Morgunblaðið - 23.05.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.05.1986, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23.MAÍ 1986 SAMKOMUR Húnvetningafélagið: Aðalfundur Hún- vetningafélagsins Aðalfundur Húnvetningafélags- ins verður haldinn sunnudaginn 25. maí kl. 14 i félagsheimilinu Skeifunni 17 (Fordhúsinu). Venjuleg aðalfund- arstörf og lagabreytingar. Friðarhreyfing íslenskra kvenna: Kvikmyndin Konur, talsmenn friðar Kvikmyndin, „Konur, talsmenn friðar", verður sýnd í Norræna hús- inu sunnudaginn 2. maí kl. 16 á vegum Friðarhreyfingar íslenskra kvenna. Bonnie Sherr Klein frá Kanada, annarhöfundurmyndar- innar, mun rabba við gesti að lokinni sýningu. Hið íslenska náttúrufræðifélag: Fjöruferð og kræklingatínsla Sunnudaginn 25. maíverður fjöruferð á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags. Haldiðverður upp á Kjalarnes, en þar eru skemmtilegar og lífríkar fjörur sem verða skoöaöar undir leiðsögn Karls Gunnarssonar þörungafræðings. Hann mun einnig leiðbeina fólki um tínslu á kræklingi og öðru ætilegu sem i fjörunni er að finna. Lagt veröur af stað frá Umferðar- miðstöðinni í Reykjavík kl. 11. Verð 400 kr. — allir velkomnir. Mætið í stígvélum með fötur eða önnur ílát. Dagur Ijóðsins: Upplestur á Sel- fossi, Akranesi og íReykjavík Sunnudaginn 25. maí stendur Rithöfundasamband íslands fyrir degi Ijóðsins. Lesið verður upp á þremur stöðum á landinu að þessu sinni: á Selfossi, Akranesi og í Reykjavík. Á Akranesi verður lesið upp í Bókasafni Akraness og hefst upp- lesturinn kl. 14.30. Þar lesa upp Vilborg Dagbjartsdóttir, Pjetur Haf- stein Lárusson og Matthías Magn- ússon. Á Selfossi veröur lesið upp í T ryggvaskála og hefst dagskráin þar einnig kl. 14.30. Á Selfossi lesa upp Ingibjörg Haraldsdóttir, Gunnar Harðarson, Bergþóra Ingólfsdóttir og Þorsteinn frá Hamri. Upplesturinn í Reykjavíkferfram í Iðnó og hefst kl. 14.00. Þar koma fram eftirtalin 10 skáld: ThorVil- hjálmsson, Jón úr Vör, Þorgeir Þor- geirsson, Þóra Jónsdóttir, Ólafur HaukurSímonarson, EinarMár Guðmundsson, Geirlaugur Magn- ússon, Jóhamar, Gyröir Elíasson og isak Harðarson. Auk þess verður lesið úr verkum Vigdísar Gríms- dóttur og Þuriðar Guðmundsdóttur. í tilefni af Degi Ijóðsins hefur RSÍ látið prenta veggspjald með Ijóðinu „Ljóðjarðar" eftirSnorra Hjartarson. Sædýrasafnið: Dýrin mín stórogsmá Sædýrasafnið verður opið um helgina eins og aðra daga frá kl. 10 til 19. Meöalþesssem ertil sýnis eru háhyrningar. Ijón, ísbjörn, apar, kindur og fjöldi annarra dýra, stórra oa smárre HVAÐ ERAD GERAST UM MYNDLIST Gallerí íslensk list: Sýning Elíasar B. Halldórssonar Málverkasýning Elíasar B. Hall- dórssonar stendur nú yfir í Gallerí íslensk list, Vesturgötu 17, en þar sýnir Elías 55 myndverk. Sýningin er opin frá kl. 9—17 virka daga en frá kl. 14—18 um helgar. Listasafn Einars Jónssonar: Safn og garður Listasafn EinarsJónssonarer opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30 til 16. Höggmyndagarðurinn eropinndaglegafrákl. 11 til 17. Gallerí Gangskör: Baltasar sýnir teikningar Sýning á teikningum Baltasars stendur nú yfir í Gallerí gangskör, sem er til húsa á Bernhöftstorfu. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 12—18ogfrá 14—18 um helgar. Hlaðvarpinn, Vesturgötu 3: Frumdrög að borg Sýning Þórðar Ben. Sveinssonar, Frumdrög að borg, opnar í dag, föstudag kl. 21 og verður opin til 23. Sýningin verðuropinfrá kl. 16—22 og stendurtil 1. júní. Nýlistasafnið: Sýning Jeffrey Vallance Jeffrey Vallance sýnir teikningar frá íslandi og Suður-Kyrrahafi í Ný- listasafninu. Teikningar hans fjalla um þjóöfélagslegartáknmyndir, allt frá táknum fornaldar til nútímans. Sýningin stendur til 25. maí og er opin á virkum dögum frá kl. 16—20. Um helgar er sýningin opin frá kl. 14-20. Ásmundarsafn: Konanílist Ásmundar Nú stendur yfir í Ásmundarsafni við Sigtún sýning sem nefnist „Kon- an í list Ásmundar Sveinssonar". Er hér um að ræða myndefni sem tekur yfir mestallan feril Ásmundar og birtist í fjölbreytilegum útfærsl- um. Listasafn ASÍ: SýningTolla Málverkasýningu Tolla í Lista- safni ASÍ lýkur sunnudaginn 25. maí. Tolli hefur haldið sex einkasýn- ingar og tekið þátt í fjölda samsýn- inga. Á sýningunni í Listasafni ASÍ eru 49 málverk. Sýningin er opin virka daga kl. 16—20 og um helgar kl. 14-22. Skíðaskálinn: UnnurSvavars sýnir 40 myndir Sýning Unnar Svavars á rúmlega 40 myndum og eftirprentun af Eyja- gosinu stendur nú yfir í Skíðaskál- anum. Þetta er 11 einkasýning Unnar en sýningunni lýkur hinn 20. maí nk. Öllum ágóða af sýningunni verður varið til að standa straum af kostnaði við læknishjálp erlendis. Gamalt og nýtt: Vinnustofusýning Jóhönnu Boga Vinnustofusýningin Gamalt og nýtt stendur yfir um helgina á vinnu- stofu Jóhönnu Bogadóttur á Hjarð- arhaga 48, fjórðu hæð til hægri. Sýningin verður opin laugardag, sunnudag og mánudag frá kl. 14 til 22. Á sýningunni verða teikning- ar, málverk og grafíkmyndir, bæði nýjar og eldri. Elías B. Halldórsson við eitt verfcanna ð sýnlngunni. Gallerí íslensk list: Sýning Elíasar B. Halldórssonar Málverkasýning Eliasar B. Halldórssonar stendur ný yfir í Galleri íslensk list, Vesturgötu 17, en þar sýnir Elías 55 myndverk. Sýningin er opin frá kl. 9-17 virka daga en frá kl. ■/■ 40 Eitt verkanna á sýn- Ingu Flóka f Akóges- húsl. Akóges-hús, Vestmanna- eyjum; Sýning Alfreðs Flóka í dag, föstudag, kl. 17 opnar Alfreó Flóki myndllstarsýn- Ingu f Akóges- húsinu í Vestmanna- eyjum. Þessi sýnlng Flóka er í samvinnu vld Gallerí Borg og stendur aóelns f nokkra daga. Á sýn- ingunni veróa um 30 myndlr unnar meö svartkrít og rauð- krtt. Sýnlngin veróur opin á laugardag, sunnudag og mánu- dag kl. 14-22. Henni lýkur á mánudags- kvöld. FERDIR Ferðafélag íslands: Áttundi göngudagurFÍ í ár efnir Ferðafélagið til göngu- dags í áttunda sinn og sem fyrr er leitast við að fara leið, sem er við allra hæfi og um leið forvitnileg. Farin verður hringferð frá eyðibýlinu Kaldárseli (austan Hafnarfjarðar). Fyrst verður gengið á Búrfell og í Búrfellsgjá, áð við gjárréttina og gengið til baka meðfram giröing- unni, sem girðir af Heiömerkur- svæðið, og hringnum lokað við Kaldársel, þarsem rútan bíður. Brottfarartímar frá Umferðarmið- stöðinni eru kl. 10.30 og kl. 13. Skólahljómsveit Mosfellssveitar leikur við Kaldársel milli kl. 13 og 14, og er fólk á eigin bílum velkomið ígönguna. Hana nú: Laugardagsganga Vikuleg laugardagsganga Frí- stundahópsins Hana nú í Kópavogi verðurá morgun, laugardag. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10.00. Núerfegurstivortíminnað fara í hönd. Allir Kópavogsbúar eru velkomnir að njóta náttúrunnar í góðum félagsskap Hana nú. TÓNLIST Norræna húsið: Schubert-tónleikar Laugardaginn 24. maí kl. 16.00 halda Martin Berkofsky og Anna Málfríður Sigurðardóttir sjöttu og síðustu tónleika sina í heildarflutn- ingi á fjórhentum píanóverkum Franz Schuberts. Allur ágóði af tón- leikunum rennurtil styrktar flygil- Lo’ tp. «rr> fyrjr Morr.T'n? h'JT^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.