Morgunblaðið - 23.05.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.05.1986, Blaðsíða 4
4 & MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. ,MAÍ 1986 huganum með sérstökum aðferð- um. Um viðeigandi aðferð eru einnig veittar upplýsingar. Sé rangri aðferð beitt við að eyða streitu eða draga úr áhrifum henn- ar getur árangurinn orðið þveröf- ugur við það sem ætlazt er til, þannig t.d. að maður sem reynir innhverfa íhugun verður enn spenntari en áður. Árangurinn er fyrst og fremst undir því kominn að gera sér grein fyrir því hvernig líkami og sál bregðast við álagi og þetta kann að virðast liggja í augum uppi. Nýjar rannsóknir hafa þó leitt í Ijós að þetta er allt annað en auðvelt þar sem sumt fólk verður mjög sljótt fyrir því hvert raunverulegt ástand þess er þegar það er undir álagi. Þegar vinna skal bug á áhrifum streitu er fyrsta skrefið að gera sér grein fyrir því hver hinn líkam- legu einkenni eru og síðan þarf að vinna á þeim. Þetta er fremur einfalt mál og í flestum tilfellum nægir að komast að því hvar í lík- amanum spenna er farin að valda viðvarandi verkjum eða óþægind- um. Því miður eru fæstir sem veita athygli lítilsháttar óþægindum sem þó eru í flestum tilvikum fyrirboði sárra verkja í baki og herðum svo dæmi séu nefnd, en eftir því sem óþægindi eru alvarlegri verður erfiðara að vinna bug á þeim. Skapgerðareinkenni gefa ákveðið til kynna hversu viðkvæmt fólk er fyrir streitu og álagi, þannig að það fólk sem er kappsfullt og metnaðargjarnt verður yfirleitt mun verr úti en þeir sem fara sér að engu óöslega. Við háskólann í Texas var nýlega gerð tilraun þar serh fólki var skipt í hópa eftir skapgerð og látið troða marvaða. Hinir kappsömu héldu áfram á meðan þeir gátu staðið og þó var tækjabúnaður stilltur þannig að stöðugt varð þyngra undir fæti. HVERS EÐLIS ER STREITAN? Streita er algengt hlut- skipti nútímafólks. Flest- ir þekkja hana af eigin raun í meira eða minna mæli. Hún lýsir sér með ýmsu móti, sem lúmskur ótti við eitthvaö sem getur verið óljóst en þrúgandi, sem höfuöverkur, vöðvaspenna, ringulreið og rugl- ingslegar hugsanir, hjartsláttur, skyndileg svitakóf og sárir verkir, svo fátt eitt sé nefnt. Og áhrifin eru langvarandi í mjög mörgum tilvikum. Spennan getur t.d. haft þau áhrif að vöðvar og taugar fara í einskonar hnút þannig að allur líkaminn verður undirlagður. Við þessu er til ráð og það er að slaka á. Hægara sagt en gert, kunna einhverjir að segja, og það er orð að sönnu. En það er hægt að læra að slaka á og vísindamenn hafa á undanförnum árum lagt æ meiri áherzlu á rannsóknir í þessu skyni og tilgangurinn er að afstýra því að líkaminn láti undan álaginu. Lausnin er einstaklingsbundin. Hver og einn þarf að gera sér grein fyrir því hvað það er sem veldur honum spennu og hvaða áhrif spennan hefur. Sá sem veit hvað spennunni veldur og kannast við einkennin ætti að geta komizt fyrir rætur hennar með því að fylgja ákveönum leiðbeiningum. SLÖKUIMARAÐFERÐIR Hvaða aðferð á að velja til að losa sig við streitu? Sé streitan fyrst og fremst líkamleg þarf að grípa til ráða sem rjúfa hið líkam- lega spennuferli. Aðferðin kann að vera fólgin í rækilegri leikfimi eða líkamsáreynslu en líklegt er að auðveldari þjálfunaraðferðir komi ekki síður að gagni, og skal hér bent á nokkrar slíkar sem ættu að henta vel í byrjun: • „Eróbikk-æfingar" • Áfangaslökun • Sund • Streituskoðun, sbr.meðfylgj- andi leiðarvísi • Hjólreiðar • Róður • Gönguferðir • Jóga • Nudd • Heitböðogsauna. Viðeigandi aðferðir til að ráða bót á streitu sem einkum hefur sálrænar afleiðingar, s.s. þrálát- ar áhyggjur, eru ýmsar en sú sem e.t.v. er nærtækust er fólgin í hugleiðslu sem bindur hugann algjörlega og gerir það mögulegt að beína honum í aðrar áttir. Þessi aðferð virðist þó ekki henta öllum, og þeireru t.d. margir sem komast að raun um það að hressileg áreynsla á líkamann sé bezt til þess fallin að leysa hug- ann úr þeim viðjum sem streitan bindur hann í. Dæmi um heppi- legar aðferðir til að losa um sál- ræna streitu: • Hugleiðsla • Sjálfsefjun • Lestur • Krossgátur eða aðrar hug- þrautir • Dægradvöl á borð við skák eöa spil • Prjón, saumaskapur, smíðar eða önnur handíö • Hver sú tómstundaiöja sem grípurhugann • Erfiðar likamsæfingar Sálræn og likamleg streita í senn kallar á lausn sem krefst áreynslu sem bæði er andleg og líkamleg, og hér eru nokkur Hver kannast ekkl við byrjunareinkennl ““N- höfuðverks sem oftar en ekki starfar af þreytu? Ef gripiA er til réttra ráða í t»ka tíA má koma í veg fyrir að höfuAverkurinn verAi yfirþyrmandi. AAferAin er einfald- lega í því fólgin a A gera smáhlé á því sem fengizt er viA og nudda hársvörAlnn vel og vandlega. VIA það eykst blóAstreymlA til spenntra vöAva og verAurtil þessaA á þeim slaknar. WS'. ímyndið ykkur að streita sé að hellast yfir ykkur. Um leið og kvíðinn gagntekur ykkur — hvaða einkenna verðið þið þá helzt vör? Merkið við rétt svör: □ 1. Hjartsláttur verður örari. □ 2. Einbeitingarerfiðleikarvegna reikullarhugsunar. □ 3. Óþarfa áhyggjur af málum sem litlu skipta. □ 4. Sýnilegurtaugaóstyrkur. □ 5. Niðurgangur. □ 6. Ógnvekjandi hugsýnir. □ 7. Vanmáttur til að útiloka kvíðvænlegar hugsanir og hug- myndir. □ 8. Spennutilfinning í maga. □ 9. Eigraumaftaugaspennueinsogljónibúri. □ 10. Augljós aukaatriði þjaka hugann. □ 11. Lamanditilfinning. □ 12. Missi af því sem máli skiptir vegna vanmáttar til að taka nauðsynlegar ákvarðanir í tæka tíð. □ 13. Svitakóf. □ 14. 'Áhyggjur sækja stöðugt á hugann. Viðbrögð við streitu eru í grundvallaratriðum þrenns konar: Aðallega líkamlegar, aðallega sálrænar eða hvort tveggja. Þeir sem fyrst og fremst kenna líkamlegra afleiðinga finna fyrir spennu í lík- amanum, taugaóstyrk, fiðringi og svitasteypum. Þeir sem helzt verða fyrir andlegum skakkaföllum veita fyrst og fremst athygli sálrænum einkennum, s.s. áhyggjum og óþægilegum hugsunum sem leita á. Loks er sú manngerð sem kennir hvors tveggja í svipuð- um mæli. Til þess að hafa gagn af þessum spurningalista eru svörin metin þannig að eitt sálrænt stig er gefið fyrir hverja spurninganna nr. 2, 3, 6, 7, 10, 12 og 14 sem svarað er játandi. Eitt líkamlegt stig fæst fyrir hvert já við spurningum nr. 1, 4, 5, 8, 9, 11 og 13. Þeir sem hafa fleiri sálræn stig en líkamleg draga þá ályktun að streita þeirra hafi sálrænar afleiðingar en séu likamlegu stigin fleiri er streitan líkamleg. Sé stigafjöldinn svipaður er streitan í senn sálræn og líkamleg. Svo einfalt er það. Sálfræðingar við Harvard- háskóla og háskólann í Wisconsins hafa samið einfaldan spurninga- lista sem birtist hér á opnunni. Svörum við þessum spurningum er ætlað að leiða í Ijós hvort við- komandi þjáist af steitu sem er að mestu andleg, að mestu líkam- leg eða hvort tveggja. Svörin eiga líka að gefa til kynna hvernig streit- an hefur áhrif á líkama og sál í hverju einstöku tilfelli. Þegar þessar upplýsingar liggja fyrir á að vera hægt að leita ráða við streitunni sem að gagni koma í þessu einstaka tilfelli. Sumum lætur bezt að losa sig við streitu eða draga úr áhrifum hennar með því að reyna á líkamann en aðrir þurfa á því að halda að dreifa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.