustu Sambands íslenzkra samvinnu félaga, bæði innan lands og utan. Hann fæddist á Undirvegg í Kelduhverfi, þar sem foreldrar hans bjuggu, Vilhjálmur bóndi þar og síðar á Húsavík Guðmundss. og Helga ísaksdóttir. Ungur byrjaði Guðmundur að vinna hjá Kaupfé- lagi Þingeyinga á Húsavík og hélt þyí áfram í 14 ár. Á skrifstofu SÍS í Kaupmannahöfn starfaði hann 1915—17, en þá varð hann erindreki SÍS í New York og var þar til 1920, að hann stofnsetti skrfistofu SIS í' Leith og var for- stöðumaður hennar til ársins 1930 að Sigursteinn Magnússon tók við þyí starfi, er Guðmundur fluttist til Reykjavíkur og varð fram- kvæmdastjóri Eimskipafélags ís- lands og gegndi því til 1962. Frá 1945 og til dauðadags var hann stjórnarformaður Flugfélags ís- lands. Kona hans, Kristín, dóttir Thors Jensens, lifir mann sinn, og börn þeirra, Thor rithöfundur og Guðmundur W. lögfræðingur. NÝR CUÐFRÆÐIDOK TOR FB—Reykjavík, mánudag. Á laugardaginn varði sr. Jak- ob Jónsson sóknarprestur í Hallgrímssókn, doktorsritgerð sína, Humor and Irony in the New Testament, eða nánar til tekið Kimni og háð í Nýja Testamentinu. Andmælandi var sr. Barbour frá Edinborg, og meðmælandi prófessor Henri Clavier frá Strassbourg. Meðal þeirra er viðstaddir voru doktorsvörnina, voru biskup- inn yfir íslandi, sr. Sigurbjörn Einarsson, og rektor Háskól- ans, Ármann Snævarr, en mik ið fjölmenni hlustaði á vörn- ma. Forseti guðfræðideildar, séra Björn Magnússon, setti sám- komuna, en síðan tók hinn verð andi doktor til máls. Skýrði hann nokkuð verk .sitt og starf að venju. Séra Jakob Jónsson sagði meðal annars, að eftir að hann fór að leggja stund á rannsóknir biblíunnar, hafi honum oft dottið í hug, að sumt væri auðskildara í guð- spjöllunum, ef litið væri á það sem gamansemi. Hefði hann hugsað mikið um þessi mál, og síðar farið að rannsaka þau nánar, og flokka niður setning ar úr helgiritum Gyðinga, Tal- mud og Midrash og árangurinn hefði verið bók sú, sem hann nú lagði fram sem doktorsrit- gerð sína. Meðmælandinn var prófessor Henri Clavier og hældi hann ritgerðinni mjög, og sagði, að hún væri þýðingarmikill liður í rannsóknum þeim sem nú fara fram á ævi Krists. And- mælandinn, sr. Barbour, lagði spurningar fyrir doktorsefnið Framhald á bls. 15. Guðmundur Vllhjálmsson Frá doktorsvorninni f Háskólanum á laugardaglnn. Dr. Jakob Jónsson er í ræðustól en til hliðar eru and- mælendurnir prófessor Clavier og Barber Barbour. (Tímamynd K. J.) TELJfl MILTISBRANDINN HAFA VERID YFIRUNNINN MB-Reykjavík, mánudag. Vonir standa nú til þess að tek- izt hafi að hefta miltisbrandssjúk- dóminn á Þórustöðum í Ölfusi, en fyrir helgina veiktust þar tveir menn og voru taldar miklar líkuf á því, að um miltisbrand væri að ræða, en ekki hefur það sannazt við rannsókn. Blaðið átti í dag tal við þá Jón Guðbrandsson, dýralækni á Sel- fossi, og Magnús Ágústsson, hér- aðslækni í Hveragerði. Jón sagði, að ekki hefði nú orðið vart við ný tilfelli á Þórustöðum, enda hefði öllum sýktum gripum verið lógað og hræin verið grafin í jörð. Hins vegar hefði enn ekki þótt rétt að leyfa mjólkursölu að nýju frá Þórustöðum. Magnús Ágústsson, héraðslækn- ir í Hveragerði, var nýkominn úr fríi, þegar blaðið átti tal við hann, ___________Framhaid á bls. 14. Niðurstöður fé- lagsdóms væntan- legar í vikunni EJ-Reykjavík, mánudag. Samkomulag náðist við bólstr- ara í nótt, og var samkomulagið samþykkt á félagsfundi hjá þeim í morgun, þannig að auglýstu verk falli hefur verið aflýst. Ekki hef- ur náðst samkomulag við trésmið? né málara. Munnlegur málflutningur vaf fyrir Félagsdómi í dag vegna kæru Meistarafélags trésmiða á hendur Trésmiðafélagi Reykjavík- ur vegna verkfallsins í Árbæjar- hverfi. Má búast við dómi næstu daga.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.