Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR13. DESEMBER1985 Sædýrasafnið: Dýrin mín stór ogsmá Sædýrasafnið verður opið um helgina eins og alla daga kl. 10.00 til 19.00. Meöal þess sem er til sýnis eru háhyrningar, Ijón, (sbjörn, apar, kindur og fjöldi annarra dýra, stórra og smárra. Þjóöminjasafniö: íslenskar hannyrðir í Bogasal í Bogasal Þjóðminjasafnsins er nú sýning á verkum íslenskra hannyrða- kvenna og nefnist hún „Meö silfur- bjarta nál“. Þar getur að Ifta verk eftir rúmlega 40 konur sem uppi voru frá því á 12. öld og fram yfir síðustu aldamót. A sýningunni er leitast við að draga fram helstu ein- kenni islensku útsaumshefðarinnar. Vegleg sýningarskrá hefur verið gefin út og er í henni meðal annars að finna æviágrip allra þeirra kvenna sem verkin á sýningunni eru eftir. Sýningin er opin daglega frá kl. 13.30 til 16.00ogstendurframtil áramóta. SAMKOMUR Kvennahúsið, Hótel Vík: Laugardagskaffi Hin svokölluðu laugardagskaffi verða í Kvennahúsinu, Hótel Vlk, á morgun, laugardaginn 14. desem- ber, og siöan aö viku liðinni, 21. desember, milli 14.00 og 18.00. Lesið verður úr nýútkomnum bók- um eftir konur og rabbaö veröur um bækurnar yfir kaffibollum á eftir. Krákan: Létt tónlist A sunnudögum og fimmtudögum gengst veitingahúsið Krákan fyrir léttum tónlistarkvöldum. Stefnt verð- ur að því aö hafa tónlistina sem fjöl- breyttasta. Á komandi tónlistar- kvöldum munu þeir Jóhann Kristins- son píanóleikari, Birgir Bragason bassaleikari og Stefán Hjörleifsson gftarleikari leika létta djasstónlist. Lögreglufélag Reykja- víkur 50 ára: Alþjóðleg lögreglu- sýning Alþjóðleg lögreglusýning stendur nú yfir að Hótel Loftleiðum í tilefni 50 ára afmælis Lögreglufélags Reykjavlkur um þessar mundir. Sýn- ingin stendur til 16. desember og er opin alla daga frá 16.00 til 22.00. Þetta er stærsta lögreglusýning sem haldin hefur verið og er eigandi sýn- ingarinnar Edouard Kries frá Lúxem- borg. Þá veröa einnig munir frá lögreglunni I Reykjavlk. Hótel Borg: Orator meö dans- leiki A Hótel Borg eru nú haldnir dans- leikir um helgar á vegum Orators, félags laganema I Háskóla íslands. Þar verður bryddað upp á ýmsum nýjungum. Gestgjafinn: Eyjakvöld Svokölluö Eyjakvöld eru haldin föstudags- og laugardagskvöld á Gestgjafanum (Vestmannaeyjum. Yfirskrift þeirra er: Eg vildi geta sungiö þér. Flutt verða lög og Ijóð eftir Oddgeir Kristjánsson, Asa i Bæ, Arna úr Eyjum, Glsla Helgason og Gylfa Ægisson. Þar aö auki verður flutt hið nýja þjóðhátfðarlag eftir Lýö Ægisson og Guðjón Weihe. í tengslum viö Eyjakvöldin verður boðið upp á pakkaferðir til Eyja. Framreiddur verður ýmiss konar matur sem dæmigerður má teljast fyrir Vestmannaeyjar. Hótel Saga: LaddiáSögu A Hótel Sögu skemmtir nú hinn kunni grlnisti Laddi á föstudags- og iáLígárösgskVökJum, 503 Þórhallur Nemendur úr Tónlistarekóta Kópavogs. Tónlistarskóli Kópavogs: Jólatónleikar Tvennir tónleikar veröa um helgina á vegum Tónlistarskóla Kópavogs. Þeir fyrri verða á morgun, laugardag, kl. 14.00 í sal skólans. Seinni tónleikarnir veröa í Kópavogskirkju sunnu- daginn 15. desember og hefjast þeir kl. 16.00. Aógangur er ókeypis og öllum heimill. Sigurðsson, eins og hann heitir fullu nafni. Hljómsveit Magnúsar Kjartans- sonar leikur undir meö honum og slðar fyrir dansi. A Mlmisbar Hótel Sögu verður áfram dúett Andra Bachmanns. Ölkeldan: Þjóðlagakvöld Grétar, Matti og Wilma munu sjá gestum ölkeldunnar við Laugaveg fyrir fjörugri þjóðlagatónlist næstu föstudags- og laugardagskvöld. Tón- listin er margvisleg en Irsk, skosk, norræn og slavnesk þjóölög veröa mest áberandi. - Skíöaskálinn í Hveradölum: 50ára afmæli skál- ans Sklðaskálinn í Hveradölum heldur um þessar mundir upp á fimmtfu ára afmæli sitt. I tilefni af þvl hafa Haukur Morthens og félagar leikiö og sungið fyrir gesti og gangandi. Þeir munu halda þvl áfram eitthvað lengur á föstudags- og laugardagskvöldum. Fríkirkjan í Reykjavík: Jólavaka Jólavaka Fríkirkjunnar I Reykjavlk verður að venju hinn 3. sunnudag I aðventu, sem að þessu sinni ber upp á 15. desember. Samkoman hefst kl. 17.00. PavelSmld, frlkirkjuorgan- isti, leikur einleik á orgel, séra Gunnar Björnsson flytur ávarp og Frlkirkju- kórinn syngur. Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, leik- kona, les smásöguna „Aðfanga- dagskvöld Elíasar Hólmsteins" eftir Tage Danielsson I þýðingu Péturs Péturssonar, héraöslæknis I Bolung- arvlk. Guðrún Helgadóttir alþingis- maður flytur ræðu og „ Jólabjöllurn- ar“, kór starfsmanna á Keflavíkur- flugvelli, syngja jólalög undir stjórn Sharon Swansen. Einsöngvarar eru séra William Condon bassi og Bev- erly Chaney sópran. Loksverður kertaljósahátlð, þar sem hver tendrar sitt eigið kerti, en meðan á þvl stendur flytur Frfkirkju- kórinn „Slá þú hjartans hörpu- strengi" eftir J.S. Bach. Loks verður almennur söngur. Norræna húsiö: Píanótónleikar Martin Berkofsky og Anna Málfrlð- ur Sigurðardóttir munu flytja öll fjór- hent verk eftir Franz Schubert á alls sex tónleikum, sem allir munu fara fram I Norræna húsinu á laugardög- umkl. 16.00. Aörir tónleikarnir af sex verða á morgun, 14. desember. Miðar verða seldir við innganginn. Verð á ein- staka tónleika er 300 krónur. Afslátt- arverö fyrir nemendur er 200 krónur. Þetta mun vera I fyrsta sinn á Islandi sem heildarflutningur á frum- sömdum verkum fyrir fjórhentan planóleik eftur Schubert fer fram. Vottar Jehóva: Mót Vottar Jehóva halda tveggja daga mót I samkomuhúsi slnu við Sogaveg I Reykjavík nú um helgina. Mótið hefst kl. 10.00 á morgun, laugardag, og er á dagskrá fjöldi erinda, viðtala og umræðuþátta. Einkunnarorð þessa móts eru „ Verið staðfastir I trúnni”. Aðalræðu flytur Bjarni Jóns- son á sunnudag kl. 14.00 og nefnist hún „Grundvöllur trúar í trúlausum heimi". Samtök lækna gegn kjarnorkuvá: Hátíðahöld á Borg- inni Samtök lækna gegn kjarnorkuvá munu gangast fyrir hátiðahöldum á morgun, laugardag, kl. 14.00 til 17.00 á Hótel Borg. Tilefnið er að Friðarverölaun Nóbels á þessu ári voru veitt alþjóðasamtökum lækna gegn kjarnorkuvá sem samtökin hér á landi eiga aðild aö. Hátfðin verður byggö upp af mörgum stuttum atrið- um, flest flutt af listamönnum. Bandalag há- skólamanna: Fundur Bandalag háskólamanna heldur opinn fund um háskólakennslu utan Reykjavlkur á morgun, laugardag, kl. 13.30 Istofu 101 (Odda, húsi félagsvísindadeildar Hí. Tónlistarskólinn Sel- tjarnarnesi: Jólatónleikar Tónlistarskólinn á Seltjarnarnesi heldur sina árlegu jólatónleika nk. sunnudag, 15. desember, kl. 14.00 í sal skólans. Allir bæjarbúar eru velkomnir svo lengi sem húsrúm leyfir. Vikuna 16.-20. desember veröur engin kennsla heldur veröa haldnir tónleikar fyrir skólabörn bæjarins. Fimmtudaginn 19. desember verður eldri borgurum Seltjarnarness boðið á sérstaka tónleika kl. 17.00. Háteigskirkja: 20ára vígsluafmæli A aðventukvöldi 15. desmeber nk. kl. 20.30 verður 20 ára vígsluafmælis Háteigskirkju minnst I kirkjunni. Sig- urbjörn Einarsson biskuþ flytur ávarp. Skólakór Alftamýrarskóla syngur undir stjórn Hannesar Bald- urssonar ásamt kirkjukór Háteigs- kirkju undir stjórn Orthulf Prunner. Kór Háteigskirkju hefur nýverið gefiö út hljómplötu með sálmum úr Litlu orgelbókinni eftir Bach, sungnir á Islensku. Meö plötunni vill kórinn leggja lltið eitt af mörkum til messu- gjörðar á aðventu- og jólatíma ásamt þvl að minnast Bachs á afmælisári Ungt par frá Danmörku skemmtir á jólahátíðum Danskennarasamband íslands heldur dansleik í Tónabæ annað kvöld, laugardagskvöld, kl. 21.00 til 1.00. Allt áhugafólk um dans er velkomið. Ungt, danskt danspar heldur sýningu um kvöldið. Stúlkan er aöeins 11 éra gömul og heitir Merete Hachman og pilturinn er 14 ára og heitir Jesper Sörensen. bau eru hingað komiö á vegum dansskóla Hermanns Ragnars Stefénssonar. Á sunnudaginn heldur dansskóli Hermanns Ragnars jóla- og f jölskylduhátíö á Broadway kl. 14.00 og 17.00 og mun þetta unga par dansa þar einnig. bau heimsóttu ísland í fyrravetur og dönsuóu m.a. é Hótel Sögu é vegum dansskól- ans. bau eru margfaldir meistarar í dansi í sínum aldursflokki og koma hingaó eftir aö hafa sýnt i Bella Center í Kaup- mannahöfn í tíu skipti. B 15 og þrjáfiu ára afmælis Kórs Háteigs- kirkju 1983. Dómkirkjan: Orgeltónleikar Ann Toril Lindstad organleikari heldur orgeltónleika I Dómkirkjunni nk. sunnudag kl. 17.00. A efnis- skránni eru verk eftir Messiaen, Rolf Karlsen og Julius Reubke. Ann Toril er norsk að uppruna og hefur að baki sex ára nám viö tónlist- arháskólann í Osló. Hún lauk kandid- atsprófi í kirkjutónlist árið 1983, og „diplom“-prófi iorgelleik 1985. Kennarar hennar voru m.a. Björn Boysen og Gotthard Arnér. Hún leggur nú stund á nám i túlkun bar- okktónlistar hjá Jacques van Oort- merssen sem er lektor við Sweilinck Conservatorium í Amsterdam. LEIKLIST Stúdentaleikhúsið: Stúdentaleikhúsið sýnir rokksöng- leikinn „ Ekkó - guðirnir ungu“ í Fé lagsstofnun stúdenta á sunnudög- um, mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum og hefjast sýningar kl. 21.00. Ólafur Haukur Slmonarson þýddi leikinn og tónlist er eftir Ragnhildi Gisladóttur. Andrés Sigurvinsson leikstýrir. Þrettán leikarar koma fram (leikrit- inu auk fjögurra manna hljómsveitar . sem einnig tekur þátt I leiknum. Miöapantanir eru allan sólarhringinn i slma 17017 auk þess sem miðasala er við innganginn. Sýningum fer fækkandi. Leikfélag Akureyrar: Jólaævintýri A sunnudaginn kl. 16.00 er slð- asta sýning Leikfélags Akureyrar fyrir jól á söngleiknum Jólaævintýri, sem byggir á sögunni „ A Christmas Carol" eftir Charles Dickens. Arni T ryggvason fer á kostum I gervi nirfilsins Scrooge en fjöldi leik- ara, barna og tónlistarmanna flytja jólin í bæinn með sýningu þessari sem hlotiö hefur einróma lof gagn- rýnenda. Leikstjóri er Maria Krist- jánsdóttir og hljómsveitarstjóri er Roar Kvam. Sala aðgöngumiða er hafin á sýningarnar milli jóla og ný- árs. Þjóöleikhúsiö: Grímudansleikur Nú um helgina verða allra slöustu sýningarnar á óþerunni Grimudans- leik eftir Verdi I Þjóðleikhúsinu og er þetta jafnframt slöasta sýningar- helgi fyrir jól. Næstsfðasta sýning óperunnar veröur annað kvöld, laug- ardag, og sú allra siöasta á sunnu- dagskvöldið. Leikstjóri er Sveinn Einarsson, hljómsveitarstjóri er Ragnar Björns- son, leikmynd er eftir Björn G. Björnsson, búningar eftir Malin Ör- lygsdóttur og lýsing eftir Kristin Daníelsson. Meö helstu hlutverk fara Kristján Jóhannsson, Kristinn Sig- mundsson, Elísabet F. Eirlksdóttir, Katrln Sigurðardóttir, Hrönn Hafliða- dóttir, Viðar Gunnarsson, Robert Becker, Guðbjörn Guðbjörnsson, Gunnar Guöbjörnsson og Björn Björnsson. Þá taka Þjóðleikhúskór- inn og íslenski dansflokkurinn einnig þátt i sýningunni. FERÐIR Feröafélag íslands: Gönguferö A sunnudaginn 15. desember verður gönguferö kl. 13.00. Ekið verður upp á Kjalarnes og gengið með strönd Hofsvíkur að Brautar- holtsborg. Ferðin tekur um þrjár klukkustundir. Létt ganga I forvitni- legu umhverfi. Fá sæti eru eftir f ára- mótaferöina. Útivist: Gönguferð Ásunnudaginnkl. 13.00 verður ganga um Alftanes: Ekið verður út að Bessastöðum og gengið um Skansinn og þaðan út I Hrakhólma og Hliðnes. Gangan er létt og fróð- leg. Allir eru velkomnir og er brottför frá bensínsölu BSl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.