Morgunblaðið - 22.06.1986, Qupperneq 2
2 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ1986
í tónlist að lokinni seinni heimsstyijöldinni. Um hríð var
hann nemandi Jóns Þórarinssonar, sem kom með nýklass-
ísku stefnuna og tónsmíðaferðir Hindemiths heim frá
Bandaríkjunum. Ekki er að sjá áhrif úr þessari átt í fyrstu
verkum Jóns. Aftur á móti eru greinileg áhrif frá Béla
Bartók í Sónötunni fyrir fiðlu og píanó, sem samin var árið
1952. Bartók dó árið 1945 í New York einmana oggleymd-
ur. Á næstu árum breiddist tónlist hans út með undra-
hraða, og má sjá áhrif hans víða hjá jafnöldrum Jóns. En
Jón vinnur á mjög persónulegan hátt úr áhrifum Bartóks.
í fyrstu verkum Jóns kveður oft við þjóðlegan tón, t.d. í
fiðlusvítunni Systumar í Garðshomi. Það er ekki undarlegt.
Jón er sonur Sigurðar Nordals og alinn upp á heimili þar
sem íslensk menning að fomu og nýju sat í öndvegi. Það
kann að hafa verið hinn þjóðlegi tónn hjá Bartók, sem
heillaði Jón.
Fiðlusónatan er um margt einkennandi fyrir stíl Jóns á
þessum tíma. Og í henni er að finna mörg einkenni, sem
hafa loðað við verk Jóns síðan. Stíllinn er frjáls-tónal. Mig
gmnar að það hafi aldrei skipt Jón miklu máli hvort hann
væri tónal eða altónal. Raunar hefur verið gert alltof mikið
úr þessum andstæðum, og þessi skipting tónlistar í tvo
flokka segir ekki ýkja mikið, og er um margt villandi. Hún
var líka uppmnnin hjá hópi afturhaldssamra manna og
öfundsjúkra og hugsuð miklum listamönnum, eins og
Schönberg, Berg og Webem til hnjóðs. í fiðlusónötu Jóns
blandast saman díatónísk og krómatísk hugsun í flóknum
hlutföllum með mismunandi sterkum áhrifum fmmtóns.
Þetta er líkt og hjá Alban Berg, sem er einn mesti áhrifa-
valdur Jóns, tónal og atónal hugsun flæða saman líkt og
þegar ferskvatn og sjór mætast.
Óllu mikilvægari er sjálf tónsmíðaaðferð Jóns og fram-
setningarmáti. Smærri hlutum verksins er raðað haglega
saman í trausta heild og minnir helst á þá list Steinars
bónda í gijótgarðagerð, sem Halldór Laxness lýsir ógleym-
anlega í Paradísarheimt. I fiðlusónötunni má auðveldlega
greina hið hefðbundna sónötuform. Það form var í rauninni
aldrei til, aðeins tilbúningur skólagrána sem aldrei gátu
sett saman skammlausa sónötu. Formið hjá Jóni er aldrei
stirt mót hugsunarinnar, né eftirlíking eldri verka, heldur
einskonar áttaviti sem siglt er eftir milli viðkomustaða.
Tóndæmi II
Jón dvaldi í Sviss á árunum 1949-1951 við nám hjá
Willy Burkhart, þekktum svissneskum meistara._ Og svo
ferðaðist hann um Evrópu, dvaldi í Róm og París. Á þessum
árum stóðu jafnaldrar hans fyrir mikilli endurskoðun allra
viðtekinna gilda á tónlistarsviðinu. Leitað var nýrra og
róttækra leiða til að skapa og móta tónlist framtíðarinnar.
Nokkrir þessara höfunda hafa haft mikil áhrif síðan:
Boulez í Frakklandi, Nono og Berio á Ítalíu, Cage í Banda-
ríkjunum og Stockhausen í Þýskalandi. Hópur þessi hefur
oft verið kenndur við Darmstadt, en þar í borg voru og
eru haldin sumamámskeið um nútímatónlist. Varð Jón
fyrstur íslendinga til að sækja þau. En þessir höfundar
voru mjög ólíkir að upplagi, og er vafasamt að spyrða þá
saman, hvað þá tala um „skóla". Ég held að aðdáun þeirra
Sónata
Fyrir fidlu og pítnó
Allegro moderato (J • 921 ^. ,
-/ W. F . /
rWwf ufáéL
Ped. 1 íl 1 1 ■ .fTTT~i.=
Jj , pg -/ * - - ^— ri rw—
á verkum Webems hafí verið það eina sem þeir áttu
sameiginlegt. Verk Webems höfðu fræðilega þýðingu fyrir
þessa menn á sjötta áratugnum, og upp úr þeim spratt
seríalisminn eða röðunartæknin. Seríalisminn er útvikkun
á tólftónaaðferð Schönbergs, lögmál raðarinnar voru látin
gilda um allar eigindir hljóðsins, hæð þess, lengd, styrk
og blæ.
Jón fylgdist vel með því, sem var að gerast, en seríal
hugsun hafði lítil bein áhrif á hann. Ég held raunar að
Jón hafi aldrei verið mjög upptekinn af fræðilegri hlið tón-
smíða, það var miklu fremur fagurfræði Webems og læri-
sveina hans sem höfðaði til hans. Verk Jóns em nær alls
staðar mjög tær og gagnsæ. Maður heyrir allt, ekkert er
falið. Öllum aukaatriðum er sleppt, Gerðin ber uppi verkið.
Hvert smáatriði á heymarsviði skiptir máli, allt er aðalat-
riði. Vandvirkni Jóns er slík að hún nálgast nostur. Stfllinn
getur orðið fágaður um of að mínu mati. En hinn sérkenni-
Iegi og persónulegi stíll Jóns minnir á víravirki.
Píanókonsertinn er lykilverk á sköpunarferli Jóns. Með
honum tókst Jóni að fínna sköpunargáfu sinni farveg í
umfangsmiklu og flóknu formi. Konsertinn er saminn árið
1956, um líkt leyti og Jón kom heim frá námi, þetta verk
er einstakt í tónbókmenntum okkar. Þar heyrðist í fyrsta
sinn hérlendis ómur frá ótal nýjungum ungrar kynslóðar
sem var að vinna sér sess. Seint mun ég gleyma þeim
áhrifum sem frumflutningur þessa verks hafði á mig,
ungling, sem sat í hrifningarvímu á efri svölum Þjóðleik-
hússins það kvöld.
Ég veit ekki hvort viðmót manna hefur áhrif á andlegar
afurðir þeirra. En fas Jóns er alltaf drengjalegt, og það
virðist ekki ætla að eldast af honum. Það er eitthvað
drengjalegt við píanókonsertinn, hann er verk ungs manns.
Frískleiki frumflutningskvöldsins fylgir þessu verki í hvert
sinn, sem ég heyri það. Jón samdi píanókonsertinn fyrir
sjálfan sig, en hann var mjög liðtækur píanóleikari, og
þetta er hröð og glitrandi tónsmíð. Hún er litrík og skraut-
leg. Ég held Jón hafí nær undantekningarlaust notað píanó
í hljómsveitarverkum sínum síðan, en píanóliturinn er mjög
einkennandi fyrir áferð og tónblæ í hljómsveitarverkum
Jóns. Píanókonsertinn er samþjappað verk, unnið úr ör-
smáu frumi: tónbilaafstöðu tveggja þríunda, stórrar og lít-
illar, sem skarast í tíma, og ríþmafrums sem birtast strax
á eftir, eins og svar, í pákum.
þ-vi o 4 - T'r u
litrftv^ír 1
Tóndæmi III
Að loknum stuttum inngangi heyrist megjnstefíð í píanó-
inu.
d.Sfce4 X cin/eilís-ÞÍctuóí > . * .T F= ^ ri n=
i ^ 1 ; , M* 'r—' f . . .
í í
Tóndæmi IV
Öll er úrvinnslan tokkötuleg og reynir mjög á fæmi
einleikarans. Andstefíð, sem er ljóðrænt og hljómrænt að
gerð, myndar sterka andstöðu við glettustíl upphafsins.
Tóndæmi V
Eftir píanókonsertinn tekur Jón sér nokkurt hlé frá tón-
smíðum. Brotaspil semur hann næst, árið 1962. Það verk
er gjörólíkt píanókonsertinum. Jón er að vinna úr áhrifum
Webems, og svo var ástatt um marga fleiri á þessum tíma.
Hvert einasta tónskáld, gekk í gegnum innri kreppu, ef
svo mætti segja, sem átti upptök sín í arfí Webems, bæði
fræðilega og einnig á sviði fagurfræðinnar. Þetta var tími
post-Webemistanna. Brotaspil minnir óneitanlega nokkuð
á málaralist þessara ára, hina geómetrísku afstraksjón;
knöpp, meitluð ogdálítið meinlætafull tjáning.
Tveim ámm síðar semur Jón Adagio fyrir flautu, hörpu,
píanó og strengjasveit. Þetta er mjög ljóðrænt, fagurt og
innhverft verk. Stfllinn er enn sem áður hvorki tónal né
atónal, en umfram allt melódískur. Allar laglínur Jóns em
listilega saman settar og byggjast oft upp á smáfrymum
sem era í hárfínu jafnvægi hvert við annað.
Tónlist Jóns er næstum alltaf fíngerð, en þó er hún
stundum kröftug eins og sjá má í Stiklum frá árinu 1970.
En Jón er síbreytilegur og slær oftast á nýja tilfínningalega
strengi í verkum sínum. Stundum er tónlist hans þunglynd-
isleg eins og í Canto elegiaco frá 1971 eða Épitaphion
frá 1974. Stundum framkallar hún sterka stemmningu
eins og í Langnætti frá 1975 eða Leiðslu sem er hugleiðing
um Sólarljóð:
Sólegsá,
sanná dagstjömu,
drúpa dynheimum í;
en Heljargrind
heyrðag á annan veg
þjóta þunglega.
Sól eg sá
svo þótti mér
sem eg sæla göfgan guð;
henni eg laut
hinzta sinni
alda heimi í.