Morgunblaðið - 13.12.1985, Síða 3

Morgunblaðið - 13.12.1985, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR13. DESEMBER1985 B 3 Þráin hvort hann hafi slíka tröllatrú á þeim félögum Daníel og Þór aö Nýtt líf 4 veröi gerö á næsta ári kvaö hann tröllatrúna vera til staö- ar, þó líklega yröi slík mynd ekki gerö alveg á næstunni. „En ég held aö ég megi segja aö okkur sem höfum unniö aö þessum myndum finnist þaö öllum mjög gaman og þaö er auövitaö nóg til af ævintýrum sem þessir tveir gætu slysast til aö lenda í. Hins vegar yröi þaö ekki í bráö því aö viö teljum nauösynlegt aö breyta til inn á milli, rétt eins og þegar viö geröum kvikmyndina Skamm- degi á milli Nýs lífs og Dalalífs." Framkvæmdastjóri myndarinnar er Ingibjörg Briem, en af öörum starfsmönnum sem ekki birtast á tjaldinu eru, auk Ara í kvikmynda- tökuhóþnum, Jóhannes Jónsson, Valdís Óskarsdóttir og Jón Karl Helgason, sem einnig annaöist föröun. Hljóöiö var í höndum þeirra Siguröar Snæberg og Þórs Freys- sonar og skrifta var Marentza Paulsen. Búninga geröi Dóra Ein- arsdóttir og leikmynd þeir Hallur Helgason, Árni Páll Jóhannesson og Stefán Hjörleifsson. Aöstoöar- menn voru Soffía Jakobsdóttir, Ástríöur Guðmundsdóttir og Sig- uröur Steinarsson, en tónlist í Þráinn Bertelsson leikstjóri uppáklæddur ( hlutverki sínu sem Þjóð- verji í vafasömum viöskiptum vió þá Daníel og Þór. TIL JÓLAGJAFA Pennasett • Pennastatíf • Töfl • Servíettur • Leikspil • Allar jólabœkurnar • Hnattlíkön • Jólakort • Vönduö tréleikföng • Tölvuspil • Kerti • Skrifborösmottur • Jólapappír • Spil • Jólaskraut • Slaufur og boröar • Merkimiöar • Kertaglös • Skjalatöskur • Óróar • O.m.m. fl. Samantekt/Vilborg Einarsdóttir Myndir/Valdís Óskarsdóttir/Nýtt líf ObP Meö nýjungarnar og nœg bílastœöi Síöumúla 35 - Slmi 36811 Lifsgleðin i fyrirrúmi — Karl Ágúst Úlfsson, „Daníel“ þeirra í Nýju lífi Þaö er nú talsvert erfitt aö lýsa Daníel, sérstaklega þegar maöur er orðinn honum svona nákunnug- ur - hann eiginlega lýsir sór best sjálfur," segir Karl Ágúst Úlfsson eöa Daníel kvikmyndarinnar. „Hann hefur nú lítið breyst frá því í Dalalífi, lífsgleöin og jákvæöa hugarfariö í fyrirrúmi og ég hugsa aö hann taki því svo sem ekkert illa upp viö mig þó aö ég segi nú sem satt er aö hann stígi ekki sér- staklega mikið í vitið, aö minnsta kosti fengi aldrei inngöngu í „sænsku gleraugnamafíuna". Þaö eru ýmiskonar þrengingar og voði sem þessi drengur lendir í, en heldur sínu striki og er ákaf- lega fljótur aö jafna sig á þessari voðalegu lífsreynslu sem hann oft á tíöum veröur fyrir og þaö finnst mór ákaflega gott. Hann er ekkert aö taka hlutina óþarflega mikió nærri sér, jafnvel þó hann eigi þaö til aö láta sér sárna eitt og annaö þá er þaö fljótt aö rjúka úr honum,“ segir Karl Ágúst, sem þurfti aö leggja ýmislegt á sig viö gerö myndarinnar s.s. aö „svífa“ i lög- reglubílnum hátt fyrir ofan höfnina. „Þaö var nú ekkert hættulegt og virkaöi líklegast glannalegra séó neöan frá en ofan. En auóvitaö svona viss spenna, sérstaklega fyrst á undan því aó maóur vissi ekkert hvernig tilfinningin yröi þegar upp var komið,“ segir Karl Ágúst, sem þar aö auki þurfti aó falla ofan af þaki og vera dreginn á eftir bil viö skyldustörfin, svo eitthvaö sé nefnt. Boöskap myndarinnar til ís- lenskra lögregluþjóna segir hann vera aö þeir megi sjá broslegu hliðarnar í lífinu ekki síður en aðrir. „Þvi er nú ekkert frekar beint til þeirra en annarra, þaö hafa allir gott af því aö brosa svolítió af sjálf- um sér og sínu umhverfi." — Fara aö vera einhver störf eftir fyrir Daníel og Þór aö takast á viö? „Já, já, viö eigum alveg eftir aö taka fyrir t.d. fiskirækt og veöurat- huganir og svona ýmislegt annaö." Það gæti sem sé gerst aö starfs- menn Nýs lífs tækju upp þráðinn með Daníel og Þór á nýjan leik, en í hópi þeirra sem unnu aö Nýju lífi 3, auk þeirra Þráins, Ara, Egg- erts, Karls Ágústs, Sigurveigar, Guörúnar, Lilju, Flosa og Siguröar eru leikararnir Þórhallur Sigurös- son, Bríet Hóöinsdóttir, Rúrik Har- aldsson, Bjarni Steingrímsson, Jón Júlíusson og Jón Gunnarsson. myndinni er eftir Lárus Grímsson og tónlistarumsjón í höndum Guömundar Ingólfssonar. Ari Kristinsson annaöist klippingu og Þráinn Bertelsson er framleiöandi myndarinnar. Ýmsir aðrir en þeir sem hér eru taldir komu viö sögu varöandi gerö myndarinnar, m.a. menn úr rööum lögreglunnar — væntanlega þeir sömu og koma til meö aö veita frumsýningunni lög- regluvernd!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.