Morgunblaðið - 20.04.1986, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 20.04.1986, Qupperneq 7
auðvelt með að búa til vísur og þegar ég komst í skóla uppgötvaði ég að mér gekk yfírleitt mun betur en jafnöldrum mínum í því að semja eitthvað frá eigin brjósti. Ég fékk líka uppörvun frá kennurum mínum og öðrum fuilorðnum en mér fannst mér ekki liggja neitt á. Ég hafði áhuga á ýmsu öðru og fyrst og fremst ætiaði ég mér að komast að heiman." Kveðskapurinn fór í gröfina Hvers vegna? „Ja, ég ætlaði einfaldlega suður, eins og sagt er. Mér fannst engin framtíð fyrir mig þarna í sveitinni og mig langað til þess að afla mér frekari menntunar, sem þá var ekki algengt að konur fengju. Ég þakka mínum sæla fyrir að hafa átt upplýsta foreldra sem studdu við bakið á mér. Mamma var til dæmis skáldmælt þó hún léti lítið á því bera og kveðskapur hennar kæmi ekki út fyrr en hún var orðin gömul kona. Hún og Þorgeir Sveinbjamarson voru systkina- böm. Mergurinn málsins er sá að kynslóðin á undan mér hafði fá tækifæri til að njóta skólagöngu og þar með fagurra bókmennta og tók kveðskap sinn oftastnær með sér í gröf- ina. Ég óx úr grasi á mörkum gamals og nýs tíma og ég var ákveðin í að notfæra mér þau tækifæri sem ég hafði svo sú gáfa sem ég hafði þegið að erfðum frá forfeðrum mínum færi ekki til ónýtis. Ég er þeirrar skoðunar að ljóðræn- an hafí alltaf lifað með íslensku þjóðinni; fólk lærði ljóð utanbókar sem var mikil menntun á sínum tíma; vinnuhjú ortu sín á milli og þótti skemmtun að. Þannig lifði hefðin alltaf með þjóðinni þó ekki væri kostur á að gefa út. Það var í þessu umhverfi sem ég ólst upp.“ Það leið þó enn á löngu þar til Þóra gaf út sína fyrstu Ijóðabók. Eftir að hún lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum á Akureyri hóf hún nám í Háskóla íslands en stóð þar stutt við. Fram um mörg ljósár við fæðingu fyrsta barnsins „Það voru engar beinar fyrirmyndir í minni fjölskyldu sem ég gat stuðst við,“ segir hún. „Kannski fékk ég líka ónóga hvatningu. Hvað sem því líður þá hætti ég í Háskólanum og kenndi einn vetur en gifti mig síðan. Gifting var þá takmark í sjálfu sér hálft í hvoru og ég helgaði mig húsmóð- ur- og móðurhlutverkinu næstu árin. Það var ekki fyrr en bömin mín vom orðin stálpuð sem ég fór að yrkja og upp- haflega kannski aðallega til að drepa tímann. Ég hafði lítið við að vera, vinnumarkaðurinn var að mestu lokaður og þar fram eftir götunum. Á hinn bóginn hafði ég, eins og ég drap á áðan, alltaf ætlað mér að skrifa og áhugi minn á ljóðum hafð síður en svo dofnað. Ég held líka að sú lífs- reynsla að ala upp böm hafí orðið mér mikill fengur sem skáldi. Ég man að strax við fæðingu fyrsta bamsins fannst mér mér fara fram um mörg Ijósár. Ég skildi allt í einu samhengi lífsins og mér opnuðust ýmsar lokaðar dyr. Það er hverjum manni verðugt viðfangsefni að sinna bömum sínum. Já, lífíð er lítils virði baráttulaust eða án mótlætis og í sambúð við annað fólk þroskast maður auðvitað geysi- lega. Hins vegar er sú hætta fyrir hendi að maður fái ekki útrás fyrir hæfíleika eða langanir. Þama getur skapast togstreita á milli.“ Geturðu útskýrt þetta örlítið nánar? „Ég get reynt það. Að yrkja er mitt annað líf og snertir hvergi mína hversdagslegu tilvem. Skáldið í mér er algerlega lokað af og í daglegri umgengni hegða ég mér oftastnær eins og búist er við af mér. Eg geri mér grein fyrir þeim kröfum sem gerðar em til mín og reyni að verða við þeim. Það má kalla þetta hlýðni eða næmi, eftir því hvemig á það er litið. Altént er það auðvitað ekki mjög sterk persóna sem hagar sér svona en ég næ mér upp með hinum þætti skap- gerðarinnar, skáldskapnum. Sú persóna sem ég er dags- daglega ber heldur enga ábyrgð á ljóðunum, þau em alveg séráparti." Ljóðin birtast í draumi Hvemig verða ljóðin þín til? spyr ég næst. — Svona spum- ingar era yfirleitt út í loftið en ég hugði að Þóra gæti svarað henni. „Mörg Ijóða minna," svarar hún að bragði, „þau birtast mér í draumi. Það er ef til vill merki um bælingu, en ég skal ekki segja um það. En þetta gerist þannig að mann WORLD LITERATURE TODAY FORMERIY BOOKS ABROAD A LITERARY QUARTERLY OF THE UNIVERSITY OF OKLAHOMA NORMAN. OKLAHOMA 73019 U.S.A. FROM THE SUMMER 1980 ISSUE l'óra Jónsdóttir. Höfdalug uil Imulbruut. Rcykjavík. Fjiil- vaútgátan. 1983. 64 pagcs, ill. I’óra Jónsdóttir's lourth litllv book ol vcrso contains thirty-seven short poems and eight illustrations by the author. They are divided into three groups, the lirst ofwhieh consists of nature poems fraught with nostaigia for the poet’s youth and for country life. Thc seeond group eenters on Póra's (or the persona’s) move into town, whilc thc last group seems to record her everyday lile in the town today. The poems are simple in theme and language—decep- tively simple, perhups, for some ol'lhe lines stick in the mind long after they are icad. And tliere is an oecasional startling image, as whei. she says to •i:i!ce])ing !>aby, "VVhen yourcyes open up they remiud me ofquiet pools where little fishes watch." Thtre is a restraincd plamtive note in the poems dealing with thc everyday life cf a housewife, as in "Húsrád” (Houschold Hints): “The kitchen tloor is never clean. even though I’ve tried to make it that way. Day aftcr day I creep along with a cleaning rag. My hands bear witness to this. 1 told this lo a neighbor. She is more experienccd than I, and said, 'You must wet it with your tears and dry it with your hair. That's foolproof.’ ” The element of longing for the eountry and being away froin the bustle of town is dominant—the title mcans, loose- ly, "Bedroom on the Highway." In “Vid þvottasnúru” (By the Clothesline) she writes: “On a sunny morning I hutig up clothes to dry. A gust ofwind swept them out of nty hands. 1 chanced to look over the highway in thc direction of thc mountain. I found its eye resting on me and heard it ealling. 1 eried out in return, ‘I’m eomingl’ ” The effect of the poems is enhanccd by the illustrations: the town is pictured witli strong liucs as massive and blaek; the nostalgic figures of the past arc wraithlike in gray against a background of black. The illustration l'or "Húsrád” shows a featureless woman with long gray hair wrappped around her like a shawl, a human floor-rag, two large white tears de- scending. Hcnry Kratz University of Tennessee dreymir einhvetja óljósa hluti og fer svo að hugleiða þá; maður ræður drauminn, eins og kostur er, og reynir að gera sér grein fyrir þeim tilfínningum sem að baki liggja. Það er algengt Etð úr slíkum hugleiðingum fæðist hjá mér Ijóð. Nú, svo getur það verið einhver minning sem maður spinnur út frá — eða áhrif frá öðm ljóði, sögum, lagi, jafn- vel mynd. Og svo em náttúrustemmningar...“ Um hvað, ef mér leyfist að spyrja, em ljóðin þín? „Nú seturðu mig í klípu.“ Þóra hugsar sig um dágóða stund, svarar svo hægt og yfirvegað. „Umfram allt tel ég að þau séu sprottin úr íslenskum jarðvegi. Mér fínnst ekki verðugt að yrkja um neitt nema það sem íslenskt er. Ég hafna að vísu ekki áhrifúm erlendis frá en ég er svo samof- in íslenskri náttúm og íslenskri sögu að ég hvorki get né vil rifið mig lausa. Mér finnst ljóðin mln koma frá hjartarót- um íslands, ef svo má að orði komast. Þetta em eflaust áhrif frá bemsku minni í þessu rammíslenska og þjóðlega umhverfí norður í Þingeyjarsýslu, og ég óska mér ekki annars hlutskiptis. Þau em öll frá mér sjálfri komin, Ijóðin mín, og ég held að ég fái hvergi lánað þó að sjálfsögðu standi ég í eilífri þakkarskuld við öll þau snilldarskáld sem ég hef lesið mér til gagns og gamans og sem hafa auðgað mig mikið. Ég hef lært af því sem mér hentar en hafnað öðm. Þá held ég líka að kristin trú foreldra minna hafí sett sitt mark á Ijóðin. í öiyggisleysinu í sveitinni lærði maður nefnilega ekki bara að treysta sjálfum sér heldur og guði. Á heimili mínu vom lesnir sálmar og húslestrar og ég er viss um að myndmál Biblíunnar hefur orðið mér mjög gagn- legt sem skáldi.“ Svölun og kraftur náttúrunnar Ertu sjálf trúuð? „Já, ég tel mig vera það. Ég gerði að sönnu einhveija uppreisn gegn trúnni á sínum tíma en trúin hefur orðið styrkari eftir því sem tíminn líður. Hver veit nema trúar- hneigðin gangi í erfðir eins og svo margt annað — að minnsta kosti ber ég djúpa virðingu fyrir kristindómnum og hef líka styrk af honum. Ég yrki ekki beinlínis trúarleg ljóð en trúin er eins konar bakhjarl sem lifír í huga mér og litar kannski ljóðin að ýmsu leyti.“ Hvað hlutverki gegnir náttúran í ljóðum þínum? „Náttúran veitir bæði svölun og kraft og hún spomar gegn tilbreytingarleysi. Það er til dæmis ekki mikið um að vera í lífí mínu um þessar mundir en náttúran getur orðið mér endalaus uppspretta ljóða. Það er erfitt að orða það hvemig ímyndir náttúmnnar verða tákn tilfinninga en mér fínnst einhvem veginn að náttúra íslands sé líkt og spegil- mynd af sjálfí mér — eða ég af henni. Ég fínn að við emm úr sama efni, ef þú skilur hvað ég á við. Efni náttúmnnar höfða mjög sterkt til mín, ekki síst gijót, steinninn. Það er ef til vill svolítið skrýtið því gijótið er svo lfflaust en það leggst einhvem veginn eftir mínum smekk. Ég hefði vel getað hugsað mér að verðA myndhöggvari því ég álít að grjótið sé sterkasti miðillinn til listsköpunar, en hefðin á Islandi er hins vegar nær eingöngu bundin við orðsins list svo það kom ekki til greina þegar ég var yngri. Þess í stað hef ég fengist ofurlítið við að mála en er auðvitað bara leikmaður." Að deyja inn I ljóð sín Hafa ljóðin þín breyst frá því að þú byijaðir að yrkja? „Svolítið, já. Náttúrlega hljóta skáld alltaf að þroskast en ég hef líka mjög sterklega á tilfinningunni að ég skrifi mig frá þeim hlutum sem ég yrki um. Ég sný aldrei til baka og í raun og vem er hvert ljóð eins konar missir; ég sendi eitthað frá mér sem á ekki afturkvæmt. Það má orða það þannig að ég „deyi inn í Ijóð mín“, eins og einhver sagði. Að vísu kemur alltaf eitthvað annað í staðinn." Eins og drepið var á í upphafi þessa spjalls er Þóra ekki meðal þeirra skálda sem verið hafa hvað mest áberandi. Ég spyr hvemig henni falli slíkt hlutskipti. „Að vera í skugganum? Ég hlýt að segja að það nægir mér ekki, það er lítil uppörvun í því. Það er að vísu rétt að ég er ekki mikið fyrir ,að láta á mér bera en það er slæmt að fá lítil sem engin viðbrögð við því sem maður er að fást við. Dómar í blöðum, eða einhver svömn frá lesendum em hveiju skáldi nauðsyn. Ifyrstu bókinni minni var mjög vel tekið, ég held óvenjulega vel og einnig þeirri næstu. En tvær síðustu bækur mínar hafa komið út hjá forlagi sem lítt er í stakk búið til að auglýsa bækur sínar. Þær komu báðar út örfáum dögum fyrir jól, ekki nógu tímanlega fyrir jólamark- aðinn eða aðra kynningu í sambandi við hann, og hafa því farið framhjá mörgum. Ekki ber að skilja þetta sem gagn- lýni á ágætan útgefanda minn, sem hefur gert bækur mínar vel úr garði og stórtapað á þeim. Hér virðist enginn vettvang- ur til að flokka Ijóð hlutlægt og afleiðingin er sú að auglýs- ingar hafa allt að segja fyrir bók og höfund. Mánuðimir fyrir jól hafa úrslitaþýðingu fyrir örlög hverrar bókar, sem ekki er fræðibók. Ég vil geta þess hér að engin gagnrýni birtist um síðustu bók mína í íslenskum Qölmiðlum, sem mér finnst jafnvel ekki einleikið. En í bEindaríska tímaritið World Literature Today skrifar um hana maður að nafni Henry Kratz, University of Tennessee. (Sjá mynd). Þetta þykir mér með ólíkindum." Engin léttúð Heldurðu að það hafi haft áhrif á viðtökur bóka þinna að þú ert kona? „Já, áreiðanlega. Enn em konur sniðgengnar í lengstu lög. Karlar eiga á hinn bóginn auðvelt með að ná fram á ritvöllinn; það er hefðin hér á landi. samstaða kvenna mætti vera meiri, og metnEiður þeirra líkEi. Sem betur fer er þetta í áttina. Hvað sjálfa mig varðar þá hef ég sjálfsagt bælt skáldið í mér til þess að passa betur inn í móður- og húsmóð- urhlutverkið. Ekki að ég sé beisk vegna þess. Það er bara einfaldlega þannig að ef maður ætlar að ala upp ábyrgar manneskjur verður maður að vera ábyrgur sjálfur. Sálgæsla bama er krefjandi og reynir mikið á foreldri." Þóra brosir. „Maður skyldi ætla að ég hEifi átt tíu böm. Raunar á ég bara þijú, en fjölskyldutengsl hafa alltEif skipt mig mestu máli.“ — LJ Franskar og forn-grískar bók: The Concise Oxford Dictionary of French Literature. Edited by Joyce M. H. Reid. Oxford University Press 1986. Peter Levi: The Pelican History of Greek Literature. Penguin Books 1985. Þetta er kilju-útgáfa af The Ox- ford Companion to French Litera- ture, sem kom út fyrst 1959 og er nú gefin út stytt og endurskoðuð og aukin 150 uppsláttarorðum. Stytt- ingin snertir samþjöppun efnis, og áhersla er lögð á að sleppa engu sem þýðingarmikið getur talist. Ýmsir þættir hafa verjð endurskoðaðir frá fyrri útgáfum. Frá 1959 hefur margt nýtt birst í frönskum bókmenntum og reynt er að koma því Eið, að svo miklu leyti sem hægt er. Þeir kaflar sem sleppt hefur verið, snerta Eið mestu leyti frEinsk—kanadlskar bók- menntir, en þeir birtast í öðm upp- flettiriti Oxford útgáfúnnar: The Oxford Companion to Canadian History and Literature. TímEiskeiðið sem ritið spannar er frá upphafí og fram á okkar daga. Á rómanska málsvseðinu hófust bók- menntir fyrst á Frakklandi á þjóð- tungunni um 1100 — chanson de geste — hetjukvæði — Rollantsbálk- urinn og síðan hirðskáldskapurinn með Chrétien de Troyes og trúbadúr- amir. Af þjóðum Evrópu hafa Frakk- Eir löngum verið tengdastir bók- menntum og áhrif þeirra bókmennta hafa náð um alla Evrópu og I fyrstu ekki síst til íslands. Peter Levi hefur stundað klassísk fræði, fomleifafræði og skáldskap og er kennari við Oxford-háskólann. Hann hefur gefíð út ýmis rit varðandi bókmenntasögu. Áhugi hans á fom- grískum bókmenntum er kveikjan að samantekt þessarsir bókar. Höf- undurinn metur grískar bókmenntir og velur það sem hann telur áhuga- verðast. Hann segir í formála „að þetta sé persónulegt rit, að svo miklu leyti sem smekkur og lestur viðkom- I I enntir andi skáldskapar er persónulegur. „Tilgangurinn er Eið kynna skrif Fom—Grikkja, lýsa þessum skrifum og sýna dæmi um þau. Það hafa verið skrifuð mörg rit um klasslskar bókmenntir, líklega fleiri en um flest- ar aðrar greinar mennskrar viðleitni, en engu að síður er slík bók mjög þörf, hver kynslóð hefur sitt mat og sína viðmiðun. Eins og nú hagsu- til, þá eykst stöðugt áhugi fyrir grískri ljóðlist og bókmenntum, og að því er virðist án tillits til menntunsu- viðkomandi. Levi leitast við að koma til móts við þá sem em haldnir þess- um áhuga, með þessari bók sinni. Inngangur höfundar er líflega skrif- aður og þar lýsir hann vinnubrögðum sínum við gerð ritsins, að nokkm. Höfundur fjallar fyrst um Hómer og Hómerskviður. Það er ekki aðeins að menn hafa í aldanna rás skrifað öll ósköp um Hómerskviður heldur hafa rithöfundar og skáld síðan verið að skrifa um þau efni sem Hómer fjallar um í þessu fyrsta verki evr- ópskra bókmennta. Menn em einlægt að skrifa upp Hómerskviður, kvið- umar em hin óþrjótandi uppspretta bókmennta hverrar kynslóðar. Það vill svo vel til að íslendingar eiga þýðingu á Hómerskviðum, sem W.P. Ker taldi vera einhveija þá bestu á þjóðtungum Evrópuþjóða. Höfundurinn rekur síðan bók- menntir Grikkja allt til Plutarks. Bókaskrár fylgja hveijum kafla og lykilorðaskár. Þetta er skemmtilega skrifuð bók.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.