Morgunblaðið - 11.02.1986, Side 5

Morgunblaðið - 11.02.1986, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR11. FEBRÚAR1986 B 5 AÐ RENNA 5 NÝJUM STOÐUM UNDIR REKSTURINN STOÐ (As sistant Series) er nýr hugbún- aður fyrir IBM PC einkatölvurn- ar. Þetta eru 5 samræmd forrit á íslensku, einföld og þægileg. Þegar notandinn hefur lært á eitt þeirra á hann auðvelt með að tileinka sér hin. Mestu varðar að forritin vinna öll saman. Þau nýta gögnin hvert frá öðru og flytja þau sín á milli. Og í hvert sinn, sem þú bætir nýju forriti við í samstæðuna, stóreykst heildarvirkni hennar. IBM STOÐ forritin aðstoða þig dyggilega við gagnaskráningu, skýrslugerð, myndgerð, rit- vinnslu og áætlanagerð. Forritin henta þér ekki aðeins við núver- andi aðstæður. Þau renna nýjum stoðum undir rekstur fyrirtækis- ins og geta fylgt vexti þess eftir í framtíðinni. Kauptu eitt núna. Eða kauptu þau öll. Það gildir einu því að hvert forrit er sjálfstæð eining. Þú getur byrjað með eitt og bætt öðrum við síðar. Samvinna þeirra er alltaf fullkomin. UNhl'h "«bc" diVin:. (h«Kt«fir lÁystafir) 011 nrfi sm ciwlí « "«<fi“ 011 (iri' in hvr.M « "«br" 011 orfl s'* fnniluMd “nr" 011 nrA 011 I stnf.i nrí ■•r-n cnil« « "nml" "l*ná". ufl l fllltr tiílnr I . IM . RlU/MtWu SIA.si.lt . hsnhiri SafcJs/TorAs/Iyts s SKRASTOÐ UJ Einfalt og auðlært kerfi til að skipuleggja gögn og geyma þau, tilbúin til vinnslu. Þetta forrit veitir þér aðgang að mikilsverðum upplýsingum á nokkrum sekúndum. SKYRSLUSTOÐ Setur hvers konar upplýs- ingar fram í snyrtilegum og aðgengilegum skýrslum. Með hjálp þessa forrits sameinar þú upplýsingar, berð þær saman og sundurgreinir. MYNDSTOÐ Með Myndstoðinni setur þú fram stærðir í línuritum og stólparitum eða á öðru myndmáli. For- ritið notar t.d. gögn úr Skrástoð og Skýrslustoð. Myndirnar birtast á skján- um og þær má að sjálfsögðu prenta. RITSTOÐ Ritstoðin er ritvinnslukerfi. Forritið sækir t.d. gögn í Skrástoð og Skýrslustoð og fellir mynd- ir úr Myndstoð inn í textann. Allt, sem fram kemur á skjánum við ritun, prent- ast nákvæmlega eins á pappír. ÁÆTLUN ARSTOÐ Forritið er einfaldur en snjall töflureiknir fyrir áætlanagerð og útreikninga. Með forritinu er auð- velt að reikna ýmsa liði áætlana og þú getur spurt það hvað breytist ef nýjar forsendur koma inn í reksturinn. Söluumboð: Skrifstofuvélar hf. Ottó A. Michelsen, Hverfisgötu 33, Reykjavík, sími 20560 Örtölvutækni hf., Ármúla 38, Reykjavík, sími 687220 Gísli J. Johnsen Skrifstofubúnaður sf., Nýbýlavegi 16, Kópavogi, sími 641222 SKÝRR — Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar annast heildarinnkaup og dreifingu á STOÐ forritasamstæðunni fyrir ríkisstofnanir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.