Morgunblaðið - 11.02.1986, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.02.1986, Qupperneq 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR11. FEBRÚAR1986 A-liðið sigraði B-liðið í jöfnum leik í Kef lavík — Steinar lék með B-liðinu og var bestur ÍSLENSKA landsliðið I handknatt- leik lék œfingaleik gegn B-liðinu í Keflavík á sunnudagskvöld. A-liðið sigraði í jöfnum leik, 27- 23, eftir að staðan ( hálfieik var 12-11 fyrir A-liðið. Steinar Birgis- son sem lók með B-liðinu var maður leiksins og gerði 9 mörk. Fyrri hálfleikurinn var mjög jafn og mátti varia á milli sjá hvort liðið væri A- eða B-lið. Jafnt var á flest- um tölum upp í 7-7. Þá skoraði A-liðið næstu tvö mörk, en B-liðinu tókst að jafna aftur, 10-10, og forysta A-liðsins eitt mark í hálfleik eins og áður segir. Steinar jafnaði strax fyrir B-liðið í byrjun seinni hálfleiks og komust þeir síðan yfir, 13-15. Þá tóku A-liðsmenn sig saman í andlitinu og jöfnuðu aftur, 15-15, og gerðu enn betur og juku smátt og smátt forskotið og var staöan 26-18 þegar 12 mínútur voru til leiksloka og var það jafnframt mesti munur- inn íleiknum. Það sem eftir lifði leiksins skor- aði A-liðið ekki mark fyrr en á síð- ustu sekúndu leiksins — Ellert markvörður hafði þá hreinlega lokað markinu hjá B-liðinu. B-liðið saxaði jafnt og þétt á þetta forskot og komst í 26-23 þegar ein mínúta var eftir. Guðmundur Guðmunds- son skoraöi þá síðasta markið í leiknum fyrir A-liðið sem sigraði með fjögurra marka mun, 27-23. Besti leikmaður A-liðsins í þess- umjeik var Kristján Arason. Horna- mennirnir Bjarni Guðmundsson og Guðmundur Guðmundsson kom- ust einnig vel frá leiknum, en aðrir léku undirgetu. Hjá B-liðinu var Steinar Birgis- son allt í öllu og stjórnaði vel liðinu og fór oft illa með A-liðs vörnina, var besti maður vallarins. Valdimar Grímsson var einnig góöur í horn- inu, geysilega fljótur og skemmti- legur leikmaður. Handknattielkur V. V Leikurinn bar þess merki að ekki var mikil alvara á ferðinni. MÖrfc A-Iiösins: Kristján Arason 10/5, Guðmundur Guömundsson 6, Bjarni Guö- mundsson 4, Geir Sveinsson 3, Atli Hilmars- son 2 og Siguröur Gunnarsson og Páll Ólafs- son eitt mark hvor. Mörk B-iiösins: Steinar Birgisson 9/2, Valdimar Grímsson 6, Egill Jóhannsson 3, Jakob Sigurösson 2, Jón Árni Rúnarsson, Karl Þráinsson og Júlíus Jónasson eitt mark hver. Dómarar leiksins voru Jón Kr. Magnússon og Hafsteinn Ingi- bergsson og komust þeir vel frá léttum leik. Liðin voru þannig skipuð: A-liöiö: Bjarni Guömundsson, Sigurður Gunnarsson, Páll Ólafsson, Guðmundur Guö- mundsson, Kristján Arason, Atli Hiimarsson, Þorbjörn Jensson (í fyrri hálfleik) og Geir Sveinsson í seinni hálfleik. Markveröir: Einar Þorvaröarson og Kristján Sigmundsson. B-liöiö: Jón Árni Rúnarsson, Valdimar Grímsson, Egill Jóhannsson, Steinar Birgis- son, Jakob Sigurösson, Karl Þráinsson og Júl- íus Jónasson. Markveröir: Ellert Vigfússon og Brynjar Kvaran. Þorbjörn Jensson lék meö A-liöinu í fyrri hálfleik en B-liðinu í seinni hálf- leik og skipti þá við Geir Sveinsson. -Ó.T. STOR HAPPDRÆTTI FLUGBJÖRGUNARSVEITANNA 3,,k- Voto MILUONIR KRÓNA 3 ,tk. Toyo'0 leice'. 10stk. SKATTFRJALSIR VINNINGAR 10 stk. NORDMENDE Myndbandsupptökutæki. 0 5 stk. 'jnppkz Einkatölvur. 5 stk. Macintosh Einkatölvur. NORDMENDE Myndbandstæki. 1 Skíðaferð fyrir tvo + skíðaútbúnaður. 2 Utanlandsferðir. 100 Soda-Stream tæki. GoldStar 50 stk.L^ Ferðahljómflutningstæki. STYRKIÐ BJÖRGUNARSTARFIÐ í LANDINU! 17. FEBRUAR 1986 SI»\l/IS|OI )lll/ Wlí.YKi:\VÍKllU s CViNAuUI-SNIS FLUGBJÖRGU N ARSVEITIRN AR • Steinar Birgisson var besti maður leiksins f Keflavík og skoraði 9 mörk. Hann lék með B-liðinu. Heimsbikarinn á skíðum: Wasmeier sigraði í risastórsvigi — Girardelli efstur í heimsbikarnum MARKUS Wasmeier frá Vestur- Þýskalandi vann sinn fyrsta sigur f heimsbikarnum er hann sigraði f risastórsvigi í Morzine f Frakk- landi é sunnudaginn. Þaö er um eltt ár síðan Wasmeier varð heimsmeistari f Bormio f fyrra. Hann sannaði það með þessum sigri að það var ekki einskær heppni að hljóta heimsmeistara- titilinn. „Þetta var mikilvægur sigur fyrir mig og sannar að heimsmeistara- titillinn í Birmio var ekki heppni," sagði Wasmeier eftir keppnina á sunnudaginn. Wasmeier startaði fyrstur niður brautina, sem var 1660 metra löng og þótti erfið. Hann fór brautina á 1:22,32 mínútum og var hann í nokkrum sérflokki því næsti maður sem var Marc Girardelli var 1,04 sekúndum á eftir. Þetta var jafn- framt næstbesta mót Girardeili á þessu keppnistímabili. Hann hefur aðeins unnið eitt mót í vetur en hefur ávallt verið í fremstu röð og er efstur að stigum í keppninni. „Ég er mjög ánægður með annað sætið í þessari keppni því það var mjög erfitt færi í brautinni og ein lélegasta braut sem ég man eftir í heimsbikarnum. Þaö voru stórir grafningar eftir skíðakeppn- ina sem fóru fyrstir af stað," sagði Marc Girardelli. Þriðji varð Hubert Strolz fró Austurríki, í fimmta og sjötta sæti komu svo Austurríkismennirnir Gúnther Mader og Hans Enn. Peter Muller sigraði í bruni á laugardaginn á sama stað. Múller var rúmlega sekúndu á undan Leonard Stock frá Austurríki á 1:53,81 mín. í þriðja sæti varð svo áður óþekktur Norðmaður, Atle Kárdan, sem var 1,13 sekúndum á eftir sigurvegaranum. Marc Girardelli er nú efstur í stigakeppni heimsbikarins með 212 stig. Peter Múller er í öðru sæti meö 186 og í þriðja sæti er Markus Wasmeier með 169 stig. Fyrsti sigur Schmidhauser SVISSNESKU skíðastúlkurnar gera þaö akki endasleppt f heims- bikarnum. Á sunnudaginn sigraði áður óþakkt svissnesk skfða- stúlka, Corinne Schmidhauser, f svigi sem fram fór f Hrebienok f Tékkóslóvakfu. í öðru sætl var Nadia Bofini frá ítalfu og f þriðja og fjórða sæti komu svissnesku stúlkurnar Erika Hess og Brigette Gadient. „Þetta er í fyrsta sinn á ævinni sem ég stend á efsta þrepi á verð- launapalli — ég er í sjöunda himni," sagði Schmidhauser eftir sigurinn í sviginu. Mikið var um afföll í svigkeppn- inni, 30 af 55 keppendum hættu keppni eða voru dæmdir úr leik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.