Morgunblaðið - 13.12.1985, Side 2

Morgunblaðið - 13.12.1985, Side 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR13. DESEMBER1985 KVIKMYNDAGERÐ II þeim líkar ekki myndin!" Varðandi kvikmyndatökurnar í sumar sagöi Þráinn sér vera einna minnisstaeöast allur spenningurinn og öll skipulagningin varðandi ævintýraleg bílaatriöi sem eru í myndinni og voru áhættuleikin. „Ég var nú svolítið hræddur um aö einhver myndi meiöa sig og jafn hamingjusamur eftir á þegar Ijóst var aö aöeins einn litli putti haföi fariö úr liö í látunum. Nú, svo hef ég alltaf veriö hálf smeykur við lögguna, veit nú ekki af hverju, en ég skipti mjög um skoöun á þeim. Lögreglumenn eru tómir „húm- oristar" og öðlingar, flestir a.m.k. og með þaö mikinn „húmor“ fyrir sjálfum sér aö þeir voru reiöubúnir aö aöstoöa viö öll tækifæri.“ hann, en kvaö helsta muninn á myndunum vera þann aö í Nýju lífi 3 væri helst til meiri fyrirferö á lífinu og tilverunni, „enda er löggan nú ekki í neinum hversdagslegum störfum og þaö ekki síst þegar þeir tveir eru þangaö komnir. En ég hef trú á aö þessi mynd geti verulega hresst menn viö í skamm- deginu og er ósköp bjartsýnn, skal land byggja „Meö löggum tkal land byggja“, eins og Varöi varöstjóri, þ.a. Flosi Ólafsson sem hér stendur lengst til hægri meö fríöan flokk lögreglumanna og víkingasveitar, kemst aö oröi. Hluti kvikmyndatökuhópsins. F.v. Hallur Helgason, Marentza Paulsen, Siguröur Snæberg, Þráinn Bertelsson, Ari Kristinsson og Jóhannes Jónsson. Nýtt líf 3 er eins og nafniö gefur til kynna þriöja myndin sem kvik- myndafyrirtækiö Nýtt líf gerir um þá félaga Daníel og Þór. Sú fyrsta fjallaöi um ævintýralega reynslu þeirra á vertíö í Eyjum, þá kom Dalalíf, þar sem bændastétt- inn var tekin til umfjöllunar. í Nýju lifi 3 eru þeir kumpánar komnir í raöir lögreglunnar. Handritið aö Nýju lífi 3 er, eins og aö hinum fyrri, skrifaö af Þráni Bertelssyni, sem einnig leikstýrir myndinni, og Ara Kristinssyni, sem er kvik- myndatökumaöur. Þeir tveir hafa undanfariö dvaliö ytra viö endan- legan frágang myndarinnar og eru Frumsýnum undir lögregluvernd — rætt viö Þráinn Bertelsson, leikstjóra um Nýtt líf 3, þriöju kvikmyndina um þá Daníel og Þór, en hún verður frumsýnd 19. desember væntaniegir meö sýningareintök til landsins þann 17. desember. Myndin veröur svo frumsýnd í Nýja bíói 19. desember og samtímis á annan dag jóla á Akureyri og í Keflavík. Viö slógum á þráöinn, þennan langa sem nær til útianda, og ræddum viö Þráin nýlega. Hann kvaö vinnslu myndarinnar ganga aö óskum og sagðist vera ánægö- ur meö afraksturinn. „Þaö líst auövitaö öllum vel á börnin sín og mér líst nú aö mörgu leyti betur á þessa mynd en hinar tvær. Sé færri galla á henni og finnst hún ekki síöur skemmtileg, enda lærir maöur alltaf af reynslunni,” sagöi enda væri ég ekki aö þessu ef maður væri ekki ólæknandi bjart- sýnismaöur. Annars hlakka ég verulega til frumsýningarinnar því aö þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd er frumsýnd undir „lögregluvernd". Þýöir sem sé lítiö fyrir áhorfendur j aö gera uppsteyt ef Endanlegur kostnaöur viö gerö myndarinnar er rúmar tólf milljónir króna sem er mjög nálægt upp- haflegri kostnaöaráætlun. Nýtt líf 3 var kvikmynduö í Reykjavík í júlí og ágúst sl. og þegar viö spuröum Þaö má ýmislegt gera meó hænuunga, jafnvel breyta þeim í afkvæmi annarra fugla meó smávægilegum tilfæringum, eins og þeir Þór og Daníel, þ.e. Eggert Þorleifsson og Karl Ágúst Úlfsson, Gegnumlýs- ing á störfum lögreglunnar — Eggert Þorleifsson ööru nafni „Þór“ Þaö er náttúrulega tals- verö breyting fyrir Daníel og Þór aö takast á viö löggæslustörf frá því sem var í Daialífi. Löggæslunni fylgir talsvert meiri vinna, þó auö- vitað reyndum viö aö létta okkur störfin lítillega, enda engin ástæöa aö vera aö slíta sér út, segir Eggert Þorleifsson, Þór, um aöfarir þeirra Daniels í Nýju lífi 3. „Þetta er nátt- úrulega fyrst og fremst ádeilu- mynd, gegnumlýsing á störfum lögreglunnar og því haröæröi sem óbreyttir borgarar veröa fyrir,“ segir hann. „Lögregluþjónar eru misvel í stakk búnir aö sinna sínum störfum og eins og fyrri daginn er ég alla myndina út í gegn aö passa Daniei. Hann lendir þarna í leiö- indamálum og er þar aö auki svona aö öfundast út í starfsbróöur sinn vegna kvenhylli, sem eins og ég hef margsagt honum, er bara ekki öllumgefin." Hvaö vinnuna viö myndina varö- ar segir Eggert hana hafa veriö eins og hvert annaö kvikmynda- stúss — eilif biö. „Ég var aö vísu ekki eins hræöilega þunglyndur viö gerö þessarar myndar og hinna fyrrf. Vona bara aö þaö komi ekki niöur á myndinni og fólk fari aö hlæja aö þessu. Þaö er alls ekki meiningin." En hló hann sjálfur aó einhverjum atriöum? „Ja, mér er sagt aö það hafi verið mjög fyndið þegar Daniel datt ofan af þakinu, en hann var bara svo óheppinn aö lenda á dýnu. Ég var ekki á staönum til aö afstýra því, heföi aö sjálfsögöu reynt aö grípa hann!“ Um það hvort hann sé tilbúinn í enn eitt „lífiö“ aö þessu loknu segir hann: Já, já. Ég veit náttúrulega ekki um Daniei, hvernig hann myndi halda þaö út. En svo framarlega sem hinn nýi lögreglustjóri gefur mér launalaust leyfi frá skyldustörfum þá er þaö alveg hugsandi. En svona í lokin þá langar mig til aö þaö komi skýrt fram aö ég þvertek fyrir aö hafa á nokkurn hátt misnotaö mér aö- stööu mína viö rannsókn „hring- akstursmálsins," segir Eggert Þor- leifsson, Þór þeirra í Nýju lífi, aö lokum. *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.